Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. október 1991 HELGIN lp 11 Oddur Hjaltalín læknir, móðurbróöir Önnu. Yfir skýii fram af húsi hans var dúfnakofinn hans. fyrir og fram fyrir aftur á ennið, þar var hann hnýttur með hnút eða lykkju og reið á að þetta væri vel gert og laglega, hjálpuðu stúlk- umar hver annarri til þess. (Krók- faldinum gamla sleppi ég í þetta sinn.) Ekki höfðu stúlkur klút á gjörð heima fyrir, en einungis til kirkju. Það þótti ekki sæma að hafa húfu til kirkju, og gekk hneyksli næst ef það sást. Ég man það svo vel eitt sinn, þegar vinnukonur okkar komu frá kirkju, þá vom þær að segja frá því að þessi og þessi kona hefði verið með skott- húfu í kirkjunni og allir hefðu ver- ið að blína á hana. Þá fluttust ekki þessi stóm sjöl, er nú tíðkast, held- ur smábaðmullarsjöl, oftast rauð- rósótt, er stundum vom með silki- rósum: þau vom ekki stærri en ullarklútar sem nú em í hverri sölubúð. Þeim var slegið á herð- amar, ég held til skrauts. Þetta var ólíkt því sem nú gerist, að hafa þessi þykku sjöl upp með eyrun- um; jafhvel þótt allir ætli að stikna í hita, t.a.m. í kirkju, dettur þeim ekki í hug að færa þau neðar. Móð- ir mín var ætíð á kjól í kirkju, með skyggnishatt úr silki á höfði, en heima var hún í peysufötum. Af þessu má sjá að skotthúfan var ekki í svo miklum metum, sem síðar varð; því nú em ferming- artelpur í peysufötum með húfu á höfði, og við altarisgöngu em þau einnig höfð. Þó heyrir maður að mæðmnum er ekki mikið um það gefið og hafa kjól, ef hann er að fá, þá að láni ef ekki vill betur til. Hversdagsbúningur Hversdagsbúningur kvenna á summm var fyrst og fremst skott- húfan (hún fór aldrei af höfðinu nema þegar sofið var); það var sið- ur að láta húfuna á höfuðið um leið og maður klæddi sig að morgni og ef veður var gott, þá vom kvenmenn snöggklæddir sem kallað var, í hvítri skyrtu og upp- hlut, með 3 leggingum á bakinu. Upphluturinn var úr smágerðu vaðmáli eða klæði, ýmist svartur, rauður eða grænn, með vírborð- um að framan, sem vom keyptir í sölubúðum eða þeir vom „baldýraðir". Ekki var haft belti við þennan búnað, enda var upphlut- urinn ekki hafður sem skrautbún- ingur, heldur hversdagslega, þótti léttara og liðlegra að vinna í þeim búningi, einkum við heyvinnu, þegar heitt var. Við upphlutinn vom hafðar ýmist millur úr silfri eða tini eða látúni. Tinmillur og hnappa í hversdagsföt steyptu bræður mínir og á fleiri bæjum vissi ég til að það var gert. Einnig vom búin til krókapör úr mjóum látúnsvír, en aldrei keypt krókapör eða hversdagshnappar. í rökkrunum Nú koma rökkrin, þau vom stundum höfð löng, sumir lögðust til svefns, sumt kvenfólk að prjóna, en aðrir fóm að kveðast á og þar á meðal vomm við systkinin. Það var töluverður vandi, því menn urðu að láta fyrsta vísuorðið byrja á sama staf, er sú vísan endaði á, sem kveðin var af hinum t.a.m.: Reiknast má hann Rauður minn rétt sem betri en enginn, alteins blessast auðurinn og hann er til fenginn. Nú varð að koma N í byrjun næstu vísu og var nú farið að leita í huganum og loks fannst þessi vísa: Nú er ekki neitt að