Tíminn - 17.10.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. október 1991
Tíminn 5
Utandagskrárumræða um EES á Alþingi í gær:
Islendingar fá ekki toll-
frelsi fyrir fisk í EES
Engar líkur eru taldar á að íslendingar nái fram kröfu sinni um fullt
tollfrelsi fyrir sjávarafurðir í samningum um Evrópskt efnahags-
svæði (EES). Aðeins verði um að ræða tollalækkanir sem Evrópu-
bandalagið (EB) Iofaði munnlega árið 1972, þegar samið var um
bókun 6, að hrinda í framkvæmd en stóð ekki við. Þetta kom fram í
umræðum um EES-samningana sem fóru fram á Alþingi í gær.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, óskaði
eftir umræðunni.
Steingrímur sagði nauðsynlegt að
þingmenn og almenningur í land-
inu væri upplýstur um stöðu þessa
mikilvæga máls, nú þegar dregur að
því að úrslit fáist í því. Steingrímur
rakti síðan aðdraganda málsins allt
frá því að ísland gerði samning við
EB árið 1972 um bókun 6. Hann
sagði að bókun 6 væri besti við-
skiptasamningur, sem ísland hefði
nokkru sinni gert við erlend ríki eða
ríkjabandalag. Par náðu íslendingar
fram verulegri lækkun á tollum á ís-
lenskan fisk, sem seldur er á Evr-
ópumarkað gegn því að EB fengi
tollfrjálsan aðgang fyrir evrópskar
iðnaðarvörur á íslandi. Steingrímur
minnti á að á sínum tíma hefði því
verið lofað að tollur yrði felldur nið-
ur af saltfiski, en við það munnlega
samkomulag hefði ekki verið staðið.
Á seinni árum, eftir að útflutningur
á sjávarafurðum jókst á Evrópu-
markað og þó einkum eftir að Spánn
og Portúgal gengu í EB, fóru tollar á
saltfisk og unnar sjávarafurðir að
skipta verulegu máli.
Steingrímur sagði að þegar farið
var af stað í viðræður um EES, fyrir
um tveimur árum, hafi það verið
ófrávíkjanleg krafa íslands að fá fullt
tollfrelsi fyrir fisk. í fyrri ríkisstjóm
hefði aldrei verið minnst á að til
greina kæmi að falla frá þessari
kröfu. Steingrímur minnti á yfirlýs-
ingu sjávarútvegsráðherra á þingi í
vor um að ekki kæmi til greina að
ísland gerðist aðili að EES, ef krafan
um tollfrjálsan fisk næði ekki fram
að ganga. Steingrímur spurði hvort
þetta væri stefna ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur gerði síðan grein fyrir
þeim fyrirvörum sem ísland setti við
upphaf samningaviðræðnanna, og
spurði hvort ríkisstjómin hefði fall-
ið frá þeim. FVrirvaramir eru um
takmörkun á fjárfestingum erlendra
aðila í íslenskum sjávarútvegi, tak-
mörkun erlendra fjárfestinga í ís-
lenskum orkulindum, eignarhald á
landi og hlunnindum og fyrirvari
um ótakmarkaðan innflutning á er-
lendu vinnuafli. Steingrímur spurði
utanríkisráðherra hvort að lög um
fjárfestingu erlendra aðila á íslandi,
sem sett voru í vor, haldi ef ísland
gerist aðili að EES.
Steingrímur vitnaði í skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar, „íslenskur þjóðhags-
búskapur og evrópska efriahags-
svæðið", sem var tekin saman að
frumkvæði forsætisráðuneytisins í
tíð fyrri ríkisstjómar, en þar kemur
fram það mat stofnunarinnar að
ávinningur af þátttöku íslands í EES
geti að lágmarki orðið 425 þúsund á
hverja 4 manna fjölskyldu í landinu
og að hámarki 1.882 þúsund á
hverja 4 manna fjölskyldu. Stein-
grímur sagði þetta ekki háar upp-
hæðir, eða milli þess að vera verð á
notuðum bfl og hálfum ráðherrabfl.
