Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. október 1991 HELGIN SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Hófst nú víðtæk leit að byssunni. Allar skráðar byssur af þessari teg- und voru prófaðar til að kanna hvort skotin væru úr þeim. Ennfremur var öllum eigendum slíkra vopna gert að gera grein fyrir ferðum sín- um á þeim tíma sem morðið var framið. Þann 25. september höfðu rann- sóknir leitt í ljós að byssan hlaut að vera af tegundinni Woodsman ColL Nú voru 150 eigendur slíkra vopna yfirheyrðir aftur og byssur þeirra prófaðar aftur. Daginn eftir var búið að yfirheyra 9 þúsund manns og fjöldi byssna verið prófaður. Hver byssan af annarri var útilokuð og skilað aftur til eiganda síns. Fjarvistarsannanir eigendanna voru skráðar. Síðan var starfsmönn- um við rannsóknina fækkað í 40. Tíminn leið og Rowe-morðið hvarf af forsíðum dagblaðanna. Þar sem engar vísbendingar höfðu fengist, virtist málið dæmt til að fara f salt. Aðeins fjórir menn unnu nú að rannsókn þess. Vissir þú • •• Tíminn læknar öll sár. Hr. Rowe hafði selt húsið þar sem morðið var framið og hafði reist sér og bömum sínum nýja tilveru á nýjum stað. Ar- in liðu þar til hr. Rowe varð fyrir óþægilegri reynslu, sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Það var þann 14. júlí 1989 að herra Rowe var að fá sér í glas í litl- um bar í Exeter. Skyndilega vatt sér John var bundinn, keflaður og bundið fyrir augu hans, síðan var honum troðið ofan í svefnpoka og skilinn þannig eftir á afviknum stað. Um hádegi daginn eftir að lausnar- gjaldið hafði verið afhent, hringdi John. Þvert ofan í það sem mann- ræninginn hafði hugsað sér. John hafði séð fram á að ætlunin væri að láta hann deyja þar sem hann væri niðurkominn. Hann neytti allra bragða til að komast úr svefnpokan- um, þó svo að hann hefði nær hengst f bandinu sem bundið var fyrir op pokans. Honum tókst ætlunarverkið og tókst að skreiðasL bundinn með svefnpokann um hálsinn sem stöð- Átta árum eftlr morðið gaf Keith Rose sig á tal við eiginmann fórnariambsins á bar. Hann átti eftir að iðrast þess. ræningjanum. Hr. Rowe rann kalt vatn á milli skinns og hörund er hann sá myndimar. Þarna var mað- urinn kominn sem mánuði áður hafði rætt um morðið á konu hans á svo ósmekklegan hátt. Meira að segja hafði maðurinn gefið honum upp sitt rétta nafn. Rowe beið ekki boðanna en hafði samstundis sam- band við lögregluna. Á meðan verið var að undirbúa réttarhöldin vegna mannránsins í Devon, tók lögreglan aftur upp morðið á Juliet Rowe. Lögreglunni hafði á sfnum tfma tekist að bera kennsl á svo til öll fingraför sem fúndust f húsinu, en nú kom í Ijós að ein þeirra, sem ógreind vom, komu heim og saman við fingraför Keiths Rose. Keith Rose var nú ákærður fyrir morðið á Juliet Rowe, en sú ákæra fór mjög leynt til þess að hún spillti ekki réttarhöldunum vegna mann- ránsins. Við yfirheyrslumar vegna mann- ránsins kom f Ijós að Keith Rose hafði verið að undirbúa það í tvö ár. Hann vantaði peninga til að losa sig úr skuldum. Hann rak lítið hrein- gemingafyrirtæki sem komið var á fallanda fót, og kenndi hann illum ummælum Watkins-feðganna um ófarir sínar. Dómaranum ofbauð hversu grimmilega glæpurinn hafði verið skipulagður og örlög þau sem John Watkins höfðu verið búin. Keith Rose var því dæmdur í 15 ára fang- elsi fyrir vikið. Helmlll Rowe-hjónanna. Mannræninginn misstl stjóm á sér þegar viðvörunarkerflð fór í gang. að honum bláókunnugur maður, kynnti sig og sagði: „Vissir þú að ég var yfirheyrður vegna morðsins á konunni þinni, af því að ég er í skot- félagi?" Rowe varð illa við þessa einkenni- legu og ósmekklegu spumingu, og velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þessi ókunni maður skyldi muna eftir honum, og hann vissi ekki hvemig hann