frétta nema kuldinn o.s.frv. Þetta gat gengið í það óendan- lega, einkum ef manni var hjálpað. Þótti þetta góð skemmtun og höfðu margir þennan sið. Þetta var kallað að „skanderast". Þegar veður var gott vomm við bömin úti að búa til snjóhús, renna okkur ofan brekkur á freðn- um torfum, en drengimir á skaut- um eftir Grundará; en væri lausa- mjöll fengum við að fara á skíðum. Sumaryndi Á fyrsta sumardag vom gerðar af- ar stórar kökur úr rúgmjöli: þykk- ar, steiktar og seyddar á glóðinni, þegar búið var að elda. Þessa köku- hlemma fékk hver maður og ríflegt af smjöri, kæfu og lundabagga, þar sem það var til. Þá fengu allir sum- argjafir. Einn karl í sveitinni gaf okkur bömunum fugla tilbúna úr ýsuklumbum, er vom okkur eins kærkomnir sem útlensk leikföng nú em bömum. Ljósmóðir mín gaf okkur ætíð rúsínur og möndl- ur. Allir urðu að gefa eitthvað. Ég man það að ég var látin gefa uppá- haldsvinnukonunni okkar klæðis- upphlut með silfurmillum í sum- argjöf; hún var hjá foreldmm mín- um í 14 ár. Fólk var þá lengur í vistum en nú gerist; þá var kven- mannskaup ekki meira en 3 vættir, en nú er það 60-80 kr., og eiga þær þó minna til en þær gömlu. Karl- menn höfðu 6 vættir í kaup, neftii- lega þeir bestu, sem mun samsvara 60 kr. Á vetmm var kvenfólk í svörtum prjónapeysum, lögðum með mjóu flaueli á ermum og börmum; þær vom eins og klæðis- eða vaðmálspeysur nú, nema þær vom ekki flegnar ofan á brjóst. Svo var hafður fallegur klútur á herð- unum innan undir peysunni, úr rósalérefti eða hvítu lérefti, í stað- inn fyrir hvítt og „stífað“ brjóst sem nú er haft. Um hálsinn var hafður hversdagslega óvandaður dökkur klútur, úr þunnu lérefti, en ljósleitur klútur í kollhettu. Það var vanalegt að hafa þær bæði á leið til kirkju og hvert sem farið var, en ekkert sjal á herðum, nema ofurlítinn sjalklút. Ef kalt var vom kvenmenn í karlmannstreyjum. Klæðistreyjur höfðu karlmenn til kirkju og náðu þær rúmlega ofan í mittið að framan, en ekki alveg að aftan; það var eins og dálítil geil upp í bakið, svo að sást á vestisbak- ið. Svartan silkiklút, með rauðum bekk, höfðu þeir um hálsinn í veislum. Á höfði vom háir hattar, og ljósbláir sokkar á fótum. Húfur hversdagslega með breiðu upp- broti, en úti í kulda og kafaldi höfðu menn hinar svonefndu lambhúshettur; þær vom prjónað- ar úr sauðsvörtu bandi, heldur grófgerðu, og náðu ofan undir herðar, tekið úr fyrir andlitinu, svo eigi sá nema í nef og augu, og vom þær mjög skjólgóðar. Vefnaðarlist í þá daga kunnu flestar konur að vefa; en fæstar áttu vefstól, vegna þess að þær höfðu eigi nógu stór húsakynni, og komu því til móð- ur minnar, og fengu sumar að vefa. Hjá foreldrum mínum var ætíð byrjað að vefa með föstu og hald- ið áfram fram á sumardaginn fyrsta; þá varð öllum vefnaði að vera lokið — og rekkjuvoðir og seglin síðast. Já, seglin varð líka að vefa. Nú var ekkert eftir nema glitvefnaðurinn, en hann var hafður í hjáverkum allt ffam að slætti. Glit- eða áklæði þessi vom höfð til að breiða á söðulinn þeg- ar riðið var og þótti það mikil prýði og skjólgott ef riðið var í kulda, en ekki