Tíminn - 17.10.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNIHGAR
Holnarhusinu v Tryggvogolu
® 28822
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Öðruvísi bílasala
BlLAR • HJÓL •
BÁTAR•VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
Áskriftarsími
Tímans er
686300
T
Tímiim
FIMMTUDAGUR 17. OKT. 1991
Forsætisráöuneytið kaupir ársgamlan Lancer, sem nota á til sendi-
ferða fyrir ráðuneytið og létta verkefnum af ráðherrabifreiðinni:
NOTAÐUR BÍLL DÝRARI
EN NÝR ÚR KASSANUM!
Forsætisráðuneytiö hefur fest kaup á fólksbifreið af gerðinni
Mitsubishi Lancer 1800 4wd skutbfl, til sendiferða fyrir ráðu-
neytið og til að iétta verkefnum af ráðherrabifreiðinni. Bifreiðin
er frá því í íyrra — árgerð 1990 — keypt af bifreiðaumboðinu
Heklu hf. fyrir 1.442.387,- krónur. Hjá Heklu hf. fengust í gær
þær upplýsingar að ný bifreið af þessari gerð — árgerð 1991
kostaði 1.304 þúsund kr., komin á götuna, skráð og ryðvarin.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hreini Loftssyni, aðstoðarmanni
forsætisráðherra, mun hugmyndin
ekki vera sú að ráða sérstakan bfl-
stjóra til að aka bflnum, en hann
verði til taks fyrir starfsmenn, t.d.
dyraverði, ráðherrabflstjóra og aðra
sem munu þá nýta bifreiðina til ým-
issa sendiferða og til hagræðis, í
stað þess að kaupa leigubfla. Hingað
til hefúr forsætisráðuneytið auk
leigubfla notast við skutluþjónustu
fjármálaráðuneytisins til að koma
frá sér boðsendum bréfum eða
bögglum, en sendill þaðan hefur
komið við í forsætisráðuneytinu
tvisvar á dag.
Með hliðsjón af yfirlýsingum í Hvít-
bókinni svokölluðu, þar sem kjör-
orðið um ráðdeild í ríkisrekstri er í
öndvegi og hvatt er til útboða á sem
flestum sviðum, var Hreinn spurður
að því hvort ekki hafi verið leitað eft-
ir tilboðum hjá bifreiðaumboðun-
um þegar ákveðið var að kaupa bif-
reið fyrir 1,4 milljónir í sendiferðir.
Hann kvað það ekki hafa verið gert.
Slíkt hafi ekki verið talið nauðsyn-
legt, vegna þess að bifreiðin hafi ver-
ið á hóflegu verði og stæðist að öðru
leyti eðlilegar gæðakröfúr. Tíminn
bendir á, í framhaldi af þessum um-
mælum Hreins Loftssonar, aðstoð-
armanns forsætisráðherra, að hið
Þetta er bíllinn sem forsætisráðuneytið hefur fest kaup á til
sendiferða. Bíllinn er Mitsubishi Lancer GLX 4WD árgerð 1990
og greiddi ráðuneytið kr. 1.442.387,- fyrir hann. Nýr bíll, árgerð
1991, af sömu gerð kostar 1.304.000,-...bifreiðin er á hóflegu
verði og stenst að ööru leyti eðlilegar gæðakröfur," sagði
Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í gær við
Tímann. Tímamynd: Ámi Bjama
hóflega verð bflsins er tæplega 140
þús. kr. hærra en nýs bfls af árgerð
1991.
Þegar Davíð Oddsson tók við emb-
ætti forsætisráðherra keypti forsæt-
isráðuneytið nýjan ráðherrabfl af
gerðinni Audi 100 af Heklu hf. Um
það hvort það væri tilviljun að for-
sætisráðuneytið hafi nú í annað
sinn á nokkrum mánuðum keypt
bifreið af Heklu, sem m.a. hafi léð
húsnæði undir kosningaskrifstofu
forsætisráðherra þegar hann var í
formannsslag á sínum tíma, sagði
Hreinn að menn hafi komist að
þeirri niðurstöðu að þetta væru
góðir og hentugir bflar og það væri
tilviljun hver eða hverjir eigi um-
boðið. Raunar kom fram hjá Hreini
að hann telur að ósæmileg aðdrótt-
un felist í spumingunni.
Kostnaður forsætisráðuneytisins
vegna leigubfla í síðasta ári var 560
þúsund krónur, og samkvæmt ríkis-
reikningi fyrir 1989 var hann um
590 þúsund krónur.
Þrír menn
slasast
á Akureyri
Rjúpnavertíðin hófst í gær. Ólíklegt að friðun gerði rjúpnastofninum nokkurt gagn:
FLEIRI SKOTVEIÐIMENN
W W
Á tíunda tímanum í gærmorgun
slasaðist maður á handlegg hjá ís-
lenska skinnaiðnaðinum á Akur-
eyri. Maðurinn var fluttur á slysa-
deild, en samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Akureyri var ekki
ljóst hversu alvarleg meiðslin voru.
Klukkan tíu sama morgun, er
Hvassafellið var að leggja að
bryggju, slitnaði springurinn og
slóst í tvo hafnarstarfsmenn. Þeir
voru fluttir á slysadeild, taldir tals-
vert mikið slasaðir. -js
Eldur í Öskju
á Eskifirði
Laust fyrir klukkan tólf á hádegi í
gær kom upp eldur í söltunarstöð-
inni Öskju á Eskifirði. Eldurinn
átti upptök sín í norðurenda stöðv-
arinnar og hljóp eftir einangrun í
þakinu, en slökkviliðinu tókst að
slökkva eldinn á um tíu mínútum.
