Tíminn - 04.12.1991, Side 2

Tíminn - 04.12.1991, Side 2
2 Tíminn Miðvikudagur 4. desember 1991 Ásmundur Stefánsson segir það undarlegt að ætla að afnema ríkisábyrgð á laun, þegar gjaldþrot eru orðin opinbert hagstjórnartæki og skerða réttindi eftir því sem þörfin er meiri: „Geggjað viðhorf“ Alþýðusamband íslands mótmælir harðlega þeim áformum ríkis- stjórnarinnar, sem birtast í frumvarpi hennar um ráðstafanir í rík- isfjármálum næsta árs og lagt var fram á Alþingi fyrir helgi, að af- nema ríkisábyrgð á laun. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, segir það vægast sagt undariega ráðstöfun á sama tíma og hið opinbera hefur tekið upp þá stefnu að þau fyrirtæki, sem ekki standa sig, skulu fá að fara á hausinn. Ásmundur segir það geggjað viðhorf að ætla að skera þessi réttindi niður af þvf einu að vegna fjölgunar gjaldþrota hækka útgjöld ríkisins vegna ábyrgðar á laun. ASÍ segir að með áðumefhdu ffum- varpi sé verið að afhema ríkisábyrgð á laun. í stað hennar eigi að koma sér- stakur sjóður fjármagnaður með 0.2% gjaldi atvinnurekenda af greidd- um vinnulaunum. Það getur skilað um 374 milljónum króna á ári. Nú í byrjun nóvember höfðu þegar verið greiddar rúmlega 400 milljónir vegna gjaldþrota. Alvarlegast sé að þar sem fjárhæðin er takmörkuð við áður- nefhd 0.2%, ríki óvissa um hver rétt- urinn er. Ásmundur Stefánsson segir að með þessu sé í raun verið að af- nema ríkisábyrgð á laun vegna gjald- þrota. Aðferðinni að taka gjald af at- vinnurekendum mótmæli ASÍ ekki sem slíkri. Ásmundur segir að þessi skattheimta muni takmarka mögu- leika á samningum. Til að mæta lægri framlögum er ætl- un ríkisins að stytta tímabilið sem ábyrgðin nær til, setja þak á heildar- greiðslur til hvers launþega, greiða al- menna innlánsvexti á bætumar, fella niður ábyrgðina á lífeyrissjóðsiðgjöld- unum og skerða greiðslur kostnaðar vegna innheimtu. Fólk, sem starfar hjá fyrirtækjum sem verða gjaldþrota, fær því rýrari bætur og lífeyrisréttur fellur niður sem samsvarar þeim gjöldum sem ekki innheimtast. Ás- Ásmundur Stefánsson. mundur segir að áhættan af þessu lendi fyrst og fremst á ASÍ-fólki. Það starfar hjá fyrirtækjum, sem verða gjaldþrota, og það sé í lífeyrissjóði sem ekki er ábyrgður af ríkinu. Þetta frumvarp væri því sérstök árás á ASf- fólk. „Við stöndum frammi fyrir því að hér er rekin sú efnahagsstefha, að ef fyrir- tæki standa illa þá á ekki að veita þeim aðstoð heldur eiga þau bara að fara á hausinn. Að Iáta fyrirtæki verða gjaldþrota er í dag viðurkennt hag- stjómartæki. Það er stórfurðulegt að þeir, sem telja eðlilegt að beita slíkum hagstjómartækjum, telja sér ekki jafnfrámt skylt að veija það fólk sem fyrir verður en hefúr þó sjaldnast haft minnstu möguleika til að hafa áhrif á það sem gerðist í fyrirtækinu," segir Ásmundur Stefánsson. Hann bætir við að framlag ríkisins vegna gjald- þrota fyrirtækja hafi hækkað síðustu ár. Stjómvöld sjá ofsjónum yfir því. En það megi í sjálfu sér kallast geggj- að viðhorf að ætla að skerða réttindi þegar mest þörf er fyrir þau. Með sama hætti gætu menn lokað sjúkra- húsum eftir því sem sjúklingum fjölgar. Að síðustu bendir ASÍ á að um þess- ar mundir séu íslensk stjómvöld að fara yfir drög að samþykkt Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar á skuld- bindingum þjóða til að tryggja launa- fólk vegna gjaldþrota fyrirtækja. Að innan Evrópubandalagsins séu skýrar reglur um að launafólk skuli tryggt vegna launamissis