Tíminn - 24.09.1991, Page 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 24. september 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson
Stefán Asgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason
SkrlfstofurLyngháis 9,110 Reykjavik. Sími: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Frumkvæði bænda
Upplýsingar, sem fyrir liggja um fækkun sauðfjár
samkvæmt búvörusamningi milli bænda og ríkis-
valds, sýna að áætlun um heildartölu slíkrar fækkun-
ar stenst ágætlega.
í búvörusamningi var ákveðið að minnka fullvirðis-
rétt um 60.800 ærgildi yfir landið allt. Þessi fækkun
átti fyrst og fremst að gerast með því að ríkissjóður
keypti fullvirðisréttinn af bændum á viðunandi verði
fyrir þá. Að öðrum kosti yrðu þeir að sæta verri kjör-
um um verð og beinni skyldu um að minnka sauðfjár-
eignina, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt.
Þegar á heildina er litið hefur bændastéttin því tekið
fullan þátt í áætlunum um fækkun sauðfjár sem er
hluti þeirrar stefnu að laga kjötframleiðslu að inn-
lendum markaði.
Hitt er annað mál að þessi sauðfjárfækkun gengur
ekki hlutfallslega eins yfir öll héruð og landsvæði. Sú
staðreynd þarf ekki að koma á óvart. Búskapur og bú-
skaparaðstæður eru mismunandi í landinu. Sum hér-
uð og sveitir eru að eðli og í reynd meiri sauðfjárrækt-
arsvæði en önnur, enda viðurkennt í búvörusamn-
ingnum að þau yrðu látin njóta þess í framkvæmd.
Samkvæmt samningi er gert ráð fyrir svokölluðum
„hreinum sauðfjárræktarsvæðum" og niðurskurðar-
skyldan metin eftir því. Þótt aðalregla sé sú að fækkun
búfjár (skerðing fullvirðisréttar) um þessar mundir
skuli vera 12% á hverju búmarkssvæði, gildir minni
skerðing á „hreinum sauðfjárræktarsvæðum".
Hér sýnist vera eðlilega að verki staðið að því er
samningsákvæði varðar og þann tilgang að ganga ekki
til niðurskurðarins af sömu hörku gagnvart „hrein-
um“ sauðfjárbændum og þeim sem hafa fjölþættari
búskap. Að slíkri framkvæmd má leiða bæði efnahags-
leg og félagsleg rök.
Höfuðatriði þessa máls er það að íslenskir bændur
vinna kerfísbundið að því að draga úr sauðfjárhaldi,
þannig að heildarfjöldi sauðfjár í landinu sé í sam-
ræmi við eftirspum sauðfjárafurða, fyrst og fremst
kjöts, á innlendum markaði. Þetta er sönnun þess að
markvíst er unnið að hagræðingu innan landbúnaðar
og að bændastéttin hefúr frumkvæði í þeim efnum
um leið og ríkisvaldið leggur sitt af mörkum til þess að
draga úr sárasta sviða þeirrar félagslegu og efnalegu
röskunar á högum sveitafólks sem slík uppstokkun
hefur í för með sér.
Enginn vafi er á því að pólitísk samstaða náðist á Al-
þingi með setningu nýrra búvörulaga 1985 um aðlög-
unartíma vegna samdráttar í landbúnaði. Þótt að vísu
megi deila um lengd slíks aðlögunartíma ættu ís-
lenskir ráðamenn, hvar í stöðu, stétt og flokki sem
þeir standa, að varast að fyllast þráhyggju og öfgum
um það atriði og annað sem varðar framkvæmd mark-
aðrar landbúnaðarstefnu samkvæmt lögum og eftir
búvörusamningi. Sanngjamleg og hlutlæg athugun
leiðir í ljós að framkvæmd landbúnaðarstefnunnar er
í meginatriðum í samræmi við tilganginn. Hlutur
bænda sjálfra í stefnumótun og framkvæmd hennar er
til fyrirmyndar. Bændur eiga að njóta þess sannmælis
sem þeim ber.
