Tíminn - 02.11.1991, Page 6

Tíminn - 02.11.1991, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 2. nóvember 1991 Tíminii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Gnjnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skýrsla um veðurtjón Ráðamenn Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar- ins og Skipulags ríkisins gerðu rétt í því að kynna rækilega í fjölmiðlum niðurstöðu könnunar þessara stofnana á tjóni því sem fárviðrið mikla 3. febrúar í ár olli á munum og mannvirkjum. Fram kemur í greinargerðinni að yfir fjögur þúsund hús og önnur föst mannvirki urðu fyrir tjóni, auk alls lausafjár. Fjárhagsskaðinn er talinn vera um einn milljarður króna, og er þá ekki meðtalinn skaði ríkis- sjóðs vegna eyðileggingar á langbylgjumastrinu á Vatnsenda. Tölur um kostnað við endurnýjun þess liggja ekki að fullu fyrir. Ut af fyrir sig þarf það ekki að vekja furðu, þótt göm- ul hús standist illa fárviðri af þessu tagi þegar ný hús gera það ekki heldur. Hitt stingur meira í augu hversu algengt er að ný eða mjög nýleg hús séu illa frágengin að því leyti sem mestu skiptir til að þola ís- lensk stórviðri. Upplýsingar Rannsóknastofnunar byggingariðnað- arins og Skipulags ríkisins leiða í ljós að ýmsu er ábótavant um hönnun bygginga, vinnubrögð við smíði þeirra og eftirlit með byggingarframkvæmd- um. Því er síst ofmælt í greinargerðinni að hönnuðir þurfi að gera sér betur grein fyrir ábyrgð sinni, að bygginganefndir og byggingafulltrúar þurfí að veita byggjendum mun meira aðhald en oft virðist eiga sér stað. Greinargerðin upplýsir, að hægt er að rekja fjölda tjóna til þess að ákvæðum byggingareglugerð- ar hefur ekki verið fylgt. Vert er að staldra við þetta atriði. Það er óþolandi að hönnuðir og húsasmiðir séu látnir komast upp með fúsk, þegar lög og reglugerðir gera jafn strangar kröfur um eftirlit opinberra aðila með hverskyns byggingaframkvæmdum. Það er auk þess furðulegt að vátryggingafélög, sem tjón mæða að lokum á, skuli ekki, að sínu leyti, hafa fullar gætur á hvernig hús eru búin undir að mæta áraun íslenskra storma, eða hvort hugsanlega sjáist merki um hroðvirkni í frágangi þeirra hluta hússins sem viðkvæmastir eru fyrir fárviðrinu. í sambandi við umrætt ofviðri 3. febrúar sl. er frá því greint að þetta sé í þriðja sinn á um tuttugu árum sem slíkt ofsaveður gengur yfír landið. Vera má að vindhraðamælingar séu þessu til sönnunar, en reynsla og nánari athugun á skaðaveðrum á þessum áratugum mun allt eins leiða í ljós að háskaleg bál- viðri á íslandi hafí verið miklu fleiri. Veðurofsi kem- ur fram í ýmsum myndum og áhrif hans margvísleg. Veður eru auk þess svæðisbundin, jafnvel staðbund- in, veðrahættan er breytileg eftir því hvar á landinu er. Þetta kom raunar fram í fárviðrinu í febrúar. Þótt veðrið færi yfír allt landið, kom það mismunandi við. Þessum orðum skal ljúka með því að vitna í forystu- grein Tímans 5. febr. sl. þar sem segir: „... Almenn fræðsla um vetrarveðráttuna mætti vera meiri til þess að byggja upp þá forsjá sem hver og einn á að hafa fyrir sjálfum sér í ótryggum veðrum og vetrar- færð.