Tíminn - 10.09.1991, Qupperneq 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 10. september 1991
MINNING
Sturla Sigfússon
Fæddur 20. júní 1958
Dáinn 30. ágúst 1991
Ungur maður í blóma lífsins er hrif-
inn brott frá ástvinum sínum, eigin-
konu og þrem ungum börnum. Þau
eru:
Guðmundur Gísli 13 ára, Sigfús 7
ára og Valborg 3ja ára.
Langri baráttu er lokið og sláttu-
maðurinn hafði betur, þótt allt væri
reynt til að verða ekki á vegi hans.
Svo sárt og kvalafullt getur lífið orð-
ið.
28/5 1983 gengu þau í hjónaband
Anna Soffía Guðmundsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 14/12 1960, og
Sturla Sigfússon vélstjóri. Lífið
blasti við þeim og þau væntu sér
mikils af komandi framtíð. Þau voru
miklir höfðingjar heim að sækja.
Notalegt var að sitja í litlu stofunni
og spjalla.
Sturla hafði stórt hjarta. Hann var
glaðlyndur og ætíð tilbúinn að rétta
hjálparhönd og miðla þeim er voru í
návist hans.
Sem lítill drengur var hann hrókur
alls fagnaðar, hvar sem hann fór.
Sást hann þá oft ekki fyrir og var það
ekki ósjaldan að þessi fjörkálfur
brákaði litlu beinin sín.
Foreldrar hans voru Sigfús
Tryggvason, f. 28/5 1923, d. 14/1
1991 úr krabbameini. Hann var sjó-
maður, fæddur á Þórshöfn á Langa-
nesi og kona hans Guðlaug Hraun-
fjörð Pétursdóttir, f. 20/4 1930.
Sturla ólst upp á meðal 5 systkina
sinna í Kópavogi. Þar í náttúrufeg-
urðinni ríkti frjálsræði í starfi og
leikjum barnanna.
Það er margs að minnast frá um-
liðnum árum. Upp í hugann leita
ótal gleðistundir er Sturla var snún-
ingadrengur í sveitinni okkar. Hann
var alla tíð lipur og léttur og tilbú-
inn í hvað sem var. Mest heillaðist
hann þó af blessaðri sauðkindinni
og litlu lömbunum, þeim gaf hann
öllum nöfn og þekkti þau svo í hag-
anum, ef þau urðu á vegi hans. Létt-
fættur var hann í smalamennskun-
um, er hlaupið var um brekkur og
gil í fjallinu.
Sturla var mikil félagsvera, hann
var í íþróttafélaginu Breiðabliki í
Kópavogi. Hvar sem hann var, eign-
aðist hann vini sem héldu tryggð við
hann til hinsta dags. Hann lifði líf-
inu lifandi. Þrátt fyrir sjúkdóminn
ferðaðist hann um landið og lét ekki
fjötra sig, heldur kom því í kring
sem hann ætlaði sér.
Það var honum mikill styrkur í
þeirri hörðu baráttu, sem hann
þurfti að heyja, að Anna Soffía kona
hans stóð eins og klettur við hlið
hans og hjúkraði honum og annað-
ist til hinstu stundar. Síðustu 3 árin
voru erfíð barátta upp á líf og dauða
við illkynja sjúkdóm. Sturla barðist
sem hetja fyrir heilsu sinni og
gekkst undir erfiðar læknisaðgerðir
hvað eftir annað.
Þegar Sturla var lagður inn á
Landspítalann var þar nýopnuð
krabbameinsdeild. Sturla sá brátt
hve mikil þörf var á því fyrir sjúk-
lingana að geta rætt um sjúkdóm-
inn til þess að geta staðist allar þær
þrengingar sem hver og einn átti í
vændum. Hann tók það því á sínar
herðar að ræða málin við sjúkling-
ana, hughreysta þá og gleðja. Hann
talaði í þá kjark og vék öllu vonleysi
á brott. Hann var því virtur og elsk-
aður á deildinni, bæði af sjúklingum
og starfsfólki.
Sturla og faðir hans voru herberg-
isfélagar síðustu mánuðina sem
Sigfús lifði og töldu kjark hvor í
annan.
Sturla trúði alla tíð á hið góða: að
hann fengi að annast konu og börn í
framtíðinni.
Þegar ungur maður í blóma lífs-
ins er hrifinn brott frá ástvinum sín-
um, finnst þeim, sem eftir lifa, erfitt
að skilja hverfulleika lífsins. Sökn-
uður og tómleiki sest að, en endur-
minningarnar eru bjartar og fagrar.
,Jiver liðin stund er lögð í sjóð,
jafht létt sem óblíð kjör.
Lát auðlegð þá ei hefta hug,
né hindra þína for.
Um hitt skal spurt—ogum það eitt,
hvað ysta sjóndeild fól,
því óska vorra endimark
er austan við morgunsól. “
(Örn Arnarson)
Við hjónin vottum eiginkonu,
börnum, móður hans og öðru
venslafólki innilega samúð.
