Tíminn - 24.09.1991, Síða 3

Tíminn - 24.09.1991, Síða 3
Þriðjudagur 24. september 1991 Tíminn 3 Sigurgeir Steingrímsson, Ingunn Ásdísardóttir og Úlfar Bragason hafa séð um undirbúning Snorrahátíöar, sem haldin verður næstkomandi sunnudag. Tfmamynd Áml Bjama 750 ár liðin frá því Snorri Sturluson sagði: „Eigi skal höggva“: 750 ára ártíðar Snorra minnst í gær voru liðin 750 ár frá því að Snorri Sturluson var veginn í Reykholti. Þess er minnst með ýmsum hætti þessa dagana. Næst- komandi sunnudag kl. 15 verður haldin minningarhátíð í Háskóla- bíó þar sem skáld og fræðimenn munu minnast Snorra. Á næstunni verður Heimskringla gefín út með nútímastafsetningu. Á Snorrahátíðinni á sunnudaginn mun Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra flytja stutt ávarp. Lesið verður úr verkum Snorra og skáldin Vilborg Dagbjartsdóttir, Matthías Johannessen, Ingibjörg Haraldsdóttir og Þorsteinn frá Hamri flytja Ijóð. Þá mun Gunnar Karlsson prófessor flytja fyrirlestur um sagnfræðinginn Snorra Sturlu- son, og Vésteinn Ólafsson prófess- or ætlar að flytja fyrirlestur sem hann nefnir Af sjónarhóli Snorra. Inn á milli dagskráratriða verður fléttað sönglögum í flutningi Átta fóstbræðra undir stjórn Árna Harð- arsonar. Kynnir á samkomunni verður Bergljót Kristjánsdóttir lektor, en umsjón með dagskránni hefur Ingunn Ásdísardóttir leik- stjóri. Borgarstjórn Reykjavíkur átti frumkvæði að því að minnast Snorra í gærkvöldi í Viðey. Þar las m.a. borgarstjórinn í Reykjavík frá- sögn af vígi Snorra. í gær var líka sérstök minningarathöfn í Reyk- holti í umsjón sóknarnefndar Reykholtskirkju. Borgfirðingar gera fleira til að minnast Snorra. í safnahúsinu í Borgarnesi stendur nú yfir sýning á verkum borg- firskra skálda, en þar er Snorri í öndvegi. Á næstunni mun Heimskringla koma út í nýrri og nútímalegri út- gáfu, en Heimskringla og Snorra- Edda eru þau rit sem hvað mest hafa haldið nafni Snorra á lofti í 750 ár. Síðastliðin 3 ár hefur staðið yfir bygging svokallaðrar Snorrastofu í Reykholti. Þar verður í framtíðinni hægt að skoða og kynnast verkum Snorra. Þar verður einnig íbúð fyr- ir fræðimann sem getur sinnt rannsóknum á sviði bókmennta og sögu. Bygging Snorrastofu er vel á veg komin. Ljóst er þó að einhver tími mun líða áður en húsið verður tekið í notkun. Heimamenn hafa að stærstum hluta haft forystu um að fjármagna bygginguna. Norð- menn hafa þó styrkt bygginguna myndarlega, en í síðustu heimsókn Ólafs Noregskonungs til íslands, sumarið 1988, gaf hann 1 milljón norskra króna til Snorrastofu. -EÓ Heilbrigðisráðherra telur að enn sé talsvert hægt að hagræða í heilbrigðisþjónustunni: Viö erum að hagræða, ekki að skera niður Fyrsta umferð heimsbikarmóts Flugleiða var tefld á Hótel Loftleið- um í gærkvöld. Myndin er tekin þegar keppendur í þessu sterkasta skákmóti, sem haldið hefur veríð héríendis, voru að setjast að tafii. Á myndinni má sjá Jóhann og Solov. Tímamynd: Áml Bjama Heimsbikarmót Flugleiða í skák hófst í gær: Sterkasta skákmót íslandssögunnar Heimsbikarmót Flugleiða í skák hófst á Hótel Loftleiðum í gær, en um er að ræða sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hérlendis, sé miðað við ELO-stig þátttak- enda. Skáksamband íslands ann- ast framkvæmd mótsins. Einn ís- lenskur skákmaður keppir á mót- inu, Jóhann Hjartarson, og til marks um styrk keppendanna er Jóhann með fæst ELO-stig þátt- takenda. Þeir, sem þátt taka í heimsbikar- móti Flugleiða, eru eftirtaldir skákmenn í ELO- stigaröð: Vassily Ivantsjúk Sovétríkjunum 2735, Ánatoly Karpov Sovétríkjun- um 2730, Valery Salov Sovétríkj- unum 2665, Alexander Beljavskí Sovétríkjunum 2655, Alexander Kalifman Þýskalandi 2630, Jonat- han Speelman Englandi 2630, Jan Timman Hollandi 2630, Predrag Nikolic Júgóslavíu 2625, Ulf And- erson Svíþjóð 2625, Yasser Seira- van BNA 2615, Jaan Ehlvest Eist- landi 2605, Murray Chandler Eng- landi 2605, Ljubomir Ljubojevic Júgóslavíu 2600, Lajos Portisch Ungverjalandi 2570, Boris Gulko BNA 2565, Jóhann Hjartarson 2550. Tefldar verða 15 umferðir á mót- inu og voru keppendur dregnir saman í fyrstu umferð mótsins sl. sunnudag. Fyrsta umferð var síðan tefld í gær og var með eftirfarandi hætti: Salof-Jóhann, Beljavskí- Portisch, Karpov-Speelman, Kha- lifman - Chandler, Gulko-Ehlvest, Ljubojevic- Timman, Ivantsjúk-Ni- kolic, Anderson- Seirawan. Mikið hefur verið lagt í undirbún- ing heimsbikarmótsins og er rúm fyrir meir en 600 manns í einu til að fylgjast með skákunum, m.a. á 32 sjónvarpsskjám. Einnig verða vandaðar skákskýringar