Tíminn - 04.12.1991, Qupperneq 10

Tíminn - 04.12.1991, Qupperneq 10
10 Tíminn Miðvikudagur 4. desember 1991 Kristín Sveinsdóttir frá Viðfirði Fædd 18. febrúar 1905 Dáin 23. nóvember 1991 Tengdamóðir mín, Kristín Sveins- dóttir, er látin, hátt á níræðisaldri. Á slíkri stundu streyma um í huga mínum allar þær góðu minningar sem ég á um þessa einstaklega góðu konu. Hún var vel greind kona sem ég leit upp til, og hafði hún einstaka hæfi- leika til þess að Iáta manni Iíða vel með sínu blíða, létta viðmóti og hlýju, sem hún átti í ríkum mæli að miðla skyldfólki sínu og vinum. Það breytir þó engu um það að eldri kynslóðir hverfa af sjónarsvið- inu og nýjar taka við. Þannig hefur það verið og mun áfram verða. Vera okkar hvers og eins hér á jörð er misjafnlega löng. Því ræður sá, sem ofar öllu er hafinn, og hans dómi verður ekki áfrýjað. Þann 23. nóv. s.l. var hún kölluð burt úr okkar hópi, sem enn njótum jarðneska lífsins. Kristín andaðist á heimili sínu, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. Kallið bar mjög snöggt að, því dag- inn áður hugsaði hún um öll sín heimilisstörf, eins og venjulega; sleppti aldrei verki úr hendi, þó heilsa og starfskraftar væru farnir að dvína. Kristín Sveinsdóttir frá Viðfirði, Suður-Múlasýslu, var fædd þar 18. febrúar 1905. Foreldrar hennarvoru hjónin Ólöf Þórarinsdóttir, Sveins- sonar bónda Randversstöðum, og Sveinn Bjarnason bóndi í Viðfirði, Sveinssonar bónda í Viðfirði. Ólöf var seinni kona hans. Kristín var þriðja í röð átta systkina sem öll eru látin nema yngsta systir- in Anna. Hún er gift Guðbjarti Guð- mundssyni og búa þau í Reykjavík. Kristín ólst upp í foreldrahúsum, var fljótt dugleg og tápmikil og tók þátt í öllum verkum sem til féllu á mannmörgu menningarheimili, þar sem allt þurfti að vinna heima, til að fæða og klæða stóran barnahóp. Þá kom fljótt í ljós hvað hún strax á unga aldri var lagin við að sníða og sauma. 13 ára gömul var hún farin að búa til föt á yngri systkini sín og fórst það svo vel úr hendi að eftir var tekið. En fljótlega fór hún að leita sér menntunar á því sviði sem hún hafði áhuga á. Til Reykjavíkur fór hún 17 ára gömul til þess að læra kvenfata- saum. Námið þar var henni leikur einn, bæði vegna góðs undirbúnings móður sinnar, sem var lærð í karl- mannafatasaumi, og eins vegna þess hvað hún var lagin og hafði frábær- an smekk fyrir því sem hún var að vinna að. Hugur og hönd störfuðu vel saman. Hún lauk námi á skömmum tíma og fékk þann vitnisburð að vera talin einstaklega vandvirk og dugleg. Allt lék í höndum hennar. Það kom sér líka vel á seinni árum; sneið hún allt og saumaði á börn sín og reyndar fyrir marga fleiri, þar á meðal barna- bömin, eftir því sem með þurfti, fram á síðustu ár. Mörg voru tískublöðin sem hún keypti til þess að geta fylgst með breytingu á klæðnaði og til þess að geta gert fjölskyldu sinni, skylduliði og vinum til hæfis. Alltaif tókst henni að leysa úr vanda þeirra sem til hennar leituðu. Hún brást aldrei og taldi aldrei eftir sér þó mikill hluti næturinnar færi í að hjálpa öðrum. Ekki lét Kristín það nægja að ljúka námi í kvenfatasaumi; fljót- lega eftir að hún lauk því, fór hún í Kvennaskóla Reykjavíkur og lauk þar námi hjá Ingibjörgu H. Bjarna- son skólastjóra, með góðum vitnis- burði, enda af greindu fólki komin í ættir fram. Eftir það setti hún upp saumastofu Svik og njósnir Ný bók eftir Jack Higgins er komin út hjá Hörpuútgáfunni. Á síðasta ári kom út eftir sama höfund bókin Dauöadómur, sem varð mikil sölubók. Á bókarkápu segir m.a.: Bandamenn eru í óða önn að undir- búa innrásina á meginland Evrópu. Þeim er mikið í mun að blekkja andstæðingana, láta þá búast við innrás á öðrum stað en fyrirhugað var. Njósnarar eru sendir yfir Ermarsund. En fljótlega kemur í Ijós að ekki er allt sem sýnist og maðkar í mysunni hjá njósnaforingjum bandamanna, sem víla ekki fyrir sér að senda fólk í ldæmar á Gestapó ef það þjónar „æðri" markmiðum. Svik og njósnir er 224 bls. Prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Þýðinguna gerði Gissur Ó. Erlings- son. Káputeikning er eftir Kristján Jóhannsson. Landsbyegðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinni. Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur léttfólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍI.A ERLENDIS interRent Europcar á Neskaupstað, sem hún vann við þangað til hún fór að búa. Árið 1928 giftist Kristín Haraldi Jó- hannessyni vélstjóra frá Seyðisfirði. Bjuggu þau íyrstu árin á Neskaup- stað og síðan um árabil á Seyðisfirði, þar sem Haraldur stundaði sjósókn á fyrstu árum sínum eftir að þau fluttu þangað, en tók svo að sér vél- gæslu við rafstöð Seyðisfjarðar í Fjarðarseli. Frá Seyðisfirði fluttu þau í Kópavog 1944 og byggðu sér þar íbúðarhús sem þau bjuggu í þar til þau slitu samvistir 1960. Kristín og Haraldur áttu 9 börn, sem eru: Elín Sveindís, magister í stjórn- málafræði, gift Leon Daniel Wof- ford, lögfræðingi og verkfræðingi. Guðríður, magister í hjúkrunar- fræði, gift Joseph N. Matzkiw, mag- ister í viðskiptafræði. Þær búa báðar í Bandaríkjunum og er Elín elst af systkinunum, en Guðríður sú yngsta þeirra. Ólöf Ingibjörg, húsmóðir í