Tíminn - 11.12.1991, Síða 3

Tíminn - 11.12.1991, Síða 3
Miðvikudagur 11. desember 1991 Tíminn 3 Sjómenn ævareiðir yfir tillögu um breytingar á sjómannaafslætti: 30-40% skerðing á sjómannaafslætti? „Ég hafna algerlega svona rugli,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, þegar hann var inntur álits á tillögu ríkisstjórnar- innar að breyta sjómannaafslættin- um. Guðjón sagðist ekki sjá betur en að með þessu sé verið að skerða sjómannaafslátt um 30-40% og þar með muni ríkið ná til sín mun hærri íkveikja í Grafarvogi: Óviljaverk tveggja þrettán ára Fullsannað er að íkveikja var orsök brunans sem upp kom í leikskóla við Gagnaveg í Grafarvogi á mánudags- kvöld. Töluverðar skemmdir urðu í hluta hússins, en um áramótin átti að opna leikskólann. Tveir þrettán ára gamlir piltar hafa gengist við, að hafa verið að leika sér með eld í húsinu, en þeir höfðu kom- ist inn um glugga. Af slysni barst eld- urinn í eldfima hluti og við það hafi kveiknað í húsinu. Að sögn RLR, en hún annaðist rannsókn málsins, var hér um algert óviljaverk að ræða og var málið leyst með aðstoð foreldra drengjanna. Það var um klukkan 22 á mánudags- kvöld sem tilkynning kom frá íbúum í nærliggjandi húsum og hljóðaði upp á að iogar stæðu upp úr þakglugga hússins. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði vel upp úr þakgluggan- um, en greiðlega gekk að slökkva eld- inn, sem kom upp í miðju hússins, þar sem almenningur hússins er. Ekki skemmdust aðrir hlutar hússins, þar sem dyr voru lokaðar og hiti og reykur átti greiða leið um þakgluggann. Eins og áður sagði urðu töluverðar skemmdir á hluta hússins og má reikna með að einhver töf verði á opn- un skólans. upphæð en þeim 200 milljónum sem fjármálaráðherra segir að breyt- ingin eigi að skila. Samkvæmt tillögu ríkisstjómar- innar á að breyta sjómannaafslætt- inum þannig að í staðin fyrir að hann nái til lögskráningardaga nái hann einungis til starfsdaga á sjó. Sjómaður sem hefur verið lögskráð- ur í 220 daga og hefur ekki þegið laun annars staðar en frá sinni út- gerð hefur verið flokkaður sem heilsársmaður. Samkvæmt tillög- unni mun sjómannaafsláttur hjá þessum sjómanni skerðast um 30%. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp sömdu sjómenn og ríkis- valdið um það að breyta sjómanna- afslættinum í fasta krónutölu, en áður hafði hann verið ákveðið hlut- fall af tekjum. Þetta var tekjujöfnun- araðgerð sem minnkaði nettótekjur yfirmanna og hátt launaðra sjó- manna. Guðjón sagði að skattstjórar hefðu túlkað reglugerð um þetta at- riði mismunandi og því hafi sjó- menn orðið að reka um 100 mál í gegnum ríkisskattanefnd. Hann sagði að nú loksins væri búið að koma þessum reglum á hreint. Guðjón sagðist telja að viðbrögð sjómanna við þessum tíðindum yrðu hörð og róttæk. Hann sagði að þegar sjómannaafslættinum var breytt í fasta krónutölu hefði verið talað um að hann fengi að vera í fríði upp frá því. „Það virðist ekki hægt að treysta ríkisvaldinu fyrir neinum samningum," sagði Guðjón að lok- um. - EÓ eöa skerðing á þjónustu Guomundur Hjamason (Frfl.), oddviti minnihlutans í fjárlaga- nefnd, gagnrýnir vinnubrögð rík- isstjómarinnar við afgreiðslu fjár- laga. Hann segir þess fá dæml að svo róttækar tiílögur um breyting- ar á fjárlagafrumvarpi komi svona seint frítm. Guðmundur segir að með breydngum á verkaskiptinga- lögum, sjómannafrádrætti og bú- vörusamningi sé rfldsstjómin að brjóta samninga. Hann segir að tíÚagan um 5% flatan niðurskurð á útgjöldum rfldssjóðs þýði lokun stofnana og skerðing á þjónustu. „Mér sýnist að hér sé um mjög óvenjulega málsmeðferð að ræða. Hllögur ríldsstjórna um breyting- ar á fjárlagafrumvarpi hafa vissu- lega stundum áður verið seint á ferðinni. Þá hefur hins vegar yflr- leitt verið um að ræða breytingar á einstökum afmörkuðum iiðum. Hér eru á ferðinni að hlutatíl svip- uð atriði eins og td. niðurskurð á Vestfjarðagöngum. Þar er verið að taka póiitíska ákvörðun um að fresta framkvæmdum og spara inn eru lagðar tíl róttækar breyt- ingar á viðamiklum máium eins og verkaskiptingu rflds og sveltar- féiaga. Þar er um að ræða verkeftd sem þessir aðflar voru að semja um í mörg ár. Nú er allt í einu, á einni nóttu, þessu samkomulagi breytt án samkomulags eða sam- ráðs við sveitarfélögin. fram skuli koma tíllaga um flatan niðurskurð á rfldsútgjöld upp á 1,5 miUjarða. Þessi tíUaga er bor- in fram án útskýringa eða rök- stuðnings. Ég sé ekld í fljótu bragði hvernig ríkisstjómin ætlar að standa að þessu. Reynslan kennir okkur að svona flatur nið- urskurður þýðir ekkert annað en að verið er að skera niður þjón- ustu og loka stofnunum. Þetta hlýtur t.d. að koma nlður á skóla- kerflnu á þann hátt að dregið verð- ur úr kennslumagni. Ég glfmdi við það 1989 að skera nlður um 4% í heilbrigðisfeerfinu. Það gerðist því miður í flestum til- feUum á þann hátt að stofnunum var lokað og dregið var úr þjón- ustu, m.