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra, gerði grein fyrir stöðu
málsins í dag, en meginatriði ræðu
hans komu fram í viðtali sem birtist
í Tímanum í gær. Jón Baldvin sagð-
ist eiga erfitt með að ræða þetta mál
ítarlega nú, þar sem hann gæti ekki
sýnt á spilin hjá sér nokkrum dög-
um áður en lokasamningafundur-
inn hefst þar sem úrslit málsins
munu ráðast.
Jón Baldvin sagði að ekki væri
lengur þrýst á íslendinga að veita
skipum EB-landa rétt til veiða í ís-
lenskri landhelgi. Átökin við samn-
ingaborðið stæðu um lækkun tolla.
Ráðherra sagðist ekkert geta sagt
hvemig það mál muni fara. Rætt sé
um að leysa málið með tímabund-
inni aðlögun og tollakvótum. Utan-
rfldsráðherra sagði ekki ástæðu til
of mikillar bjartsýni um að ráð-
herrafundurinn, sem hefst á mánu-
dag, leiði til jákvæðrar niðurstöðu,
og hann tók skýrt fram að íslending-
ar muni ekki kaupa þennan samn-
Vopnafjörður:
Skólabörn í
síldarsöltun
Banaslys
við Voga
Banaslys varð á Reykjanesbraut á
móts við afleggjarann að Vogum á
Vatnsleysuströnd í gær, er fólksbif-
reið rakst framan á olíuflutningabfl
sem kom úr gagnstæðri átt
Líklegt þykir að fólksbfllinn hafi
skyndilega fokið yfir á rangan vegar-
helming og framan á tankbílinn.
lálið er að ökumaður hans hafi lát-
ist samstundis.
Efstubekkingar í grunnskólanum á
Vopnafírði voru drifnir í sfldarsölt-
un á þríðjudagskvöld og á miðviku-
dag, en Sigþór ÞH 100 landaði
fyrsta sfldarfarmi haustsins á
þríðjudag, alls 65 tonnum. Sfldin
var stór og góð og lofar góðu um
framhaldið.
Að þessu sinni voru saltaðar 430-
440 tunnur. Á undanförnum sfldar-
vertíðum hefur mannekla oft á tíð-
um sett strik í reikninginn í sfldar-
söltuninni, en því var ekki að heilsa
að þessu sinni.
Áuk starfsfólks hraðfrystihússins
Tanga hf. og grunnskólanema, settu
þó nokkrir Vopnfirðingar úr öðrum
starfsstéttum upp sfldarsvuntumar
og unnu silfur hafsins í tunnurnar.
HN, Vopnafirði.
ing hvaða verði sem er.
Olafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins, sagði að með
bókun 6 hefði verið samið um það
milli EB og íslands að EB fengi toll-
frjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur
sínar á íslenskan markað gegn því
að ísland fengi að flytja út sjávaraf-
urðir tollfrjálst til EB. ísland hefði
staðið við sinn hluta samningsins,
en EB hefði aldrei staðið við þann
hluta samningsins sem snýr að
bandalaginu. Mlar götur síðan 1976
hafi íslenskar ríkisstjórnir reynt að
knýja á um fullt tollfrelsi fyrir allan
íslenskan fisk, en án árangurs. Ólaf-
ur Ragnar sagði að nú þegar væri
ljóst að ísland fengi ekki tollfrjálsan
og skilyrðislausan aðgang fyrir ís-
lenskar fiskafurðir í EES. Hann
sagði að það gengi ekki að ísland
opnaði sinn markað fyrir evrópskum
iðnvamingi, eins og gerðist 1976 og
núna fjármagns- og vinnumarkað,
án þess að fá meginkröfu sinni fram-
gengt um tollfrelsi fyrir fisk.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-
maður Kvennalista, sagði að í um-
ræðunni um EES væri á reiki hvað
væri meginmál samninganna. Þegar
ríkisstjómin sækti fram í rökræð-
um, væri talað um að sjávarútvegs-
málin skiptu öllu máli, en þegar á
það væri bent að líklega myndu ís-
lendingar ekki ná fram kröfum sín-
um f þeim málaflokki, væri sagt að
það viðskiptaumhverfi, sem fælist f
EES, skipti mestu máli. Ingibjörg
Sólrún sagði þegar Ijóst að þær
tollalækkanir sem munu felast f
EES, þ.e. ef samningar takast, nemi
ekki hærri upphæð en um einum
milljarði á árí. Tollar verði líkast til
eingöngu lækkaðir á óunnum fiski,
en ekki á unnum fiskafúrðum. EB
reyni með EES að tryggja ísland í
sessi sem hráefnisútflytjanda. Ingi-
björg Sólrún minnti á yfirlýsingar
sjávarútvegsráðherra, forsætisráð-
herra og viðskiptaráðherra fyrr á
þessu ári um að ísland geti því að-
eins gerst aðili að EES, að landið fá
tollfrelsi á fisk. Hún sagðist óttast að
þessar yfirlýsingar muni ekki halda
þegar á reyni.