gátu nú samt allar konur veitt sér það, því þau voru dýr. Áklæðinu var stungið undir söðulsveifina og svo var það sítt að því mátti tvöföldu vefja utan um fæturna; þá var tekinn lindi spjaldofinn og endunum á hon- um bmgðið undir mjóaleggina að aftan og náðu endarnir fram fyrir, og þar hnýttur hnútur og 2 lykkj- ur. Lindinn var ýmist ofinn með rósum eða stöfum, og með ýms- um litum, þótt oftast væm þeir grænir, rauðir og svartir, og kög- ur haft á endunum til prýðis, en riðið í hellusöðlum með rósum og englamyndum og manna. Á hverju vori komu menn norð- an úr Húnavatnssýslu, og fóm undir Jökul að sækja skreið; þeir skiptu mikið við föður minn. Þeir höfðu hangikjöt, smjör, tólg, vað- mál og peninga. Það var siður að karlmenn vom í smábandsprjón- peysum, oftast ljósbláum, en treyju yst fata; innst eða næst sér voru hafðar skyrtur úr lérefti. Peysurnar voru f stað milli- skyrtnanna sem nú tíðkast. Ég man að bræður mínir vildu ekki hafa peysurnar nema grákembd- ar. Þegar til altaris var gengið vom hafðar handlínur, sem vom breiddar yfir hendurnar, en þegar búið var að meðtaka brauðið og vínið, þá voru þær hafðar til að bæna sig með, og menn bændu sig uns meðhjálparinn kom og ýtti við mönnum svo að nýr hringur af fólki kæmist að, og þá fór hver sem búinn var í sæti sitt. Þetta gekk aftur og aftur, það vom stundum á einum sunnu- degi 4-6 hringir af mönnum til altaris. Eigi var venja að borða þann dag, áður en menn fóm til altaris, fyrr en menn komu heim frá kirkjunni; og ef menn bám kala eða óvild hver til annars, þá áttu menn að biðja hver annan fyrirgefningar áður en til altaris væri farið. Nú byrjaði sauðburð- urínn... Nú byrjaði sauðburðurinn og eftir hálfan mánuð eða vel það, var farið að stía á hverju kvöldi, það er lömbin tekin frá ánum og látin í króna, en hleypt aftur til ánna á hverjum morgni; það var kallað að fara á stekkinn. Svo að morgni var mjólkað svolítið úr hverri á, áður en lömbunum væri hleypt aftur út; líka var þá oft rú- ið fé um leið og urðum við systk- inin oft að gera þetta einsömul kl. 4 á morgnana. Svo komu fráfær- urnar; þegar lömbin vom átta vikna vom þau rekin á fjall, setið hjá þeim uns þau urðu spök. Ég fékk einu sinni að vera með í slíkri ferð, en bað aldrei um það oftar, því mér var nóg boðið að heyra þennan sára jarm og sakn- aðarvein í lömbunum. Iðja okkar barnanna allt vorið var að aka mold og skarni ofan í vissan blett á kampinum; höfðum við til þess hjólbörur. Gömul vor- um við ekki þegar við byrjuðum að vinna, 9-12 ára. Einnig vorum við í fiskþurrki, væri þerrir, því faðir minn tók saltfisk til verkun- ar. Já, þessi blettur, sem við rækt- uðum, gaf af sér hálft kýrfóður eftir hér um bil 3 ár. Nú er fjöldi barna sem gengur iðjulaus á ýmsum aldri, sem ekk- ert vinna, þótt foreldrar þeirra séu efnalausir. Slæ ég nú botninn í þetta skipti, í þeirri von að þessar minningar fái góðan byr hjá lesendum Eim- reiðarinnar, og verði svo þá hef ég nóg í áframhald." MUÍsúrffig HOFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK • SIMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.