Tíminn - 24.09.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 24.09.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 24. september 1991 T(minn 7 VETTVANGUR Guðni Ágústsson alþingismaður: Ríkisstjórnin er svört Oft er sagt að hver þjóð eða einstaklingur fái uppskorið eins og hann sáir til. Að hver þjóð fái þá stjórnmálamenn eða ríkisstjórn sem hún á skilið. Hér slysaðist til valda eftir kosningar í vor rík- isstjóm sem fæstir vildu að yrði til. Kosningamar gáfu ekki tilefni til þess og snérust fremur um hitt að fyrra stjórnarmunstur héldi áfram. Enda náðu Framsókn og A-flokkamir meirihluta út úr kosningunum. Nú gerðist það, sem við fram- sóknarmenn og fleiri höfum varað við um langt skeið: það „svarta" bæði í Alþýðuflokki og Sjálfstæðis- flokki náði saman. Öfl í báðum flokkum, sem fór að bera á um 1980 og kennd eru við frjáls- hyggju, en em þó stjómmálaþrá skyld hinum kalda og harða thatc- herisma, sem ríkti í Bretlandi en endaði með afsögn Margrétar Thatcher á s.l. vetri. Frjálshyggjan hér birtist með sama hætti í áætl- unum Davíðs Oddssonar og í Bret- landi. Heilbrigða varðar ekkert um sjúka, ríka varðar ekkert um fá- tæka. Aldraðir og ungir skulu éta það sem úti frýs, nema eiga auðuga að. Innflutningurinn er mikilvæg- ari en atvinnulífið. Peningamir em settir skör hærra en fólkið. Sjálfstæðismenn hafa hingað til slegið hausnum við steininn og neitað að trúa vamaðarorðunum um frjálshyggjuna. Um hina breyttu áherslu í flokki Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Þeir ættu nú að lesa ræðu Gunnars heitins Thoroddsen frá 1983 eða ævisögu hans. Davíð Oddsson er ekkert slæmur maður og fram- ganga hans oft myndarleg. Hinu er ekki að leyna að hans nánustu samherjar um langt skeið em öfgafullir frjálshyggjumenn. Þessir menn og sterkir peninga- menn kenndir við 15 fjölskyldur Öll áform rfklsstjömar- innar eru á efnn veg, hér er veríð að setja á föt hart samfélag þar sem auður og völd munu færast á fárra hendur á skömmum tfma. Pinkl- amir verða ekki þyngdir á þeim ríku í tíð þessarar ríkisstjómar, en gjöldfn sem ekki eru sagðir skattar skulu lögð á barnafólkið, á sjúka og gamla fótkið o.s.frv., jafnvel á hrossin f hag- anum. töldu nauðsyn á nýjum foringja á s.l. vetri. Þorsteinn Páisson væri orðinn alltof hliðhollur skoðunum frammámanna í atvinnulífinu (Einars Odds, Víglundar G. Þor- steinssonar o.fl.). ÖIl áform ríkisstjómarinnar em á einn veg, hér er verið að setja á fót hart samfélag þar sem auður og völd munu færast á fárra hendur á skömmum tíma. Pinklamir verða ekki þyngdir á þeim ríku í tíð þess- arar ríkisstjómar, en gjöldin sem ekki em sagðir skattar skulu lögð á barnafólkið, á sjúka og gamla fólk- ið o.s.frv., jafnvel á hrossin í hag- anum. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var þóknun við fjölskyldurnar fimm- tán. Raunvextir vom hækkaðir á spariskírteinum ríkissjóðs úr 6.6% í 8.1%. Flestum fagmönnum á sviði peningamála bar saman um að slíkt stökk væri hættulegt, enda kom það á daginn að aðrir urðu að gera slíkt hið sama og í beinu framhaldi varð að hækka útláns- vexti, en innlánsvextir ráða útláns- vöxtum. Verðbólguhjólið fór að snúast hraðar en ætlað var, vegna aðgerða ríkisstjómarinnar. Efnahagsbatinn, sem fyrirtækin í landinu mynduðu á árinu 1990 og enginn deilir um, var með einni skammsýnni ákvörðun færður á altari fárra. Launafólkið taldi sig eiga næstu sneið og aðeins stærri vegna batnandi rekstrarstöðu fyr- irtækjanna. