Tíminn - 10.09.1991, Síða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 10. september 1991
Fyrír hönnun, verkfræðistörf og eftirlit með byggingu Períunnar
hafa á fimm árum veríð greiddar tæplega 204 milljónir króna.
Framreiknað til verðlags þessa árs er kostnaðurínn um 242
milljónir króna, þ.e. í kríngum 15% áætlaðs byggingarkostnaðar.
Greiðslur til arkitektsins nema rúmlega 47 m.kr. (rúmum 58
m.kr. á verðlagi 1991) og greiðslur til verkfræðistofa tæpum 157
m.kr. (nær 184 m.kr. á núvirði).
Að áætla kostnað vegna sinnar
eigin þjónustu virðist ekki síður
hafa vafist fyrir þessum reikni-
meisturum heldur en aðrar áætl-
anir. í nýrri áætlun um síðustu
áramót var hönnunar- og eftirlits-
kostnaður reiknaður 31 m.kr. á yf-
irstandandi ári.
í raun er hann hins vegar kom-
inn í 80 m.kr. Nær 50 milljóna, eða
160% reikningsskekkja hefur
þannig orðið í áætluninni á minna
en einum meðgöngutíma.
Af fyrrnefndum 157 m.kr. verk-
fræðikostnaði hefur í kringum
helmingur verið greiddur til Fjar-
hitunar hf. og um þriðjungurinn
til Rafteikningar hf. (þ.e. 34 m.kr. á
þessu ári einu).
Þrjár aðrar verkfræðistofur eiga
nokkum hlut að byggingarsögu
Perlunnar auk Verkfræðideildar
H.í. árið 1987.
Innkaupastofnun
sniðgengin?
Innkaupastofnun á að annast öll
innkaup og útboð stofnana á veg-
um borgarinnar.
Sigrún Magnúsdóttir vakti at-
hygli á því á fundi stjórnar veitu-
stofnana fyrir helgina, að af þeim
600 m.kr. sem farið hafi í Perluna á
þessu ári — að stærstum hluta til
að koma upp veitingaaðstöðu í
húsinu — hafi aðeins 10-15% farið
fyrir stjórn Innkaupastofnunar.
Kaup Innkaupastofnunar, í formi
útboða eða innkaupa, eru aðeins
um 63 m.kr. á þessu ári, sam-
kvæmt sundurliðuðum lista.
Efst á lista voru kaup á magnara-
og kallkerfi bókfærð 21. janúar. En
síðustu innkaupin voru 27. maí,
blóm fyrir 667 þús.kr. frá Blóma-
vali.
- HEl
Ráðstafanir nýrrar ríkisstjórnar s.l. vor árangurslitlar, að mati
framkvæmdastjórnar VSÍ:
Vöxtur ríkisumsvifa nú
meiri en nokkru sinni
,Á þessu árí stefnir vöxtur ríkisumsvifa í að vera meiri en nokkru
sinni fyrr.“ Þetta segir í nýrrí ályktun framkvæmdastjómar Vinnu-
veitendasambandsins um horfur í efnahagsmálum, sem vart verður
lesinn sem góður vitnisburður um núverandi stjómarhætti. Sá
samdráttur í lánsfjáreftirspura hins opinbera, sem áformaður var
með aðgerðum nýrrar rfldsstjómar s.I. vor, virðist ekki ætla að
ganga eftir.
Skilaboð VSÍ til Friðriks Sophussonar eru að draga verði úr ríkis-
umsvifum án tafar.
Fiskmarkaður á
Þvert á móti. Gríðarleg opinber
lánsfjáreftirspurn og vaxtahækkun
ríkisverðbréfa hafi knúið fram
hækkun raunvaxta. Raunvextir séu
nú svo háir að engin von sé til ný-
sköpunar í atvinnulífinu. „Fréttir af
Ábyrg æska
Um miójan mánuðinn hefjast
námskeið fyrir foreldra í því að
umgangast böm sín og kenna
þeim sjálfstæði og sjálfsábyrgð.
