Tíminn - 23.07.1991, Page 14

Tíminn - 23.07.1991, Page 14
14 Tíminn Þriðjudagur 23. júlí 1991 Fjöldi bjáa í Bretlandi eru dauðadæmd vegna sjúkdóma, mengunar og þurrka. Yfir tveim milljónum þeirra hefúr hnignað alvarlega og þúsundir í viðbót hafa visnað svo veru- lega að þau munu ekki bíða þess bætur. Slíkt hættuástand hefur ekki steðjað að trjám í Bretlandi í langan tíma, en nú má búast við að það setji merki sitt á jafnt villta skóga og trén með- fram breiðgötum og torgum bæja og borga. Nú hafa umhverfisveradar- menn gefið þá viðvörun að þær útbreiddu skemmdir, sem í ljós hafa komið þegar skógar og garðar ættu að vera fulllaufg- aðir, kunni í mörgum tilfellum að vera óbætanlegar. Það verð- ur að fella allt að 10,000 plat- anviðartré, sem er einhver harðgerðasta Iauftijátegundin í Evrópu, vegna sveppagróðurs sem er alls ráðandi meðfram strætum og gangstéttarbrún- um í þéttbýli. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna Frekari gögn eru leidd fram í skýrslu, sem Sameinuðu þjóðimar hafa gefið út nýlega, þar sem sökinni af vesöld trjáa er skellt á „loftslags- streitú', sem stafar af þurrum sumr- um og mildum vetrum mörg ár í röð. Yfir fjórðungur lauftrjáa hafi orðið fýrir skemmdum, þar af séu mörg gömul eikartré í „hættu- ástandi". Aðaláhyggjumar til sveita beinast að beykitrjám, sem gráir íkomar hafe þegar flegið af börkinn. TYén em nú að deyja vegna þess að til við- bótar skrælna þau þar sem gmnnt liggjandi rætur þeirra ná ekki til vatns. Eikartré, ímynd breskrar arf- leifðar, gulna á leyndardómsfúllan hátt, sérstaklega í Lincolnshire, Le- icestershire og Northamptonshire, og rannsókn hefúr verið sett af stað til að Ieita orsakarinnar. Jafnvel garðar verða fyrir barðinu á fjöldanum öllum af sjúkdómum sem hindra vöxt sumra dáðustu trjá- tegunda þjóðarinnar, s.s. grátvíðis, hagþoms, kirsuberja-, plómu- og eplatrjáa. Formaður umhverfisnefndar neðri deildar breska þingsins hefur sagt að hann hefði orðið leiður við að heyra um þá nýju ógnun sem nú steðji að trjám. Hann segir trén vera tignar- legan hluta af landslaginu og því umhverfi sem augað nemur. Farsótt af sveppa- og bakteríusjúkdómum leik- ur tré í London grátt Það er London sem verst verður úti, en þar stendur til að grafa upp og brenna allt að 4,000 tré, þ.á m. „pyracantha" (sígrænn barrmnni með hvítum blómum og rauðum berjum) og pemtré. Ástæðan er far- aldur sveppa- og bakteríusjúkdóma. Frá Manchester og Birmingham hafa borist skýrslur um sveppasjúk- dóma sem valda áhyggjum. Á TYafalgar Square hafa flest þeirra 16 platantrjáa, sem þar em, misst talsvert laufin, en þau lauf, sem eftir em, taka á sig brúnleitan blæ. All- mörg þeirra ungtrjáa, sem plantað hefur verið á undanfömum 10 ár-. um, em því sem næst lauflaus. Eftir könnun á sjúku trjánum má búast við að þau verði flest, eða öll, felld. Embættismenn kenna votu vori um versta tilfellið í meira en áratug af platanviðarsjúkdómi, sem kenndur er við London, en hann stafar af vissri sveppategund. Þeir, sem starfa daglega við torgið, segja allaufguð tré skipta miklu máli í stórborgum, vegna þess að þau gefi fólki öryggiskennd. Þau lauflausu platantré, sem nú standa þar, em dapurleg sjón, segja þeir. Öll streita veldur lauffalli sem kemur fram sem eyður í lauf- Vindur Veldur almennri ofteygju, sér- staklega ef fárviðri skellur á með- an tréð er í fullum laufskrúða. Mengun Ruglar jafnvægl trésins, klofnar í natríum og klóríð, sem er skaðlegt laufi. Þurrkur i Rætur draga til sín minni raka þegar gmnn- vatnsborð lækk- ar. Laufin skrælna Útblástursgas kann að draga úr mót- stöðuaflinu gegn öðrum hættum. Hugs- anlegur skaði vegna súrs regns. Banvæn blanda sem er aö ganga af trjám í Bretlandi dauðum Sjukdómar Sveppa- og bakteríusjúk-^ dómar ráðast að laufi, knöppum og greinum og