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar gaf gróða fyrirtækjanna og von launafólksins á einu bretti til peningaeigenda sem höfðu það ágætt fyrir. Þessi ríkisstjórn fjandskapast sér- staklega út í landsbyggðina og hafa ýmsir gamlir íhaldsjaxlar orðið að bregðast hart við þegar hnúajám frjálshyggjunnar hafa snert mál- efrii sem þeim eru kær. Landbún- aðurinn fær að kenna á krötum og skal svikinn um fleiri hundruð milljónir og niðurgreiðslur lækk- aðar, sem þýðir hækkað verð til neytenda. Ekki greiðir slíkt fyrir kjarasamningum, eða áframhald- andi þjóðarsátt. Hér skal ekki gert lítið úr vanda ríkisstjómarinnar við að minnka hallann á ríkissjóði, sem er stærsta vandamál íslenskra stjómmála. Eðlilegt er að horft sé til hinna fjárfreku málaflokka í heilbrigðis- og menntamálum. Hins vegar mega ráðherramir ekki í þeim efn- um ganga af velferðarkerfinu dauðu eða stöðva jöfnuð til náms. Ríkisstjómin getur eins skoðað tekjuöflunarleiðir aðrar en gjöld á skólafólk, sjúkt fólk eða minnk- andi þátttöku f meðalakostnaði. Breiðu bökin mörg sleppa við skatta til samneyslunnar. Stór- eignamenn á peningum búa við önnur og betri kjör heldur en eig- endur fasteigna. Launabilið eykst og sú spurning er áleitin hvort ekki beri að setja á sérstakan skatt til viðbótar á allra hæstu Iaunin. Hvort þessi ríkisstjóm lifir eða deyr veit enginn, en því skal trúað að innan beggja stjómarflokkanna séu enn til menn þeirrar gerðar að þeir hafni Viðeyjarruglinu og þori að nefna nafn Ólafs Thors og Bjama Ben., Haralds Guðmunds- sonar og gömlu kratanna. Atvinnulffið fær nú að kenna á nýjum áherslum, ekki kæmi á óvart þó það verði komið á hnén næsta vor, svipað og haustið 1988. Þeir þurfa kannske ekki þrettán mánuði, Davfð og Jón Baldvin, til að rústa þá batnandi stöðu og björtu vonir sem ekki síst ýmsir sjálfstæðismenn í atvinnulífinu hafa lýst svo skilmerkilega. Aðal áhyggjueftii og vandamál stundarinnar er ríkisstjórnin sem enginn kaus og á sér fáa vini. FRIMERKI Dagur frímerkisins 1991. Svíþjóð Á degi frímerkisins í Svíþjóð, sem var haldinn hátíðlegur þann 5. október 1991, slógu menn heldur betur á léttari strengi. Þennan dag komu út tvær smá- arkir. önnur var helguð „poppur- um“ og hin sjötugum frímerkja- grafara. Poppörkin Smáörk sú, er helguð var Rock och Pop“, var með myndum þekktra „poppara". Hver um sig var látinn standa fyrir ákveðinn stíl í flutningi vinsællar tónlistar. Þetta voru þau Lena Philipson, Per Gessle og Marie Fredrikson, sem kalla sig „Roxette“. Loks er Jerry Williams á einu frímerkinu. Lena Philipson er þekktust fyrir svokallað slagarapopp. Roxette vinnur hinsvegar um víða veröld og aðallega með „popp“, „rokk“ og ballöður. Jerry Williams verð- ur svo að telja rokkkonung Sví- þjóðar. Sænska póststjórnin segir að aldrei hafi nein frímerkjaút- gáfa fengið slíkar móttökur hjá þeim. Auk smáarkarinnar verða svo gefin út frímerkjahefti með tveim smáörkum í hverju hefti. Rammi utanum frímerkin sýnir svo mikinn fólksfjölda, sem tákna á áheyrendur. Slaniaörkin Hin smáörkin á degi frímerkis- ins er svo gefin út til að minnast sjötugsafmælis Czeslaw Slania, sem grafið hefir mikinn fjölda ffí- merkja á ævi sinni. Meðal annars hefir hann grafið mörg íslensk frímerki og smáarkir. Myndefnið er ófullgerða mál- verkið af krýningu Gústafs III. Svíakonungs, eftir Carl Gustaf Pilo. í örkinni eru 3 frímerki á 10 kr. hvert, en í miðjunni ofantil er svo merki með áhöldum Slania og nafni hans. Auðvitað hefir hann sjálfur grafið þessa smáörk. Þegar hafa margar bækur verið skrifaðar um Slania og verk hans, en honum hefir tekist að verða mikilvægasti frímerkjagrafari sögunnar. Hefir hann hafið þessa - - •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.