á skákstað á hverju kvöldi. —sá Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra segir að tillögur sínar um sparaað í heilbrigðismálum gangi eldd út á það að skera niður þjón- ustu við sjúklinga. Menn haldi enn fast við þá stefnu að leita leiða til að hagneða og nýta betur þá peninga sem til þessa málaflokks fara. Heil- brigðisráðherra ræddi um heilbrigð- isþjónustu á samdráttartímum við Iækna á fundi Læknafélags íslands síðastliðinn laugardag. ,AUar þjóðir í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku eru núna að leita leiða til að draga úr kostnaði við heil- brigðisþjónustuna og nýta betur það fé sem í hana fer. Þar erum við engin undantekning," sagði ráðherra í samtali við Tímann. Á fundinum vakti Sighvatur athygli á því að launakostnaður í heilbrigðis- þjónustunni væri sá þáttur sem hefði vaxið mest á síðustu árum. Fram kom að heilbrigðisráðherra Finn- lands hefur sent finnska læknafélag- inu bréf þar sem hann fer fram á að læknar fallist á að lækka laun sín um 10%. Heilbrigðisráðherra var spurð- ur hvort hann teldi koma til greina að fara svipaða leið hér á landi. „Ég vil ekkert um það segja. Menn hljóta náttúrlega að huga að því áður en farið er að draga úr þjónustunni, hvort hægt er að fá jafngóða þjón- ustu fyrir minna fé með aukinni hag- ræðingu. Ef valið stendur milli þess að draga úr launakostnaði f heild eða loka fleiri sjúkrarúmum á sjúklinga, þá held ég að flestir vilji horfa á launakostnaðinn frekar en að fjölga á biðlistum," sagði heilbrigðisráð- herra. Sighvatur sagði að enn sem komið væri gengju tillögur heilbrigðisráðu- neytisins ekki út á það að skera niður þjónustu í heilbrigðisgeiranum. „Það sem við viljum fyrst gera, eins og allar aðrar þjóðir í kringum okk- ur, er að reyna að nota betur þá pen- inga, sem í heilbrigðisþjónustuna fara, með árangursríkari hætti en gert er. Við erum ekkert að byrja á þessu núna. Þetta er verk, sem menn hafa verið að vinna, og var undirbúið í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Við munum halda því áfram af fullri ákveðni." Heilbrigðisráðherra hefur vakið at- hygli á lélegri nýtingu á tækjum og húsum f heilbrigðisþjónustunni. Hann var spurður hvort hægt væri að segja að íslendingar hefðu ofifjár- fest í heilbrigðismálum. Hann sagð- ist ekki vilja orða það svo, en ljóst mætti vera að hægt hefði verið að nýta betur þá peninga sem settir hafa verið í fjárfestingar í heilbrigðiskerf- inu. Sighvatur nefndi sem dæmi að á Landakotsspítala hefðu um nokkuð langan tíma verið álíka mörg auð rúm og nú eru í notkun á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. Hann sagði að það væri því ekki óeðlilegt að menn veltu fyrir sér hvort ekki væri hægt, með skipulagsbreytingum, að ná fram betri nýtingu og jafnframt reyna að minnka þann langa biðlista sem er eftir sjúkraplássi fyrir aldraða. Sighvatur sagði að í framhaldi af til- lögum heilbrigðisráðuneytisins um sparnað á sjúkrahúsunum í Stykkis- hólmi, Blönduósi og Hafnarfirði væru forráðamenn þessara sjúkra- húsa að vinna að tillögum um breytt rekstrarfyrirkomulag. Sighvatur sagði að ráðuneytið myndi vinna að tillögunum með þeim og reyna að finna niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Sighvatur sagði að forráðamönnum sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæð- inu ætti ekki að þurfa að koma á óvart að tillögur kæmu fram um aukið samstarf sjúkrahúsanna á svæðinu. Fyrrverandi heilbrigðisráð- herra hefði unnið að tillögum um þetta og kynnt þær sem sína stefnu. Verulegur spamaður virðist hafa orðið vegna lyfjareglugerðarinnar sem sett var í sumar. Heilbrigðisráð- herra sagði á fundinum að spamað- urinn næmi um 200 milljónum á mánuði. Þetta þýðir að kostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa mun fara innan við 100 milljónir fram úr áætl- un fjárlaga, en útlit var fyrir að kostnaðurinn yrði 400- 500 milljónir umfram fjárlög. Ástæðan fyrir spam- aðinum er minni lyfjanotkun og að lyfjakaupendur taka nú aukinn þátt í lyfjakostnaði. „Þetta segir okkur að það er mjög varhugavert að greiða mjög dýra þjónustu svo mikið niður að fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé að fara með verðmæti," sagði Sig- hvatur. Sighvatur sagði að það hefði komið fram hjá læknum að þeir væru sjálfir famir að fylgjast miklu betur með því hvað lyfin kostuðu og tækju tillit til þess við ávísun á lyf. Upplýsingar um verð lyfja hefðu ekki verið nægi- lega aðgengilegar, en úr því hefði verið bætt. -sá/EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.