Tíminn - 02.11.1991, Side 7

Tíminn - 02.11.1991, Side 7
Laugardagur 2. nóvember 1991 Tíminn 7 ur allt Norður- Atlantshafið. Fólkið að sunnan mun ekki sækja í kulda og myrkur norð- ursins og svo fær það ekki dval- arleyfi nema hafa atvinnu. Ekki er minnst á sjálfstæða at- vinnurekendur í þessu sam- bandi. Þarf portúgalskur rakari eða skósmiður frá Greifswald at- vinnu hjá íslendingi til að opna rakarastofu og skósmíðaverk- stæði? Enginn kærir sig um að svara þeirri spurningu, hvort t.d. ís- Ienskir veitingamenn séu í stakk búnir til að veita samkeppni í fyllingu tímans. Hvað um hljómlistarmenn og pitsubak- ara? Það má lengi telja alls kyns starfsstéttir sem aldrei hafa látið sig dreyma um slíka uppmæl- ingastaðla sem greitt er eftir á íslandi. Mikill búhnykkur Flestir fjármálaspekúlantar eru á þeirri opinberu skoðun að það verði íslensku efnahagslífi mikill búhnykkur að tengjast erlend- um gjaldmiðlum og fá erlendar lánastofnanir, sjóði og trygg- ingafélög inn í landið. Máski verður þetta mest í formi útibúa eða helst umboðsmanna. En hvernig er svo íslenskt efna- hagslíf í stakk búið að taka við viðbótarfjármagninu og hvernig ætla meira og minna fjárvana fyrirtæki og heilu atvinnugrein- arnar, sem eru þegar gjaldþrota, að innbyrða erlent fjármagn. Sá grunur gæti læðst að ein- hverjum að íslensku fyrirtækin og allar lánastofnanirnar, sem sitja uppi með ómældar fjárhæð- ir í ónýtum veðum fjárvana fyr- irtækja, væru helst til auðveld bráð fyrir þá sem loðnir eru um lófana og kæra sig um að fjár- festa á íslandi. Það þarf ekki endilega að bera að með þeim hætti að útlending- ar séu að sælast eftir fyrirtækj- um og fjármálafélögum. Útlend- ingar gætu allt eins verið að hjálpa, veita aðstoð við að endur- reisa og koma atvinnugreinum á réttan kjöl og lent svo í þeirri ógæfu að sitja uppi með allt saman. Á íslandi er hefð fyrir því að bankar og opinberar lánastofn- anir haldi áfram að dæla lánum í gjaldþrotin og afskrifa þau jafn- harðan, og hefur meira að segja verið fundin upp snilldaraðferð- in að veita víkjandi lán til að ekki komist upp um hvílíkir fáráðar lánveitendur eru. Erlendar fjármálastofnanir, sem færu að aðstoða fslendinga á íslandi, munu að sjálfsögðu lenda í svona súpum, en munu bregðast við með öðrum hætti en hér tíðkast. Ef svo fer, verða sumir kannski hissa. Eða getur einhver fjármálavitr- ingur svarað þeirri spurningu, hvað erlent lánafyrirtæki, sem rekið er sem hlutafélag og lætur arðsemissjónarmið ráða, mundi gera við 2.6 milljarða skuldir Alafoss? Minna má á þau orð skiptaráð- anda, að í búinu sé ekki einu sinni til fyrir skiptakostnaði. Gera íslenskir ráðamenn sér yf- irleitt grein fyrir í hvaða efna- hagsumhverfi við búum og í hvaða efnahagsumhverfi við er- um að fara. Og hvað verður um okkar lánastofnanir með öll sín veð, þegar erlendir vinir, sem gengur ekkert annað en gott eitt til, fara að aðstoða með lánum í galtóma sjóðahít? Landvarnarmenn hinir nýju_________________ Einhverjir fyrirvarar verða gerðir um kaup erlendra manna og fyrirtækja á íslenskum fiski- skipum, laxveiðiám og bújörð- um sem nota á til sumardvalar, að því sem landvamarmenn hin- ir nýju halda fram. En ekki heyrist minnsta ' áhyggjuuml um hvemig fer fyrir fyrirtækjum í landi eða fasteign- um í þorpum og kaupstöðum. Mikið er kvartað yfir lágu verði fasteigna í þéttari byggð úti um land, og kvað víða vera langt undir kostnaðarverði. Þá er op- inbert leyndarmál að mikil sölu- tregða er á fasteignum á höfuð- borgarsvæðinu og nýbyggingar langt framyfir þarfir eða óskir markaðsins. Ekki þarf fjármálavit nema í meðallagi til að sjá hvaða áhrif offramboðið mun hafa á verðið. Þessar staðreyndir vekja enn þá spurningu, hvort íslendingar og ísland verður ekki óþarflega ber- skjaldað fyrir þeim erlendu aðil- um, sem sjá í hendi sér að hér verður hægt að gera góð kaup þegar Evrópska efnahagssvæðið verður að veruleika eftir rétta 14 mánuði, ef áætlanir standast. Aðflutningur og brottflutningur Fari svo að ísland tengist EES og njóti þeirra réttinda og taki á sig þær skyldur sem aðildinni fylgja, geta orðið meiri breyting- ar á högum landsmanna en nú er hægt að gera sér grein fyrir. Búseturöskun getur orðið vem- leg og