Tíminn - 04.12.1991, Síða 16

Tíminn - 04.12.1991, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinij v Tryggvcgotu. ■S 28822 AUÐV Suðurland Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. ITAÐ sbraut 12 $8 MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 MIÐVIKUDAGUR 4. DES. 1991 Rannsókn leiðir ekki í Ijós að dregið hafi úr banaslysum á sjó með árunum: Um fjórðungur drukknaðra sjómanna aðeins 20-24 ára „Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þrátt fyrir átak í slysavömum hefur dauðaslysum á sjó, þar á meðal drukkn- unum, ekki fækkað svo óyggjandi sé.“ Þetta er í meginatrið- um niðurstaða rannsóknar á dauðaslysum sjómanna 1966- 1986, sem Vilhjálmur Rafnsson, læknir Vinnueftirlitsins, og Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfærðingur gerðu og greina frá í Læknablaðinu. Þau segja hættu á banaslysum og drukknunum meiri meðal íslenskra sjómanna heldur en kemur fram í nýjustu rannsóknum meðal fískimanna er- lendis. Rannsóknin sýnir m.a. að um fjórðungur þeirra sjó- manna, sem drukknað hafa á þessum tveim áratugum, voru aðeins 20-24 ára að aldri. Rannsóknin á dauöaslysum sjó- manna nær til þeirra, sem greiddu iðgjöld til Lífeyrissjóðs sjómanna á árunum 1966 til 1986, sem að miklum meirihluta eru fiskimenn. Sérstaklega var þó tímabilið eftir 1970 athugað, því að það ár bættust bátasjómenn í lífeyrissjóðinn, sem tvöfaldaði fjölda sjóðfélaga (úr um 3 þús. upp í 6 þús. manns), en eftir það hafa ekki orðið grundvallarbreyt- ingar á þátttöku í sjóðnum. Slysin fæst 1977- 1982 Dánartölur voru reiknaðar út hlutfallslega miðað viö 100 þús. manns á ári. Þær voru hæstar á árunum fyrir 1970 (þ.e. áður en bátasjómenn gengu í lífeyrissjóð- inn), en hins vegar áberandi lægstar á tímabilinu 1977- 1981. Dánarhlutfallið var tæplega 90 af hverjum 100.000 að meðaltali síðustu fimm árin (1982-86), eða aðeins hærra heldur en að meðal- tali yfir allt þetta tuttugu ára tímabil. Raunar var síðasta árið sem rannsóknin náði til, 1986, < 19 20-24 25-2930-34 35-3940-44 45-49 50- 54 > 55 Aldursskipting drukknaöra sjómanna þá tvö áratugi sem rannsóknin náði til, sýnir að lang- samlega flestir þeirra, eða um fjórðungur, voru aðeins 20-24 ára að aldri. Fjöldi dauðaslysa á sjó reiknaður sem hlutfall af 100 þús. manns á ári, bendir ekki til þess að slysum hafi farið fækkandi með árunum. hlutfallslega mesta slysaárið allt frá 1969. Stór hluti banaslysa á sjó eru drukknanir. „Ekki virðist draga úr drukknunum á sjó meðal sjó- manna eftir því sem árin líða,“ segir m.a. í niðurstöðum. Fæstir drukknuðu hlutfallslega á árun- um 1977-1981. En tölur voru hins vegar svipaðar fyrir árin 1972-76 eins og síðustu fimm ár rannsóknartímabilsins, 1982-86. Rúmlega fjórðungur allra þeirra, sem drukknuðu, var á aldrinum 20-24 ára, og alls rúmlega 60% á aldrinum 20-34 ára. Þetta stafar þó af því hve mikill meirihluti sjómanna er á þessum aldri. Því þegar tekið er tillit til fjölda sjó- manna í hverjum aldurshópi, kemur í ljós að fjöldi drukknaðra er hlutfallslega mestur meðal sjó- manna á aldrinum 45-54 ára. Vitnað er m.a. til nýlegrar kanad- ískrar rannsóknar, sem gerð var á svipaðan hátt og náði frá 1975 til 1983. Niðurstöður hennar virðast benda til að hlutfallslega hátt í helmingi færri fiskimenn hafi far- ist í sjóslysum við Atlantshafs- strönd Kanada heldur en á ís- landsmiðum. - HEI Fjórir leðurjakkaklæddir menn rændu Staldrið. Elsa Kristjánsdóttir, afgreiðslukona í Staldrinu: „Maður er hörku- tól á meðan, en nötrar á eftir“ .Auðvitað verður maður skelkaður. Ég lenti nú í því að þrasa við þessa menn og var ekkert nema hörkutól á meðan, en svo nötrar maður á eftir. Þeir hótuðu okkur ekki. Einn þeirra lamdi í borðið, en þeir voru ekki vopnaðir" sagði Elsa Kristjánsdóttir, afgreiðslu- kona í Staldrinu, söluturni við Stekkjarbakka, en hún og sam- starfskonur hennar tvær urðu fyrir því óláni að vera rændar af fjór- um ieðurjakkaklæddum mönnum um hábjartan daginn eða um klukkan 14.00 í gær. Þær náðu niður númeri flóttabifreiðarinnar og náðust sökudólgamir skömmu síðar. „Það komu (jórir menn inn í sölu- turninn, sem er í vesturendanum, og fengu góða afgreiðslu, eins og við var að búast. Þetta voru leðurjakka- töffarar á aldrinum 20 til 25 ára. Eft- ir að hafa afgreitt þá förum við að af- greiða í bílalúguna og erum þrjár að afgreiða. Þá gerir einn fjórmenning- anna sér lítið fyrir og fer í einn pen- ingakassann og tekur peninga úr honum. Einn viðskiptavinurinn, sem beið í bfl við bflalúguna, tók eft- ir því og lét okkur vita. Ég gekk að þeim og sagðist vilja fá þann, sem tók peningana, með mér til að fá staðfest hjá þeim, sem sá þjófnað- inn, að um réttan mann væri að ræða. Það vildu þeir ekki, mölduðu í móinn og börðu í borðið. Við það hringdum við í lögregluna og flýðu þeir þá af hólmi. Við vorum snöggar að taka niður númerið á bflnum og létum elta þá uppi. Skömmu síðar kom lögreglan aftur við hérna og þá sáum við að þeir höfðu einn fjór- menninganna handjárnaðan í bfln- um. Við erum alveg heilar heilsu, nema hvað taugarnar eru dálítir úr lagi,“ sagði Elsa Kristjánsdóttir, af- greiðslukona í Staldrinu. Auður Jónsdóttir, ein þeirra þriggja afgreiðslukvenna sem voru við störf í Staldrinu, þegar ránið átti sér stað. Auður stendur hér við kassa þann sem fjórmenningarnir rændu. Tímamynd Árni Bjarna Eins og áður sagði, fór ránið fram um hábjartan daginn, en ekki fékkst uppgefið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um hve háar upphæðir var að ræða. -PS m I vinnurými með tveimur eða fleiri starfsmönnum eru tóbaksreykingar lögum samkvæmt óheimilar nema eftir samkomulagi starfsmanna og vinnuveitenda! TÓBAKSVARNANEFND

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.