Tíminn - 23.07.1991, Blaðsíða 16
AUGL.YSINGASIMAR: 680001 & 686300
RlKISSKIP
NÚTIMA FLUTNINGAR
Holnarhusinu v Tryggvogotu,
S 28822
(jármáler^okkarfa9!
VT> VERBBRÍFAIDBSKIPn SAMVINNUBAMKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga
SÍMI 91-676-444
Iímimx
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1991
Lögreglan á (safirði hefur að undanförnu verið að safna
gömlu sprengiefni hjá bæjarbúum og sprengjusérfræðingur
kom því fyrir kattarnef í gær:
Eyddi 20 kílóum
af sprengiefni
Sprengjusérfræöingur frá Landhelgisgæslunni var staddur á ísa-
firði í gær og eyddi um 20 kflóum af sprengiefni á Arnarnesi, sem
m.a. kom fram þegar lögreglan auglýsti eftir gömlu sprengiefni hjá
brejarbúum.
Lögreglan á Isafirði hefur að
undanförnu verið að safna
gömlu sprengiefni hjá fólki í
bænum og víðar á Vestfjörðum.
Að sögn lögreglunnar á ísafirði
kom það í ljós að talsvert er um
það að fólk hafi gamalt sprengi-
efni í fórum sínum og því sann-
arlega kominn tími til að standa
fyrir slíkri söfnun. Sprengiefni
getur orðið hættulegt með aldr-
inum og jafnvel sprungið án þess
að nokkuð sé hróflað við því.
Fólki, sem á eða veit um sprengi-
efni, er bent á að hafa samband
við lögreglu strax, svo hægt sé að
koma því fyrir kattarnef áður en
það kemur öðrum fyrir kattar-
nef. Efninu var eytt með því að
sprengja það úti á Arnarnesi,
eins og áður sagði, og kom að
sögn lögreglu duglegur hvellur
þegar því var eytt. —SE
Innbrot í Dýraspítalann
í Víðidal í fyrrinótt:
Lífshættulegum
lyfjum stolið
Brotist var inn í Dýraspítalann í
Víðidal aðfaranótt mánudagsins og
þaðan stolið lífshættulegum lyfjum.
Lyf þessi eru gefin dýrum til að
svæfa þau svefninum langa og hafa
þau sömu áhrif á menn. Samkvæmt
kvöldfréttum Ríkisútvarpsins fannst
hluti af lyfjunum við Rauðavatn í
gær, en ekki var hægt að fá nánari
upplýsingar hjá RLR í gærkvöldi.
Einnig var peningum stolið í Víðidal
og skemmdarverk unnin, sem og á
fleiri stöðum um helgina.
Brotist var inn í Heyrnleysingja-
skólann í Reykjavík um helgina og
þar unnar miklar skemmdir. Einnig
var brotist inn í Íslensk-ameríska
verslunarfélagið og þaðan stolið
talsverðu magni af golfkylfum og
golfkúlum auk annars varnings.
Skrifstofa Sjálfsbjargar að Hátúni 12
varð fyrir barðinu á skemmdarvörg-
um og þjófum og Tröllavídeó á Eið-
istorgi sömuleiðis. ÖIl þessi mál eru
til rannsóknar hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. —SE
Reykjavík:
Róleg helgi
Helgin var tiltölulega róleg í
Reykjavík, þrátt fyrir mikinn mann-
söfnuð í miðbænum aðfaranætur
laugardags og sunnudags. Einn pilt-
ur gerði sig þó líklegan til að breyta
því, þegar hann prílaði upp á auglýs-
ingaskilti sem staðsett er uppi á Nýja
bíói, og tók þar nokkur létt spor.
Lögreglan náði að bjarga honum frá
því að verða sér að voða og var körfu-
bíll frá slökkviliðinu fenginn til að
ferja piltinn niður.
Tveir bifhjólaökumenn voru sviptir
ökuleyfum fyrir að aka á rúmlega
hundrað kílómetra hraða á Lauga-
veginum, og þjófur, sem reyndi að
stela úr bílum við Klapparstíg, var
stöðvaður við iðju sína.
—SE
Óvenju mörg slys á vegum landsins í
sumar og má ekki við fleiri slysum til að:
SKAPIST
ALVARLEGT
ÁSTAND
Á fréttamannafundi með land-
lækni í gær kom fram að vegna
tíðra slysa undanfarið eru allar
gjörgæsludeildir í Reykjavík
fullar af slösuðu fólki, og ekki
má við fleiri alvarlegum slysum
til að mjög alvarlegt ástand
skapist á þeim deildum. Eins og
ástandið er í dag er ekki trygging
fyrir því að fólk fái þá þjónustu
sem þarf, ef það lendir í sfysi.
Elnnig kom fram að sjúkrahús-
in hafa þurft að lána hvort öðru
tæki og jafnvel starfsfólk, og
þegar verst hefur staðið á hefur
þurft að fá lánuð tæld eriendls
frá. En ef það væri ekki hægt og
t.d. ailar öndunarvélar í notkun,
getur hver og einn spurt sjálfan
sig hvað slíkt ástand býður upp
á.
Júní, júlí og ágúst eru slysa-
flestu mánuðir árslns.