Friður guðs veri með þeim.
Hulda Pétursdóttír
frá Útkotí
Friðjón Júlíusson
^ búfræðikandidat og kennari
Fæddur 19. júlí 1912
Dáinn 8. mars 1991
Sá siður að kveðja látið fólk með
minningarorðum í blöðum er sér-
íslenskur og viðhelst enn, sem betur
fer, vil ég segja. í öðrum þjóðfélög-
um þekkist þetta eigi. Þar er ein-
ungis getið um lát þjóðkunnugs
fólks. í því fámenni, sem við eigum
við aö búa, er hver einstaklingur
miklu meira virði en í þjóðfélögum
er telja milljónir eða milljónatugi.
Sá maður, sem ég ætla að minnast
hér með nokkrum orðum, hafði
óskað þess að láts síns yrði fyrst get-
ið, eftir að útför hafði farið fram.
Mér kom á óvart lát þessa ágæta
kunningja míns. Við höfðum nokkr-
um sinnum hist á skemmtifundum
Félags kennara á eftirlaunum, og
síðast 2. mars, eða fjórum dögum
fyrir lát hans, sem bar mjög óvænt
að, en hann hafði raunar gert ýmsar
ráðstafanir vegna hjartasjúkdóms
sem hann átti við að búa um árabil.
Friðjón Júlíusson var Eyjamaður,
fæddur í Fagurey á Breiðafirði, en
ólst upp í Hrappsey að mestu. Voru
foreldrar hans Júlíus bóndi Sigurðs-
son, ættaður af Mýrum, og Guðrún
Marta Skúladóttir frá Fagurey.
Ungur lagði Friðjón út á skólaveg-
inn. Hann nam fyrst í Alþýðuskólan-
um á Hvítárbakka. Búfræðingur
varð hann frá Hólum 24 ára að aldri.
Að prófi loknu þaðan hélt hann utan
og nam búfræði í Danmörku og í
Noregi. Kandidatspróf tók hann
1940 í Noregi. En þar lét hann eigi
staðar numið í menntaleit sinni í
búnaðarfræðum. Framhaldsnám
stundaði Friðjón síðast í Svíþjóð við
landbúnaðarháskóla í Ultuna. Var
það sjálft þjóðhátíðarár okkar, 1944,
að hann stóð með prófskírteini í
höndum sem hálærður búvísinda-
maður. Starfaði þar næst ytra við
störf tengd námi sínu. Heim var svo
haldið og starfað á vettvangi land-
búnaðar. Þannig var hann ráðunaut-
ur Búnaðarsambands Austurlands,
starfsmaður Búnaðarfélags íslands
og landmælingamaður hjá Reykja-
víkurborg í tólf ár.
Árið 1957 tók Friðjón að stunda
kennslu með sínu fasta starfi, en
fastur kennari gerðist hann við
gagnfræðaskólann í Keflavík 1961.
Arið eftir gerðist hann skólastjóri
við heimavistarskólann undir Vest-
ur- Eyjafjöllum, að Seljalandi. Þar
var hann í þrjú ár. Á þessum árum
kynntist ég Friðjóni fyrst. Ég var þá
skólastjóri á Suðurlandi, og við sem
kennslu stunduðum á því svæði
hittumst því alltaf öðru hverju, á
mótum og námskeiðum. Mér féll
maðurinn strax vel. Hann var stillt-
ur og gætinn, átti þó til nokkra
gamansemi, sem alls staðar prýðir
mannlífið.
Árið 1965 hélt Friðjón til Akureyr-
ar, ásamt fjölskyldu, og gerðist
kennari við gagnfræðaskólann þar.
Nokkrum sinnum hitti ég hann að
lokinni kennslu vetrarins á þessum
stað. Mér fannst hann þreytulegur
þá oft. Kennsla er krefjandi starf,
ekki síst á unglingastigi. Ekki get ég
dæmt um kennslu Friðjóns, enda
kynntist ég ekki þessum þætti starfs
hans, en samviskusamur mun hann
hafa verið við það starf sem önnur er
hann gegndi á langri ævi. Hann
hætti kennslustörfum strax og lög
leyfðu að hann ætti kost á eftirlaun-
um. Var hann þá 67 ára og þrekið
tekið að láta undan síga. Enn átti
hann eftir 11 ár og sinnti þá áhuga-
málum sínum. Hann bjó í Kópavogi,
ásamt konu sinni, sem er sænsk, frá
Gávle, og ber nafnið Ester Ingeborg,
fædd Norström.
Börn fæddust þeim hjónum fjögur,
en þau eru þessi:
1. Ragnheiður, kennari, fædd 28.
aprfl 1944.
2. Guðrún, hjúkrunarfræðingur,
fædd 25. maí 1946.
