Tíminn - 11.12.1991, Qupperneq 16

Tíminn - 11.12.1991, Qupperneq 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NtJTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvcgotu ■S 28822 Lausnin er: Enzymnl Nýtt í Evrópu -•£55- EUQO-HAIR á Islandi / 'W I Æ BEngin hárígræðsla aEngin gerfihár -jmF "Engin lytjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigió hár meó hjálp lífefna-orku 091-676331e.ki.t6.oo Tímiini MIÐVIKUDAGUR 11. DES. 1991 Lögreglan og Bifreiðaskoðun að leita uppi óskoðaða bíla: Klippt af bíl sem búið var að skoða „Það er ýtnislegt sem þeir eiga að huga að áður en þeir klippa af bfl- um,“ sagði Karl Ragnars forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands í gær þegar Tíminn spurði hann eftir hverju þeir menn fara sem klippa númerin af óskoðuðum bflum, en í fyrradag voru númer fjarlægð af bfl f Reykjavík sem var fullkomlega löglegur. Karl sagði að í fyrsta lagi væri skoðunarmiðinn athugaður. Ef hann benti til að bíll væri óskoðað- ur þá ættu menn að fletta upp í bif- reiðaskrá og athuga hvort færð haft verið í hana skoðun á viökomandi bfl. Ef svo væri ekki gæti lögreglan klippt númerin af bflnum, en til þess nær valdssvið starfsmanna Bif- reiðaskoðunar ekki. Bfllinn löglegi sem klippt var af í fyrradag hefur skrásetningamúmer sem endar á tölunni 2 og á því að skoðast í febrúarmánuði. Hann var skoðaður síðast í janúar á þessu ári en þá vildi svo illa til að Bifreiða- skoðun átti enga skoðunarmiða. Eiganda bflsins var sagt að hann gæti komið síðar til að fá réttan miða. Af því varð hins vegar ekki. Eigandinn hringdi í Bifreiðaskoð- un í gær og vildi fá númerin aftur, en var þá sagt að gamli skoðunar- miðinn hefði villt um fyrir lögreglu og eftirlitsmönnum. Búið væri að ganga úr skugga um að bfllinn hefði verið skoðaður og gæti eig- andinn sótt númerin eða látið draga bflinn þangað sem númerin væru — að bækistöð Bifreiðaskoðunar íslands. „Við munum að sjálfsögðu greiða úr málum bfleigandans hafi þarna orðið mistök og gera allt til þess, eins fljótt og hægt er,“ sagði Karl Ragnars við Tímann. — En er til of mikils mælst að af- klippimenn komi sjálfir með núm- erin? Karl Ragnars: „Það eru margir hér við afgreiðslu mála og ég hefði kosið það að boðist hefði verið til að koma með númer- in til bfleigandans aftur og setja þau á bflinn," sagði hann. í gærkvöldi höfðu starfsmenn Bif- reiðaskoðunar þegar komið með númerin og skrúfað þau á bflinn og er eigandi hans því aitur orðinn ak- andi. —sá Lán Atv.tr.sjóös Rfldsstjómin ákvað á fundi sínum í gær að framlengja lán Atvinnu- tryggingasjóðs um tvö ár. Þetta var gert að tillögu Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra. Þessi aðgerð kemur til með að kosta ríkissjóð 300-400 milljónir. Samkvæmt lögum verða forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra að samþykkja að framlengja lánum At- vinnutryggingasjóðs. Þetta hafa þeir nú gert. Framlenging lána Atvinnutrygg- ingasjóðs var ein af sjö tillögum sem Þorsteinn lagði fyrir ríkisstjórnina fyrir síðustu mánaðamót. Tvær þessara tillagna hafa nú verið sam- þykktar, þ.e. að stöðva greiðslur í Verðjöfnunarsjóð og frysta lán At- vinnutryggingasjóðs í tvö ár. Þor- steinn sagði í gær að hann væri ánægður með þessa niðurstöðu. Hann sagðist vona að með þeim að- gerðum sem ríkisstjórnin væri nú að grípa til í ríkisfjármálum næðist að lækka vexti. Um afdrif annarra til- lagna sinna sagði Þorsteinn að Iík- lega myndi taka lengri tíma að lækka aðstöðugjaldið en hann hefði kosið, ekki síst nú eftir að búið væri að taka ákvörðun um að færa 700 milljón króna útgjöld frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna. -EÓ Jóhannes Gunnarsson um niðurskurð á framlagi ríkisins til Neytendasamtakanna: Alls ekkert að marka stefnu stjórnarinnar? Aðstandendur myndbandsins, Helgi M. Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands og Sigmar B. Hauksson. Tlmamynd/Áml Bjama. Vélstjórafélag íslands hefur látið gera: Myndband um öryggi vélstjóra í vinnu „Maður hefði nú haldið að þegar skera á niður á Verðlagsstofnun og þá fyrst og fremst í verðlagseftirliti hefði veríð ástæða til að efna Neyt- endasamtökin en það á að skera niður á báðum stöðum,“ segir Jó- hannes Cunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. í síðustu tillögum ríkisstjórnar- innar um aðgerðir í fjármálum rík- isins er staðfest það sem fram var komið að framlag til Neytendasam- takanna verður skorið niður úr fimm milljónum í eina og hálfa. Um leið er stöðugildum á Verðlags- stofnun fækkað um fimm, úr 31 og hálfu í 28 og hálft. Það bitnar fyrst og fremst á verðlagseftirliti. „Þetta er í raun furðulegt og við héldum lengi vel að þetta væru ein- hver mistök. Nú hefur annað því miður komið á daginn. Neytenda- málin eru tekin út úr og skert sér- staklega. Þetta takmarkar alla til verðlagseftirlits. Það kemur okkur mjög undarlega fyrir sjónir því að í stefnu og starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar er lögð mikil áhersla á hagsmuni neytenda. Þegar Morg- unblaðið kynnti hana var fyrirsögn- in „áhersla á markaöslausnir og hagsmuni neytenda". Nú er ráðist á hagsmuni neytenda. Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra, sagði í við- tali við Neytendablaðið í vor, þar segir hann orðrétt: „Enda er ég þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir okkur að styrkja þessi frjálsu félagasamtök en byggja upp stofn- anaveldi eins gert er og í stærri löndum. Engu að síður hefur mál- efnum neytenda verið gert alltof lágt undir höfði og ég vil bæta úr því.“ Ég spyr eru þetta úrbæturnar. Við höfum talið að það þyrfti að efla neytendastarf. Starf okkar er að stórum hluta til starf sem stjóm- völd í nágrannalöndum telja eðli- legt að ríkið reki. Þetta er fráleitt um leið og sama ríkisstjórn ætlar að verða aðili að Evrópsku efna- hagssvæði sem hefur í för með sér mjög aukið vöruúrval og gerir neyt- andanum um leið erfiðara að sjá markaðinn í heild sinni. Þar ættu Neytendasamtökin að koma til liðs við neytendur. Þessi skerðing er í engu samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt, hún er ekki í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar og hún er ekki í samræmi við breytta tíma sem kalla á aukið neytendastarf. Það hefur verið viðurkennt hingað til og það er viðurkennt í nágrannalöndum okkar. Núverandi ríkisstjórn hefur í reynd engan áhuga á neytendamál- um og það eru dapurleg tíðindi," segir Jóhannes Gunnarsson. -aá. Vélstjórafélag íslands hefur staðið fyrir gerð myndbands þar sem fjallað er um helstu hættur í vinnuum- hverfi vélstjóra. í því sambandi má nefna hávaða og ýmis hættuleg efni sem vélstjóri notar við störf sín. Kveikjan að myndbandinu var skýrsla Vinnueftirlits ríkisins frá ár- inu 1983, þar sem gerður var sam- anburður á lífslíkum vélstjóra miðað við aðra þjóðfélagsþegna. í niður- stöðu skýrslunnar kom fram að krabbamein og heilablóðfall eru mun algengari meðal vélstjóra en annarra atvinnustétta. Sigmar B. Hauksson ásamt Plús film sáu um gerð myndbandsins. Myndbandinu verður dreift til nokk- urra skóla. Auk þess verður það til sölu t.d. fyrir útgerðir. -js Frá iðnrekendum til Verðlagsstofnunar: Verslunin Félag íslenskra iðnrekenda segir að kjötvinnslustöðvar hafi Iátið undan þrýstingi frá óformlegum samtök- um kaupmanna um hækkun á smásöluálagningu unninna kjöt- vara. Ótta hafi gætt meðal kjöt- vinnslustöðva um að verslunar- menn taki frekar til sölu þær af- urðir sem bera háa smásöluálagn- ingu en lága. í kjölfar erindis Verðlagsstofnunar til kjötvinnslustöðva um þróun, og að mati Verðlagsstofnunar óeðlilega hækkun, leiðbeinandi smásölu- þrýstir á álagningar að undanförnu hélt Fé- lag íslenskra iðnrekenda fund með fulltrúum kjötvinnslustöðva og þar kom þetta fram. FÍI þykir eðlilegt að Verðlagsstofnun leiti skýringa hjá verslunareigendum. Kjötvinnslu- stöðvar hafi allan hag af því að lækka smásöluálagningu. Það eykur eftirspurn og bætir stöðu unninna kjötvara í samkeppni við annað álegg. FÍI telur hins vegar að af fyrr- greindum ástæðum gæti reynst örðugt að ná fram lækkun smásölu- verðsins. -aá. Öryrkjabandalagið gefur íbúum Langholts- og Vogahverfis jólatré: Ljós tendruð á föstudag Öryrkjabandalag íslands efnir til útihátíðar föstudaginn 13. desember kl. 17.30 við Lang- holtskirkju. Ljós verða tendruð á jólatré sem Öryrkjabandalagið gefur íbúum Langholts- og Voga- hverfis. Amþór Helgason, for- maður öryrkjabandalags ís- lands, segir tilganginn með úti- hátíðinni vera þann að gera mönnum ljóst að það býr birta innra með hverjum einstaklingi, menn verða einungis að þekkja þá rofa sem þarf til þess aö tendra þessi ljós. Arnþór Helgason segir enn fremur að Öiyrlgabandalagið vilji vekja athygli á því að ýmis sambýli fatlaðra séu staðsett í Langholts- og Vogahverfi og sá hópur hefur fallið mjög vel inn í það mannlíf sem þar er lifað. ör- yrkjabandalagiö viU jafnframt snúa til betri vegar þeirri um- ræðu í þjóðféiaginu, sem að und- anförnu hefur átt sér stað um málefni ákveðinna hópa fatlaðra. Arnþór bendir á að vissulega hefur ýmislegt áunnist í málefn- um fatlaðra á undanfomum ár- um og telur ekki rétt að beija að- eins í brestina. Hann segir að Öryrlqabandalagið muni væntan- lega á næsta árí halda áfram með ýmis konar uppákomur. -js

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.