Umferðarslys eru algengustu
slysin og ungt fóik er í tniklum
meirfliluta þeirra sem slasast í
ár hefur fjöídi slysa verið óvenju
mfldfl eða um þrír slasaðir ein-
staklingar á dag það sem af er
júlí. Þessa mánuði er starfsemi
sjúkrahúsanna hins vegar í lág-
marld, m.a. vegna fjárskorts og
vöntunar á starfsfólld. Má nefna
að ein hjúkrunarkona hefur
unnið 500 aukavaktlr það sem af
erárinu.
Læknar telja að tfl að draga úr
slysum þurfí að auka forvamar-
starf og stórbæta ökukennslu í
landinu. Þeir bentu á að slysa-
tíðni ungra ökumanna hérlendis
sé mun hærri en í nágranna-
löndunum og við óbreyttar að-
stæður þyrfti a.m.k. 10 sjúkra-
rúm f viðbót á gjörgæsludefld til
að fólk hefði tryggingu fyrir þvf
að fí þá þjónustu sem þarf. Þá
kom einnig fram að á árumim
1968 og 1983, þegar forvamar-
starf var sem öflugast, dró mlk-
ið úr umferðarsiysum.
Ekki er hægt að meta einstak-
linga til fjár, en þó hefur laus-
lega verið áætlað að með hveij-
um einstaklingi, sem lætur lífið
í siysi, tapi þjóðfélagið því sem
samsvari 80-100 mifljónum í
þjóðartekjum, og er það mun
hærri upphæð nokkum b'mann
en það kostar til að koma slös-
uðum einstaklingi tii heflsu á
ný.
Á máli læknanna kom fram að
þegar um væri að ræða líf fólks
eða þegar komið væri með slas-
aðan einstakiing úr umferðar-
siysi værí ekki spurt um hversu
mikiö það kostaði að koma hon-
um tli bata á ný, heldur allt sem
í manniegu vaidi stendur gert tfl
að það tældst.
-SIS
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráherra,
fær hér afhent eitt eintak af Lyfjaverði. Timamynd: Pjetur
Bók, sem hefur að geyma upplýsingar um
verð nær allra sérlyfja sem voru á skrá á ís-
landi þann 1. júlí 1991, komin út:
LYFJAVERÐ,
FÆST í
APÓTEKUM
Lyfjaverð, bók sem hefur að geyma
upplýsingar um verð á lyfjum sem
seld eru hér á landi, er komin út. í
fyrsta skipti gefst fólki nú kostur á
að kynna sér sjálft verð einstakra
lyfja. Þessar upplýsingar hafa hingað
til ekki verið til reiðu fyrir almenn-
ing.
Bókin er ekki rituð að frumkvæði
eða með stuðningi stjórnvalda. Út-
gáfa hennar er eingöngu að frum-
kvæði Lyfjabókaútgáfunnar sem
gefur út Islensku lyfjabókina og
henni er ætlað að gefa lesandanum
skýrar og aðgengilegar upplýsingar
um lyfjaverð og auðvelda honum að
finna lyf sem eru sambærileg að
innihaldsefnum, en stundum mis-
dýr.
Höfundar efnis eru þeir Helgi
Kristbjarnarson læknir og Bessi
Gíslason lyfjafræðingur. Apótekara-
félag íslands og Lyfjaverslun ríksins
hafa tekið að sér að dreifa bókinni
endurgjaldslaust og stuðla þannig
að lágu verði hennar, sem er 250
krónur. Bókin er 64 síður og fæst í
apótekum um land allt.
Verð í listanum eru reiknuð út frá
lyfjaverðskrá II, sem Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið gaf út 1.
júlí 1991. Stungulyf og lyfjum, sem
eingöngu eru notuð á sjúkrahúsum,
r
I
Blöndudal
Banaslys varð í Blöndudal í Húna-
vatnssýslu sl. laugardag. Bíll fór útaf
veginum með þeim afleiðingum að
karlmaður á þrítugsaldri, sem var
farþegi í bílnum, lést samstundis að
því að talið er. Ökumaöur bílsins
slapp lítið meiddur. Ekki er hægt að
greina frá nafni mannsins að svo
stöddu. —SE
er sleppt.
í bókinni er verðlisti yfir töflur og
hylki, sem sýnir verð einnar töflu
eða eins hylkis, og verðlisti yfir önn-
ur lyfjaform en töflur og hyiki.
Einnig er flokkunarkerfi lyfja og
flokkun eftir lyfjanúmerum útskýrt.
Fjallað er ítarlega um nýja reglu-
gerð um greiðslu almannatrygginga
á lyfjakostnaði og útgáfa lyfjaskír-
teina er útskýrð. Þá kemur skýrt
fram hversu stóran hlut lyfjaverðs-
ins kaupandinn greiðir fyrir hvert
það lyf sem hann kaupir.
Með þessari bók ætti fólk betur að
geta gert sér grein fyrir verðmæti
þeirra lyfja, sem það þarf að taka, og
hversu verðmæt þau lyf eru, sem
orðið hafa eftir í lyfjaskápnum.
Jafnfram hefur hér verið komið til
móts við háværar kröfur undanfarið
um að almenningur þurfi að hafa
aðgang að þessum upplýsingum.
-SIS
Vinningstötur 20. júlí 1991
(2^( (3i 22)_ £2) 5)
VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 2 1,087,190
2. 4 af 5 ? 8P 4 94,422
3. 4af5 77 8,461
4. 3af5 2,669 569
Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 4.722.226
M f 1
LPB.V5SG45 s vsvar 91-681511. .«..sa991002