“ Þetta eru varnaðarorð sem ástæða er til að endurtaka. LJ X XVAÐA breytingar verða á mínum högum og hvaða máli skiptir aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu mína afkomu? spyrja sjálfsagt margir þessar vikurnar. Svörin liggja ekki á lausu fremur en svör við svo mörgum ágengum spurningum varðandi þá framtíð lands og lýðs, sem er svo mjög til um- ræðu. Eftir síðasta Lúxemborgarfund EB og EFTA-ráðherra er látið einsog málin séu komin í höfn, samningar hafí náðst um Evr- ópska efnahagssvæðið og eftir séu nánast formsatriði, eins og að fá samþykki viðkomandi þjóð- þinga og margvíslegra hags- munaaðila um stofnun þeirrar Stór-Evrópu sem samningagerð- in felur í sér. Á íslandi er unnið af kappi við að kynna samkomulagið og þau fyrirheit sem felast í endanleg- um samningum. Yfirleitt er tal- að um að samið hafí verið í Lúx- emborg um stofnun EES og að eftirleikurinn sé einfaldur og auðveldur. Afnám tolla af fiskaf- urðum á nokkrum árum er það sem mestu máli skiptir og síðan landamæralaus tilflutningur á fjármagni, fyrirtækjum og fólki innan EES, sem á að koma öll- um svo vel til góða. Samkomulag um viðræöur Það er aðeins einn málsmetandi maður á íslandi sem ekki segist hafa séð neinn samning og vita ekki til að búið sé að undirrita eitt eða neitt um stofnun Evr- ópsks efnahagssvæðis og þar af leiðandi ekki vita um hvað málið snýst nema að takmörkuðu leyti. Sá heitir Eyjólfur Konráð Jóns- son og er formaður utanrfkis- málanefndar Alþingis. Hann lýsti þessari aðstöðu sinni í fréttaviðtali skömmu eftir Lúxemborgarfund og síðan hef- ur ekkert breyst í málinu, nema að utanríkisráðherra fer um, heldur fundi og kynnir þá ætlun sína og ríkisstjórnarinnar að Is- land verði aðili að EES þegar við stofnun samtakanna. Kostir að- ildar eru miklir í kynningunum, en vankantar varla umtalsverðir. Sjálfsákvörðunarréttur og full- veldi verður tryggt í samningun- um, segja þeir sem mæla þeim bót, og eignarréttur á landi og fiskimiðum er tryggður. Samt verður fjármagn flæðandi um allt Evrópska efnahagssvæð- ið og eignarhald á fyrirtækjum og hlutabréfum verður án allra hindrana landamæra og þjóð- ernis. Lánastofnanir verða í hæsta máta alþjóðlegar og tryggingar sömuleiðis. Lífeyris- sjóðir hljóta að fylgja með í þeirri púlíu allri og erfitt er að sjá hvernig íslensku auðfjöl- skyldunum tekst að loka hlutafé- lögum sínum fyrir ásælni að ut- an. Erlend ásælni á ekki við um þegnainnan EES. Virkjanir og hitaveitur með til- heyrandi dreifingarkerfum er fært ríki og sveitarfélögum til eigna, sem og ríkisbankar og dótturfyrirtæki þeirra. En krafan um sölu á ríkiseignum verður æ háværari og getur Landsvirkjun og hitaveita Akureyrar allt eins verið orðnar að hlutafélögum von bráðar og hvað þá? Kostir og gallar Augljós þægindi fylgja því að vera innan Evrópska efnahags- svæðisins og eru þau svo marg- kynnt að varla þarf að tyggja þau upp í hvert sinn sem á samtökin og hugsanlega aðild íslands að þeim ber á góma. En stóru spurningunni um hvað verður um mig og mína fjölskyldu í EES er ekki svarað. Landsfeður og hagrýnar tala um hagvöxt og gjaldmiðlatengingu og atvinnuréttindi og sitthvað svona. En enginn vill svara því hvað verður um hann Jón Jóns- son, skuldsettu íbúðina hans, at- vinnu hans og aukavinnu henn- ar Guðrúnar og hvernig krakk- arnir þeirra muni spjara sig f fjölþjóðasamfélaginu. Suður í álfu ern alræmd fátækt- arbæli og hafa íslendingar þegar fundið smjörþefinn af þeim, þar sem ætlað er að á næsta áratug verði sendar héðan álitlegar fúlgur sem renna eiga til suður- evrópskrar byggðastefnu. Ekki er ástæða til að sjá eftir þeim fjármunum og koma þeir von- andi að góðum notum ef til kem- ur. Hins vegar sýnir það ljóslega að löndin í Evrópubandalaginu eru hreint ekki sá sælureitur sem oftlega er af látið. Þar er fátækt og þar er neyð og þar er atvinnu- leysi gífurlegt. A íslandi þarf að leita allt aftur til kreppunnar fyr- ir stríð til að finna sambærilegt atvinnuleysi. Gagnkvæmni Mikið er látið með það að tann- læknar frá