Tíminn - 04.01.1992, Síða 2

Tíminn - 04.01.1992, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 4. janúar 1992 Á þriðjudag verður 20.000 jólatijám hent út af heimilum höfuðborgarsvæðisins: Ekki henda jólatrénu í tunnuna! Á mánudag er þrettándi dagur jóla og ef að líkum lætur falla til um 20.000 þúsund jólatré til, þegar heimilisfeður og -mæður höfuð- borgarsvæðisins taka til við að koma jólatrénu út úr stofunni. En hvað á að gera við þau? Taka ruslabflamir svokölluðu við þeim, eða sjáum við þau fjúkandi um götur og torg næstu vikumar? Tíminn hafði samband við Sorpeyð- ingu höfuðborgarsvæðisins og fékk þar þau svör, að Sorpa tæki við jóla- trjám endurgjaldslaust á öllum mót- tökustöðvum sínum og þar yrði að setja þau í svokallaða jarðvegsgáma. Þá kom fram að þeir bflar, sem taka heimilissorp úr sorptunnum við og í íbúðarhúsum, taka ekki við trjánum. Að sögn starfsmanns Sorpu kvíða þeir mikið fyrir þeim tíma sem jóla- trén fara að streyma inn, því um mörg tré væri að ræða og mikil vinna framundan. Þau 20.000 jóla- tré, sem koma af heimilum á höfuð- borgarsvæðinu, verða ekki sett í end- urvinnslu, en þau munu vera gagns- laus til slíkrar vinnslu. Þess í stað verða þau grafin. -PS Sigtryggur Stelnþórsson, starfsmaöur á gámastöö Sorpu við Ánanaust í Reykjavík, sýnir hér hin réttu handtök viö að henda jólatrjám. _____________________________________ Tlmamynd Aml Bjama Steinunn Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs: Sparnaöurinn kemur illa við nýstúdenta „Okkur líst engan veginn á þessi spamaðaráform. Þaö er ljóst að þau koma til með að bitna mjög harkalega á þeim nemendum, sem eru að koma í skólann nú í janúar,“ sagði Steinunn V. Óskars- dóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla íslands, þegar hún var innt álits á tillögum sem lagðar hafa verið fyrir háskólaráð um spamað í rekstri skólans. Steinunn sagði að háskólastúdentar væru almennt mjög óánægðir með að ákvörðun skuli hafe verið tekin um að leggja á skólagjöld. Hún sagð- ist óttast aö Háskólinn verði neyddur til að hækka þessi gjöld á næstu misserum, ef haldið verður áfram að þrengja að skólanum fjárhagslega. Steinunn sagðist búast við að skóla- gjöldin myndu leiða til þess að nem- endum í Háskóianum myndi fækka, ekki síst í hópi þeirra nemenda sem sótt hafa námskeið samhliða vinnu. Hún sagði líklegt að þetta fólk myndi hugsa sig tvisvar um áður en það borgaði um 20 þúsund krónur fyrir að fá að sækja eitt námskeið. Stein- unn sagði þetta leiða til þess að Há- skólinn yrði ekki sú opna stofnun sem hann hefur verið. Ákvörðun um skólagjöld var frestað á síðasta fúndi háskólaráðs, en há- skólarektor hefur lýst því yfir að Há- skólinn komist ekki hjá þvi að hafa þau eins há og Alþingi heimilar, eða um 17 þúsund krónur. Steinunn sagði að háskólanemar hefðu ekki síður áhyggjur af þeim ströngu spamaðaraðgerðum sem framundan væru í Háskólanum. Hún sagði Ijóst að þær myndu koma mjög illa við nýstúdenta, sem teknir verða inn í skólann í janúar, en að óbreyttum forsendum yrðu þær jafn- vel enn harkalegri við þá nemendur sem teknir verða inn á haustmisseri. Steinunn sagði að