Tíminn - 11.12.1991, Síða 7

Tíminn - 11.12.1991, Síða 7
Miðvikudagur 11. desember 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Dr. Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra: Landhelgi fórnað fyrir lítilræði? Muna menn enn þijú þorska- stríð okkar gegn ofurefli for- ysturíkja EB? Fyrst kom lönd- unarbann Breta 1952-1956 vegna útfærslunnar úr þrem í fjórar mflur. Næst fyrsta þorskastríðið 1958 vegna 12 mflnanna, annað 1972 vegna 50 mflnanna og loks þriðja stríðið 1975 vegna 200 mfln- anna, sem tryggði okkur gild- andi 758.000 ferkflómetra efnahagslögsögu umhverfís landið. Deiluefinið var alltaf um það grundvall- aratriði, hvort við ættum einir auðlind- ina í sjónum umhverfis landið eða hvort svæðið væri opið haf, „almenn- ingur", sem aðrir hefðu fullan rétt til að nýta. Þróun hafréttarins var okkur hagstæð. Nú höfum við 200 mflna efnahagslög- sögu að eigin lögum og þjóðarétti sem allir virða og viðurkenna. Gamla hafréttarsjónarmið nýlendu- ríkja Evrópu um rétt þeirra til að nýta auðlindir sjávar annarra ríkja upp að þrem mflum og opnum flóum á sér nú enga formælendur. Stefnunni hefúr verið breytt og hún aðlöguð nútímavið- horfum. Gömlu rányrkjuviðhorfin eru þó enn til. Þau endurspeglast nú í þeirri stefhu EB að á móti aðgangi að markaði með sjávarafurðir skuli koma aðgangur að auðlind. í samræmi við þessa stefnu setti EB samningamönnum sínum í EES- við- ræðunum það umboð 18. júní 1990 að ekki mætti fallast á tollalækkanir vegna sjávarafla nema á móti kæmi aðgangur að fiskveiðilögsögu EFTA-ríkjanna, þ.á m. ísiands. Framkvæmd þessarar stefnu hefúr verið skjalfest í sjávaraf- urðaviðauka EES-samninganna. Hvað okkur varðar eigum við að opna okkar efnahagslögsögu fyrir skipum EB til að veiða árlega 3000 tonn af karfa, en EB- ríkin eru fræg fyrir að falsa alla afla- kvóta og stunda rányrkju á öllum mið- um sem þau hafa aðgang að. Óvönduð upplýsingamiðlun Á herðum utanríkisráðherra hvflir sú skylda að fræða þjóðina um eftii og innihald EES-samninganna og hvemig þeir snerti hagsmuni íslands. Þessari upplýsingaskyldu hefúr hann gegnt þannig að í stað hlutlægrar fræðslu, sem stuðlar að sannsýni, hefur hann stundað einhliða áróður, stungið veiga- miklum samningsatriðum undir stól, reynt að skapa jákvæða stemmningu fyrir EES á fölskum forsendum, eða eins og segir í yfirlýsingu Samtaka at- vinnurekenda í sjávarútvegi 27.11.: „Forsendur samkomulagsins eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum." Hinn óvandaði málflutningur utanrík- isráðherra varð til þess að SAS féll frá stuðningi sínum við EES og formaður samtakanna sagði í viðtali við Tímann 30. f.m.: „Því miður hefur það gerst í tvígang að Jón Baldvin hefur komið hingað til lands frá Lúxemborg, sigri hrósandi, og sagst hafa alla hluti í hendi sér og þetta er í annað skiptið sem reyndin er önnur en sú sem okkur var tjáð.“ Frumupplýsingar fráEB Eftir að ljóst varð hversu hæpið var að treysta upplýsingum utanríkisráðherra um EES, hafði ég samband við skrif- stofu utanríkiskommisara EB í Brússel og fékk þann 19.11. fax frá skrifstofu Frans Andriessen um meginatriði sjáv- arafurðaviðauka EES-samninganna. Þar kemur ótvírætt fram að samið var í samræmi við stefnu EB um aðgang að auðlind fyrir markað. í samningaviðaukanum eru nokkrir undirkaflar, þ.