skal engu spáð um hvort aðflutningur fólks verði meiri en brottflutningur íslendinga til suðlægari landa. Eignahlutföll geta raskast vem- lega og er vert að hafa í huga að fleira er verðmæti og getur verið eftirsótt en fiskveiðiréttindi og laxveiðijarðir, en þetta er hið eina sem menn em nú sammála um að verja og vernda og halda í eigu íslenskra manna. Fyrr í þessu bréfi er minnst á að bágur efnahagur og miklar skuldir séu ekki gott veganesti inn í EES og setur heldur leiðan stimpil í vegabréfið inn í 21. öld- ina. Eins og horfir mun lítil hætta á að einhver erlend auðfélög taki til við að kaupa íslensk fyrirtæki, fasteignir eða annað það sem ekki er laust í hendi eins og stendur. En hættan á að forræði yfir íslenskum eigum hverfi í hendur útlendinga er líklega miklu meiri fyrir þá sök að þeir fara að hjálpa, lána fé, taka að sér framkvæmdir og atvinnugreinar og endurreisa efnahagslífið og enginn veit fyrr en það er komið í þeirra eigu. Ekki vegna ásetn- ings, heldur vegna þess að gjald- þrotastefna íslenskra athafna- og fjármálamanna og stórfyrirtækja er svo sérstæð, að hún dugir ekki þegar annars konar siðferði er lagt til gmndvallar viðskipt- um. Hundruð milljóna og milljarða gjaldþrot þar sem engar eignir finnast í búi og lánardrottnar hafa liðið að fyrirtæki séu rekin árum saman með stórtapi með síendurveittum lánum, munu heyra undir rannsóknarlögreglu og dómstóla í EES-löndum, en ekki stjórnskipaða lánastjóra. Efnahagsumhverfið mun því breytast mikið og útlendir lánar- drottnar munu ætlast til að veð standi undir skuldum, og þannig munu íslendingar glutra fjár- hagslegu sjálfsforræði úr hönd- um sér. Eftirspurnin mikla Ekki er óeðlilegt þótt eitthvert svartagallsraus fýlgi með í vangaveltum um þær gjörbreyt- ingar sem í vændum eru, ef ís- lendingar gerast aðilar að Evr- ópska efnahagsssvæðinu. Svo mikið er búið að telja vænt- anlegum samningum til gildis að einhvers staðar hljóta nei- kvæðari atriði að vega þar á móti. Háskólarektor gerði aðild að EES að umræðuefni í hátíðar- ræðu fyrir skömmu og kvað þar við gamalkunnan tón um gildi menntunar og hvflíkt afbragð háskólaborgarar eru miðað við aðra dauðlega menn. Vegna menntunar sinnar og mannkosta munu þeir spjara sig miklu betur en aðrir í Stór-Evr- ópu, enda mikil eftirspurn há- skólamanna í öllum Evrópuríkj- um og því mikil hætta á að þeir hverfi af landi brott til starfa þar sem þeirra er mest þörf. Ekki er alveg víst að rektor eða aðrir æðri menntamenn þurfi að kvíða miklum landflótta menntamanna héðan til kjöt- katlanna suður í Evrópu. Að minnsta kosti ber ekki á að frétt- ir um stórfellt atvinnuleysi með- al menntamanna séu bomar til baka. í Evrópu em útskrifaðir margfalt fleiri háskólamenn en þörf er fyrir í atvinnulífi eða í menntastofnunum, og eru því hreinar rangfærslur að tækifæri og frami bíði háskólalærðra, þótt svo sé látið í veðri vaka. Umhugsunarefni Satt best að segja er það harla fátt sem liggur ljóst fyrir um þá framtíð, sem bíður íslendinga ef þeir kjósa að gerast aðilar að Evrópsku efnahagssvæði. Það er erfitt að sjá hvaða breytingar verða á fyrstu árum samtakanna og enn verra að sjá fýrir hvaða langtímaáhrif aðildin kemur til með að hafa. Ekki aðeins á ís- lendinga, heldur á önnur Evr- ópulönd og heiminn yfirleitt. Ekki tekst heldur að leiða fyrir sjónir hvað verður um 250 þús- und einstaklinga í stóm landi, sem býr yfir miklum auðlindum, ef ísland stendur utan efnahags- samvinnu Evrópuþjóða. En það er ef til vill ekki síður áhugavert umhugsunarefni. Mikið ber á því að menn taka af- stöðu með og móti aðild að EES með eidmóði og trúarhita. Með því að reka áróðurinn einsog trúboð verður skynsemin yfir- leitt utanveltu og málin rugluð í hugum fólks í stað þess að draga fram kost og löst á hugsanlegri aðild. Það ríður á að menn haldi ró sinni og þá kröfu verður að gera til þeirra, sem kynna mál- efni EES, að þeir máli samtökin ekki aðeins í annaðhvort hvítu eða svörtu. Það eru mörg víti að varast í svo viðamiklum samningum sem allt lítur út fyrir að verði undir- ritaðir fyrir lok næsta árs, og því verður að treysta að þeir, sem þar véla um, viti hvað þeir eru að gera.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.