Tíminn - 23.07.1991, Page 8

Tíminn - 23.07.1991, Page 8
8 Tíminn Þriðjudagur 23. júlí 1991 Þriðjudagur 23. júlí 1991 Tíminn Kvakl 1 er bannað en stundaö og hefur au Kist um 3°/o á síðustu S árum: UTLENDINGAR KOMA HINGA „Hvers kyns hjálækningar hafa átt vaxandi fylgi að fagna meðal vestrænna þjóða á undanförnum árum, og hafa íslendingar ekki farið varhluta af því,“ segir Cuðjón Baldursson, sérfræðingur í krabbameinslækningum, í grein sem hann hefur ritað í tímaritið Heilbrigðismál. Jafnframt kemur þar fram að talið er að allt að helmingur allra krabbameinssjúklinga leiti á náðir hjálækninga einhvern tíma á sjúkdóms- ferli sínum. Mun þetta þó næstum eingöngu eiga við um þá, sem telja sig ekki hafa fengið meina sinna bót með hefðbundnum lækning- um. Hjálækningar, skottulækningar eða kvakl nefnist það þegar einhver aðili, er ekki hefur læknismenntun, tekur að sér að sjúkdóms- greina fólk og veita því meðferð við sjúkdóm- um. Auk þess hefur yfirleitt ekki verið unnt að sanna gildi þessara lækninga með vísindaleg- um aðferðum. Samkvæmt íslenskri heilbrigð- islöggjöf eru þessar lækningar ólöglegar og bannað er að auglýsa lækningarmátt drykkja, matvæla og annarra nauðsynjavara. Þrátt fyrir þetta er velflestum það Ijóst að hér á landi er í boði þjónusta af ýmsu tagi, sem fellur undir ofangreindar lækningar. Miklu eytt í lækningamar Á ári hverju eyða Bandaríkjamenn fjármun- um, sem svara til fjárlaga íslenska ríkisins í tvö ár, í hjálækningar. Víða erlendis fer þessi markaður ört vaxandi og tegundum óhefð- bundinna lækningaaðferða fjölgar stöðugt. Bókabúðir, sem sérhæfa sig í sölu á hjálækn- ingabókum, spretta upp og framleiðsla á alls kyns næringarefnum, söltum og vítamínum hefur stóraukist. Á Bretlandseyjum er sagt að þetta sé ein af örfáum atvinnugreinum sem beri sig fjárhagslega, samkvæmt grein Guð- jóns Baldurssonar. Ekki er vitað hversu miklu íslendingar eyða í kvakl á ári hverju, en vitað er að þessar lækn- ingar eru dýrar og að á undanförnum fimm árum hafi þeim, sem leita á náðir þeirra, fjölg- að. Hjálækningar á íslandi Ávallt eru einhverjir tilbúnir að leita sér lækninga eftir óhefðbundnum leiðum og að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis er töluvert um hjálækningar hér á landi. Málin, sem landlæknisembættið fær varðandi hjálækn- ingar, eru þó mjög misjöfn. Ölafur sagði að nokkuð væri um það að er- lendir menn kæmu hingað til lands, oft í skjóli einhverra íslendinga, og reyndu að stunda hjálækningastarfsemi sína. „Á ráð- stefnum landlækna Norðurlandanna hefur það komið fram að bæði Danir og Norðmenn eiga við þetta vandamál að stríða. Þeir losna þó oft við þetta fólk, því það fari til íslands og Grænlands, því svo virðist sem meiri markað- ur sé fyrir starfsemi þeirra hér á landi og á Grænlandi," sagði Ólafur. Jafnframt sagði hann frá erlendum manni, sem kom hingað til lands og sagðist geta sjúk- dómsgreint fólk með því að skoða lithimnuna í augum þess. Umræddur maður hefði síðan tekið fleiri þúsundir fyrir þessa þjónustu sína. Ólafur sagði að tveir starfsmenn heilbrigðis- þjónustunnar hefðu farið og hitt þennan mann. Maðurinn sagðist geta hjálpað þeim og skýrðu þeir þá frá einhverskonar einkennum. ' Niðurstaða mannsins var sú að annar heil- brigðisstarfsmaðurinn væri með lungun full af svörtum blettum. Hinn greindi hann með hjartagalla og sykursýki á byrjunarstigi. Fyrir þessa þjónusta greiddu þeir samanlagt 12000 krónur. Heilbrigðisstarfsmennirnir fóru því næst á sjúkrahúsið þar sem þeir unnu og gengust undir allsherjar læknisrannsókn. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir voru fullkom- lega heilbrigðir og ekki hrjáðir af sykursýki, hjartagalla eða svörtum blettum á lungunum. Embættið kærír Ólafur sagði að þegar landlæknisembættinu bærust fregnir af hjálækningarstarfsemi, þá kærði það viðkomandi. Ef um útlending væri að ræða þá væri Útlendingaeftirlitinu gert við- vart. Þetta væri ólögleg starfsemi, því engum væri leyft að lækna fólk nema hann hefði til þess viðhlítandi próf sem væri tekið gilt. „Það fólk, sem stundar þessa iðju, ber því yfirleitt við, þegar landlæknisembættið hefur samband við það, að það sé að sinna þessu af æðri hugsjón og væntumþykju um fólkið sem leitar til þess. Það sem vekur undrun í því samhengi er að svo lítur út fyrir að þessi æðri hugsjón og ást á peningum fari saman hjá þessu fólki, því þjón- usta þess er mjög dvr," sagði hann. Jafnframt sagði Ólafur að hér á landi væri starfandi nefnd sem skipuð er fulltrúum frá Landlæknisembættinu, heilbrigðisráðuneyt- inu og Læknafélagi íslands. Þessi nefnd hefur verið starfandi í nokkur ár. Hún sér um og fjallar um öll hjálækningamál, sem upp hafa komið og upp kunna að koma í framtíðinni. Flestir í svæðanudd Takmarkaðar upplýsingar hafa verið fyrir hendi um ýmsa þætti óhefðbundinnar læknis- þjónustu og nýtingu hennar hér á landi. Til að afla þessarar vitneskju gekkst Landlæknis- embættið fyrir könnun meðal landsmanna í febrúar 1985. í febrúar 1990 var síðan gerð hliðstæð könnun, m.a. til þess að athuga hvaða breytingar hefðu orðið á tímabilinu. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hversu oft á síðastliðnum þremur mánuðum þeir hefðu leitað til aðila er stunda svæða- nudd, hnykklækningar, nálastungur, hug- Eftir Mnni Yr Jónsdóttur lækningar, grasalækningar, náttúrulækning- ar, jóga eða innhverfa íhugun. Árið 1985 kom í Ijós að um 6% aðspurðra höfðu leitað sér lækninga hjá aðilum er stunda óhefðbundnar STUNDA HJAUEKNINGAR Síf'v Það vekur athygli að á fslandi eru þeir sem leita hjálækninga ekki endilega óánægðir með þá þjónustu sem þeir fá í hinu opinbera heilbrigöiskerfi, samkvæmt könnunum landlæknisembættisins. lækningar. Árið 1990 var samsvarandi tala um 1985 fóru 20 þátttakendur könnunarinnar í einstaklingar á náðir þessara lækninga, en ár- Þó voru það fleiri árið 1990 heldur en árið 1985. í könnuninni kom einnig í ljós að notk- 9%. Flestir, sem leituðu sér lækninga eftir svæðanudd, en 1990 voru þeir 22. Þeim, sem ið 1990 voru þeir orðnir 20. Lítil aukning var 1985. Jafn margir leituðu sér huglækninga ár- un náttúrumeðala hefur aukist á undanförn- óhefðbundnum leiðum, höfðu farið í svæða- leituðu sér grasa- eða náttúrulækninga, fjölg- á fjölda þeirra, sem höfðu gengist undir nála- ið 1985 og árið 1990. Mjög lítil aukning varð í um fimm árum. Um 20% einstaklinga, sem nudd. Lítil aukning var þó á milli áranna, því aði langmest. Árið 1985 