ætti að bregðast við. Maðurinn ræddi um hræðilegan glæp, sem framinn hafði verið fyrir mörgum árum á svipaðan hátt og hann væri að ræða um veðrið. Hérra Rowe varð orðlaus. Eftir að þessu undarlega samtali var lokið tók hann á sig rögg og fór í símann. Mannrán í Surrey Nokkur hundruð mflum austar, í sýslunni Devonshire, er svæði sem nefnist Surrey. Þar bjuggu hjónin John og Sarah Watkins ásamt tveimur börnum sínum. John var varaforstjóri í heildversl- un föður síns, sem gekk með fá- dæmum og fjölskyldan því mjög auðug. Aðfaranótt mánudagsins 14. ágúst 1989 vöknuðu hjónin við að grímu- klæddur maður stóð við rúmstokk- inn hjá þeim, vopnaður hlaupsag- aðri haglabyssu. Hann skipaði Söru að binda og kefla mann sinn. Að því loknu batt hann hana og skildi eftir miða þar sem hann krafðist milljón punda lausnargjalds og hélt síðan brott og hafði John með sér. Söru tókst að losa sig og hafði sam- stundis samband við tengdaföður sinn, sem aftur hringdi strax í lög- regluna. Nú hófust miklar samningaviðræð- ur milli mannræningjans og föður Johns, sem enduðu með því að greidd voru 130.000 pund. Lögregl- an fylgdist með staðnum þar sem peningamir vom skildir eftir, sá þegar mannræninginn hirti pening- ana, veitti honum eftirför, en ekki var ætlunin að handtaka hann fyrr en heyrst hefði frá John Watkins. ugt var við að kæfa hann, að bónda- bæ þar sem hann var leystur úr prísundinni og hringt á aðstoð. Um leið og símtalið frá John hafði borist lét lögreglan til skarar skríða. Furðu lostinn mannræninginn var handtekinn. Hann var enn með megnið af lausnargjaldinu. í ljós kom að mannræninginn var maður að nafni Keith Rose, sem áð- ur hafði unnið hjá Watkins-feðgun- um. Hann var 42 ára gamall. Upp komast svík um síðir Mikið var fjallað um málið f blöð- unum og birtar myndir af mann- Mistök lögreglunnar Lögreglumenn fóm nú að fara yfir gögn sín frá 1981. Þeir komust að því að Keith Rose hafði verið einn af Woodsman Colt-eigendunum sem yfirheyrðir höfðu verið. Hann notaði byssuna við skotæfingar og notaði yfirleitt kúlur með mjúkum oddi. En þegar prófa átti byssuna hans, reyndist hún í ólagi og var því ekki prófuð. Henni var því skilað aftur til eiganda síns. Fjarvistarsönnun sú, sem hann bar fram, hafði heldur ekki verið ve- fengd eða rannsökuð á nokkurn hátt. Hann slapp því við að Ienda undir gmn og rannsóknin beindist ekki að honum. Eftir að lögreglunni urðu þessi mistök Ijós, var hafist handa við að leiðrétta þau. Byssan var sótt aftur og nú var hægt að prófa hana. Tæknimenn staðfestu að þar væri örugglega komið vopnið sem notað var til að myrða Juliet Rowe. Fjar- vistarsönnun Roses var nú endur- skoðuð og hmndi strax eins og spilaborg. Nægar sannanir vom nú fengnar gegn Keith Rose. Löreglan skýrði frá því að þó svo að mistök hefðu verið gerð í rann- sókninni í byrjun, hefði hún á allan hátt verið framkvæmd eins og vani var á þeim tíma. Rannsóknaraðferð- um hefði fleygt mikið fram á þeim ámm, sem liðin vom, og ekki væri hætta á að slík mistök endurtækju sig. Ævilangt fangelsi Keith Rose var fundinn sekur um morðið á Juliet Rowe. Kviðdómur fékk ekkert að vita um að hann hefði einnig verið dæmdur fyrir mannrán fyrr en réttarhöldunum var lokið. Þegar dómarinn kvað upp dóm sinn, hóf hann mál sitt með þessum orðum: „Þetta er eitt alvarlegasta morðmál sem ég hef haft afskipti af. Þú ert vondur og einstaklega hættu- legur maður.“ Og að þeim töluðum orðum dæmdi hann Keith Rose til að verja því sem hann ætti ólifað innan veggja fangelsis. Það, sem raunvemlega kom Keith Rose í ævilangt fangelsi, var hroki hans. Hann var svo ömggur um sig, að hann taldi sér óhætt að ögra eig- inmanni konunnar sem hann hafði myrt. En það varð honum að falli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.