París geti sett upp stofur á íslandi og íslenskir raf- virkjar tekið að sér raflagnir og aðra vinnu í sínu fagi í Sviss. Flott. Atvinnuréttindi og viðurkenn- ing á prófum sem veita starfsrétt- indi verða hin sömu í öllum EES- löndum eftir sameiningu. Þetta stækkar starfsvettvang ís- lenskra fagmanna gífurlega. En samningarnir verða gagnkvæmir. Vel getur svo farið að rakararnir í Saloniki, á Kalabríu eða í Cordo- bu reki upp stór augu þegar þeir frétta af landi þar sem starfsbræð- ur þeirra taka ekki minna en 20 dollara fyrir að skyndiklippa hálf- sköllóttan karl. Klippari í Stral- sund gæti allt eins fengið pata af svona auðsuppsprettu. Klippur- unum gæti meira að segja dottið í hug að þéna vel á 10 dollara klippingu í 20 dollara landinu og jafnvel að þeim dygðu 5 dollarar fyrir handarvikið. Eins gott að ekki fréttist að al- geng hárgreiðsla fyrir konur er 50"dollara virði eða meira á enda- stöð Alitalia í norðri. Ekki er hægt að segja að það sé alvont þótt klippari sunnan úr álfu opni rakarastofu á Islandi og selji fljótunna klippingu fyrir máski 5 til 10 dollara, eða sam- svarandi upphæð í einhverri evr- ópumynt eða svo sem 300 til 600 íslenskar krónur. Það væri um- talsverð kjarabót fyrir íslenska láglaunamenn að verðlagning á svo sjálfsagðri þjónustu lækkaði verulega. Haft skal í huga að klipparar og hárgreiðslufólk frétti aldrei af þjóðarsáttinni sem fle- stallir launamenn tóku þátt í. Ekki er meiningin að fara að leggja rakara- og hárgreiðslu- stéttirnar í einelti þótt minnst sá á að samkeppnin getur orðið þeim skeinuhætt þegar frá líður. Margar aðrar þjónustustéttir geta átt á hættu að lenda í svo bullandi samkeppni við starfs- bræður og -systur, að endur- skoða verður alla taxta þegar frjáls atvinnumarkaður tekur gildi. Ekkert „einka“ lengur Þá hljóta innflytjendur vöru að verða áþreifanlega varir við harðnandi samkeppni og 1400 töskuheildsalar lenda í atvinnu- leit. Einkaumboð verða vart liðin fremur en önnur einokun, og getur jafnvel farið svo að upp komist að einkaumboð fyrir hin og þessi erlend fyrirtæki hafa aldrei verið annað en tiibúning- ur íslenskra innflytjenda. Ekki er t.d. heiglum hent að botna í því hvernig Bónus kaup- ir tilteknar framleiðsluvörur til- tekinna verksmiðja fyrir mun lægra verð erlendis en einkaum- boðsmaður sömu fyrirtækja á ís- landi. Svo selja Bónusbúðir sömu vöru undir heildsöluverði einkaumboðsins. Þeir kaupmenn og innflytjend- ur, sem hér um ræðir, hafa enn sem komið er ekki skýrt á skilj- anlegan hátt frá því hvernig á svona verðmun getur staðið. Hugleiðingar um þessi efni leiða til spurningarinnar um hvort samningur um EES geti hugsanlega leitt til lækkunar á verði innfluttrar vöru, og sé svo, er óhætt að reikna með að um verulega kjarabót verði að ræða. Svartir kettir og hvítir „Það er sama hvort kötturinn er hvítur eða svartur ef hann að- eins veiðir mýs,“ sagði Deng Xia- oping, þegar hann tók til við að breyta efnahagskerfinu í Kína, en án mikils árangurs. Á þeim tíma, sem hann lét þessi orð falla, var honum nokk sama hvort það var kommúnismi eða kapítalismi sem megnaði að bæta efnahagsástandið. Ef lækkun vöruverðs og þjón- ustugjalda á eftir að auka kaup- mátt eftir að Island gengst undir EES-samkomulagið, er það út af fyrir sig ágætt. En hvað segir rakarastéttin og kaupmennirnir við því að samkeppnin að sunn- an lækkar þeirra lífsstaðal? Sagt er að búferlaflutningur verði lítill hvað ísland varðar, eftir að Evrópska efnahagssvæð- ið verður að veruleika og umlyk-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.