Tíminn - 03.01.1992, Side 4

Tíminn - 03.01.1992, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 3. janúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Til móts við nýtt ár Áramótin eru liðin. Hinar hversdagslegu annir byrja á ný eftir hátíðamar og lífið fellur í venjulegan far- veg. Forustumenn í íslensku þjóðlífi hafa um áramót- in birt þjóðinni hugleiðingar um liðið ár, og litið til framtíðar. Allt hefur þetta verið með hefðbundnum hætti. Flestir viku að þeirri svartsýni og bölmóði sem nú einkennir þjóðfélagsumræðuna, og allir kepptust við að lýsa áhyggjum sínum vegna þessa, og ekki væri ástæða til þess að örvænta. Hér skal undir það tekið. Þótt efnahagslíf þeirra þjóða, sem við höfum mælt okkur við, sé í lægð um þessar mundir og framtíðaráform í atvinnuuppbygg- ingu hafi ekki gengið upp að sinni, er ekki ástæða til þess að beina allri þjóðfélagsumræðu að kreppu- ástandi og fortíðarvanda. Það er nú mál að linni. Forustumenn ríkisstjórnarinnar með forsætis- ráðherra í fararbroddi virðast því miður hafa litið á það sem sitt höfuðhlutverk hingað til að koma inn í þjóðfélagsumræðuna með þessum hætti. Þannig álíta þeir sig uppíylla best leiðtogahlutverkið. Kreppusöngurinn og umræðan um „fortíðarvand- ann“ dregur kraft og kjark úr þjóðinni. Við íslendingar erum auðugir að náttúruauðlind- um, og það eru þær sem standa undir lífskjörum okkar. Á þeim höfum við byggt upp framleiðsluat- vinnuvegina í landinu, sjávarútveginn og landbúnað- inn. í framhaldinu hefur risið iðnaður og þjónusta, þrátt fyrir lítinn heimamarkað. Margir tala nú eins og þessi undirstaða sé brostin og sú umræða er glæfraleg. Enn hefur sjávarútvegurinn megnað að skila okkur sífellt meiri gjaldeyristekjum, þrátt iyrir minnkandi afla. Umræðurnar um „endimörk vaxtar- ins“ í sjávarútvegi er meira en aldarfjórðungs gömul. Enn í dag er hún jafn niðurdrepandi og hættuleg og hún var þá. Þessi endimörk eru ekki komin, þó vaxt- armöguleikarnir liggi í nýtingu aflans en ekki í aukn- um veiðum. Sama er að segja um landbúnaðinn. Þrátt fyrir samdrátt og miklar breytingar í þeirri at- vinnugrein, er langt í frá að engir möguleikar séu fyrir hendi í sveitum lengur. í öllu talinu um fortíðarvandann hefur gleymst að geta þess sem áunnist hefur. Þjóðin hefur skapað mikinn auð í þekkingu og mannvirkjum, sem mun nýtast framtíðinni. Margt hefur mistekist og svo mun áfram verða. Sé aldrei tekin nein áhætta verða ekki neinar framfarir. Umræðan um tapaðar skuldir og milljarðana, sem búið er að velta yfír á framtíðina, án þess að geta um hið góða samhliða er að drepa þjóðina í svartsýni. Það er mál að linni og stjórnvöld- um væri sæmra að snúa sér nú að því að stýra málum á þann veg fyrir sitt leyti að einstaklingar og fyrirtæki geti borgað skuldir sínar, og hafi möguleika til góðr- ar afkomu. Eftir því fer meðal annars hve mikið af skuldum tapast í framtíðinni. Tíminn vonar að árið 1992 verði landsmönnum öllum gott og gjöfult til lands og sjávar, og þótt blað- ið sé í brimróðri um þessar mundir göngum við ótrauðir til móts við nýtt ár. Lífsbarátta Á íslandi er það viðtekin skoðun að fyrirferð og stærð fjölmiðla sé mælikvarði