Tíminn - 02.11.1991, Qupperneq 13
Laugardagur 2. nóvember 1991
Tíminn 29
fyrir kýr, hesta og sauðfé
Flotholtsventlar fyrir vatnsker og tanka
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Landsbyegðar-
ÞJÓNUSTA
fyrirfólk, stofnanir og
fyrirtæki á landsbyggðinnú
Pöntum varahluti og vörur.
Samningsgerð, tilboð í
flutninga.
Lögfræðiþjónusta, kaup og
sala bifreiða og húsnæðis.
Okkur er ekkert óviðkomandi,
sem getur létt fólki störfin.
LANDSBYGGÐ HF
Ármúla 5-108 Reykjavík
Símar 91-677585 & 91-677586
Box 8285
Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavík
Látum bíla ekki
ganga að óþörffu!
verst á börnum . . .
CARRARO
pökkunarvélar
Carraro pökkunarvélar á haustverði
KR. 430.000
Einfaldar, fjarstýrðar og auðveldar í notkun
777 afgreiðslu strax
Sveigjanleg greiðslukjör
Járnhálsi 2 . Sími 91-683266
110 Rvk . Pósthólf 10180
M K' VIKMYNDIR
„I Hvíti víkingurinn“
Framleiöandi: Dag Alveberg.
Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson
Það er árið 999 í Noregi — Ól-
afur konungur Tryggvason fer
um með báli og brandi og
kristnar landslýðinn. Aðeins
eitt hérað er ókristnað, um-
dæmi Goðbrandar jaris, sem
þá hér er komið sögu hefur
gefið dóttur sína, Emblu, hin-
um unga Aski, syni Þorgeirs
Ljósvetningagoða á íslandi.
Ask hefur Goðbrandur upp-
fóstrað.
Stendur rammheiðið brúðkaup
unga fólksins sem hæst er Ólaf
konung ber að og skipast skjótt
veður í lofti: Goðbrandur jarl er
knúinn til að gerast kristinn prest-
ur, en Askur er sendur til íslands
að snúa eyjarskeggjum til kristni.
Fyrr mun hann ekki heimta Em-
blu úr höndum konungs, sem
heldur henni fanginni í nunnu-
klaustri nokkru. Sjálfur leggur
konungurinn brátt hug á Emblu
og auk hans kemur við söguna
sjálfur Þangbrandur biskup, sem
vill Ask feigan, því hann á harma
að reka á Þorgeiri goða föður hans,
eftir snautlega kristniboðsför sína
til fslands nokkru áður en atburð-
ir þeir, er hér ræðir, um gerast.
Hér er þá komið upphaf og höf-
uðdrættir umgjarðarinnar í nýrri
kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar, „Hvíti víkingurinn", sem frum-
sýnd var í Háskólabíói í gærkvöldi.
Það verður að segjast að margur
hefúr lagt upp með minni efnivið
— hverfiásinn er sjálf kristnitakan
í Noregi og á íslandi og um hann
þyrlastblossandi ástríður: ást, hat-
ur, öfund og gimdir — seiðkerl-
ingar gala galdra og ferleg tákn
fomeskju birtast á tjaldinu í mynd
hofa og skurðgoða og afkáralegra
Freyjumynda. Víða er þetta sam-
flota við nakleika, kulda og hráa,
sem ýmsum hefur oft þótt um
skör fram í myndum Hrafns, en
kannast verður við að er tempr-
aðra og kunnáttusamlegar tilreitt
í „Hvíta víkingnum" en oft áður í
myndum hans.
Ekki verður hjá því komist að
stikla ögn nánar á söguþræðinum:
Askur fer erindisleysu í för sinni,
því bróðir hans og seiðkerlingin
kona Ljósvetningagoðans vilja
hann feigan og ná að taka hann
höndum. Faðir hans, sem ekki ber
kennsl á son sinn, lætur þó nægja
að dæma hann útlægan. Askur
stígur á land í Noregi á laun, nær
fundum eiginkonunnar í klaustr-
inu með hetjulegum tilþrifum, en
fellur í hendur konungi fyrr en við
er litið. Þvingar konungar hann til
að snúa enn til íslands í sömu er-
indagjörðum. Gerir Askur það fýr-
ir bænastað Emblu, sem ætíð
verst ástarþorsta Ólafs konungs af
hatremi mikilli. Við landtöku á ís-
landi tekst bardagi er lýkur með
því að Askur er ranglega álitinn
dauður. Faðir hans þekkir hann nú
og af kænsku kemur hann „líki“
hans fyrir í haugi sínum. Mikið
uppnám ríkir meðal goðorðs-
manna á íslandi vegna stöðugrar
ásóknar kristniboða konungs,
enda hefur hann tekið syni nokk-
urra þeirra í gíslingu. Selja þeir
ráð sitt í hendur Þorgeiri, sem
kveður upp víðkunnan úrskurð
sinn á Alþingi um að menn skuli
allir taka við kristnum sið. Askur
er þar með laus allra mála og sigl-
ir til Noregs. Hann hefur lokið
þeim erindum farsællega, er kon-
ungur fól honum á hendur, og
vitjar nú launanna.
