Tíminn - 02.11.1991, Page 5
Laugardagur 2. nóvember 1991
Tíminn 5
Fyrrverandi ráðgjafi Grænfriðunga viðurkennir opinberlega að samtökin hafi mút-
að ríkjum í Alþjóðahvalveiðiráðinu til að samþykkja hvalveiðibann:
Þvinguðu fram hval-
veiðibann með mútum
Hið virta bandaríska viðskiptatíma-
rit, Forbes, hefur í grein farið gagn-
rýnum orðum um umhverfissam-
tðk Crænfriðunga og David
McTaggart, fyrrverandi formann
þeirra. Samtökin eru þar sögð hafa
varið milljónum dollara til að
tryggja að Alþjóðahvalveiðiráðið
samþykkti bann við hvalveiðum ár-
ið 1982. íslendingum, sem sótt
hafa fundi hvalveiðiráðsins, koma
þessar upplýsingar ekki á óvart.
Ekki er talið að upplýsingamar geti
ómerkt þær ákvarðanir sem ráðið
hefur þegar tekið.
Kjartan Júlíusson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sem hefur
oft setið fundi Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins, sagði að sér kæmu þessar upp-
lýsingar ekki á óvart. íslendingar
hefðu alla tíð gert sér grein fyrir að
Grænfriðungar hefðu með brögðum
og peningum haft áhrif á afstöðu
margra ríkja í ráðinu.
Árið 1978 voru 17 þjóðir í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu, en 1982 voru þær
orðnar 39. Fjölgunin stafar ekki af
því að fleiri þjóðir hafi farið að veiða
hval. í ráðið gengu margar þjóðir,
sem engra hagsmuna eiga að gæta,
en eru mjög áhugasamar um að
þjóðir, sem veitt hafa hvali, hætti
hvalveiðum.
í greininni í Forbes er haft eftir
Francisco Palacio, fyrrverandi ráð-
gjafa Grænfriðunga, að hann ásamt
McTaggart hafi fengið fátæk ríki og
nokkur smáríki, sem nýlega höfðu
öðlast sjálfstæði, til að ganga í ráðið.
Hann segir að samtökin hafi greitt
árgjöld vegna aðildar ríkjanna að
ráðinu og einnig staðið straum af
kostnaði vegna þátttöku þeirra í
fundum þess. Palacio segir enn-
fremur að í mörgum tilfellum hafi
þeir fengið þessi ríki til að skipa
menn úr röðum Grænfriðunga sem
fulltrúa sína í hvalveiðiráðinu.
Eftir að tímaritið kom út lýsti Pal-
acio því yfir að það hefði rangfært
ýmislegt sem hann sagði í samtali
við það. Grænfriðungar hafa mót-
mælt þeim fullyrðingum sem koma
fram í greininni.
Nú er starfandi nefnd á vegum
stjómvalda, sem fjallar um ffamtíð
íslands innan hvalveiðiráðsins og
hvort ísland eigi að segja sig úr ráð-
inu. Nefndin er undir forystu Einars
K. Guðfmnssonar alþingismanns.
Búist er við að hún skili áliti á næstu
vikum. Einar sagði að nefndin hefði
fengið umsagnir frá hagsmunaaðil-
um sem koma að þessu máli með
einum eða öðrum hætti, hvalveiði-
manna, hrefnuveiðimanna, ýmissa
útflytjenda o.fl. Hann sagði að
nefndin skoði málið m.a. út frá lög-
fræðilegum og þjóðréttarlegum
sjónarhóli. Einar sagði að nefndin
ætti fyrst og fremst að fjalla um úr-
sögn úr ráðinu, en óhjákvæmilega
hafi hún einnig skoðað hvað taki við
ef ísland segi sig úr því.
Einar sagði að upplýsingar í grein
Forbes komi sér ekki á óvart. Þetta
sé í samræmi við það sem íslending-
ar hafí séð til vinnubragða þessara
samtaka. Hann sagði að greinin í
Forbes væri ekki eina greinin, sem
Mistök við útskrift hluta gíróseðla hjá Eurocard:
Mistökin hafa
veriö leiðrétt
Um þessar mundir er verið að
breyta hugbúnaöi í tölvukerfi Euro-
card. Því miður urðu mannleg mis-
tök þess valdandi, að fyrir mánaða-
mótin fékk hluti viðskiptavina
Kreditkorts hf. senda gíróseðla með
rangri vaxtaupphæð.