Námskeiðin eru haldln hjá sál-
fræðiþjónustunni Samskipti —
fræðsla og ráðgjöf sf. og verða
leiðbetnendur á námskeiöunum
sáifræðingamir Hugo Þórisson
og Wllhelm Norðfjörð.
Námskeiðin eru byggð á hug-
myndum dr. Thomas Gordon, en
Gordon þessi rítaði bók sem
nefnist Samsidpti foreldra og
bama — að ala upp ábyrga æsku.
undirbúningi fjárlagafrumvarps
benda ekki til að náist fram mark-
tækur samdráttur ríkisútgjalda."
Vinnuveitendur segja hlut atvinnu-
veganna hafa dregist saman á síð-
ustu árum samtímis óðfluga vexti á
hlut ríkis og sveitarfélaga í íslensku
atvinnulífi. Umsvif ríkissjóðs hafi
aukist um 23% frá 1987 á sama tíma
og verðmætasköpun í landinu hafi
dregist saman um 3,5%. í kjölfar
fækkandi starfa á almennum vinnu-
markaði blasi nú við fækkun um allt
að 1.500 störf í sjávarútvegi með 12-
13% samdrætti í aflaheimildum á
næsta ári. Og atvinna muni dragast
saman í fleiri greinum.
VSÍ segir mikla opinbera lánsfjár-
eftirspurn og háa raunvexti hafa
skert rekstrarafkomu fyrirtækja al-
varlega og lamað vöxt hins unga
hlutabréfamarkaðar. Hlutabréfa-
markaður geti ekki dafnað þegar
vextir ríkistryggðra verðbréfa séu
hærri en arðsemi íslenskra fyrir-
tækja. Fjármunir leiti þá frá fjárfest-
ingu í atvinnulífinu og þar þar með
renni áform um samruna fyrirtækja
út í sandinn.
Engar horfur á vaxta-
lækkun nema...
Framkvæmdastjórn VSÍ segir horf-
ur um starfsemi húsnæðiskerfisins
og ýmsar fréttir gefa til kynna að op-
inber lánsfjárþörf verði meiri á
næsta ári en innlendur lánamarkað-
ur ber. Og meðan svo er séu engar
horfur á að raunvextir fari lækkandi
á næstu mánuðum og misserum.
Því þurfi nú þegar að taka ákvarð-
anir sem minnka framboð ríkis-
tryggðra skuldabréfa. Beinast liggi
við að endurskoða reglur um hús-
bréf, bæði upphæð þeirra og rétt
einstakra aðila til að fá slík bréf.
Húsbréfaútgáfa, sem áætluð var 10
milljarðar á fjárlögum, stefni þess í
stað í 15-16 milljarða á árinu.
„Draga verður úr ríkisumsvifum án
tafar," segir VSÍ. Við fyrirsjáanlegan
samdrátt í hagkerfinu verði að gera
þá kröfu til ríkisvaldsins að það gefi
„undirstöðum velferðarkerfisins, at-
vinnulífinu í landinu, svigrúm og
dragi stórlega úr lántökuþörf ríkis-
sjóðs, húsnæðiskerfisins og annarra
opinberra aðila og það án skatta-
hækkana". - HEI
Skýrsia um sjávarútveg á Snæfells-
nesi er komin út á vegum Héraðs-
nefndar Snæfellinga. Samkvæmt
henni er mikið af físki flutt burt úr
héraðinu og selt á fiskmörkuðum
annars staðar.
í framhaldi af því hefur héraðsráð
Snæfellinga beitt sér fyrir því að láta
kanna hvort ekki væri hagkvæmt að
stofna fiskmarkað á Snæfellsnesi.
Skipaður hefur verið starfshópur í
þessum tilgangi og skipar hann fólk
frá öllum þéttbýlisstöðum á svæð-
inu. Gert er ráð fyrir að niðurstöður
starfshópsins liggi fyrir í lok mánað-
arins. —sá