Tíminn - 11.02.1992, Side 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 11. febrúar 1992
ASÍ vísar kjaradeilu sinni viö vinnuveitendur til rfkissáttasemjara:
Samningar komnir í strand
Samningaviðræður ASÍ og vinnuveitenda sigldu í strand í gær og hefur
þeim nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Forysta ASÍ hvetur jafnframt að-
ildarfélög sín til að afla sér verkfallsheimilda hafl þau ekki þegar gert það.
Á fundi samningsaðila í gær voru kynnt drög að nýrri þjóðhagsspá, en í
henni er dregið nokkuð úr svartsýninni sem var í fyrri spá.
ASÍ ítrekaði fyrri kröfur sem fela í sér þegar aflað sér verkfallsheimilda að
launabætur á ýmsum sviðum. Vinnu-
veitendur ítrekuðu jafnframt fyrri af-
stöðu um að þeir myndu ekki fallast á
neinar kröfur sem fela í sér aukinn
kostnað fyrir atvinnulífið. Allt situr
því fast Boltinn er núna hjá ríkissátta-
semjara. Á fund samningsaðila í gær
mætti Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar. Hann birti ekki
nýja þjóðhagsspá á fundinum eins og
búist hafði verið við. Það mun hann
ekki gera fyrr en annaðhvort hafa tek-
ist nýir kjarasamningar eða að sýnt
þykir að þeir dragist mjög. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem Þórð-
ur bar á borð fýrir samningsaðila er
útlit fyrir að samdrátturinn verði ekki
eins mikill og horfur voru á. í stað
þess að vera 6% er nú talað um 4%.
Horfur eru á að viðskiptahallinn verði
talsvert minni, m.a. vegna lægra olíu-
verðs. Hins vegar bendir ýmislegt til
að hátt fiskverð á erlendum mörkuð-
um lækki.
Ásmundur Stefansson, forseti ASÍ,
sagðist líta svo á að eftir fundinn í dag
hafi harkan í kjaradeilunni aukist.
.Atvinnurekendur hafa linnulaust
endurtekið það svar að þeir séu ekki
tilbúnir í neitt sem kosti peninga.
Endurskoðuð þjóðhagsspá, sem sýnir
betri niðurstöðu, virðist engu breyta
um þetta. Það er því ekki um annað að
ræða en að vísa málinu til sáttasemj-
ara og skora á þau félög sem ekki hafa
gera það sem fyrst," sagði Ásmundur.
Kjarasamningar hafa verið lausir síð-
an í september á síðasta ári. Allan
þann tíma hefur verkalýðshreyfingin
leitað eftir samningum, en án árang-
urs. Ásmundur var spurður hvað ASÍ
gæti beðið lengi eftir að eitthvað gerð-
isL
„Ég held að menn eigi ekki að setja
sér einhverja eindaga í málum eins og
þessum. Það verður að ráðast af stöð-
unni frá degi til dags hvemig tekið
verður á málum. Menn fara ekki í
verkfall að gamni sínu. Menn fara ekki
í verkfall nema þeir sjái fram á að það
sé eina leiðin til að ná fram lausn. Það
er augljóst af stöðunni eins og hún er
í dag að það þarf að auka þrýsting á at-
vinnurekendur ef það á að gera sér
vonir um að þeirverði reiðubúniryfir-
leitt til að gera nokkra samninga,"
sagði Ásmundur.
Ásmundur sagði jaftiframt að ef til
átaka kæmi muni menn endurskoða
allar kröfur frá grunni.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði slæmt að
málið skuli nú vera komið til sátta-
semjara. Því fylgi tafir. Óvissutíminn,
sem fylgir lausum kjarasamningum,
verði Iengri. Aukin hætta sé á að til
átaka komi. Þórarinn benti á að óviss-
an magni kreppuna vegna þess að fyr-
irtæki og einstaklingar haldi að sér
höndunum þegar menn vita ekki hvað
er framundan. Þórarinn sagðist hins
vegar ekki líta svo á að aukin harka sé
hlaupin í kjaradeiluna.
Þórarinn sagði að það breytti engu
um afstöðu vinnuveitenda þó að sam-
drátturinn í efnahagslífinu reynist ei-
lítið minni en áður var spáð. Þórarinn
sagði athyglisvert að þrátt fyrir að rík-
isstjómin hafi verið að grípa til að-
gerða sem hafa hækkað verð á opin-
Deiluaðilar ræða stöðuna við sáttasemjara í Karphúsinu í gær. F.v.
Guðiaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Jóngeir H. Hilmarsson,
hagfræðingur Vinnumálasambandsins, og Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Dagsbrúnar.
berri þjónustu, mælist verðbólgan að- komast í gegnum þessa erfíðleika sé að
eins 1%. Hann sagði þetta styrkja von-
ir um að hægt verði að halda verðlags-
hækkunum á árinu innan við 2,5%.
Þórarinn sagði að eina leiðin til að
sitja á öllum hækkunum, jafnt á kaupi
sem öðru. Jafnframt þurfi að lækka
vexti. Með þessu verði hægt að koma í
veg fyrir aukið atvinnuleysi. -EÓ
Heilbrigðisráðuneytið vill að sameining Borgarspítala og Landakots gangi hraðar fyrir sig:
Sjúkrahús Reykjavíkur stofnað
með uppsögnum 2000 starfsmanna
Um helgina samþykktu stjómir
Borgarspítala og Landakotsspítala
að ganga til samninga um stofnun
nýs sjúkrahúss, Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Reiknað er með að í
dag eða á morgun hefjist formlegar
Orðsending
tíl lífeyrisþega
Þann 1. febrúar sl. gengu í gildi breytingar á lögum um almannatryggingar sem varða
grunnlífeyri elli- og örorkulífeyrisþega.
Stærstur hluti h'feyrisþega, eða um 90% þeirra, verður ekki fyrir neinni skerðingu.
Lífeyrisgreiðslur þeirra haldast óbreyttar.
Skerðing grunnlífeyris á sér einungis stað ef atvinnutekjur eru umfram 66 þúsund krónur
á mánuði. Þá skerðist grunnlífeyririnn um 250 krónur fyrir hverjar 1000 krónur í
atvinnutekjum umfram 66 þúsund krónur á mánuði. Greiðslur úr lífeyrissjóðum og
almannatryggingum hafa ekld áhrif til Iækkunar. Slíkar greiðslur skerða ekld
grunnlífeyrinn.
Við mat á atvinnutekjum er miðað við síðasta skattframtal, þ.e. framtaldar tekjur ársins
1990. Hafí atvinnutekjur elli- og örorkulífeyrisþega lækkað frá atvinnutekjunum árið
1990 getur lífeyrisþegi átt rétt á hækkun grunnlífeyris hafí grunnlífeyrir verið skertur
þann 1. febrúar sl. Upplýsingar þar um má fá hjá Tryggingastofnun ríkisins og
umboðsskrifstofum hennar.
Þeir, sem þurfa á frekari upplýsingum að halda um þessar breytingar, vinsamlega
snúi sér til ráðuneytisins í síma 91-609700 eða til Tryggingastofnunar ríkisins í
síma 91-604400.
Reykjavík, 4. febrúar 1992
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
viðræður með aðild heilbrigðis-
ráðuneytisins. Þorkell Helgason,
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra,
segir of snemmt að segja til hvaða
breyting verði á rekstri spítalanna á
þessu ári, en hann gerir ráð fyrir að
starfsfólk nýja spítalans verði færra
en fjöldi starfsmanna beggja spítal-
anna er í dag. Þorkell segist telja að
í fæstum tilfellum verði þessi fækk-
un framkvæmd með beinum upp-
sögnum. Fækkun verði hins vegar
strax á þessu ári.
Þorkell sagði of snemmt að segja til
um hvaða breyting verði á rekstri
spítalanna á þessu ári. Það myndi
skýrast á næstu dögum. Þorkell við-
urkenndi að menn hefðu ekki ná-
kvæmlega sömu skoðanir um hvað
sameining spítalanna ætti að ganga
hratt fyrir sig. „Sumir vilja teygja
þetta upp í þrjú ár eða lengur. Eg
held að ríkisstjórnin vilji að þetta
gangi hraðar fyrir sig þannig að
þetta skili sem fyrst einhverjum ár-
angri,“ sagði Þorkell.