ö.o. þetta bitnar á neyt- endum. Hér um að ræða mun hærri tölur en ég glímdi við þá. Mér flnnst breytíngamar á bama- út af fyrir sig sagt að eldd vært óeðUlegt að bamabætur væru meira en gert er í tengingu á Hfeyri. Mér flnnst hins vegar að upphæðin sé ótrúlega há, 500 milljónir. Varðandi sjómanna- frádráttínn þá verður að segjast að hann er hluti af kjarasamningi og því eðlUegt að breytingar á honum séu gerðar í samvinnu við sjó* menn. Sama má segja um frestun á greiðsium tíl bænda samkvæmt búvömsamningi. Þar er verið að ráðast að launum hefllar stéttar“ sagði Guðmundur að iokum. -EO Asmundur Stefánsson segir ástæðu til að efast um að tillögur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum skili þeim árangri sem að er stefnt og bætir við: Ganga í aðra átt en viö teljum æskilegt „Ég held að við ættum að spyrja að endanlegri afgreiðslu þessara tíl- lagna rfldsstjóraarinnar áður en við reynum að meta áhrif þeirra á kjarasamninga. Það er margt mjög óvíst í þessari framsetningu. í fyrsta lagi held ég að flestir þekki það af reynslunni að almennar nið- urskurðarákvarðanir verða mjög sjaldan að veruleika. Fólk sem ætlar að spara í sínum heimilsrekstri ger- ir það ekki með því að ákveða ein- hverja ákveðna prósentutölu. Það fer yfir neysluna og segir t.d.: „Ég get skorið niður gosdrykkjanotkun um þetta" o.s.frv. Það leggur spam- aðinn skipulega niður fyrir sér. Þessar almennu viðmiðanir eru þannig vísbending um að sá árang- ur sem að er stefnt náist ekki,“ seg- ir Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, um boðaðar aðgerðir ríkisstjómarinnar í ríkis- fjármálum og hugsanleg áhrif þeirra á gerð kjarasamninga. Og hann bætur við: „f öðm lagi er það spumingin hvaða aðferð er beitt til að spara. Þama er ýmislegt sem okkur er á móti skapi. í haust þegar mest var rætt um lyfjakostn- að sögðum við að við væmm svo sannarlega ekki á móti því að draga úr kostnaði við lyfjanotkun en teld- um skynsamlegra að ná þeim mark- miðum með því að veita læknunum aðhald. Við höfum nefnt ríkis- ábyrgð á launum. Það kemur ósköp einfaldlega ekki til greina að breyta þeim málum eins og ráðgert er í bandorminum. Það verður því ým- islegt að breytast í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til þess þær verði til að auðvelda gerð kjarasamninga." Um það sem á vantar í tillögurnar segir Ásmundur: „Við höfum verið eindregið þeirrar skoðunar að skattleggja eigi fjármagsntekjur. Mismunurinn í skattlagningu al- mennra tekna og fjármagnstekna er óásættanlegur. Eg hef sjálfur verið þeirrar skoðunar að það eigi að hafa tvö skattþrep, en það er engin ein- huga samstaða um það hjá ASÍ. Það má kannski segja að til þess sé gerð tilraun með því að tekjutengja bamabætur en þá má spyrja á móti hvort ekki sé byrjað að skerða við heldur lágar tekjur," segir Ásmund- ur Stefánsson. -aá. Hætta er á að tillaga um breytingar á sjómannaafslætti verði felld á þingi: ÞRIR STJ0RN- ARLIÐAR ERU ÁMÓTI Svo virðist sem tæpur meirihlutí sé fyrír því á þingi að sjómannafrá- dráttur verði þrengdur. Þrír þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yflr að þeir ætli að greiða at- kvæði á móti tillögu rfldsstjómar- innar um það efni og fleiri þing- menn stjómarliðsins munu vera í vafa um hvort þeir eigi að styðja tíl- löguna. Báðir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, Matthías Bjarna- son og Einar K. Guðfinnsson em andvígir þrengingu sjómannafrá- dráttar. Það sama á við Guðmund Hallvarðsson, alþingismann og for- mann Sjómannafélags Reykjavíkur. Þessir þrír hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði á móti tillög- unni. Karl Steinar Guðnason, for- maður fjárlaganefndar og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, er hins vegar sagður ætla að styðja tillöguna. Ovíst er um afstöðu Gunnlaugs Stefánssonar og Árna Johnsen, en þeir munu ásamt fleir- um vera tregir til að samþykkja hana. Einar K. Guðfinnsson og Matthías Bjamason eru algerlega andsnúnir því að fresta hluta Vestfjarðaganga. Ýmsir stjórnarþingmenn eru einnig ósáttir við tillögu um að færa verk- efni frá ríkinu til sveitarfélaga og jafnframt skerða tekjur þeirra. Næg- ir þar að nefna Sturlu Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Stykkis- hólmi. -EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.