leituðu innan við 5 stungur eða farið í jóga og innhverfa íhugun. hnykklækningum árið 1990 samanborið við eru 50 ára eða eldri, nota náttúrumeðul sam- anborið við 12% fyrir fimm árum. í heildina höfðu um 17% þátttakenda notað náttúrulyf árið 1990, en árið 1985 var samsvarandi tala 11,5%. Langflestir, sem leitað höfðu óhefðbundinna læknismeðferða, leituðu einnig hefðbundinna læknismeðferða og höfðu góða reynslu af þeim læknismeðferðum. Ólafur sagði að þessi niðurstaða kæmi dálítið á óvart. Erlendis væri það þannig að meiri- hluti þeirra, sem leita út fyrir heilbrigðisþjón- ustuna, væru óánægðir með hana. Hér á landi væri hins vegar þessi hópur ánægður með heilbrigðisþjónustuna, en leitaði samt út fyrir hana. Almennt leituðu þó færri íslendingar hjálækninga samanborið við erlendar kann- anir. Hættulegar eða hættulausar lækningar Ekki er mikið um það að fólk hafi þurft að leita til sjúkrastofnana hér á landi vegna óhefðbundinnar læknismeðferðar. Að vísu verður Landlæknisembættið af og til var við skaðleg áhrif hjálækninga. í rannsókn, sem gerð var í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, kom fram að 123 sjúklingar, sem notfært höfðu sér hjálækningar, þurftu að leita til sjúkrahúsa vegna aukaverkana af meðferðinni. Sex létust vegna meðferðarinnar og 27 þurftu að leggjast inn á gjörgæsludeild vegna hennar. Hér á landi kemur það stundum fyrir að sá skottu- læknir, sem fólk leitar til, telur að nauðsynleg lyf, svo sem háþrýstingslyf og hjartalyf, komi ekki að gagni. Fólk hætti því stundum að neyta þessara lyfja og þar af leiðandi verður það oft á tíðum veikara. Hefðbundinni læknis- meðferð getur því seinkað vegna hjálækninga og hugsanlega haft áhrif á batahorfur sjúk- lingsins. Talið er að aukaverkanir vegna óhefðbundinna lækninga sé mun hærri en all- ar tölur gefi til kynna, því líklega leita ekki all- ir til almennrar heilbrigðisþjónustu, þó svo að þeir þjáist af aukaverkunum vegna hjálækn- inga. Lækningar sem ekki lækna Ekki er margt sem bendir til þess að hjá- lækningar séu áhrifarík meðferð gegn hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum. Sverrir Bergmann, varaformaður Læknafé- lags íslands, sagði að til væri fólk sem teldi sig fá meina sinna bót með hjálækningum. Þrátt fyrir það þá væru alltaf einhverjir sem þyldu ekki svonefndar hjálækningar og jafnvel væru dæmi þess að fólk hefði alls ekki haft gott af þeim. Hann sagðist vita dæmi þess að fólk hefði leitað til lækna vegna þjáninga af völd- um hjálækninga. Til dæmis hefði fólki með hættulega sjúkdóma verið sagt að ekkert væri að því og upp komið tilvik þar sem illa hefði getað farið. Sverrir sagði að stigsmunur væri þó á hjálækningunum, því til væru hjálækn- ingar sem væru alveg meinlausar. Svo væru til aðrar sem álls ekki væru meinlausar og komnar langt út fyrir mörk heilbrigðar skyn- semi. Fólk ætti því að hafa það í huga ef það leitaði á náðir hjálækna að rjúfa ekki algjör- lega tengsl við hinar hefðbundnu heilbrigðis- stéttir. „Læknar verða mikið varir við þessar lækningar og ég er ekki frá því að þær hafi aukist. Þær hafa alltaf verið til staðar og ég býst við að svo verði áfram,“ sagði Sverrir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.