við gjaldþrot fyrir- tækja. Og að í nýgengnum dómi dómstóls bandalagsins vegna máls á Ítalíu hafi því verið slegið föstu að þessi ábyrgð hvfli á stjómvöldum. í viðræðum um Evrópska efnahags- svæðið er kveðið á um að EFTA-lönd- in samræmi reglur sínar því sem ger- ist f EB. Skuldbinding íslenska ríkis- ins verði því ótvíræð, verði ísland að- ili að EES, eins og flest bendir til, og það sé vægast sagt undarlegt að stjómvöld ætli nú að setja reglur sem sennilega verður að breyta eftir nokkra mánuði. -aá. Bjöm Grétar Sveinsson. Sameiginleg krafa launþega og atvinnurekenda um lækkun nafnvaxta fær dræmar undirtektir: Bankarnir neita að lækka vexti Á fúndi fulltrúa verkalýðshreyfing- arinnar og bankanna í gær höfnuðu bankarnir kröfu sameiginlegrar vaxtanefndar verkalýðshreyfingar- innar og atvinnurekenda um að nafhvextir verði nú þegar lækkaðir í 11%. Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins, segir að verkalýðshreyfingin komi alls staðar að lokuðum dymm. Eng- inn vilji í alvöm leggja neitt á sig til Fjármálaráðherra segir að hætt sé að innheimta lán Atvinnutryggingasjóðs: Friðrik gagnrýnir Þorstein „Það er í dag ekki veríð að heimta inn afborganir úr Atvinnutrygginga- deild Byggðasjóðs," sagði Fríðrík Sophusson fjármálaráðherra, á Ai- þingi í gær, þegar Finnur Ingólfsson (Frfl.) spurði ráðherrann um álit hans á efnahagstillögum Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Friðrík gagnrýndi Þorstein í Morg- unblaðinu á sunnudaginn fyrir að leggja fram tillögumar og sagði þær ekki tímabærar. Finnur spurði fjármálaráðherra hvað hann hefði átt við þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið að menn megi ekki „þjófstarta" þegar fjallað er um tillögur í efnahags- málum. Með þessu vísaði Friðrik til tillagna sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórninni. Finnur spurði ennfremur hverjar af tillög- um Þorsteins væru ekki tímabærar og að lokum hvenær væri að vænta tillagna í efnahags- og atvinnumál- um. Friðrik sagðist telja afar mikilvægt að tillögurnar komi frá ríkisstjórn- inni í heild og séu vel tímasettar. Um spurningu um hvenær tillög- urnar yrðu birtar sagði ráðherrann: „Tillögurnar verða birtar þegar þær eru tilbúnar. Það er verið að safna saman efniviði í þessar tillögur. Þar á meðal er efniviðurinn, sem fram hefur komið frá sjávarútvegsráð- herra." Finnur var ekki sáttur við þessi svör og ítrekaði spurningar sínar og las upp brot úr viðtali við fjármála- ráðherra, sem birtist í Morgunblað- inu, en þar segir hann: „Það hefur þess vegna óheppileg áhrif ef fram koma ótímabærar tillögur um að- gerðir fyrir einstakar atvinnugrein- ar, án þess að það sé liður í heildar- aðgerðum. Það er líka afar nauð- synlegt í þessari stöðu að ríkis- stjórnin og aðilar vinnumarkaðar- ins séu samferða í athöfnum sínum og allir beri ábyrgð á niðurstöð- unni. Skilyrði þess að slíkt sé hægt, er að menn þjófstarti ekki.“ Friðrik sagði að hann þyrfti ekki að útskýra þessi ummæli, þau skýrðu sig sjálf. Hann sagði að efna- hagstillögur ríkisstjómarinnar yrðu birtar fyrir miðjan þennan mánuð. - EÓ Kona í Rofabæ tilkynnti um: „Dautt óargadýr á gólfinu" Lögreglan í Reykjavík var í gærmorgun kvödd að húsi í Rofabæ. Tilkynningin kom frf konu og var á þá leið að um væri að ræða dautt óarga- dýr sem lægl á gólftnu, og þyrði konan ekki fyrir sitt liða Uf að koma nálægt dýr- inu og óskaði eftir að lögregl- an fjarlægði óargadýríð. Þeg- ar lögreglan kom á