GARRI
Stundum fá þeirsem vinna á blöft-
ffln sendingar, sem svo vel er um
búið, að engu er líkars en verið sé
að skila í hendur mönnum útburð-
Ein slflí Uððabðk
barst hingað nýverið, rojög snyrti-
og á skáldamáli, sem í margar aldir
þóttí bin mesta prýði á íslandL Sá
sem fékk pakkann í hendur velti
honum lengi fyrir sér og tók svo til
ljóðabókin kom í Ijós fannst honum
eins og hann heföi verið að brjótast
inn í sakamál óviðkomandi mann-
eskju, sem hún vUdi hálft í hvoru
að ekki kæmist í hámæli. Þegar
bókinni var flett var auðséð í hverju
góðum umbúðum. Á síðunum
blðstu við stuðlar og höfuðstafir og
endarím, eða þaer styrktarstoðir
skáldskapar, sem á síðustu áratug-
feflt verið að rugk saman því sem
er gleðilegt, að ungt fólk skull
reyna að yriga, og alvöru málsins,
kaflaðir hveiju sinni tfl að iðka
skáldskap sem þýðingu hefur i bráð
oglengd. Wúbbarhafa verið stofh-
fóiks. Þess heftir vcrið allt að því
krafist að þessi ungskáida-ljóða-
gerðyrði teidn íhekiri kvsðatölu á
stundinnL En eftir situr hm'pin
þjóð í vanda og að mestu án skáid-
skapar. í rauninni skiptir hér ekld
máíi hvort höfuðstafir skuli sekir
dæmdir og brottreknir eða upp
skuli tekíð htynjandilaust mál og
stflfatiað t staðinn. Skáldskapur á
að geta verið skáldskapur, þótt ekki
sé fylgt ákveðínni formstefnu. En
hann verður ansi tunguskorinn eigi
flóðum, og einstaka þeirra hefur
og þeirra, sem fara í göngur. Gott ef
þeir halda ekki að slflcur skáldskap-
ur hafi verið fundinn upp af sauð-
kindinnl. TVúboð af þessu
af fárániegu dekri við ung skáíd,
sem verða hissa síðar á ævinni þeg-
skáldskapur
Það fjnldans mas, sem kallast
skáldskapur nú á dögum, á sér
meiri pólitískar er
raetur. Sú árátta að leggja sffellt að-
aláherslu á skáldskap ungs fólks,
sem hefur aJdrei haft nein iæktfæri
tfl að mótast og helst á skólastigi
langt fram eftir mannsævinni,
verður þegar upp er staöið næsta
rýr grunnur aimennrar skáldskap-
ariistar í landinu. í þessu efni er sf-
skuli fortakslaust og ævinlega tekið
fram fyrir bundið mál í ijóðum.
Rímiö frá
sauókmdinni?
Stuðlar og höfuðstafir heyra ekki
til neinni sakanýlendu. Form
vióhöfn á máli súiu. Vlðhafiuriaust
mál er iíka ágætt. En það er
veriö að setja saman. Þetta dekur á
sér Hka xætur í iöngun hinna eldrjji
samjöfnuði.
Ekki í húsum hæftr
Stuðlan höfuðstafir og rím
skemmir engan skáldskap. Tálað er
um að fonnbundin ljóð yrki sig
sjálf. Það er ekki formsins vegna,
heldur vegna staðlaös orðavals,
ist frá í ljóðagerð sinni. Menn verða
nefnflega ekki meiri skáid en þeir
órímuðu, þótt þeir rfmL En sé
grunurinn um feimni rímskáld-
anna réttur, má segja að tekist hafi
með samræmdum aðgeröum að
níða svo sfaiðia og höfuðstafi, að
þeir þykja eldd lengur I húsum hæf-
ir. Fer þáaðsfyttast f andrúm bóka-
en almennt iaL Vflji menn hafa
kvæði sfh þannig, þá er það auðvit-
að sjátfsagt á meöan löggfldingar-
sfiórar koma ekid og segja að öðru-
vfsl megi ekki yrida. En þeir hafa
einmitt gerst baráttumenn fyrir
rakstur manna á borð viö Jónas
IlaUgrímsson, Grím Thomsen,
Matthías Jochumsson og Einar
Benediktsson?
1111; VÍTT OG BREITT
Vonbrigði með hvað?
Ekki er gott að átta sig á hvað hátt-
virtir kjósendur héldu að þeir væru
að kjósa í Alþingiskosningunum s.l.
vor. Sjálfstæðisflokkurinn bætti
verulegu fylgi við sig og varð þar
með svo ómótstæðilegur í augum
kratanna að úr varð ríkisstjóm með
gamla viðreisnarmynstrinu. Þegar
stjómin hafði setið að völdum
í nokkrar vikur og lofaði öllu
fögru um að hvika ekki frá
stefnunni um niðurskurð rík-
isútgjalda og skattalækkanir
og að láta fyrirtæki og byggð-
arlög rúlla þar sem henni býð-
ur svo við að horfa, hafði ríkis-
stjómin enn gott meirihluta-
fylgi samkvæmt skoðana-
könnunum.
