Tíminn - 17.10.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.10.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. október 1991 íi Breyttur opnunartími skrif- stofu Framsóknarflokksins Frá 16. september verður skrífstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurlnn Kjördæmisþing á Vestfjörðum Kjördæmisþing framsóknarmanna I Vestfjaröakjördaemi verður haldið á Hólmavík dagana 19.-20. október. Þingstörf hefjast kl. 13.00 laugardaginn 19. október. Dagskrá nánar auglýst síöar. Árnesingar Aöalfundur Framsóknarfélags Ámessýslu verður haldinn mánudaginn 21. október kl. 21 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjómln. Hafnarfjörður Fundur verður haldinn I Fulltrúaráði framsóknarfélaganna I Hafnarfiröi fimmtudag- inn 17. þ.m. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Steingrfmur Hermannsson verður framsögumaður. Stjómln. Aðalfundur Framsóknar- félags Rangæinga verður haldinn að Hlíðarenda, Hvols- velli, fimmtudaginn 17. október kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta á fundinn ásamt Úlaf- lu Ingólfsdóttur, formanni Kjördæmissambandsins. Stjómin AUSTURLAND Kjördæmisþing á Seyðisfirði Þing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austuriandi verður haldið á Seyð- isfirði dagana 1.-2. nóvember 1991. Þingstörf hefjast kl. 20.00 föstudaginn 1. nóv- ember og þeim lýkur um kl. 17.00 laugardaginn 2. nóvember. Árshátið K.S.F.A. verður haldin I Herðubreið á Seyðisfirði laugardaginn 2. nóvember og hefst kl. 20.00. Framsóknarkonur Reykjavík Félag framsóknarkvenna Reykjavík heldurfund um heilbrigðismál mánudaginn 21. október kl. 20.30 I fiokksskrifstofunni við Lækjartorg. Frummælendur: Guðmundur Bjarnason, fv. heilbrigðismálaráðherra, og Finnur Ingólfsson alþlngismaður. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjóm FFK Aðalfundur FUF í Reykjavík Finnur Anna Margrét verður haldinn þann 18. október kl. 20 að Hafnarstræti 20, skrifst. Framsóknarflokks. Dagskrá: 1. Kosning embættísmanna fundarins. 2. Skýrslur stjómar, gjaldkera. 3. Kosning formanns, stjómar endurskoðenda og fulltnja I fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavlk. 4. Tillaga til lagabreytinga og eru þær eftirfarandi: 14. grein breytíst eða dvelja þar langdvölum* I „eða Hafa aðsetur þar*. Og 112. grein breytist „samkvæmt flokkslögum* I „það er einn fulltíúi fyrir hverja 10 félagsmenn og jafnmargir til vara*. Tillögur liggja frammi á skrifstofu Framsóknarflokksins. 5. Ávarp nýkjörins þingmanns, Finns Ingólfssonar. Umræður. 6. Önnur mál. Stjómin. BORGARNES Opið hús I vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.301 Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltíúar flokksins veröa þar tíl viðtals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir tíl aö ræða bæjarmálin. Sími 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Tíminn 11 Robin Givens gengur vel eftir skilnaðinn við Mike Tyson. Robin Givens gerir það gott í kvikmyndaheiminum: Er ekki þekkt sem fyrrum frú Tyson Síðustu þrjú ár hefúr Robin Gi- vens verið á milli tannanna á milljónum Bandaríkjamanna eftir að stormasömu hjónabandi henn- ar og hnefaleikarans Mikes TVson lauk. Margir héldu að hún myndi gjörsamlega hverfa af sjónarsvið- inu vegna þessa máls, en það var ekki það sem Robin ætlaði sér og nú hafa hlutimir heldur betur breyst. Hún er stjama myndarinnar A Rage in Harlem, sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum og myndu margar leikkonur hafa framið morð til að fá hlutverkið hennar. Þar leikur hún Imabelle, ósvífið tálkvendi og þykir gera það ótrúlega vel. Mike Tyson var á sínum tíma yngsti þungavigtarhnefaleikarinn í sögu þeirrar íþróttagreinar. Hann sá Robin fyrst í sjónvarps- þáttunum Head of the Class. Hann varð ástfanginn af henni, og jafnvel áður en þau hittust sagði hann vinum sínum að hún væri stúlkan sem hann ætlaði að gift- ast Og það gerði hann svo sannar- lega. Þau giftu sig fljótlega og þegar það tók endi, þá var það Týson sem átti samúð allra, þrátt fyrir að hann hafi lamið hana og barið. „Það var mjög særandi hvemig sumt fólk gat látið, en ég lærði af þessu,“ segir Robin. Hún segir að hann sé ennþá fremsti hnefaleikari heims, þrátt fyrir að hann hafi misst titilinn skömmu eftir skilnaðinn, en eins og sennilega allir vita hefur ekki gengið eins vel hjá honum og Ro- bin. í fyrsta lagi hefur hann verið ákærður fyrir nauðgun, í öðm lagi er hann ákærður fyrir þukl á aft- urenda konu einnar, og í þriðja lagi fullyrðir ein konan enn að hann sé faðir sonar síns og er mál- ið komið fyrir dómstóla, en fúil- víst þykir að hann eigi krakka- greyið og þarf Týson nú að borga svimandi upphæðir, bæði til fram- færsiu sonarins og í lögfræðinga- kostnað. Það á ekki af honum að ganga. Og svo keppir hann bráð- um um heimsmeistaratitilinn aft- ur og það er bara að vona að hon- um gangi vel þar. Robin aftur á móti þykir skila hlutverki sínu í A Rage in Harlem með mikilli prýði og í kjölfar þess fengið fjöldamörg tilboð um að leika í kvikmyndum. „Ég vil forð- ast að festast í hlutverki hinnar kynþokkafullu konu, það er mjög hættulegt fyrir leikkonur," segir Robin. Svo er bara að bíða og sjá mynd- ina, þegar hún kemur hingað til lands, til að berja Robin Givens augum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.