Laugar- dælum, gift undirrituðum. Óli Andri, bóndi í Nýjabæ, giftur Helgu Hermannsdóttur. Hreinn, vélstjóri, kennari við Vél- skóla íslands, er látinn. Kona hans var Ásta Jónsdóttir, búsett í Kópa- vogi. Þórfríður Soffía, húsmóðir í Laug- ardælum, gift Sigurmundi Guð- björnssyni, bústjóra nautauppeldis- stöðvar Búnaðarféiags íslands á Laugardælum. Rósa, húsmóðir í Laugardælum, gift Jóni Ólafssyni frjótækni. Guðrún Elísabet, sjúkraliði, Reykjavík. Jóhannes, trésmiðameistari, Grindavík, giftur Herborgu Jóns- dóttur. Barnabörnin eru 43 og barna- barnabörnin 64. Fjölskyldan var því orðin stór, en Kristín gíeymdi aldrei neinum og þótti ákaflega vænt um þau öll. Árið 1960 eignaðist Kristín íbúð sína á Kaplaskjólsvegi 51; hófst þá nýr þáttur í lífi hennar. Börnin upp- komin og farin að heiman og hún fór að vinna úti. Hún starfaði við fatasaum hjá Föt h/f á Hverfisgötu um árabil, þar til að það fyrirtæki var lagt niður, en hún var þá komin á eftirlaunaaldur. Hjá því fýrirtæki vann hún af þeirri trúmennsku og vandvirkni sem henni var svo eiginleg. Hef ég þessi ummæli eftir einum verkstjóra sem þar starfaði á sama tíma og hún. Eftir að Kristín fluttist á Kapla- skjólsveginn hófst hún handa við að byggja upp einstaklega vistlegt og smekklegt heimili, þar sem allir undu sér vel með henni og öllum fallegu mununum sem hún hafði unnið. Voru þar allir veggir klæddir listaverkum, saumuðum af henni sjálfri, borð og stólar, ásamt góðum og þægilegum húsmunum sem hún var natin við að útvega sér þegar hagurinn batnaði. í húsakynnum hennar var oft glatt á hjalla þegar börnin hennar, tengdaböm og aðrir ættingjar og vinir heimsóttu hana. Var hún þá gjaman gamansöm og glettin, og hló gjarnan hæst þegar hún fékk hnittin og góð tilsvör. Vildi hún allt- af hafa léttleika og glaðværð í kring- um sig og undi sér þá best. Kristín var þó alvörugefin mann- eskja, sem tók nærri sér óhöpp og ófarir annarra. Hún var mjög trú- rækin og las mikið af bókum um kristindóminn og dulrænar bækur. Óefað hefúr það mótað líf hennar, þar sem öll störf vom unnin á þann hátt einan sem hún kunni, af einurð og samviskusemi. í vikunni áður en hún lést hafði hún keypt sér biblí- una með stærra letri, til þess að sjá betur þegar sjónin dapraðist. Blóm skipuðu stóran þátt á heimili hennar; þau vom mörg og falleg og svo vel hugsaði hún um þau öll, að þau vom ævinlega að blómstra árið um kring. Kristín var ein af þeim merku kon- um þessa lands sem lokið hefur miklu lífsstarfi, með því ala upp mörg og mannvænleg börn, og taka þátt í uppbyggingu og framfömm aldamótakynslóðarinnar, sem talið er að séu þær stórstígustu sem þjóð- in hefur lifað í þessu landi. Allir, sem kynntust Kristínu, em þakklátir fyrir að hafa átt kost á því að kynnast henni og lífsviðhorfum hennar. Þó hún hafi kvatt okkur, þá lifir lífsstarf hennar um ókomin ár og hvetur okkur til að leggja okkur fram til góðra verka af trúmennsku og vandvirkni. Blessuð sé minning hennar. Þórarinn Sigurjónsson Marteinn Jóhannsson Bakkakoti, Meðallandi lést á Vífilsstaöaspítala mánudaginn 2. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Jóhannsdóttir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Menntamálaráöuneytið óskar eftir að taka á leigu 250- 350 m2 iðnaðarhúsnæði fyrir Iðnskólann i Reykjavík. Tilboð sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. des- ember næstkomandi. Menntamálaráðuneytiö Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka i Reykjavík 29. nóvember til 5. desember er í Garðsapóteki og Lyfjabúðlnnl Iðunni. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsl- una frá kl. 22.00 að kvöldl til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar i síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarljarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í sima 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en iaugardaga kl. 11.00-14.00. Ainæmisvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra, simi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seitjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tímapantanir i síma 21230. Borgarspitallnn vakt ftá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefúr heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnirslösuðum og skyndiveikum allan sól- artiringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu emgefnar í sím- svara 18888. Ónæmisaögerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Garðabær: Heilsugæslustöðin Garðailöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarflörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur: Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sfmi 687075. Landspítalinn: Aila daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítalinn f Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heim- sóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkrahúsið: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknarlími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Neyðarsimi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 412Ö0, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, sími 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.