En nú á haustdögum kemur
í Ijós í víðtækri skoðanakönn-
un að frati er lýst á ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar þar sem
nær 60% aðspurðra lýsa sig andvíga
stjóminni og öllu hennar atferli.
pyigi stjómarandstöðuflokkanna
eykst að sama skapi.
Þetta skeður þrátt fyrir að þing er
ekki komið saman og örlagavaldur-
inn mikli, fjárlagafrumvarpið, hefur
enn ekki litið dagsins ljós.
Staðið við loforðin
Það merkilega er að þessi hugar-
farsbreyting í garð ríkisstjómarinn-
ar stafar ekki af því að stjómarflokk-
amir hafi breytt neitt öðru vísi eftir
kosningar en þeir lofuðu að gera
fyrir kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn hét því að
skera niður og draga úr ríkisút-
gjöldum og ræðst nú með hnífinn á
þá málaflokka sem hvað frekastir
em til ftárins úr ríkiskassanum. Vel-
ferðin og menntakerfið verða fyrst
lögð á höggstokkinn og fram-
leiðsluatvinnuvegir landsbyggðar-
inar fylgja í kjölfarið. Ráðherrar
íhaldsins em ekki að gera neitt ann-
að en að efna þau kosningaloforð
sem þeir gáfú og em á stefnuskrá
þeirra hagsmunasamtaka sem kalla
sig Sjálfstæðisflokk.
Alþýðuflokkurinn breytist ekkert
að því leytinu að hann hleypur í
stjómarsamstarf með Sjálfstæðis-
flokknum hvenær sem kjósendur
gefa færi á því ráðherramynstri.
Enda er svo miklu þægilegra að
vinna að hugðarefrium eins og inn-
göngu í Evrópubandalag og fleira í
þeim dúr með hagsmunasamtökum
íhaldsins en öðmm flokkum.
Það er næsta furðulegt að sá vilji
skuli koma fram í skoðanakönnun
að þorri kjósenda skuli vera að snú-
ast gegn þeirri ríkisstjóm sem hann
kaus yfir sig og gerir ekkert annað
en að standa við kosningaloforðin.
En það er nú svona, að laun heims-
ins em vanþakklæti, og nú fá stjóm-
arflokkamir að kenna á því að
standa við stóm orðin, að skera nið-
ur, lækka skatta og ráðast með stór-
yrðum að velferðarkerfi almenn-
ings.
En við velferðarkerfi fjármagnseig-
enda og fjölskyldnanna sem eiga
hlutabréfin er ekki hróflað og verð-
ur ekki gert.
Fallvölt
almenningshylli
Það er engin tilviljun að það er
Framsóknarflokkurinn sem bætir
við sig langmestu af því fylgi sem
stjómarflokkamir em að glopra
niður af trausti almennings. Það er
velferð og jöfhuður sem
málið snýst um og er sýni-
legt að þeir sem þátt tóku í
skoðanakönnuninni treysta
framsóknarmönnum öðmm
betur til að standa vörð um
þá homsteina velferðarinn-
ar.
En sjálfsagt er það margt
Ifleira en félagshyggjan sem
vakir fyrir fólki þegar það af-
neitar þeim flokkum sem
það kaus til meirihlutasam-
starfs s.l. vor.
Tiltektir ráðherranna varð-
andi samskiptin við Evrópubanda-
lagið og flöktandi og ráðleysisleg af-
staða til þeirra mála er ekki traust-
vekjandi. Enginn veit að hverju ver-
ið er að stefna og ef spurt er verða
svörin loðmolluleg og í skásta tilfelli
óskiljanleg. Stefnumörkun í þeim
mikilvægu málum, sem beinlínis
varða fullveldi og sjálfstæði þjóðar-
innar, er öll á huldu.
Jafrivirði margra milljóna kaffi-
pakka er varið til geðþóttabreytinga
á opinbem vertshúsi í háloftum á
sama tíma og uppi em ráðagerðir
um að selja aðgang að spítölum og
skólum.
En þegar allt kemur til alls er ríkis-
stjómin ekki að gera neitt sem
frjálshyggjuliðið, sem að henni
stendur, hefur ekki lofað að fram-
kvæma eða láta vera að framkvæma.
Það er þess vegna dálítið skrýtið að
fólkið í landinu er allt í einu farið að
snúa baki við þeim mönnum sem
kosnir vom til þessarra verka fyrir
aðeins nokkmm mánuðum. OÓ