Tíminn - 03.01.1992, Side 2

Tíminn - 03.01.1992, Side 2
2 Tíminn Föstudagur 3. janúar 1992 Háskólaráð fjallaði í gær um tillögur um sparnað í Háskólanum vegna minnkandi fjárveitingar til skólans: Stigvaxandi og harðnandi sparnaðaraðgerðir á árinu Frá fundi Háskóiaráðs, sem haldinn var í gær. Timamynd Ami Bjama Háskólaráð samþykkti á fundi sín- um í gær að taka inn nýnema á vor- misseri skólans, þó að þeir nemar komi ekki til með að geta stundað fullt nám. Þá voru lagðar friun til- lögur fjármálanefndar ráðsins, sem eiga að stuðla að spamaði. Sveinbjöm Bjömsson háskólarekt- or segist ekki vera bjartsýnn á að þær dugi, en ekki verði teknar ákvarðanir um róttækar breytingar, svo sem hætta innritun nýnema, fyrr en í vor. Það veröa því stigvax- andi og harðnandi sparnaðarað- gerðir í Háskóla íslands á árinu, sem ekki er hægt að sjá fyrir afleið- ingaraf. Eins og áður sagði, voru lagðar fram tillögur fjármálanefndar Há- skólaráðs á fundi ráðsins, og eru þær í tíu liðum. Þær eiga að stuðla að spamaði og hagræðingu í rekstri skólans til að mæta þeim niður- skurði á fjárveitingu ríkisvaldsins til skólans, sem er á annað hundrað milljónir króna. Stefnt er að því að samþykkja þær tillögur á næsta fundi ráðsins, sem verður að hálf- um mánuði liðnum. Að sögn há- skólarektors snúast tillögur nefnd- arinnar um almennar reglur til spamaðar og hagræðingar, sem menn innan skólans eiga að hafa sem vinnureglur. Þá verða einstak- ar deildir og kennslueiningar beðn- ar um að finna sjálfar með hvaða hætti þær geta náð niður kostnaði hjá sér. „Við emm hins vegar ekki bjartsýnir á að við getum með þessu móti náð að skera niður eins og til er ætlast. Þannig að þrátt fyr- ir þessar aðgerðir, býst ég ekki við að við sjáum fram úr árinu, en það er þó verið að gera það sem hægt er,“ sagði Sveinbjöm í samtali við Tímann. Á fundi ráðsins var samþykkt að teknir skuli inn nýnemar á vorönn skólans, en búist er við um 200 nemum nú. Það er þó sá fyrirvari á þeirri samþykkt, að vegna takmark- ana á fjárveitingum geta þeir nemar aðeins sótt námskeið þar sem fjölg- un vegna þeirra veldur litlum auka- kostnaði, og því verða ekki búnir til aukahópar fyrir þá nýnema eða að efna til sérstakrar kennslu vegna þeirra. „Við ætlum að reyna að gera þá hluti, sem við höfúm verið að gera hingað til, ódýrari heldur en áður. Til dæmis með því að færa kennslu yfir á ódýrari kennara, kenna ein- ungis annað hvert ár og fleira. Ef það dugar ekki, þá þarf að taka ákvarðanir um að hætta einhverju. Við óttumst hinsvegar að þessar að- gerðir dugi of skammt og að þess vegna verði þrautalendingin, ef ekki rætist úr, að taka verði ákvörðun um hvort það eigi að taka inn ný- nema á haustmisseri. En það er al- veg ljóst að fram á vorið verður óvissa ríkjandi," sagði Sveinbjöm Bjömsson. Þá var kynnt á fúndinum að ætlun- in er að koma upp samráðsnefnd menntamála- og fjármálaráðuneytis og Háskólans, til þess að ráðuneytin geti fylgst með því hvað verið sé að gera. Sveinbjöm sagði að það, sem sneri að skólanum, væri að ráðu- neytin skildu hvað væri að gerast í skólanum og valdhafar fengju tiltrú á að ráðamenn skólans væm að reyna að spara og hagræða. -PS Serbneskir hryðjuverka- menn hóta Jóni Baldvini lífláti. Útlendingaeftirlitið: Tjá sig ekki um öryggis- ráðstafanir Serbnesku hryðjuverkasamtökin Svarta höndin hafa haft í hótunum við Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra íslands, og sagt hann vera í lífshættu. Formleg tilkynning um þetta barst ræðismanni íslands í Þýskalandi skömmu fyrir áramót Þessi sömu samtök hafa hótað að ráða utanríkisráðherra Þýskalands af dögum, og hefur öryggisgæsla um hann verið hert Ástæðan fyrir því að samtökin telja sig eiga sökótt við Jón Baldvin er að ísland varð fyrst vest- rænna þjóða til að viðurkenna sjálf- stæði Króatíu og Slóveníu. Ámi Sigurjónsson hjá Útlendinga- eftirlitinu vildi ekkert um málið segja, þegar hann var spurður hvort gripið hefði verið til einhverra örygg- isráðstafana vegna hugsanlegrar hingaðkomu serbneskra hryðju- verkamanna. Þá er ekki ljóst hvort hótun Svörtu handarinnar er bundin við persónu utanríkisráðherrans eina, eða hvort hugsanlegt sé að hryðjuverkasamtökin muni jafnvel bera niður einhvers staðar annars staðar í íslensku þjóðlífi, enda hafi viðurkenningin á sjálfstæði Slóveníu og Króatíu verið gerð í nafni íslensku þjóðarinnar. Nú um áramótin tók Jón Baldvin við formennsku í EFTA og er hann af þeim sökum mikið erlendis. Dóms- málaráðuneytið hefur gefið upp að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi ráðherrans á ferðum hans, en eðli málsins sam- kvæmt er ekíd