Ingibjörg Sólrún sagði að þeir fyr-
irvarar, sem fyrri stjórn setti, hafi
alla tíð verið opnir og óljósir, og
hætt sé við að tilraunum íslendinga
til að tryggja hagsmuni sína hvað
varðar erlenda fjárfestingu á íslandi,
verði hnekkt af dómstóli EES. Ingi-
björg Sólrún gagnrýndi utanríkis-
ráðherra harðlega fyrir að bera þær
upplýsingar fyrir ungt fólk og náms-
menn, að þeir muni ekki komast í
evrópska háskóla nema íslendingar
gerist aðilar að EES. Hún sagði
þetta alrangt Háskóli íslands sé að-
ili að alþjóðlegum samningum, sem
tryggi að íslenskir námsmenn eigi
aðgang að háskólum um allan heim.
Auk þess séu háskólar í eðli sínu al-
þjóðlegir og opnir. -EÓ
Aðalfundur
Framsókn-
arfélags
Seltjarnar-
ness
Aöalfundur Framsóknarfélags Sel-
tjamamess verður haldlnn þriðjudag-
Inn 22. okt. nk. kl. 20.30, á Sex bauj-
unni, Eiðistorgi.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf, þ.á m. lagabreyting-
ar og kosning fulltrúa á kjör-
dæmisþing.
Gestirfundarins,
Steingrlmur Hermannsson og
Siv Friðlerfsdóttir, flytja framsöguerindi.
Framsóknarfólag Seltjamamess.
Framsóknarvist
Fyrsta framsóknarvist vetrarins verður haldin sunnudaginn
20. okt. kl. 14 I Danshúsinu, Glæsibæ, Alfheimum 74.
Veitt verða þrenn verölaun karia og kvenna.
Sigrnn Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp í
kaffihléi.
Aðgangseyrir kr. 500.-. Kafflveitingar innifaldar.
Framsóknarfélag Reykjavíkur. Slgrún
Kópavogur
Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaga Kópavogs verður haldinn 24. október kl.
20.30 að Digranesvegi 12.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðatfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Guðmundur Bjamason.
Stjóm fulltrúaráðs.
Kjördæmisþing á Suðurlandi
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suöuriandi verður haldið á Flúðum, Árnes-
sýslu, dagana 25. og 26. október 1991.
Þingiö verður sett kl. 20.00 föstudaglnn 25. okt.
Dagskrá auglýst sfðar.
Stfdm KS.F.S.
Vesturland - Kjördæmisþing
veröur haldið laugardaginn 2. nóvember kl. 11 fyrir hádegi, f Stykkishólmi. Dagskrá
auglýst sfðar.
Stjóm Kjördæmlsráðs.
Til Þýskalands
með Ferðaþjónustu bænda
• 9 daga ferð 26.10.-03.11.
• Gisting hjá þýskum ferðaþjónustubændum.
• Morgunverður — kvöldverður.
• Skoðunarferðir um sveitir og borgir.
• Verslanir.
Upplýsingar og pantanir hjá Ferðaþjónustu bænda, Bændahöllinni
v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 91- 623640/43. Fax: 91-623644.
Athugið: Örfá sæti laus.
Allt þetta fyrir aðeins
49.530