á hve vandaðir þeir eru og áhrifamiklir. í útlöndum þykir þessi mælikvarði ekki algildur og víða er því svo farið að útbreiddustu blöð- in t.d. eru kennd við sorp og gulan lit og vilja fæstir kannast við að kaupa þau eða lesa. Hinn mikli eintakafjöldi slíkra blaða eykur ekki áhrifamátt þeirra, því allt það blaður og kjaftæði, sem í þau er sett, er mestan part til skemmtunar og dægrastyttingar, þótt sitt sýnist hverjum um hver sú ánægja er sem fæst við slíka fjölmiðlaneyslu. Flest áhrifamikil blöð, sem oft er vitnað í, eru hins vegar yfirleitt gefin út í mun minna upplagi en „vin- sældapressan" og eru jafnvel tíu sinnum minni, ef miðað er við sölutölur. RÓGUR Þegar talað er um litlu blöðin á íslandi, lætur fólkið á útbelgdu fjölmiðlunum eins og þau séu einhver brjóstumkennanleg grey sem ekkert er að marka. Morgunblaðið hefur um alllangt skeið haldið úti unggæðingslegri fjölmiðlaumfjöllun á sunnudög- um. Þar hafa öll blöð, sem ekki fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum, legið undir linnulitlum svívirð- ingum og starfsmenn þeirra rægðir og lítilsvirtir á alla lund og ekki talað um þá í öðrum tóni en að þeir séu leiguþý og flokksþrælar og að þeim beri að út- rýma, þar sem þeir séu sníkjudýr á þjóðfélaginu. (Kommúnistar notuðu lengi skammaryrðið parasit um þá sem þeir þurftu að ryðja úr vegi). Frjáishyggj- an og popphyskið á vegum ríkis og skattgreiðenda hefur ávallt fengið mjög jákvæða umfjöllun hjá fjöl- miðlavitringum Morgunblaðsins. Morgunblaðið er alls ekki eitt um hituna að rægja Tímann og önnur blöð, sem ekki falla í kram frjáls- hyggjunnar. lllgirnislegar smáklausur um réttíeysi minni blaðanna í tilverunni eru algengar um alla Pressuna og DV og víöar. Nú geta höfundarnir glaðst yfir því að um 100 manns hefur verið sagt upp hjá smærri blöðunum og mikið mun það létta á aðþrengdum ríkissjóði að spara sér þá vesælu hungurlús, sem kaup á nokkrum blöðum var í ýmsar stofnanir. Nú ráða ríkisforstjór- arnir að Morgunblaðið eitt og DV eru keypt á þær stofnanir þar sem úrvalið af lesefni var aðeins meira áður. RÍKISBÁKN Framlög ríkisins til stjórnmálastarfsemi flokkanna eru kallaðir blaðstyrkir af þeim sem sjá ofsjónum yfir að til skuli aðrir fjölmiðlar en þeirra eigin. Ríkisútvarpið er marghöfða risi í íslenskri fjölmiðl- un. Allt það yfirþyrmandi bákn er rekið fyrir al- mannafé. Nefskattur sá, sem kallaður er afnotagjald, er lögbundin fjárpynd og þýðir engum undan að víkj- ast að greiða. Því þá senda ríkisstarfsmennirnir hjá Ríkisútvarpinu harðsvíruðum Iögfræðiskrifstofum reikningana til innheimtu og þar er ekkert andskot- ans velferðarkerfi skattborgaranna á ferðinni. En það kemur ríkisstarfsmönnunum í vernduðu umhverfi ríkisstofnunarinnar ekkert við. Þeir fá sína framfærslu og hafa ekki áhyggjur af pen- ingamálum eða rekstrarfé. ÓSMEKKUR Auk lögbundins nefskatts, sem öllum er skylt að borga mánaðarlega, rekur Ríkisútvarpið einhverja öflugustu auglýsingadeild á Norðurlöndum. Þessi auglýsingadeild notar allar þrjár ríkisrásirnar til að auglýsa sjálfa sig og minna skattborgarana á að borga afnotaskattinn. Svona ósmekkleg ríkisstofnun notar aðstöðu sína til