Þessi mistök áttu sér einungis stað
hjá þeim korthöfum, sem skulduðu
við útskrift síðasta gíróseðils, og
leiddu til þess að vaxtaupphæð var
önnur en hún átti að vera. Vitað er
að um 1000 gíróseðlar voru með
rangri upphæð, en alls voru 30 þús-
und seðlar sendir út. Mistökin hafa
þegar verið leiðrétt og verður hlut-
aðeigandi korthöfum sent bréf með
leiðréttingum á vöxtum.
Þá fengu af áðurgreindum ástæð-
um tæplega 300 viðskiptavinir gíró-
seðla sína senda á röng heimilisföng.
Sumir mega því búast við því að
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin:
Hilmar Örn hlýtur
tónlistarverðlaun
Hilmar Öm Hilmarsson hlýtur evr-
ópsku Felixverðlaunin fyrir bestu
tónlistina í kvikmynd frá Evrópu,
en Hilmar samdi tónlistina í kvik-
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Börn náttúrunnar.
Kvikmyndin Böm náttúrunnar var
útnefnd besta listræna framlagið á
birst hefur í viðurkenndum blöðum
og tímaritum um vinnubrögð
Grænfriðunga. T.d. hafi nýlega birst
grein í þýska tímaritinu Der Spiegel.
Hann sagðist telja að fólk sé að byrja
að sjá í gegnum starfsemi Grænfrið-
unga.
-EÓ
Feðgarnir sem grunaöir eru um fjárdrátt í
verslun ÁTVR við Lindargötu:
mm
Asinar feðganna, sem eru grun-
aðir um að hafa dregið sér um 20
miiljónir króna frá verslun ÁTVH
við Lindargötu, hefúr verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 8.
nóvember. Það er sonurinn, sem
um ræöir, en hann gegndi stöðu
aðstoðarútsölusfjóra, en faðir-
inn, sem var útsölusijóri, var
ekki settur í gæsluvarðhald.
Grunserndir vöknuðu um að ekki
væri allt með felldu á þriðjudag
og var þá gerð talning í verslun-
inni og henni iokað. Báðir hafa
mennirnir verið leystir frá störf-
um a.m.k. meðan á rannsókn
stendur.
Arnar Guðmundsson hjá RLR
sagði að málið væri enn í rann-
sókn og yfirheyrslur stæðu yfir
þeim, sem gætu varpaö einhveiju
Ijósi á málið, og svo byggðist
rannsókn RLR að sjáifsðgðu á
upplýsingum frá bókhaldi. ÖU
svona mál eru viðamikil, en ekki
er enn Ijóst hvað hugsanlegur
fjárdráttur nær yfir langt tímabiL
r
gíróseðillinn berist seinna en vana-
lega.
Af sömu rótum kom upp sú staða í
upphafi vikunnar, að sjálfVirkt heim-
ildakerfi í verslunum hafnaði nokkr-
um Eurocard-kreditkortum að
ósekju. Þetta olli skiljanlega óþæg-
indum hjá viðkomandi korthöfum
og verslunum. Heimildakerfið er nú
komið í eðlilegt horf.
Þessi atriði hafa þegar verið leið-
rétt. í framtíðinni munu þær breyt-
ingar, sem verið er að gera á hug-
búnaði Kreditkorts hf., bæta enn
frekar þjónustu við viðskipavini
Eurocard.
Kreditkort hf. harmar þessi mistök,
um leið og beðist er velvirðingar á
þeim óþægindum sem viðskiptavinir
og aðildarfýrirtæki kunna að hafa
orðið fyrir.
-js
SNJOTENNUR
h
MEYER-JONGERIUS á alla jeppa, vörubíljn^
gröfur til afgreiðslu með stuttum fyrirví
•• * ~ a <
I \\t
Faxafeni12,
sími 38000, fax 681942.
EVRÓPSKT EFNAHAGSSVÆÐI
VEGABRÉF
INN I 21. OLDINA
kvikmyndahátíðinni í Montreal t
sumar.
Sigríður Hagalín er éin af þremur
leikkonum, sem tilnefndar eru til
Felixverðlaunanna fyrir bestan leik í
kvenhlutverki.
Verðlaunin verða afhent í Berlín 1.
desember. -js
Jón Baldvin Hannibalsson, ufanríkisráóherra
boðar til almennra borgarafunda um EES-
samninginn sem hér segir:
Húsavík, laugardaginn 2. nóvember
kl. 1 1:00 í Félagsheimilinu.
Dalvik , laugardaginn 2. nóvember
kl. 16:00 í félagsheimilinu Víkurröst.
Fáskrú&sfir&i, mánudaginn 4. nóvember
kl. 20:30 i félagsheimilinu Skrúði.
Akranesi, þiðjudaginn 5. nóvember
kl. 20:30 í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
A& loknu inngangserindi svarar rá&herrann spurningum
fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Ólafsson
UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