Tíminn - 02.11.1991, Síða 8
8 Tíminn
Laugardagur 2. nóvember 1991
'
Bergþór Hávarðarson, aleinn á brotinni skútu á miðju Atlantshafi
þegar flutningaskip sigldi hjá:
Hann orgaði: Komdu!
— En það kom ekki
Það verður að teljast kraftaverki líkast að Bergþór Hávarðarson næði landi eftir 60
daga siglingu á skútu sinni, Nakka, eftir fellibylji og aðrar hrakninga sem á vegi hans
voru. Bergþór Iagði af stað frá Flórída þann 29. ágúst og kom til Vestmannaeyja
þann 28. október, á illa laskaðri skútu sinni, illa hrakinn á sál og líkama, eftir þrot-
lausa baráttu sína við grímm náttúruöflin. Við hittum Bergþór Hávarðarson á heim-
ili Sigmars Gíslasonar, stýrímanns á Katrínu VE, skipi því sem kom Bergþórí til
hjálpar á 60. degi. Svo skemmtilega vildi til að Sigmar og faðir hans Gísli Sigmars-
son, skipstjóri á Katrínu, eru frændur Bergþórs.
Hvað er maður, sem er einn á báti sín-
um að berjast í fárviðri og fellibyl að
hugsa? Báturinn brotinn og fullur af sjó
og allt virðist svart og hann hefur engan
á að treysta nema sjálfan sig, bátinn og
Guð og lukkuna?
„Maður hugsar náttúrlega afskaplega
margt þegar svona stendur á. Alveg gíf-
urlega mikið. Það er hreint ótrúlegt, að
þó að þú sért ekki meðvitaður um það, þá
streyma hugsanir um huga þinn. Það er
töluverður hluti af heilabúinu, sem er
alltaf, án þess að þú vitir af því, upptek-
inn við að hugsa um ástandið eins og það
er. Og stundum skýtur allt í einu upp og
upp úr þurru: Ja, hver þremillinn.
Ástandið er svona svart. En hendurnar
og skrokkurinn, í mínu tilfelli, það vinn-
ur að lausn vandamálanna, svona nokk-
urn veginn sjálfkrafa. Þeir líkamshlutar
vinna hlutina, sem í mínum huga liggja
býsna beint við, þetta eru hlutir sem ég
er búinn að vera að gera voðalega lengi.
En það eru þessi hversdagslegu atriði,
sem eru ballansinn í lífi hvers manns,
sem eru rauði þráðurinn í gegnum allt
lífið. Hversdaglegu atriðin, þó svo að þau
sýnist vera afskaplega ómerkileg, þá eru
það þau sem hjálpa manni að halda jafn-
vægi. Að vera einn á báti út á hafi raskar
ekki þessu jafnvægi. En sá, sem ekki get-
ur hugsað sér að vera alveg einn og
treysta bara á sjálfan sig, ætti að láta
svona bátsferðir alveg vera.“
Hvarflaði það að þér að þetta væri þitt
síðasta? Hugsaðir þú um dauðann?
„Jú, að sjálfsögðu hugsar maður um
dauðann. Þegar maður stendur frammi
fyrir Qallháum vandamálum. En ég hef
mjög sterka lífstrú og fastmótaða skoðun
innra með mér. Hún hefur ekkert með
irresta að gera eða neitt slíkt, að ég held.
Ég trúi því að þegar enginn draumur er
eftir, þegar þú í draumsýn sérð ekki neitt
meira inn í framtíðina, þá sé þetta búiö.
Þegar spurt er spurninga eins og þeirrar,
sem þú barst upp, þá viðurkennir maður
að þegar verstu augnablikin komu, hugs-
aði ég: Jæja, er þetta búið. En hugsunin
var ekki á enda, þegar svarið kom til baka
eins og bergmál: Nei, þetta er ekki búið,
það er mikið eftir. Þetta var svo sannfær-
andi og svo sterkt og kom eins og leiftur
í gegnum huga minn. Nei, þú átt eftir að
koma þessu áfram og átt eftir að gera
mikið. Þetta getur ekki verið búið. Þetta
sterka bergmál, sem fór í gegnum huga
minn á þessum andartökum, sem var
eins og vítamínsprauta á kraftinn í
kroppnum, vítamínsprauta sem pump-
aði adrenalíni inn, þegar raunverulega
ekkert virtist eftir. Sér í lagi herjaði þetta
á mig í austrinum, sem var hreinasta
martröð. Ég skil ekki enn, hvemig ég
hafði fötu fyrir fötu fyrir fötu upp úr kil-
inum. Ég varð að lyfta þeim upp úr kilin-
um upp á gólf, þaðan upp í þrepið og út
fyrir. Ég taldi föturnar til að halda söns-
um, því hendurnar vom orðnar slæmar."
Eftir að fellibylurinn hafði gengið yfir
og ástandið var sem verst komst þú
auga á skip, sem síðan sigldi fram hjá
þér. Hvaða áhrifhafði þetta á þig?