Því fer fjarri að væntanlegir
áhorfendur séu snuðaðir um neitt
af spennunni, þótt þessi atriði séu
hér rakin, því atburðarás „Hvíta
víkingsins" er fíma litrík og flókin
og mjög hröð. Bestu kostir sjálfrar
sögunnar eru þeir að tíminn og
umhverfið — kristnitakan og átök
hins gamla og nýja siðar — eru
snjall kjörviður í sannarlega „stór-
mynd“, eins og það hét í gamla
daga. Hér opinberast það sem Þor-
geir Ljósvetningagoði hugsaði
undir feldinum og margur hefur
leitt getum að hvað hafi verið. Áð-
ur en reynt er að fella dóm um
hvemig úr hugmyndinni tekst að
vinna, skal vikið að leikendum.
Hvað hina ungu aðalleikendur
snertir þá skila þau hlutverkum
sínum með ágætum, þótt hvomg
sé persónan beinlínis margflókin
frá höfundar hendi. Maria
Bonnevie leikur Emblu. Á henni
dynja stöðugt slíkar hremmingar
og svo er hún skapi farin að ýmist
er hún frávita af ástartryllingi, ör-
vinglan eða magnaðri bræði og er
ekki lítið á svo unga leikkonu lagt
að leysa úr þvílíku. En hún kemst
keik frá því öllu saman og síst
verður fegurð hennar og persónu-
þokki henni til trafala. Askur, sem
Gottskálk Dagur Sigurðarson leik-
ur, er vel að hlutverki hins nor-
ræna jarlssonar kominn, hann
hefur heiðbjart yfirlit Sigurðar
Fáfnisbana eða Kjartans Ólafsson-
ar, ef menn heldur vilja. Þetta
hlutverk hefur vafalaust víða gert
miklar kröfur til leikarans, og í
þau skipti sem það gefur kost á
einherjum skapgerðarleik, sem
eru raunar ekki mörg, ber Gott-
skálk viðurkenning fyrir.
Mörg önnur hlutverk eru í sjálfu
sér talsvert þakklátari úr að leysa.
Undirritaður fær ekki stillt sig um
að geta fyrst Bríetar Héðinsdóttur,
sem leikur nomina Hallbem,
konu Ljósvetningagoðans, hreint
frábærlega vel. Hlut í hve mögnuð
hún er hlýtur búningahönnuður-
inn Karl Júlíusson að eiga, en í
„Hvíta víkingnum" vinnur hann
tvímælalaust marga sigra fleiri en
þennan. En Ieik á borð við þann, er
Bríet sýnir hér, er ekki nema mik-
ið listafólk fært um. í Hallberu
(t.d. þá er hún birtist Aski undir
hamrinum og er hún gelur yfir
seiðhjallinum á bergnípunni
frammi við sæinn) verður hið
heiðna mest sannfærandi í mynd-
inni. Son hennar, Gunnar, leikur
Gunnar Jónsson, og leikur hans
styrkir kvikmyndina, persóna hins
þunglamalega sjálfselskuseggs er
sannfærandi og kærkomin „hvíld"
og mótvægi við hamsleysi og djöf-
ulmóð flestra persóna annarra.
Ljósvetningagoðann Þorgeir leik-
ur Helgi Skúlason, sem mun hvað
reyndastur kvikmyndaleikari orð-
inn af íslenskum leikumm. Hlut-
verkið er „kórrétt" samið, með til-
liti til þeirrar myndar sem við eig-
um af persónu víkingsins og vík-
ingahöfðingjans og með
sjálfsögðum ýkjusagnabrag henn-
ar. Þorgeir er blanda af Agli og
Njáli og hvemig gæti Helga Skúla-
syni fipast við að leika slíka per-
sónu? Ekki fremur en Flosa Ólafs-
syni gæti bmgðist að túlka búrann
og þrjótinn, sem birtist í goðorðs-
manni þeim er hann leikur í litlu
hlutverki i myndinni.
Tomas Norström leikur Þang-
brand. Illa finnst oss Hrafn fara
með Þangbrand — þessa þver-
móðugu kempu. En ekki má
kvarta undan því og gefst nú færi á
að minna á að „Hvíti víkingurinri'
er engin sagnfræði og við það
verða menn auðvitað að sætta sig.