stjómendur Há- skólans þekktu fáar góðar leiðir til að bregðast við þeim niðurskurði, sem Alþingi hefur ákveðið að fram- kvæmdur verði í skólanum. Hún sagði að skólinn hefði fleiri skyldur við nemendur, sem hafa hafið nám, en við þá sem em að koma inn í skól- ann núna. Hún sagðist engu að síður hafa miklar áhyggjur af því hvemig búið yrði að nýnemum. Fundur verður í Stúdentaráði í næstu viku þar sem rætt verður um skólagjöld og þann niðurskurð sem framundan er í rekstri Háskólans. -EÓ Árnessýsla: Löggan áfram með sjúkraflutningana Ekkert varð úr því að lögreglan í Ámessýslu hætti sjúkraflutning- um í héraðinu um áramót, því henni var tryggt nægilegt fjár- magn til að annast þessa flutn- inga að minnsta kosti þetta árið. Eins og Tíminn greindi frá síð- astliðið haust, var lögreglunni boðaður niðurskurður á þessu ári, að hún fengi ekki að hafa þá fjóra umframmenn sem hún hefur haft fram yfir 20 föst stöðugildi. Þegar þessi staða kom upp, sagði lög- reglan samningnum um sjúkra- flutningana upp, en hún taídi sig ekki geta annast þá með færri en 24 menn í liði sínu. Ráðuneyti fjármála, dóms- og heilbrigðismála unnu sameigin- lega að því að tryggja lögreglunni fjármagn til að geta haldið sínu striki. Árnessýsla er eina hérað landsins þar sem lögreglan annast sjúkraflutninga og þykir það fyrir- komulag hafa gefist vel á ýmsa lund. sbs, Selfossi. Sjálfseitranir ástæða 3,5% innlagna á lyflækningadeild Borgarspítalans: Oftast alkóhól og „dísur“ en ólöglegt „dóp“ fátítt „Óneitanlega kemur það á óvart að ekki skuli finnast nema sex neytendur ólöglega vímuefna í hópi þeirra, sem koma til meðferðar á slysadeild vegna gruns um lyfjaeitrun." Þetta segir f Læknablaðinu um niðurstöður í rann- sóknum á 155 tilfellum um lyfjaeitranir á Borgarspítala á eins árs tímabili. En þar vakti m.a. athygli að aðeins 3,9% tilfellanna urðu rakin til ólöglegra vímuefna (amfetamíns og kannabis). Aftur á móti höfðu 55% sjúklinganna vínanda í blóði, 47% þeirra slatta af bensódíazepínsamböndum og um 10% dijúgan skammt af kódeini, sem komið var úr verkjatöflum. Engin merki fundust hins vegar um kókaín eöa heróín. „Ef notkun þessara (ólöglegu vímu)efna er jafn algeng og af er látið, koma þessir neytendur a.m.k. ekki á slysadeild í þannig ástandi að grunur vakni um eitrun af einhveiju tagi,“ segja greinarhöfundar. Aö rannsókn þessari stóðu þeir Friðrik Sigurbergsson og Guðmund- ur Oddsson á lyflækningadeild Borg- arspítala og Jakob Kristinsson á rann- sóknastofu H.í. í lyfjafræði. Megintil- gang rannsóknarinnar segja þeir vera þann að kanna þátt ólöglegra ávana- og fikniefna (þ.e. amfetamíns, her- óíns, kannabis og kókaíns) í lyfjaeitr- unum á höfuðborgarsvæðinu og hvemig þau tengist neyslu algeng- ustu vímugjafanna, þ.e. áfengis og bensódíazepínsambanda (róandi lyf og svefnlyf). Erlendar rannsóknir hafi sýnt, að í löndum þar sem neysla ólöglegra ávana- og fíkniefna er út- breidd, eigi þau þátt í miklum hluta eitrana sem koma til meðferðar á bráðamóttökum sjúkrahúsa. En víða um heim séu sjálfseitranir með al- gengustu bráðatilfellum á móttöku- deildum sjúkrahúsa. Rannsóknin náði til 155 af þeim 