„Það var eina skiptið sem ég fann fyrir
örvæntingu, vegna þess að ég gerði mér
grein fyrir því að ég hafði tekið alveg gíf-
urlega afdrífaríka ákvörðun með því að
skjóta upp tveimur fallhlífarflugeldanna,
sem til voru um borð, til að ná sambandi
við skipið, því að tvö af þeim þremur
blysum, sem eftir vom, voru blaut og ég
gat ekki kveikt á þeim. Eitt andartak
fannst mér að ég hefði lokað öllum frek-
ari möguleikum. En á þessari stundu var
ég ekki búinn að fá neitt að borða, nema
dósamat. Ég át kalt korn úr dósum og
massaða tómata, einnig úr dósum og
drakk vatn. Að vísu fann ég eftir gífurlega
leit eitt glas af vítamíntöflum. En í ellefu
daga gekk þetta svona og ég var einfald-
lega farinn að tapa svo miklum mætti og
þá kom þetta augnabiik að þetta væri
einfaldlega búið. Vegna þess að þegar ég
sá skipið, þá fór leifturhratt í gegnum
huga minn: Jæja, bless Nakki. Ég er far-
inn. Ég fer með þessu skipi yfir til Evr-
ópu. Ég var þá sáttur við að skilja skút-
una eftir, því að þá var ég búinn að sjá
myndirnar mínar, bækurnar, myndavél-
ina og öll mín tæki í rúst og mér fannst í
sjálfu sér ekki frá neinu að fara. Ég veit
hvernig það er að vera um borð í svona
skipum, sem eru hlý og notaleg og heit-
ur matur að borða. Þetta var bara of stór
freisting fyrir mig og ég réð ekki við það
og því var ég ákveðinn að fara. Ég stóð
fremst í bátnum og skipið sigldi beint
fyrir framan mig, svo nálægt að ég gat
næstum því lesið nafnið, en það var mist-
ur svo ég sá það ekki. En svo hvarf það.
Ég stóð í stefninu og orgaði á eftir því:
Komdu. En það kom ekki. Þá settist ég
niður og var ekki búinn að sitja nema
andartak, þegar ég mundi að ég hafði
verið að húkka upp vindrafstöðina úr kil-
inum, sem var fullur af sjó. Ég sagði við
sjálfan mig: Kannski virkar hún. Það
kom neisti frá henni og það kom raf-
magn inn á geyminn og þetta hjálpaði
gífurlega í þeirri örvæntingu sem greip
mig þegar skipið sigldi fram hjá. Daginn
eftir var geymirinn næstum orðinn full-
ur, lóraninn kominn og eldur í eldavél-
inni. Ég bakaði brauð og hitaði mat.“
Þessi ævintýraferð og endir hennar
vakti mikla athygli hér heima og hefur
vakið miklar umræður. Margir hafa ver-
ið til í að segja að þú værir klikk. Hverju
svarar þú þessu?
„Fólk gerir upp hug sinn og gerir allan
fjandann. Það er hreint alveg ótrúlegt.
Grunnurinn á bak við slíkar fullyrðingar
er rökstuddur í Hávamálum: Dælt er
heima hvað. Og síðan getum við sagt að
sá sem fleira veit, þess fleira reynir og
fari í helvíti, sem þýðir að það er verst
fyrir þann sem situr á sínu búi og sér
ekki nema út í hólinn við túnfótinn. Það
verður erfitt fyrir hann að skilja þann
sem ferðast. En sá, sem hefur ferðast og
gert hlutina, hann hlýtur að hafa æðri yf-
irsýn yfir málefnin. Svo að það snertir
mig ekki þannig séð, hvaða skoðun ein-
hver kemur til með að hafa á einu eða
neinu. Þessi ferð er bara hiutur sem mig
langaði til að gera og kaus að gera. Ég
hef hugsað um þetta og þetta er búið að
vera stór þáttur í mínu lífi. Alla mína ævi
hefur mig langað til að fara í einhverja
svona ferð og það er eðli hvers manns að
sækja lengra og til meiri fullkomnunar
og að öðlast meiri þekkingu til að verða
meiri maður og byggja upp sinn innri
mann. Þess vegna er ég að þessu. Ég er
að vísu blanda af fornleifa- og sagnfræð-
ingi líka, ég virði mína forfeður og mér
finnst að það megi ekki slíta úr samhengi
þá staðreynd að þeir veltust á bátum af
svipaðri stærð og þessum yfir Atlantshaf-
ið, fyrir um 1100 árum. Þeir eru okkar
forfeður og ég er ekkert öðruvísi en þeir.
