Tíminn - 11.12.1991, Síða 9

Tíminn - 11.12.1991, Síða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 11. desember 1991 Miðvikudagur 11. desember 1991 Tíminn 9 ■ ^ : ■. •• r lausnin fundin við vandamálum mengunar og sjukdóma? Pyramidaorka sem hreinsar vatn og brýnir rakvélablöð Er eitthvert fullkomið form til? Hvers konar spuming er nú þetta? kynni ein- hver að spyrja. Jú, vegna þess að til er fólk sem telur að eitt form sé öðm fremra, td, form pýramídans. Var þetta með formið ekki einmitt að rugla stjömufræðinginn Johannes Kepler á sínum tíma? Táldi hann ekki að þríhymingsformið væri hið fullkomna form, komið frá sjálfúm guði? Því fannst honum að fótunum væri kippt undan allri sinni kenningu þegar hann sá að ekki var unnt að heimfæra alheiminn undir form þríhymingsins. Orkan í löguninni En aftur að pýramídanum. Það er ekki nóg með að hann sé í laginu eins og hann er og að formið sé flott fyrir augað, held- ur trúa margir því að í forminu sjálfu fel- ist kraftur svo magnaður að með ólíkind- um sé, og þann kraft geti mannfólkið nýtt sér til blessunar. í eyrum efasemdafólks hljómar tal sem þetta sem nánast hin fullkomna vitleysa, en hinir trúuðu vitna til rannsókna vís- indamanna, þótt sjaldnast sé bent á nið- urstöður þeirra — hvar þær sé að finna, né hvað hinir merku erlendu vísinda- menn heiti sem rannsökuðu hin dular- fullu fyrirbæri. Sá sem þetta ritar á ágæta vini í Dan- mörku. Þetta er millistéttarfólk; vel- þekktur ljósmyndari, myndhöggvari og skipasmiður sem lengi hefur starfað hjá hjálpar- og þróunarstofnuninni DANIDA, m.a. í Afríku. FVrir um það bil ári voru þessir vinir heimsóttir þar sem þeir búa í kóngsins Kaupmannahöfn. „Árangursrík“ vatnshreinsun Ofan á ísskápnum í eldhúsi ljósmyndar- ans var pýramídalöguð víragrind með pýramídalöguðu loki yfir. Þegar lokinu var lyft kom í ljós hilla í víragrindinni. Hillunni var komið fyrir nokkru ofan við grunnflöt grindarinnar, eða sem nam einum þriðja af hæð pýramídans. Á hill- unni stóð kanna með vatni í. Vatnið hafði greinilega staðið þama lengi og orðið ansi óhreint og illa lyktandi. — Ertu að rækta bakteríur? — var ljós- myndarinn spurður þegar gestimir raku augun í mannvirkið ofan á ísskápnum með vatnskönnunni. Nei, ljósmyndarinn var svo sannarlega ekki að rækta bakteríur þama í eldhús- Eftir Stefán Ásgrímsson inu hjá sér á heitasta tíma ársins. Hann var þvert á móti, sagði hann, að útrýma þeim úr kranavatninu, hreinsa það og gera drykkjarhæft Og hvemig mátti það nú vera? Jú, svo mikill var krafturinn í sjálfú formi pýramídans að hið lítt geðs- lega kranavatn Kaupmannahafnar varð tandurhreint og á bragðið eins og tand- urhreint útflutningsvatnið hans Davíðs Scheving í Sól. — Bölvað rövl, sögðu trúlausir íslend- ingamir, sérðu ekki að vatnið er að verða grænt af þömnga- og bakteríugróðri? — Það er ekkert að marka enn, vatnið hefur ekki staðið nema í þrjá daga, segir sá danski. — Það er ekki enn orðið hreint, en það verður það bráðum. — Ekki er það nú svona fjandi ógeðslegt úr krananum, segja norðurhjarabúar þá. — Jú, mikið verra, ségir daninn. Það er alveg að verða hreint. — Mikil er trú þín kona, segja norður- hjaramenn og láta talið niður falla og vilja ekki eiga á hættu að móðga gestgjafa sína frekar. Fáránleg trúgimi, eða hvað? En kunn- ingjar undirritaðs em síður en svo einir um að trúa á (lækninga)mátt pýramída, segularmbanda og annarra slíkra auka- hluta og sjálfsagt þarf enginn að efast um að pýramídaátrúnaður á eftir að slá í gegn á íslandi, alls ekki síður en ýmis annar nýaldarátrúnaður. Pýramídi í stað kæliskáps í danska vikuritinu Hjemmet 2. des sl. er „náttúmlæknir“ blaðsins að fjalla um pýr- amídaorku. í greininni er sagt fra því að árið 1930 hafi franskur vísindamaður (ónafngreindur) og sérfræðingur í geisla- orku rannsakað Keopspýramídann í Eg- yptalandi. Vísindamaður þessi hafí tekið eftir því að skepnur sem á sínum tíma hefðu verið lokast inni í konungsgrafhýs- inu inni í pýramídanum og drepist þar, hefðu ekki rotnað