hóta að yfirbuga tréð. íkornar Gráir íkomar rífa vemdandi börkinn af trjá- stofnunum. Beykitré á aldr- inum 15-40 ára| eru í mestri ’ hættu. IWllIlllIll Tap laufkrónu Tré í Bretlandi í dauðans greipum vegna: Sjúkdóma, veðurfars, umhverfis- mengunar, saltburðar o.fl. vetrum og gera sér vonir um að trén kunni að fá betri vemd með því að breytt verði um frágang á jarðvegi og frárennsli umhverfis þau. Þá eru íbúar hvattir til að hjálpa til við að bjarga trjám í nágrenninu. Góðgerðafélag, sem tekur að sér vemdun staðbundins umhverfis, er að undirbúa áskorun til fólks um að taka undir sinn vemdarvæng ná- lægustu trén og láta yfirvöld á staðnum vita um skemmdir eða vanrækslu Bjargvættur aspa í London gefur ráð Moyra Bremner, höfundur met- sölubóka um húsráð, segir að hús- ráðendur, sem bannað er að nota garðslönguna eða búa við fyrirskip- anir vegna þurrka, ættu að nota baðvatnið til að koma í veg fyrir að tré skrælni af þurrki. Hún hefur bjargað röð af öspum á bak við hús sitt í London og segir að þau séu undursamlegt tákn um áframhald lífsins, þrátt fyrir allar árásir manns og náttúm. „Þess vegna segjum við: Plantaðu runna fyrir sjálfan þig, en tré fyrir bömin þín eða bamaböm- in.“ Þessi nýjasta ólánsstaða, sem vill svo til að kemur upp á sama tíma og sveitarfélögin áætla að setja niður tré í stað þeirra 15 milljóna sem eyðilögðust í fellibylnum 1987, verður að líkindum hvatning til yf- irvalda á hverjum stað um að end- urskoða val sitt á trjátegundum rækilega. í Birmingham er sveitarfélagið þegar farið að gróðursetja mikið úr- val trjátegunda til að draga úr áhættunni að missa of mörg tré í einu ef sjúkdómur kemur upp. Þar segir skógræktarstjórinn: „Því fleiri tré af sömu tegund, sem em í ná- býli, því hraðar berst sjúkdómur meðal þeirra." Um miðjan júlí 1991 á Trafalgar Square. Þessum trjám veröur ekki bjargað. Bjartsýni vegna nokk- urra tegunda Opinber skógamefnd fylgist reglu- lega með heilsu trjáa fyrir umhverf- isráðuneytið. Þar segja menn ástæðu til bjartsýni vegna nokkurra tegunda. Álmtré em að ná sér eftir að sjúkdómur kom upp með þeim á áttunda áratugnum, sem drap meira en tvo þriðju tegundarinnar í Bret- landi. Ung eskitré njóta líka góðs af veðurfarinu á þessu ári. Fremsti sjúkdómafræöingur nefndarinnar segir að flestar þær tegundir, sem hafa orðið fyrir skemmdum, kunni að endurlífgast efaðstæðumarbatna. En hann segir að hvað sumar þeirra varði sé þetta aðeins forleikurinn að hnignun, sem kunni að halda áfram í mörg ár og kunni að enda með dauða. Sérfræöingar Sameinuðu þjóðanna lögðu sérstaka áherslu á loftmengun sem mikilvægan þátt í að veikja tré og gera þau móttækileg fyrir örri hnignun í þurrki og leiða síðan til dauða vegna sjúkdóms. Þeir komust að því að hlutfall breskra barrtrjáa, sem tapað hafa barrinu, hefur aukist frá því að vera þriðjungur í að vera næstum helmingur á einu ári. Það em bara barrtrén í Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu sem hafa misst meira barr, skv. rannsókn á 17,000 trjám á 170 stöðum. Hálkueyðandi salt meðal sökudólga í skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að útkoman í Bretlandi sé jafn- vel verri en í mikið menguðum löndum, s.s. Póllandi og fýrrum Austur-Þýskalandi. Ástand lauftrjá- tegunda í Bretlandi var það sjötta versta af þeim 26 löndum sem rann- sökuð voru. Skógamefndin er þó efins um hversu þungt loftmengunin vegi. Hún heldur því fram að salt, sem notaö er til að hálkueyða á vegum, valdi meiri skaða. Embættismenn í samgönguráðuneytinu eiga að fara fram á skýrslu strax í þessum mán- uði um hversu miklum skemmdum valdi steinsalt, sem þurrkar upp tré við vegarbrúnir og eitrar lauf þeirra. Ráðherrar leggja fast að yfirvöldum sveitarfélaga að nota minna salt á

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.