gefið upp hvaða ráð- stafanir það eru. Þess má geta að hryðjuverkasamtök- in Svarta höndin stóðu að morðinu á Frans Ferdinand, ríkisarfa Austurrík- is, í Sarajevo í Júgóslavíu, en morðið hratt af stað fyrri heimsstyijöldinni. -EÓ Iþróttamaöur ársins Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjör hennar var mjög afgerandi, en hún hlaut 310 stig af 380 mögulegum. Ár- ið 1991 átti Ragnheiður sitt besta sundár og vakti mikla athygli á smá- þjóðaleikunum í Andorra þar sem hún var kosin mesti afreksmaður leik- anna. Þá setti hún alls sjö íslandsmet á árinu, auk þess sem hún tók þátt í sex alþjóðlegum mótum og komst í úrslit á þeim öllum. Ragnheiður er fyrsta konan í 28 ár sem kosin er íþróttamaður ársins. Sigurður Ein- arsson spjótkastari var í öðru sæti í þessu kjöri, og Eyjólfur Sverrisson Ragnheiöur Runólfsdóttir. Akureyri: Eldur í sjónvarpi Slökkviliðið á Akureyri var kallað út vegna elds í íbúð í fjölbýlishúsi klukkan 17.39 á nýársdag, en þar var enginn heima. Það var nágranni sem tilkynnti um eldinn, sem var laus í stofu, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Tveir reykkafarar fóru inn í íbúðina og réðu niðurlög- um hans. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni, að mestu vegna reyks og sóts. Tálið er að eldurinn hafi komið upp í sjónvarpstæki. -PS Steinunn Sigurðardóttir og Björn Th. Björnsson fá styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins: Fullur styrkur til tveggja Rithöfundarair Steinunn Sigurðar- dóttir og Bjöm Th. Bjömsson hlutu styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins, en styrkjum úr sjóðnum er úthlutað á gamlaársdegi hvers árs. Styrkurinn til hvors þeirra nemur 350 þús. krónum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1956 að frumkvæði Gylfa Þ. Gíslasonar, þáver- andi menntamálaráðherra, og er til- gangur hans að veita rithöfundum styrki til ritstarfa eða undirbúnings fyrir þau, einkum utaníara, eins og segir í stofnskrá sjóðsins. Rithöfundasamband íslands mæltist til þess við stjóm sjóðsins árið 1988 að öll styrkupphæð sjóðsins yrði látin renna til eins rithöfundar hverju sinni, og var það gert þar til nú, að tveir höf- undar eru styrktir. Dr. Jónas Kristjáns- son, formaður sjóðsstjómar, sagði við afhendingu styrksins á gamlaársdag að tekjur sjóðsins hefðu aukist vem- lega að raungildi síðustu árin og því hefði verið mögulegt að veita tveim höfundum fullan styrk. Ástæða þessa væri tvíþætt: annars vegar hefur dag- skrá útvarpsins lengst, útvarpsrásum Steinunn Sigurðardóttir og Björn Th. Bjömsson hlutu styrk úr Rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlaársdag. Tímamynd: ge fjölgað og tekjur sjóðsins, sem byggj- ast á höfundarlaunum vegna notkunar RÚV á verkum rithöfunda, því aukist „Og í annan stað má þakka það að vegna viturlegra umbóta á efnahagslífi þjóðarinnar er nú unnt með forsjálni að ávaxta sparifé, svo að ýmsir ágætir sjóðir fitna nú í stað þess að megrast" sagði Jónas Kristjánsson. —sá 13 Islendincgar fá fálkaoróuna I _ .• V f I / / / J K illlM . w . i . . i i Forseti íslands sæmdi á nýársdag, að tillögu orðunefndar, eftirtalda 13 íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Daníel Guðmundsson, fyrrverandi oddvita og bónda í Hrunamanna- hreppi, riddarakrossi fyrir störf að sveitarstjómarmálum. Guðmund Benediktsson, fyrrv. ráðu- neytisstjóra í Reykjavík, stjömu stór- riddara fyrir störf í opinbera þágu. Hans Jörgensson, fyrrv. skólastjóra í Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu aldraðra. Höskuld Jónsson, forstjóra í Reykja- vík, riddarakrossi fyrir störf að ferða- málum. Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur, Ámesi í Aðaldal, riddarakrossi fyrir störf að fé- lagsmálum. Jón Olgeirsson, ræðismann í Grims- by, stórriddarakrossi fyrir störf í þágu íslands erlendis. Lovísu Ibsen sjúkraliða, Súgandafirði, riddarakrossi fýrir störf að heilbrigðis- málum. Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóra í Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að markaðsmálum sjávarútvegar- ins. Markús Öm Antonsson, borgarstjóra Reykjavíkur, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Othar Ellingsen, forstjóra í Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf að félags- og verslunarmálum. Ragnar Amalds, fyrrv. ráðherra í Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í op- inbera þágu. Sigríði Hagalín, leikara í Reykjavík, riddarakrossi fyrir leiklisL Sigurð Hjaltason, fyrrv. framkvæmda- stjóra á Höfri í Homafirði, riddara- krossi fyrir störf að sveitarstjómarmál- um. —sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.