heldur þomað og orðið að múmíum. Hinn franski vísindamaður hefði því þeg- ar hann kom heim, drifið í því að byggja hlutfallslega rétta eftirmynd pýramídans og sett dauðan kött inn í hann, á hlutfalls- lega sama stað og konungsgrafhýsið er í Keopspýramídanum — í hæð frá grunn- fleti sem nemur einum þriðja af hæð pýr- amídans. Og viti menn: Kattarhræið úldnaði ekki, heldur þomaði og varð að múmíu. Síðan segir náttúrulæknir tíma- ritsins Hjemmet Pýramídi til að biýna rakvélarblöð „Síðar hafa fleiri rannsakað pýramída- orkuna. Tékkneskur verkfræðingur (ónafhgreindur — innsk blm.) uppgötv- aði meðal annars að pýramídi getur feng- ■ . f in Djursland gefur allar nánari upp- lýsingar. Síminn þar er 86398398. Afbragð til hugleiðslu Guðrún G. Bergmann, verslunar- maður í Betra líf, segir í samtali við Tímann að hún hafi nýlega keypt sér pýramída frá Bandaríjunum og hafi einmitt verið að setja hann saman í gær. ,Mig langar til að reyna þetta. Pýramídinn er 1,5 m á hæð og 1,5 m á breidd, þannig að maður situr inni í honum og hug- leiðir. Rörin em auk þess fyllt með kristöllum", segir Guðrún. Guðrún segist ekki hafa kynnt sér lögmál pýramída sérstaklega. „En ég hef heyrt það fra öðmm að pýramídalagið dragi til sín mikla orku. Ég veit dæmi um það að ef plöntur dafna illa, þá má setja pýramídaform yfir þær og þær taka skjótlega við sér. Áuk þess þarf sjaldnar að vökva þær. Vegna þessarar orkumögnunar er talið æskilegt að nota pýramídaformið við hugleiðslu“, segir Guðrún. Aðspurð segist Guðrún selja litla pýram- ída úr kvartskristal sem er alveg gegnum- tær. Fólk kaupir þetta og notar til þess að magna upp orku hjá sér og einnig til að hafa hjá sér við hugleiðslu. TVú eöa staðfestur veruleikí? Hafliði Gíslason, prófessor í eðlisfræði, er spurður að því hvort kraftur fylgi lögun píramítans? Hann kveður þessar hug- myndir ekkert eiga skylt við eðlisfræði eða raunvemleikann, heldur sé þama um að ræða trú fólks á pýramídaformið. Aðspurður segir Hafliði að ef einhvers konar lok er sett yfir plöntur, hvort sem lokið er sívalt eða pýramídalaga, þá er um leið búið að breyta skilyrðum plöntunnar. „Ég held, í stuttu máli sagt, að þetta sé af- ar óvísindalegt og að þetta sé byggt á sömu trú og alls kyns dulspeki, stjömu- speki og innyflaskoðun. Þetta á ekkert skylt við raunvemleg vísindi", er álit Haf- liða. —sá/JS ið bit í sljótt rakvélarblað, það er að segja ef hliðar pýramídans liggja samsíða segul- sviði jarðar og rakvélarblaðið er látið liggja homrétt á þá hlið sem vísar í norð- ur. Sé grænmeti og ávextir settir undir pýr- amída, þoma þeir en rotna ekki. Ávaxta- börkur verður að vísu hrukkóttur en það sem fyrir innan er helst sem nýtt vikum saman. Mengað vatn verður aftur hreint við það að standa inni í pýramídanum í nokkra daga. Vatn sem staðið hefur inni í pýram- ída virðist fá læknandi eiginleika þannig að hægt er að nota það sem meðal á brun- asár, bólgur og til að bæta meltinguna. Pýramídí til að „lækna mein og þerra tá*“ Þá hafa menn einnig uppgötvað að sár, meiðsli og húðrof gróa fyrr, og höfúðverk- ur og tannpína hverfur, sé hinum sjúka komið fyrir undir pýramída. Áhrif hug- leiðslu á geð manna verða mun meiri og hugleiðsluhæfileikinn eflist sé hugleiðsl- an stunduð undir pýramída. Þetta er hægt sannreyna með því að mæla aukna sveiflutíðni Alfa-bylgja út frá heilanum. Ekki er fyllilega vitað hvers konar orku er um að ræða, en á Kirlian ljósmyndum sést að það er ekki einungis orkusvið inni í pýramída, heldur kemur einnig sterk geislun frá toppi hans. Hún er svo öflug að flugmenn í síðari heimsstyrjöldinni fengu fyrirmæli um að fljúga ekki yfir pýramíd- ana því að öll mæli- og siglingatæki snar- rugluðustviðþað. Fjöldi fólks telur að það sé gott fyrir heilsuna að koma litlum pýramída fyrir undir rúminu. Slíka pýramída er hægt að búa til úr margs konar efni. Aðeins þarf að gæta þess að öll hlutfóll séu þau sömu og í Keopspýramídanum. Pýramídamiðstöð- Pýramídinn (Gisa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.