Tíminn - 04.12.1991, Page 1

Tíminn - 04.12.1991, Page 1
•V Stendur búvaran föst IGÆR var haldið upp á 20 ára afmæli Björgunarsveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Talið er að á ferli sínum hafi sveitin bjargað 250 mannslífum, auk þess að aðstoða við sjúkra- flutninga og leiðbeina flugvélum sem átt hafa í erfiðleikum. Haldið var upp á afmælið í flugskýli á Keflavíkurflugvelli og sótti margt góðra gesta sveitina heim og eins og sjá má var margt um manninn. Á myndinni má sjá tvær kynslóðir björgunarþyria á Keflavíkurflugvelli. Þá nýrri nær og eldri gerðina, Jolly Green Giant, fjær. Timamynd Ami Bjama Verkafólk fer gegn geggjuðum viðhorfum Það var þungt hljóð í fulltrúum verkafólks hjá ASÍ í gær. Ásmundur Stefánsson gagnrýndi harðlega þær hugmyndir, sem fram koma í frum- varpi hennar í ríkisfjármálum um að breyta skipan mála varöandi ríkis- ábyrgð á laun. Hann kallaði það „geggjuð viðhorf“ að skerða þessi réttindi launamanna einungis vegna þess að útgjöld ríkissjóðs aukast samfara auknum fjölda gjaldþrota. Hann minnti á að hagstjórnarstefna stjórnarinnar fælist m.a. í því að láta þau fyrirtæki, sem ekki stæðu sig, fara á hausinn. Fulltrúum ASÍ í vaxtanefnd var ekki síður þungt í skapi eftir fund sinn með fulltrúum bankanna í gær, en þar var þeim sagt að ekki væri hægt að verða við kröfu þeirra um að nafn- vextir yrðu lækkaðir nú þegar í 11%. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði í gær að hann óttaðist að til átaka gæti komið á vinnumark- aði ef verkalýðshreyfingin héldi áfram að koma að lokuðum dyrum. • Blaðsíða 2 I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.