að sópa til sín auglýsingatekjum með því t.d. að búa til, útvarpa og sjónvarpa auglýsingum um hve hand- ónýtar blaðaauglýsingar séu. Eina Ieiðin til að ná til fjöldans er í gegnum ríkið, þá stofnun sem ein hefur lagaheimild til að leggja skatt á alla landsmenn til að viðhalda sjálfri sér. Þau dagblöð, sem nú berjast fyrir lífi sínu, hafa nær engar auglýsingatekjur. Þau urðu fyrst undir í þeirri samkeppni og síðan í samkeppninni um almenna at- hygli og útbreiðslu. NÓMENKLATURA RÍKISINS Ríkisútvarpið pantar skoðanakannanir þegar því best hentar og túlkar niðurstöður þeirra með sínum hætti. Þær eru alltaf eins. Fólkið í landinu elskar, dáir og virðir dagskrár og starfsfólk og þarf helst að leita til Norður-Kóreu til að finna slíkt trúnaðartraust á þeim sem hugsar fyrir fólkið og mat- ar það. Þegar nómenklatúra Ríkisút- varpsins telur vernduðu skatta- umhverfi sínu ógnað, svo sem með því að einhver af þremur dægurmálarásum hennar þurfi að sjá um sig sjálf án atbeina skattgreið- enda, rjúka sérgæðingarnir upp til handa og fóta að vemda eign sína og sérréttindi. Nægir að minna á hvernig fyrrum formaður útvarpsráðs var tekinn á beinið fyrir þá hugmynd íhaldsins að selja svosem eina af ríkisrásunum. SKRIÐAN Vafalaust geta þau blöð, sem orðið hafa undir í sam- keppni fjölmiðlanna um auglýsingar og athygli, kennt sjálfum sér um að hafa ekki staðið rétt að út- gáfumálum sínum. En linnulaus óhróður um þau dagblöð, sem stutt hafa aðra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokkinn að málum, hefur líka sín áhrif, ásamt með sjálfsupp- hafningu þeirra fjölmiðla sem enn bera höfuðið hátt. Þegar auglýsingatekjur náigast núllið og langvar- andi sparnaður við útgáfu segir til sín með minni blöðum og fábreyttara efnisvali, er sú skriða komin af stað sem erfitt er að stöðva. Þó skal það reynt. ENN ER VON Um áramót fækkaði starfsfólki Tímans verulega og blaðsíðum fækkar. Blaðið verður nú 12 síður, en Tím- inn var löngum í þeirri stærð áður og jafnvel minni og sinnti sínu hlutverki með prýði. Þeir, sem enn starfa við Tímann, hafa fullan hug á að halda blaðinu úti og munu gera sitt til að halda í horfinu hvað varðar fjölbreytni í efnistökum og leit- ast við að gera blaðið þannig úr garði að það verði áhugavert, en umfram allt áreiðanlegt. Tíminn mun áfram boða frjálslyndi og framfarir, og þótt félags- hyggja eigi ekki upp á pallborðið um þessar mundir, mun Tíminn verða áfram málsvari samvinnu fremur en sundrungar og taka máli þeirra, sem helst þurfa á velferð og félagslegri aðstoð að halda. Það er von þeirra, sem að Tímanum standa, að kaup- endur haldi tryggð við blaðið, þótt síðum fækki um sinn og að velunnarar útvegi enn fleiri kaupendur, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Framtíðin sker síðan úr um hvort íslensk fjölmiðl- un verður eitt risavaxið ríkisbákn, sem nefskattur á alla landsmenn stendur undir, og öflug dagblaðaút- gáfa Sjálfstæðisflokksins, eða hvort enn er þörf fyrir fjölbreyttari skoðanaskipti. Það er undir okkur komið, þeim sem starfa á Tíman- um og þeim sem styðja og styrkja Tímann. OÓ HIHIÍÍTT

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.