Fyrir áramót vann nefnd undir for-
ystu Páls Sigurðssonar ráðuneytis-
stjóra að tillögum um sameiningu
spítalanna. Sú nefnd gerði ráð fyrir
að sameiningin tæki 5-6 ár og hún
færi ekki að skila sparnaði fyrr en
eftir 2-3 ár. Til að byrja með átti
sameiningin að kosta ríkissjóð um-
talsverða fjármuni. Þorkell var
spurður hvort sameining nú yrði
byggð á tillögum nefndarinnar.
.Auðvitað munum við byggja á
vinnu nefndarinnar, en það þarf
kannski að herða meira mittisólina
en þarna var gert ráð fyrir. Nefndin
vann sitt starf meira á faglegum
grundvelli um hvernig hún vildi að
svona sjúkrahús liti út ef nefndar-
menn hefðu nóg fé til þess að fara út
í þær breytingar sem þeir helst kysu.
Þar eru m.a. breytingar sem eru
lengi búnar að vera á óskalista Borg-
arspítalans," sagði Þorkell.
Þorkell sagðist gera ráð fyrir að
strax á þessu ári verði starfsfólki
fækkað sem vinnur á sjúkrahúsun-
um báðum. Hann sagðist gera ráð
fyrir aö í fæstum tilfelium myndi
þessi fækkun gerast með beinum
uppsögnum. í því sambandi benti
hann á að miklar breytingar verði á
starfsmannahaldi á hverju ári. „Það
má vera að það sé hægt að komast
hjá verulegum uppsögnum, en ég
þykist vita að einhverjar uppsagnir
verða,“ sagði Þorkell.
Þetta rímar ekki alveg við það sem
Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi og
stjórnarformaður Borgarspítalans,
sagði um helgina í samtali við fjöl-
miðla. Árni sagði að ekki yrði um
uppsagnir að ræða á þessu ári.
Fækkun starfsmanna gerðist á þann
hátt að dregið yrði úr nýráðningum.
Jafnframt mátti skilja á Árna að
sameining sjúkrahúsanna tæki
lengri tíma en Þorkell og félagar
hans í heilbrigðisráðuneytinu tala
um.
í heilbrigðisráðuneytinu hefur þeg-
ar verið gerð tillaga um hvernig
þeim fjármunum sem ráðuneytið
hefur til endurúthlutunar af flata
niðurskurðinum sem ákveðinn var í
fjárlögum verður skipt. Þó hefur
ekki enn verið gerð tillaga um
hvernig fjármunum verður skipt
milli stóru sjúkrahúsanna þriggja í
Reykjavík. Hins vegar er búið að
gera tillögu um hvaða upphæð á að
fara til þeirra sameiginlega. Fulltrú-
ar ráðuneytisins munu hitta for-
mann fjárlaganefndar Alþingis og
fulltrúa fjármálaráðuneytisins í dag
þar sem tillögurnar verða kynntar.
Ekki eru liðnir nema fáeinir dagar
síðan starfsmönnum Borgarspítala
var tilkynnt að ekki kæmi til upp-
sagna á spítalanum þrátt fyrir niður-
skurð á fjárveitingum til hans. Um
helgina bárust hins vegar fréttir af
því að líklega yrði öllum 1400 starfs-
mönnum spítalans sagt upp störfum
í kjölfar sameiningar spítalans við
Landakot. Horfur eru á að um næstu
mánaðamót muni þessir starfsmenn
bætast í hóp 600 starfsmanna
Landakots sem þegar hefur verið
sagt upp.
Sigrún Knútsdóttir, formaður
starfsmannaráðs Borgarspítala,
sagði að óneitanlega væru starfs-
menn spítalans í nokkurri óvissu
um framtíð sína. Sigrún sagðist ekki
hafa fengið það staðfest að til stæði
að segja starfsfólkinu upp störfum.
Hún sagði að stjómendur spítalans
hefðu sagt í fjölmiðlum að ef til upp-
sagna kæmi væri einungis um
tæknilegt atriði að ræða. Ekki stæði
til að láta neina uppsögn taka gildi.
Sigrún sagðist vona að þessi yfirlýs-
ing stæðist.
- Óformlegar viðræður hafa farið
fram milli forystumanna starfsfólks
á Borgarspítala og Landakots og fyr-
irhuga starfsmannafélögin að hafa
með sér nánara samráð ef starfsfólki
Borgarspítala verður sagt upp störf-
um. -EÓ