Ég hef sömu útþrána. Hér væri að mín-
um dómi — og ég er ekkert að fegra
sjálfan mig á nokkurn máta — enginn á
þessu skeri, ef ekki hefði komið til ein-
hver sem var klikkaður og snarað sér út á
opinn bát og siglt yfir. Mér er alveg sama
hvort það var í september, október eða
hvenær það var. Hvort það var haustskip
eða vorskip, það er raunverulega ekki
það sem ég brýt heilann um. Heldur er
það þessi erfðaeiginleiki að vera sjómað-
ur, vera ævintýramaður og vera maður
sem sækir fram og langar til að kynnast
meiru um hvernig fólk lifir og hagar sér
hingað og þangað um heiminn. Sem vill
safna þekkingu á þennan hátt, ferðast á
milli á ódýrasta hátt og ef þú átt bát, þá
getur þú gert þetta. Þetta er raunveru-
lega snar þáttur í lífi þess manns sem
hefur þessa arfleifð. Ég lít á þetta sem
erfðaeiginleika. Hver var ástæða þess fyr-
ir 1100 árum að menn fóru í bát og
sigldu upp á þetta kalda sker? Hve klikk-
aðir voru þeir? Löngun mín er sú sama.
Ég hef verið í þessum bananalýðveldum
þarna suður frá og ég hef dvalið í
spænskumælandi löndum. Ég hef séð
vítt um heiminn og slíkur er hóllinn í
mínum túnfæti. Hvernig í ósköpum get-
ur þú ætlast til að maður, sem hefur hól
sem er í skala 1 á móti 1000 miðað við
þennan, geti skilið allt sem ég er að gera?
Það er enginn maður fæddur sem er
bæði lögfræðingur og prestur í einu.“
Hvemig var tilfínningin, þegar þú sást
fram á það að þessi svaðilför væri senn á
enda?
„Hún var voðalega notaleg. Því að að-
eins tveimur dögum áður var veður af-
skaplega tvísýnt, sem var reyndar örugg-
lega í 100. skiptið frá því á 50. gráðu og
þetta tvísýna veðurútlit var farið að fara
mjög illa með mig. Þessi óvissa og bið.
Kemur stormur eða kemur hann ekki?
Get ég hækkað seglin og náð aðeins
meiri ferð? Að auki var ég svo þvingaður,
því að hendur mínar voru ekki í full-
komnu lagi, þær voru mér tálmi. Allt
þetta var farið að fara illa með mig and-
lega. Einnig olli það mér hugarangri að
þegar ég nálgast land var komið að ljósa-
skiptum og vegna þess að möguleiki var
á brælu, sótti sú hugsun að mér hvort
það gæti verið að engir bátar væru á sjó.
Ef svo hefði verið hefði ég ekki getað
komist inn í höfnina í Vestmannaeyjum
og þurft að bíða til morgunsins eftir.“
Vissir þú að skipstjóri og stýrimaður á
Katrínu, skipi þvísem kom þér til bjarg-
ar, vceru frændur þínir?
„Nei, ég vissi það ekki. Mér var sagt það
þegar ég kom um borð, og síðan fékk ég
staðfestingu á því hjá föður mínum.“
Voru ekki mistök hjáþér að leggja í ferð
á þessum tíma þegar vitað er að allra
veðra er von?
„Ég átti nú ekki von á þessu svona
slæmu. Veðrið náttúrlega hagaði sér al-
gerlega öfugt, allan tímann, við það sem
það gerir venjulega, miðað við meðaltal
síðustu 50 ára. Þetta eru ekki mín mis-
tök. Þetta er bara undantekningin sem
sannar regluna og það er einfaldlega mín
ógæfa að það er ég sem lendi í þessu. Ef
menn verða fyrir einhverju mótlæti í
starfi, hugsa þeir þá eftir á að þeir hafi
gert mistök? Hugsar þú þannig? Ég geri
það ekki.“
Iivað tekur nú við?
„Það næsta, sem ég geri, er að ég ætla
að skrifa bók um ferð mína og þá reynslu
sem ég hef aflað mér. Þá á ég mikið af
kunningjum hérna og góðum vinum,
sem ég hef unnið með og þykir vænt um.
Mig langar til að vera í samfloti með
þeim og vinna með þeim. Mitt fag er vél-
stjórn og er það ekki slæmt. Mig langar
til, ef það er framkvæmanlegt, að komast
á eitthvert af þeim skipum sem ég hef
verið á, og vinna þar í einhvern tíma. En
fyrst vil ég þó finna fyrir grasinu á þess-
ari jörð, sem fólk gengur á. Rétt til þess
að nájarðsambandi í þessari íslensku for,
sem venjulegt fólk hér gengur í. Jafn-
framt er ég kominn með slagsíðu af ban-
analýðveldishugsunarhætti. Þegar mað-
ur er runninn undan rifjum norrænnar
og germanskrar menningar og heillaður
af því sem slíku, þá samræmist þetta
tvennt illa, svona lágreist menning og
með enn lágreistari menntunarbak-
grunni.“
Nú ert þú hraustur maður. Er það skil-
yrðið til að lifa af slíkar raunir, sem þú
hefur lent í, eða er eitthvað annað sem
spilar þar inn í?
„Ja, líklega er það ekki verra að vera
hraustur í svona raunum, en annars er
það voðalega erfitt að segja til um það,
því að mennimir em svo misjafnir. Það,
sem ég held að sé stærsta atriðið í þessu,
að þegar að hugar- og líkamsorka sam-
einast í einum punkti, viljanum, þá er
það hreint aldeilis ótrúlegt hvað hægt er
að gera.“
Pjetur Sigurðsson