á m. „Aðgangur að mark- aði“ og „Aðgangur að auðlind". Sá fyrri tiltekur ákvæði um tollalækkanir af sjávarafurðum, hinn síðari segir m.a. að EB megi árlega veiða 3000 tonn af karfa (langhali ekki nefndur) f efnahagslög- sögu íslands, en íslendingar fái að veiða 30.000 tonn af loðnu úr kvóta EB við Grænland. Fyrir þessa pappírsloðnu er okkur ætl- að að fóma sigrunum í þorskastríðun- um. Markmið EB er og hefur verið að komast inn í 758.000 ferkflómetra fisk- veiðilögsögu okkar. Með þessum samn- ingum telja þeir sig þokast að markinu. Fyrst fingurinn, svo öll höndin. Hafnaraðstaða EB-flota á íslandi Þrátt fyrir mikinn málflutning utanrík- isráðherra fyrir ágæti EES- samning- anna, hefur hann vandlega gætt þess að fræða landsmenn ekki um það atriði samninganna að EFTA-ríkin skuldbinda sig til að breyta eigin landslögum þann- ig að flotar EB fái samkeppnisjafnrétti að höfnum og hafnaraðstöðu til athafna. Gera menn sér grein fyrir hvað í þessu felst? Samkvæmt þessu ákvæði virðist svo sem fiskiskip EB geti ekki aðeins veitt í íslenskri lögsögu, heldur líka siglt til ís- lenskra hafna, landað þar í gáma og sent beint á erlendan markað. Þá segir ennfremur í textanum að sjáv- arafúrðaviðaukann skuli endurskoða annað hvert ár, fyrst fyrir árslok 1993. Þessu fógnuðu Spánverjar. Þeir vita að undanþáguákvæði gilda aðeins til bráðabirgða samkvæmt EB-rétti. Við sí- endurtekna endurskoðun annað hvert ár telja þeir sig og EB geta fært sig upp á skaftið í samskiptum risans við smárík- ið, fengið stærri og stærri kvóta fyrir veiði nytjafiska við ísland uns fiskveiði- stefna EB komi að fullu f gildi í 758.000 ferkflómetra efnahagslögsögu íslands sem EB-ríkin hafa svo mikla ágimd á. En hver eru grundvallaratriði sjáv- arútvegsstefnu EB? í sem stystu máli þau að fiskimiðin og fiskistofnamir utan þröngra marka séu sameign aðildarríkjanna og sókn í þá lúti sameiginlegri stjóm EB. Þeir ágim- ast hina gríðarstóru efnahagslögsögu íslands og vilja ná henni inn í sameign- ina og undir hina sameiginlegu stjóm sjávarútvegsdeildar EB. Fyrst fingurinn, að komast inn í efnahagslögsöguna til þess að veiða árlega 3000 tonn af karfa, síðan smátt og smátt við síendurteknar endurskoðanir sjávarútvegsviðaukans alla höndina. Hvar verður þá að fmna efnahagslega ábatann af EES- samn- ingnum? Og fyrir hvað emm við þá að taka á okkur ókosti fjórfrelsisins og tak- mörkun á fullveldi og dómsvaldi? Á að fóma þessu öllu fyrir lítilræði tollalækkana af sjávarafurðum á EB- markaði? ToIIalækkanir hefðum við getað fengið án slíkra fóma í tvihliða samningum, samanber nýgerðan fríverslunarsamn- ing Færeyinga og EB, sem tekur gildi um næstu áramót og er talinn veita meiri tollfríðindi fyrir sjávarafurðir Færeyinga en við fáum með EES-samn- ingunum. Er ekki kominn tími til að þing og þjóð átti sig á því að með EES-samningun- um mundum við fóma miklum verð- mætum fyrir lítílræði? TÓNLIST Töfraflautan enn Ekki linnir ævintýrum í íslensku óper- unni. Og nú hefur það gerst, í fyrsta sinn í sögunni, að öll aðalhlutverk í Töfraflautunni eru í höndum íslenskra söngvara, því Sigrún Hjálmtýsdóttír hefur tekið við hlutverki Næturdrottn- ingarinnar með glæsibrag og ekki ann- að að sjá en hún hafi aldrei annað gert en að syngja flúrsöng. Það er til marks um sívaxandi breidd og mannval f söngvaliði vom, að jafnan kemur maður í manns stað, og er vert að minnast á tvær breytíngar í hlutverk- um sem orðið hafæ Katrín Sigurðardóttir tók við hlutverki Papagenu þegar Sigrún Hjálmtýsdóttir gerðist Næturdrottning; Katrín söng þetta hlutverk á sýningunni fyrir 9 ár- um af miklum ágætum og þokka, og sömuleiðis nú, raunar ekkert síður en Sigrún áður. Elísabet Eiríksdóttir hefúr tekið við hiutverki 1. þemu Næturdrottningar- innar af Signýju Sæmundsdóttur. Elísa- bet er, og hefúr lengi verið, meðal okkar albestu sópransöngkvenna, og fellur fullkomlega inn í hið ágæta tríó, sem er einn af fjölmörgum jafn- bestheppnuðu þáttum sýningarinnar. Annars var sýningin sl. sunnudag (8. des.) sú