3. Júlíus Lennart, kennari, fæddur
6. sept. 1950.
4. Hjördís Hildigunnur, kennari,
fædd 21. júní 1955.
Af framansögðu sést, að þrjú af
börnum þeirra Friðjóns og Esterar
hafa gerst kennarar, og fetað þannig
í fótspor föðurins. Segir sína sögu.
Ég sakna Friðjóns. Oft urðum við
samferða í strætisvagni úr Kópavogi
og í. Jafnan var þægilegt við hann að
ræða. Maðurinn var vel greindur.
Ekki liggur mikið af rituðu máli
eftir Friðjón, en eitt sinn sendi hann
mér bækiing er hann hafði tekið
saman um áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi. Ekki var hann ánægður
með allt á þeim stað og hafði sínar
tillögur um úrbætur. Rit þetta vakti
víst ekki mikið umtal, enda var Frið-
jón lítill auglýsingamaður. Vafalaust
hafa þó einhverjir þeir lesið rit þetta,
sem málið er skylt. Nokkur eintök
mun ég hafa selt af riti Friðjóns.
Hann var skýr í málflutningi sínum,
ákveðinn og málefnalegur.
Eitt sinn hlýddi ég á Friðjón flytja
erindi í útvarpið. Var það um
Hrappsey, hans uppeldisstað, í
þáttaröðinni Eyjar við Island. Var er-
indið greinagott. Hrappsey á sér all-
merka sögu, því að þar var prent-
smiðja á árabilinu 1773 til 1794, er
hún var flutt að Leirárgörðum.
Hrappsey telst til Dalasýslu og er í
mynni Hvammsfjarðar, auk margra
eyja allt um kring. Þarna voru æsku-
síóðirnir hans Friðjóns Ingólfs Júlí-
ussonar, en það hét hann fullu
nafni.
Að Friðjóni látnum sá ég ekki í
neinu blaði hans getið. Með þessari
samantekt minni vona ég að úr því
sé að nokkru bætt. Heiðursmaður er
kvaddur. Ég minnist hans, manns-
ins með hvíta hárið og bjarta svip-
inn.
Ástvinum hans votta ég samúð
mína og virðingu.
Auðunn Bragi Sveinsson
Steinar Magnússon
Akraseli 28
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni ( Reykjavik fimmtudaginn 12.
september kl. 13,30.
Vinsamlega látið Styrktarfélag vangefinna njóta minningargjafa.
Anna Þóra Baldursdóttir
Guörún Steinarsdóttir
Magnús Steinarsson
BaldurÁ. Steinarsson Guörún Kristfn Eriingsdóttir
Hafdis Aradóttir Tómas Jónsson
Klara M. Stephensen Ólafur Stephensen
V.
r
-\
Eiginmaður minn
Ingólfur Eide Eyjólfsson
Garöbraut 74, Garði
lést aöfaranótt 7. september.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Erla Magnúsdóttir
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f
Reykjavfk 6. september til 12. september er
f Lyfjabergi og Ingólfs Apóteki. Það apótek
sem fyrr er nofnt annast eitt vörsluna frá kl.
22.00 aö kvöldi tll kl. 9.00 aö morgnl vlrka
daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs-
Ingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefn-
arf sfma 18888.
Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Sím-
svari 681041.
Hafnartjörður: Hafnarijaröar apótek og Norö-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl.
9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag
kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00.
Upplýsingar í símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó-
tekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tlmum er lyfja-
fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
sima 22445.
Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
menna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opíö til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga
til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garöabær: Apótekiö er opið rúmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styðja smitaöa og sjúka
og aðstandendur þeirra, sími 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavlk, Seltjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavlkur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á
sunnudögum. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar
og tímapantanir I síma 21230. Borgarspitalinn
vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem
ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans
(slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sól-
arhringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm-
svara 18888.
Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriöjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér
ónæmissklrteini.
Garöabær: Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarijaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn
á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I
sálfræðilegum efnum. Slmi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartími fyrir feöur kl. 19.30-
20.30. Barnaspítall Hrlngslns: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunartæknlngadeild Landspftal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspitall: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspitalinn I Fossvogi: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls
alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstööln: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshællö: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspítali: Heim-
sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspitall Hafnarfiröl: Alla daga kl.
15-16 00 19-19.30.
Sunnuhlið hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
SJúkrahús Keflavfkurlæknishéraós og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Simi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið:
Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúsiö: Heim-
sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá
kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Neyöarsími lögregiunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan slmi 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreiö simi 11100.
Hafnarfjöröur: Lögreglan sími 51166, slökkvi-
liö og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavfk: Lögregian sími 15500, slökkvilið og
sjúkrabíll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar: Lögreglan, slmi 11666,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö slmi
11955.
Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 22222.
IsaQöröur: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið simi
3300, brunasími og sjúkrabifreiö simi 3333.