staðinn, kom í ijós að um mús var að ræða og tók lögreglan mús- ina t sína vörslu. -PS Lítið veiðist af síld og hefur söltun á sama tíma ekki verið jafn lítil í langan tíma: Sfldarsöltunin ekki verið minni frá ’75 Að kvöldi Iaugardagsins 30. nóv- ember hafði verið saltað í 47.639 tunnur á yfirstandandi vertíð, þar af 12.604 tunnur af flökum. Sfld hefur verið söltuð á 29 söltunar- stöðvum á 17 stöðum á landinu, en mest hefur veríð saltað á Horaa- flrði. Síldarsöltun hefur á sama tíma aldrei verið minni, síðan síldveiðar hófust að nýju árið 1975. Það minnsta, sem saltað hefur verið á Eldur í Hásteini í Þorlákshafnarhöfn: Kviknaói í einangrun Eldur kom upp í Hásteini, 113 tonna bát frá Þorlákshöfn, þar sem hann lá við bryggju í heimahöfn í gærmorgun. Tilkynnt var um eldinn um níuleytið. Verið var að vinna við logskurð og mun hafa hrokkið neisti frá logskurðartækjum í einangrun, sem hafði verið rifin niður. -PS sama tíma, eru um 82.000 tunnur. Undanfarnar 3-4 vikur hafa sfld- veiðar gengið mjög illa, eftir þó þokkalega byrjun. Ibyrjun síðustu viku höfðu veiðst 37.000 tonn af þeim 110.000 tonnum, sem leyft er að veiða á þessari vertíð. í síðustu viku höfðu 42 bátar hafið sfldveiðar og þar af 14 loðnubátar, en alls hafa 88 bátar sfldveiðikvóta, en vitað er til að allmargir hafi framselt kvóta sinn. Af einstökum söltunarstöðvum hefur Pólarsfld á Fáskrúðsfirði salt- að mest eða 7395 tunnur. Næst er Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar hf. með 4351 tunnu. -PS að greiða fyrir gerð nýrra kjara- samninga. Fulltrúar vaxtanefndarinnar hafa átt nokkra fundi með fulltrúum bankanna síðustu daga. Bjöm Grét- ar sagði að verkalýðshreyfingin hefði krafist þess á síðasta fundi með full- trúum bankanna að fá svar á fundin- um, sem var haldinn í gær, við kröf- unni um lækkun nafnvaxta niður í 11%. Svar bankanna var að þeir væm ekki tilbúnir til að lækka vexti, nema með þeim aðferðum sem þeir hafa mótað sjálfir. Verkalýðshreyfingin hugsaði sér að eftir að nafnvaxtalækkun hefði kom- ið til framkvæmda, myndu bankam- ir snúa sér að því að lækka raunvexti í samvinnu við ríkisvaldið og aðila vinnumarkaðarins. Eftir þetta svar er óvíst um framhald viðræðnanna. „Við emm mjög óánægðir með þetta svar og lítum svo á að bankam- ir séu að hafna þeirri kröfu sem þjóðfélagið í heild hefur verið að öskra á," sagði Bjöm Grétar. „Það virðist ekki vera fyrir hendi raun- verulegur vilji til að taka á þessum málum. Við í verkalýðshreyfingunni emm búnir að gera tilraunir til að fara allar leiðir sem koma í veg fyrir verðbólgusprengingu, en mér sýnist bara að menn vilji ekki ganga til þessa leiks með alvöru." Verkalýðshreyfingin hefúr óskað eftir svari frá Seðlabankanum um möguleika á „handleiðslu" við að ná niður raunvöxtum. Svar átti að ber- ast í fyrradag, en ekkert svar hefur enn borist. Björn Grétar sagðist óttast að fram- undan séu átök, ef verkalýðshreyf- ingin heldur áfram að koma að lok- uðum dymm. Hann sagði að verka- lýðshreyfingin hafi í allt haust reynt að fá menn f alvöru viðræður. Einu jákvæðu viðbrögðin, sem kalla mætti því nafni, hafi komið frá sjáv- arútvegsráðherra. -EÓ Innbrot í Svein bakara Brotist var inn í verslun Sveins bakara á Laugavegi 20 í gær- morgun. Tilkynnt var um inn- brotið klukkan rúmlega sjö. Þar hafði hurð verið sparkað upp og þaðan stolið 50.000 kr. Rannsóknarlögreglan hefur málið til meðferðar. -PS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.