skemmtilegasta, fjömgasta og besta sem ég hef ennþá séð, sem bendir til þess að Töfraflautan — sem þó þóttí góð á frumsýningunni 30. september— sé alltaf að verða betri og betri. Hljóm- sveitarstjómin, og þár með stjóm sýn- ingarinnar, var sem oftast áður í ömgg- um höndum Robins Stapleton. Viðar Gunnarsson söng aftur Sarastro, en hann er annars við störf í útlöndum; kórinn og aðrir söngvarar vom sem fyrr ágætír, og raunar ennþá betri en verið hefur. Þetta á ekki síst við um Þorgeir Andrésson, Tamínó, sem virðist taka stórstí'gum framfömm jafnvel frá einni sýningu tíl næstu í söng sínum — le'k- urinn er samt stírður sem fyrr, þótt hinu sé ekki að leyna að hlutverkið býð- ur ekki upp á veruleg tilþrif á þeim vett- vangi. Sýningin flýgur áfram, í sífelld- um breytileik sínum og litauðgi; sviðið og .æidrúmsloftið" breytast í einu vet- fangi frá birtu í skugga, frá hátíðleik í gáska — allt undir voldugum töfra- sprota Mozarts, sem með tónlistinni í Törfaflautunni snertír flesta strengi mannlegra tílfinninga. Ég segi, að Töfraflautan sé afbragð allra ópera. Hinn hreini tónn „Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér,“ segir sálmaskáldið. Undanfarin misseri hafa staðið ritdeilur í Skími um kristíndóminn þar sem því hefúr verið haldið fram, að annað hvort trúi maður öllum pakkanum bókstaflega — þar á meðal meyjarfæðingunni og upprisunni — eða maður hljótí að sleppa honum eins og hann leggur sig. Og í sama rití segir heimspekingur nokkur þá skoðun sína, að kristín trú sé .aðeins della og nánast ekki umræðuverð", sé það ekki söguleg staðreynd að Kristur hafi tekið á sig syndir okkar með píslardauða sín- um og síðan risið upp úr gröfinni. Hér falla hin langskólagengnu ungmenni f þá gryfju að rugla saman trú og guð- fræði, sem hafa álíka mikið — eða Iítið — hvort með annað að gera og tónlist og tónlistargagnrýni, sem eru tvær sjálfstæðar listgreinar. Enda segir Oscar Wilde um þetta efni: „Religions die when they are proved to be true.“ Guð í alheimsgeimi er semsagt óskilj- anlegur og ómælanlegur, svo sem lýst var í kveri Helga Hálfdánarsonar, og sennilega ekki tíl. En vilji maður hitta Guð í sjálfúm sér, er sá grænstur að hlýöa á Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Mótettukórinn hélt aðventutón- leika sunnudaginn 8. des. þar sem flutt voru ýmis trúarleg smáverk frá 15. og 16. öld. Meðal höfunda, sem allir þekkja, voru Tbllis, Palestrina og Sweelinck, en hinir voru þeir fleiri sem ekki eru ofar- lega í minni annarra en kirkjutónlistar- manna. En tónlist þeirra var fögur þrátt fyrir það. Mótettukórinn hefúr þann sið, eða hefur haft undanfarið, að ganga inn kirkjugólfið í upphafi tónleikasyngjandi latneska andstefið Kom þú, vor Imma- núel, og syngja það aftur við útgönguna. Þetta stef er í útsetningu Róberts A. Ottóssonar, sem mikil lóð lagði á vogar- skálar íslenskrar kirkjutónlistar, og raunar eitt hið fallegasta í þessu saftii. En þama er margt annað fallegL Text- amir eru flestir á latínu, enda frá tímum pápísku, en skilmerkilegar þýðingar fylgdu fyrir þá sem skilja vildu textann. Þar að auki lásu Málfríður Finnboga- dóttir og sr. Sigurður Pálsson kafla úr ritningunni og öðrum ritum tíl að tengja og skýra suma textana. Tónleikamir tóku um klukkustund, og kirkjan var nær þéttsetin. Þótt þeir væm ekki langir, lagði stjómandinn, Hörður Áskelsson, auga sjónvarpskyn- slóðarinnar til nokkra fjölbreytni líka með því að breyta iðulega um uppröðun kórsins, sem allt gekk fyrir sig hratt og fumlaust Hljómburður hússins nýtur sín afar vel í tónlist sem þessari — ljær henni upp- hafið líf — enda bar þama að heyra margan hreinan tón og guðdómlega