Norström leikur biskupinn (und-
irfömlt skítseiði og svikahrapp),
svo skemmtun er að og útlendur
hreimurinn í tali Norströms lætur
skemmtilega í íslenskum eymm,
þótt vísast fortapist það í eymm
annarra þjóða. Svo er um fleira.
Aðrir áhorfendur en íslenskir og
máske skandinavískir munu varla
átta sig á hve smellið það er að láta
hinn heiðna haug gegna hlutverki
felustaðar Asks.
Þá er að geta um Egil Ólafsson,
sem fer með hlutverk Ólafs kon-
ungs TYyggvasonar. Konungur er
að vísu eineygur sem Óðinn, en að
trúarvingli hans slepptu (hann
heyrir líkneski Hvíta Krists tala til
sín og skipar það honum sem
hundi til illvirkjanna) er þetta á
engan hátt tilkomumikill maður.
Finnst manni að Hrafn hefði með
einhverju móti átt að láta sér
verða meira úr konunginum, fyrst
svo ágætur leikari var til staðar.
Þorsteinn Hannesson ópem-
söngvari leikur jarlinn Goðbrand.
Þorsteinn skilar þessu hlutverki af
sérstakri prýði — andlit hans,
rómur og framganga öll fellur vel
að hinum hörmum kunna höfð-
ingja og síðasta fúlltrúa heiðninn-
ar.
Sem áður segir drífur ekki fátt á
daga persóna í „Hvíta víkingnum",
og stundum er teflt á tæpt vað.
Veikustu þættir myndarinnar
verða að teljast atriðin í nunnu-
klaustri því þar sem Emblu er
haldið í gíslingu, en þar fer allt
fram með mestu ólíkindum. „Deus
ex machina"- lausnimar verða of
margar og úr verður stílbrot, svo
áhorfandinn veit ekki hvaðan á
hann stendur veðrið. Áhorfandinn
heimtar ósjálfrátt að hafa það á
hreinu hvenær leikstjórinn vill
vera tekinn alvarlega og hvenær
ekki. Heimili og hagir hjá Þorgeiri
goða á íslandi vom miklu „betri“.
Hin kynlegu hof og athafnir þar
hjá Goðbrandi gat áhorfandinn
meira að segja líka „fallist á“, þótt í
furðulíki væri margt.
„Hvíti víkingurinri' er margbrot-
ið verk og ekki fyrir utanhússfólk í
kvikmyndagerð að fjalla um það
allt. En þær 400 milljónir, sem
myndin mun hafa kostað, em
þama áreiðanlega allar með skil-
um og margt er ógetið um. Marg-
ar fallegar tökur em í landslagi og
eftirminnileg em skip Ólafs kon-
ungs og sannarlega er sigling
þeirra og áhafnimar mikilfengleg-
ar. Bardaginn, er Askur stígur á
strönd íslands öðm sinni, er og
hið mesta þing í kvikmyndavinnu.
í svipmyndum af Ólafi á skipunum
er Egill Ólafsson eftirminnilegur
sem hinn einmana konungur. í
bardaganum er Helgi hrífandi þá
hann hefur risið úr körinni og
berst sem ung hetja.
„Hvíta víkingnum“ verður ekki
gefin nein ein einkunn. Hann fær
áhorfandanum gmn um að Hrafn
vilji búa til klassík, stórdrama á
kvikmyndatjaldi. Sé það rétt að
hann keppi að því marki, þá nær
hann því ekki í „Hvíta víkingn-
um“. Járnin í eldinum em of mörg
til þess að kostur verði á neins
konar dramatískri stígandi. Fyrir
vikið verður til ævintýramynd, að
vísu oft í harla trúverðugum bún-
ingi og margt er skínandi vel gert.
Raunar svo vel að menn fara að
hugsa hve magnaða mynd hefði
mátt gera þama, hefði ýmsu af því
ærilegra verið sleppt og unnið
rækilegar að öðm sem er fínnar
náttúm — en hrafninn flýgur full
hratt framhjá. Einn daginn á
Hrafn vonandi eftir að taka þessa
uppskrift til athugunar.
Stórt hrós að lokum: Endir
myndarinnar er framúrskarandi
fallegur, vel gerður og vel heppn-
aður. Kannske er hann gimsteinn
hennar. Heiðnin sjálf líður inn í
tímann um leið og hvíta skipið
kemur bmnandi (tákn nýja siðar-
ins). Og atburður, sem var um það
bil að gerast að ástardauða ísoldar,
verður að fagnaðarfundi þeirra
Tristans. Fyrir slíkan endi dugar
ekki minna en stórt „bravó!"
Atli Magnússon