Olíutankar eru hinum megin við
lækinn og vindurinn stóð beint á
tankana og það var hvasst. Að sögn
lögreglunnar á Eskifirði gat þess
vegna verið hætta á ferðum, ef sölt-
unarstöðin hefði fuðrað alveg upp.
Skemmdir urðu töluverðar og t.d.
eru allar rafmagnsleiðslur f stöðinni
ónýtar. Engin starfsemi var í húsinu
er eldurinn kom upp. -js
SLAST UM FÆRRIRJUPUR
Rjúpnaveiðin hefur farið rólega af
stað, en f gær, annan dag veiði-
tímabilsins, viðraði iUa til veiði-
ferða. Búast má við þungum
straumi veiðmanna á rjúpnaslóðir
um helgina, enda spáð skaplegra
veðri.
Samkvæmt upplýsingum fugla-
fræðinga er stofninn talinn í lág-
marki í ár, þó hann sé ekki í neinni
hættu. Náttúrulegar sveiflur eru
mfldar í stofninum og sveiflan nú í
botni.
Talsvert hefur borið á því að land-
eigendur hafa auglýst bann við
skotveiði í heimalöndum sínum,
en skotveiðimenn þurfa að afla sér
ieyfls landeigenda, nema þeir séu á
afréttl. Þá hefur Náttúruvemdar-
ráð sent firá sér tflkynningu þar
sem veiðimenn eru minntir á að
veiðar eru bannaðar á friðlýstum
svæðum, s.s. f þjóðgöröunum í
Jökulsárgjjúfri, Skaftafelli og
Þingvöllum; á friðlöndum eins og
Herdísarvík, Herðubreiðarfrið-
landi, HomstrÖndum, Hvannalind-
um, Kringflsárrana, Þjórsárveri,
Búðahrauni, Flatey, Geitlandi,
HúsafellsskógL Lónsöræfum og
Vatnsfirði, og í fólkvöngum eins og
Fólkvangi Neskaupstaðar og
Hólmaness.
Að sögn Sigurðar Þráinssonar hjá
Náttúruvemdarráði hefur það færst
í vöxt að landeigendur nýttu sér rétt
sinn til að auglýsa bann við rjúpna-
veiði í landi sínu, og telur hánn að
e.t.v. megi að einhverju leytí rekja
slflca vakningu tfl þess að rjúpna-
stofnlnn sé í lágmarid og menn vflji
því vemda hann. Ævar Petersen
fuglafræðingur segir að vemdunar-
sjónarmið ráði vissulega oft ferð-
inni þegar skotveiðibann sé aug-
lýst, en oft sé Iflca um það að ræða
að landeigendur séu að taka upp
eins konar veiðisfjóm á rjúpunni.
Það er ekki nema takmarkað magn
af jjúpu sem er veiðanlegt, og þeir
þeirra landi. Aðspurður um hvort
það gæti reynst ijúpnastofninum
hollt að friða hann fyrir skotveiöi,
sagðist Ævar telja að nokkurrar of-
trúar gætti á mátt byssunnar. Hann
bentí á að trúlega væri fjölgun skot-
veiöimanna ekki síður íhugunar-
efni en fækkun ijúpunnar. Eftir þvf
sem fkiri væru að skjóta, því
minna kæml í hlut hvers um sig.
Hins vegar taldi hann ekki einsýnt
að skotveiðin sem slflc hefði úrsBta-
áhrif á stofnstærð tjúpunnar. „Það
að það sé vissukga ástæða tfl að
skoða þessi mái. Það er hins vegar
ekki verið að gera núna. En talning-
ar á rjúpum, sem framkvæmdar
hafa verið í áratugi, gefa nokkuð
breytíkga niðurstöðu. Á sumum
stöðum virðlst ijúpu fjölga, annars
staöar virðist hennl fækka. Þi
vaknar sú spuming, hvort það sé
ekfd eitthvað á þessum svæðum
sem hefur breyst í tímans rás, og
ég held Ld. að ástæða væri tfl að
skoða í þessu sambandi hvemig
háttað sé samhenginu niilli úpp-
blásturs og landnýtíngar á þessum
svæðum annars vegar og svo fiölda
rjúpu,“ sagðiÆvar. Hann sagði að-
spurður að þær talningar, sem fyrir
lægju, styddu þessa kenningu að
sumu kytí, en hins vegar skortí
meiri upplýsingar til að unnt væri
að segja nokkuð um það. Ævar tók
Hrísey sem dæmi, þar sem talning-
ar hafa farið fram í ein 30 ár. Þar
hefúr ijúpu fjölgað. Helmingur eyj-
arinnar hefur verið friðaður fyrir
beit í 30 ár, en hinn helmingurinn
aðeins í 17-18 ár. Fjölgun tjúpunn-
ar er mest á þeim helmingi eyjar-
innar þar sem styttra er síðan frið-
að var fyrir beit Það bendir til þess
að íjúpunni fjölgi þama þar til
ákveðnu jafnvægi er náð í því
hversu miídð þetta svæði getur bor-
ið af fugli. Aðspurður um hvort
hægt væri að nota Itrísey sem
dæmi, \-egna þess að ijúpa væri þar
friðuð, sagði Ævar að þegar fcæmf
fram á veiðitíma væri ijúpan þaðan
flogin upp í land og væri skotín þar
rétt eins og önnur rjúpa. -BG
vflji hafa hðnd í bagga með hverjir eru margir sem segja að við séum
veiði og hversu mfldð sé veitt á að veiða síðustu ijúpumar, og ég tel