hljóma kven- og karlradda, líkt og „and- lega gimsteina" greypta í umgjörð kirkjubyggingarinnar. Það eru sjálfsagt augnablik sem þessi sem „nýaldarliðið" er að sækjast eftir með öllum ráðum, þeirra á meðal „skynsemingu" sem er ennþá verri og vitlausari en „skynsem- ing“ kirkjunnar. En kristnin lifir sem- sagt í list hinna trúuðu: af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá — einnig hina réttlátu. Á ártíð Mozarts Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Mozart lést 5. desember 1791 úr dular- fullum sjúkdómi. Samtímamönnum hans, og raunar honum sjálfum, datt í hug að hann hefði dáið af eitri, en nú- tíma fræðimenn telja nær fullvíst að nýmasjúkdómur hafi orðið honum að aidurtila — og jafnvel að hann hafi smitast á frímúrarasamkomu 18. nóv- ember, þegar hann frumflutti Litla frí- múrarakantötu KV 623, síðasta verkið sem hann lauk við sjálfúr. Því honum auðnaðist ekki að Ijúka við Sálumess- una KV 624, það gerði nemandi hans Sussmayr eftir hans forskrift Frá mörgu þessu er skýrt í tónleikaskrá Sin- fóníuhljómsveitarinnar, sem flutti Sálu- messuna og Júpítersinfóníuna á tón- leikum sínum 5. desember — en hins vegar ekki frá því hvaða kafla Mozart lauk við og hvar Sussmayr tók við. Sem þó er ekki síður áhugavert en hin sí- endurtekna saga um gráklædda mann- inn og Walsegg greifa. C-dúr sinfónían nr. 41, Júpíter, er sfð- asta sinfónían sem Mozart samdi, og ein þriggja sem hann samdi á sex vikum sumarið 1788. Sú næsta á undan, nr. 40 í g-moll, hefur harmþrunginn undirtón, en í Júpíter- sinfónfunni er gleði og heiðríkja, og mikill músíkalskur lær- dómur og snilld falin undir yfirborðinu. En einhvem veginn lukkaðist flutning- urinn ekki alls kostar — það er marg- tugginn sannleikur, en óhagganlegur fyrir því, að Mozart er hreint ekki á allra færi, og einn þeirra sem ekki hittir í mark með Mozart er vor annars ágætí stjómandi Petri Sakari. Hljómsveitín getur vel gert þetta fullkomlega — til þess hefúr hún og sýndi þama alla tæknilega burði — en það var eins og sálina vantaði. Auk þess var alveg ljóst að síðasti þátturinn var spilaður of hratt, og raddimar ekki nógu vel af- markaðar, þannig að hinn margslungni tónvefur fór í grauL Sálumessuna sungu einsöngvaramir Sólrún Bragadóttir (sópran), Elsa Waage (alt), Guðbjöm Guðbjömsson (tenór) og Viðar Gunnarsson (bassi) — öll við nám og störf erlendis — og hinn frægi og ágæti kór Langholtskirkju sem Jón Stefánsson stjómar. Þama var flest tæknilega fullkomið nema kannski tvennt Hljómsveitín var fullsterk á köfl- um, og umhverfið — Háskólabíó — er hreint ekki tíl þess fallið að koma manni í upphafiö sálarástand. Þar var tíl dæm- is ólíku saman að jafha þegar Söngsveit- in Fflharmónía flutti Sálumessuna í Kristskirkju árið 1989, ásamt lítilli hljómsveiL Hins vegar var hljómsveitín sem slík, kórinn, og ekki síst einsöngv- aramir saman og hver í sfnu lagi og saman hreint ágætír — sennilega betri en algengt er, því háu raddimar (Sólrún og Guðbjöm) eru ekki mjög sterkar, en hinar lágu (Elsa og Viðar) fremur vold- ugar, sem skapaði óvenjulega gott sam- ræmi raddanna; algengt er að sterkar sópranraddir kveði allt og alla í kútínn. Þá ber að geta sérlega glæsilegrar bás- únu-sóló Sigurðar Þorbergssonar f Túba mirum: Hátt mun lúður Ijóssins gjalla, lifendur og dauða kalla / íyrir dóminn Drottins alla, — því Matthías Jochumsson þýddi hinn kaþólska messutexta. Mér fannst semsagt að „eitthvað vant- aði" á þessum tónleikum, án þess þó að geta bent á hvað það var. Þess vegna gæti það allt eins verið mín megin og ekki við Sakari eða Háskólabfó að sak- asL Sig. SL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.