Tíminn - 09.01.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 09.01.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 9. janúar 1992 Tryggingaeftirlitið segir Scandia bjóða frá 15% laegri til 40% haerri tryggingariðgjöld: Er þetta byltingin sem fólk var að bíða eftir? „Kannski sjá menn þetta í einhverjum hyllingum — t.d. þeir sem lengi hafa látið sig dreyma um að hingað kæmu útlend tryggingafélög sem byðu gull og græna skóga, og þá gjarnan vitnað til þess að í Svíþjóð séu iðgjöld bflatrygg- inga innan við helmingur eða jafnvel bara þriðjungur af því sem hér er. Nú hefur þetta ræst og lægsta iðgjaldið er í kringum 15% lægra. Er þetta gull og grænir skógar? Er þetta sú bylting sem fólk var að bíða eftir? Eða ætti þetta eiginlega ekki fremur að valda vonbrigðum þeirra sem halda að allt sé grænna hinum megin, og virðast virkilega hafa ímyndað sér að útlendingar kæmu hér færandi fé sem þeir vildu endilega gefa íslendingum fyrir það að valda slys- um í umferðinni. En þannig virðist bísna stór hópur hafa hugsað.“ Af þessum orðum Ragnars Ragn- arssonar hjá Tryggingaeftirlitinu má ráða að hann hefur ekki fengið neina glýju í augun, eins og nú virðist gæta hjá mörgum, vegna þess hvað Scandia ísland færi okk- ur nú mikla lækkun á iðgjöldum bílatrygginganna. Það bjóðast ekki öllum betri kjör hjá Scandia, bendir Ragnar á. Ef t.d. allir bíleigendur mundu flytja tryggingar sínar til þeirra mundu iðgjöld sumra lækka og annarra hækka, en í heild yrði ekki um ið- gjaldalækkun að ræða. Ragnar sagðist því ekki sjá nokkra ástæðu fyrir menn að rjúka upp til handa og fóta í einhverri feikna tauga- veiklun, eins og sums staðar virð- ist nú hafa gripið um sig. Því ekki virðist um nein undirboð að ræða. En Scandia byggi hins vegar sína iðgjaldaskrá upp eftir nokkuð öðr- um hugmyndum um það hvernig iðgjöld skuli deilast niður á ákveðna hópa. Þar komi inn tvö ný atriði; aldur tryggingataka og akstursvegalengd á ári. Samkvæmt útreikningum Ragn- ars getur ráðsettum manni sem hefur áunnið sér háan bónus og ekur litlum bíl, innan við 10 þús- und km á ári, boðist rúmlega 15% iðgjaldalækkun hjá Skandia fs- land. Á hinn bóginn gæti iðgjaldið hækkað allt upp í 40% hjá ungum manni, með minni bónus sem ek- ur mikið, ef hann tryggði hjá fé- laginu. En þá ekki hætta á því að stór hópur eldri og reyndari öku- manna flytji tryggingar sínar til Scandia en hin tryggingafélögin sitji bara uppi með t.d. þá óöruggu sem nýbúnir eru að taka próf og ökunýðingana sem aldrei læra að aka? Ragnar sagðist ekki sjá neitt slíkt fyrir, þótt vissulega virðist þessar breytingar hafa hlotið nokkurn hljómgrunn hjá fólki. En það gefi vitanlega augaleið, að ef svo færi þá þyrftu félögin að taka miklu hærri iðgjöld af hópi slæmra ökumanna. Það sé því m.a. spurningin hvort þessar breytingar geti leitt til þess að gömlu tryggingafélögin okkar endi með svipað uppbyggðar ið- gjaldaskrár og Scandia Island. Ragnar bendir á að grunnhug- myndin að baki trygginga sé sú að menn greiði í sameiginlegan sjóð og úr honum fái þeir óheppnu síð- an greitt til baka en hinir heppnu þurfi þess ekki. Menn taki þannig sameiginlega áhættu. Komi síðan að því að iðgjöld þurfi að vera mjög há leiði það gjarnan til þess að menn fari að líta í kringum sig eftir „svörtu sauðunum", sem valdi þessari miklu iðgjaldahækk- un. Þar með sé komin ástæða fyrir mismunun og sundurgreiningu fólks eftir áhættuflokkun og bónusum. Hversu langt skuli gengið í slíkri sundurgreiningu verði vitanlega alltaf umdeild. En gangi menn þessa braut á enda, og haldi stöð- ugt áfram að tína út undir þessu mottói; „þeir greiði tjónin sem valda þeirn", þá endi það með því að við þurfum ekki tryggingafé- lög. Við greiðum þá ekkert fyrr en við völdum tjóni. En þegar við völdum tjóni verðum við líka að greiða það að fullu. - HEI Ekki íslenski fáninn á sokk- um Kristínar m í þriðjudagsblaði okkar birtum við mynd þar sem Kristín Einarsdóttir alþingismaður sést fagna sjálfsmarki | Rúnars Júlíussonar. í lok mynda- textans kom fram að ekki ef vel væri að gáð sæist að Kristín væri með ís- lenska fánann áprentaöann á sokk- ana. Þarna var þó ekki íslenski fán- inn á ferðinni heldur alþjóðlegt merki kvenna og á meðfylgjandi mynd má sjá sokkana með því merki, þessu til sönnunar. Það skal tekið fram að undirritaður sá ekki betur en um íslenska fánann væri að ræða og biðst því afsökunar á þessu —-I orðum. -PSA'ímamynd Pjetur Aöalfundur fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík vcrður haldinn fimmtudaginn 16. janúar kl 20. Nánar auglýst síðar. Stjómin Rektor Háskóla íslands segir hugsanlegt að skólinn neyðist til að loka einstökum deildum: Neyöist Háskólinn til að loka tannlæknadeild? Bjarni Friðriksson og Carolyn Hearne frá Effemex staðfestu samninginn með handsali. Effemex styrkir Bjarna ólympíufara Styrktarsamningur var nýlega gerður milli Bjarna Friðrikssonar júdómanns og Effemex (söluaðila Uncle Ben’s hrísgijóna), sem styrkir Bjama til æfinga og undirbúnings fyrir ólympíuleikana sem haldnir verða í Barcelona á Spáni í ágúst í sumar. Milligöngu um samninginn hafði umboðsaðiU og innflytjandi umræddra hrísgrjóna, Slátur- félag Suðuriands, sem bendir jafnframt á að hrísgijón séu tilvalin fæða fyrir íþróttamenn sem ná vilja góðum ár- angri í starfí og leik. Sveinbjöm Björasson háskólarektor telur hugsanlegt að Háskóli ís- lands verði á næstu misserum að taka til umræðu að hætta kennslu í einstökum deiidum Háskólans, ef skólanum verður áfram búinn jafnþröngur fjárhagslegur rammi og hann býr við í dag. Sveinbjöra nefndi tannlæknadeiid í þessu sambandi. Hann sagði að sparaaður af lokun deilda myndi ekki skila sér strax því að ljúka þyrfti kennslu þeirra nemenda sem stunda nám í þeim í dag. Sveinbjöm sagði að engin umræða hefði farið fram um þetta í háskólaráði. Menn myndu leita allra mögulegra leiða til spamaðar áður en gripið yrði til svo róttækra aðgerða. Hann sagði þegar ljóst að skólinn gæti ekki sparað eins og að væri stefnt með þeim al- mennu spamaðaraðgerðum sem áformaðar em og því yrði að horfa til harðari aðgerða ef stjómvöld væm ófa- anleg til að veita meira fjármagni til skólans. Sveinbjöm tók fram að ákvörðun um að hætta kennslu í ákveðnum deildum yrði ekki tekin af Háskólanum einum, heldur yrði að fara um það umræða í þjóðfélaginu og hjá stjómvöldum. Slík ákvörðun yrði að taka mið af heildar- þróun Háskólans til lengri tíma. Svein- bjöm nefndi að íyrirhugað væri að setja á stofn sérstaka þróunamefnd Háskólans og hún myndi án efa taka upp umræðu um hugsanlega lokun deilda. ,14enn hafa í þessu sambandi oft nefnt tannlæknadeild. Tánnlæknanám er tiltölulega dýrt nám. Deildin kosta þó ekki nema um 45 milljónir á ári. Það tekur 6 ár að ljúka kennslu þeirra nemenda sem em þar núna í námi. í öðm lagi emm við þar með æviskipaða kennara. Það yrði að greiða þeim biðla- un í eitt ár ef þeirra störf yrðu lögð nið- ur. Þannig að spamaðurinn skilar sér ekki fyrr en eftir nokkur ár. Sú spuming hlýtur jafhframt að vakna hvort við ætlum ekki að reka neinar rannsóknir á sviði tannvemdar og tannsjúkdóma í landinu. Það er hætt við að við yrðum að setja upp sér- staka rannsóknarstofnun í þessum fræðum þó að við kenndum ekki tann- lækningar. Það er því hætt við að spamaðurinn yrði ekki nema kannski helmingurinn af kostnaði við tann- læknadeild og þá er ég ekki viss um að mönnum þyki hann skila nægilega miklu," sagði Sveinbjöm. -EO Eidboð frá Elliheimil- inu Grund í gaer: Eldur í pípu Eldboð kom frá EUihefmilinu Crund um klukkan 14.00 í gær og var siökkviliðið í Reykjavík sent á staðinn. Þegar þangaö var komift, kom í Íjós að einungis var um e!d { píþu hjá einum vist- manna að ræða. Hamt hafði ver- ið svo óheppinn, að sefjast beint undir reykskynjara, þegar hann haíði kveikt í pípustert sfnum. Svo skiiaboðin eru cftirfarandi: Ávallt að horfa upp í loft áður en kveikt er í pípunni! -PS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.