159 einstakling- um, sem komu á slysadeild Borgar- spítala vegna eitrunar eða gruns um eitrun af eigin völdum á tólf mánaða tímabili á árunum 1987/88. Hópur- inn skiptist í 86 konur og 69 karla. En auk þess kom í Ijós að 26 sjúklingar með lyfjaeitrun voru fluttir með neyðarbflnum beint á aðra spítala á tímabilinu. Aðeins 13% sjúklinganna voru send- ir heim eftir rannsókn á slysadeild Borgarspítalans. Stærsti hópurinn, eða rúmlega fjórðungur, var lagður inn á gæsludeild slysadeildar. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild, lyf- lækningadeildir eða geðdeildir Borg- arspítala og annarra spítala borgar- innar. Eitranir eru langalgengastar meðal ungs fólks. Rúmlega þriðjungur hópsins (53 einstaklingar) var á aldr- inum 20-29 ára. Rösklega þrjátíu voru á fertugsaldri og annar eins hóp- ur milli fertugs og fimmtugs. Fáir voru yfir fimmtugt, en hins vegar 17 einstaklingar undir tvítugu, þar af fimm stúlkur 15 ára eða yngri. Dreif- ingin er nokkuð jöfn á daga vikunnar, nema hvað hlutfallslega langflestir koma aðfaranótt sunnudags. Flestir (28%) komu á slysadeild í fylgd að- standenda, í neyðarbfl (21%), með lögreglu (19%) og í sjúkrabíl (18%), en aðeins 13% einir eða með öðrum hætti. Um 1/7 hluti sjúklinganna var í djúpu dái við komu á slysadeild. En flestir höfðu ekki eða lítt skerta með- vitund, þrátt fyrir að sumir þeirra hefðu mikinn vínanda eða lyfjaefni í blóði. Nefnt er slíkt dæmi um 42ja ára konu, sem hafði 4,6 promill etanóls í blóði (hæsta hlutfall sem mældist í könnuninni) og þar til viðbótar stór- an skammt af díasepami (650 mg/ml). Meðalþéttni etanóls í blóði var um 2,1 prómill. En hlutfall yfir 2 prómill ber vitni um mikla ölvun. Athygli vekur, að af þeim 73 einstak- lingum, sem höfðu díazepamsam- bönd í blóði, höfðu 43 einnig neytt áfengis. Ólögleg ávana- og fíkniefni fundust sem fyrr segir einungis í blóði sex sjúklinga, sem allir voru á aldrinum 19-30 ára. Fimm þeirra höfðu notað amfetamín, en þrír kannabis. í tveim tilfellum var því bæði um neyslu am- fetamíns og kannabis að ræða. Tveir misnotendur amfetamíns höfðu einnig tekið mikið magn díazepín- sambanda. Á hinn bóginn þótti at- hyglisvert að ekki fannst alkóhól í bíóði neins þessara fíkniefnaneyt- enda. Engin merki fundust hins veg- ar um kókaínneyslu í þessari rann- sókn, né heldur neyslu heróíns eða morfíns. í viðamikilli rannsókn á sjálfceitrun- um í Ósló 1980 fundust heróín og önnur sterk verkjalyf í 18% allra sjálfseitrunartilfella. í nýlegri rann- sókn háskólasjúkrahúss í Bandaríkj- unum fannst amfetamín í 10% allra blóð- og þvagsýna sem rannsökuð voru vegna gruns um eitrun. Kókaín var jafn algengt og morfín og önnur sterk verkjalyf litlu sjaldgæfari. í rannsókn í bráðamóttöku ástralsks sjúkrahúss fannst kannabis í nær þriðjungi sýna, morfín í 10%, amfet- amín í 6% og kókaín í 1% allra tilvika. „Það kemur greinilega fram í þessari rannsókn að Qöldi eitrana af völdum ólöglegra ávana- og fíkniefna er ekki eins mikill og í svipuðum rannsókn- um frá ýmsum nágrannalöndum," segja greinarhöfundar m.a. í Lækna- blaðinu. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.