Tíminn - 13.03.1992, Page 4

Tíminn - 13.03.1992, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 13. mars 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrlfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Mikilvægasti markaðurinn Hlutur iðnaðar í útflutningi dregst saman, en hlutur sjávarútvegs eykst að sama skapi. Er þetta öfugþróun, miðað við sókn iðnaðarins allt frá því að ísland gerðist aðili að Fríverslunarbandalagi Evrópu 1970. Allt fram- undir síðasta ár sótti iðnaðurinn á, en nú er hann hlut- fallslega ekki meiri en hann var fyrir tveim áratugum. Upplýsingarnar um þessa neikvæðu þróun komu fram á ársþingi Félags ísl. iðnrekenda, og var á forystumönn- um félagsins að heyra að samkeppnisaðstaðan væri afleit og að íslenskum iðnfyrirtækjum væri gert að greiða hærri opinber gjöld en tíðkaðist í samakeppnislöndun- um. Iðnaðarþjóðirnar eiga í harðri samkeppni og meira og minna fjölþjóðleg fyrirtæki keppa á markaði, sem öllum er opinn. Framleiðsla og markaðssetning er alþjóðleg og takmarkast varla við annað en kaupgetuna. íslenskur iðnaður á í harðri samkeppni um markaði við fyrirtæki úti í heimi, ekki aðeins á erlendum mörkuðum heldur ekki síður á innanlandsmarkaði. Það eru ekki merkileg vörumerki á boðstólum heimsmarkaðsins, sem ekki eiga umboðsmenn og sölurými á íslenska markaðinum. í raun gengur það kraftaverki næst að innlendur iðnað- ur skuli yfírleitt vera til, miðað við þá hatrömmu sam- keppni sem hann verður að standast heima og erlendis. Heimamarkaður er mjög lítill, af augljósri ástæðu. En það er sá sölumarkaður sem er flestum fyrirtækjum mikilvægastur. Ef framleiðsla stenst ekki samkeppni á heimamarkaði, er ekki við því að búast að henni vegni betur annars staðar. Flestar eða allar iðnaðarþjóðir leggja ofurkapp á að fyr- irtækin haldi hlut sínum á heimamarkaði, því það er for- senda þess að þau geti fært út kvíarnar á erlendum mörkuðum. Fátt eða ekkert kæmi innlendum framleiðsluiðnaði betur en stöðug og góð sala á heimamarkaði. Ef almenn- ingur og fyrirtæki legðu sig fram um að kaupa fremur íslenska vöru en erlenda, styrkir það atvinnulíf og bætir lífskjörin betur en flestar ráðstafanir aðrar sem gerðar eru til að efla iðnaðinn. Iðnfyrirtækin verða líka að huga að heimamarkaðinum og gera sér ljóst að hann er sú líftaug sem fikra verður sig eftir til að ná árangri í hörðum samkeppnisheimi. Vöruvöndun og hóflegt verðlag eru þau meðmæli sem ein geta dugað til að iðnaðurinn haldi velli. Nýjunga- girni og eftiröpun eru lélegar framtíðarlausnir. Félag ísl. iðnrekenda gengur öðrum samtökum framar í kröfum um að ísland verði hluti af fjölþjóðlegum við- skiptaheimi og telur sig fullfært um að standast erlend- um keppinautum snúning í þeirri hringiðu allri. Komi til slíks samruna, er fyrirtækjunum hollara að mæta öflug til leiks með styrkan heimamarkað og vel samkeppnisfæra útflutningsvöru. Þótt hlutfallstölur sýni að útflutningsverðmæti iðnað- arvarnings fari minnkandi, er engin ástæða fyrir fyrir- tækin að leggja árar í bát. Innanlandsmarkaðurinn er mikilvægastur fyrir fyrirtækin og fólkið í landinu, og á meðan hann hann heldur velli er iðnaðurinn höfuðat- vinnugrein og undirstaða farsældar. Tlingumálið er það sem heldur þjóðinni saman framar öllu öðru. Því er það ekki að ófyrirsynju á tím- um vaxandi alþjóðahyggju, ferðalaga almennings og efnahagslegs sam- runa í stærri heildir, að hugað sé að stöðu tungumálsins í þessu samfé- lagi. Bóklesturínn Það hefur löngum verið svo að góð- ar bækur og góður texti hefur reynst drýgstur til þess að halda góðu mál- fari. Þeir menn, sem málsnjallastir hafa verið og ritfærastir, hafa yfirleitt að undirstöðu góðar bókmenntir. Á þeim er enginn skortur á íslandi og tungumálinu þarf ekki að hraka þess vegna. Sem dæmi um slíkar bækur ber fyrst að nefha fomsögum- ar, sem eru uppsprettulind seinni tíma bókmennta. Knappur texti fomsagnanna og stíll þeirra er hverjum þeim, sem les, mikill skóli. Af öðrum gersemum, hvað mál og stíl snertir, má nefna bækur Halldórs Laxness. Það er al- veg ótrúlegt hvað sá maður hefur skrifað góðan texta, en hann er auð- vitað dæmigerður um mann sem er víðlesinn í innlendum og erlendum bókmenntum, auk þess að afla sér fanga með einstöku næmi á líf og náttúru. Stór hluti atvinnu greinarhöfundar er að lesa texta. Fyrst ber að nefna lestur blaða, í öðm lagi lestur þing- mála og skýrslur frá hinum ólíkustu aðilum í þjóðfélaginu, þó að stómm hluta frá embættismannakerfi þessa lands. Að loknum slíkum lestri er undursamlegt að opna góða bók og lesa til dæmis setningu eins og þessa: „Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt" Framtíð bókarinnar Eftir magninu, sem gefið er út af bókum árlega, mætti ætla að land- inn læsi mikið. Hitt er óljóst, hverjir lesa bækur reglulega. Hvað liggur mikið af hinni gífurlegu bókaútgáfu ólesið, þrátt fyrir mikla sölu, og hvað fyllir bókahillur landsmanna? Hvaða aldurshópar lesa mest? Fróðlegt væri að gera könnun á þessu, og væri vert Ld. fyrir bókaútgefendur að gangast fyrir því. Það er alveg ljóst að sjónvarp sækir mjög á bókina í baráttunni um tíma landsmanna. Enn hefúr það haldist að mestu að texti sjónvarpsefnis sé þýddur, en sannast sagna er það tímaspursmál hvenær óþýtt efni tek- ur yfir í vemlega auknum mæli frá því sem nú er. Textavarp og ritað mál Nú hefúr ríkisútvarpið tekið sér fyr- ir hendur að koma upp textavarpi. Þetta gerir það að verkum að enn minni ástæða er til þess en fýrr að lesa ritaðan texta, ef þetta textavarp nær mikilli útbreiðslu. Skjárinn býr þá yfir enn fleiru sem lesa þarf eða njóta. Hvaða áhrif hefur þetta á lestur bóka og blaða? Það væri fróðlegt að velta fyrir sér þessari spumingu. Útvarpið og tungu- málið Því miður hafa hinar nýju útvarps- stöðvar ekki sinnt tungumálinu sem skyldi. Alltof oft heyrast ýmsar am- bögur á þessum vettvangi. Það er þó skylt að geta þess, sem vel er gert í þessu efni, en það er að Aðalstöðin er komin með stutt innlegg um ís- lenskt mál. Þessi innskot Guðna Kolbeinssonar em stutt og meitluð og líkleg til þess að festast einhverj- um í minni. Þetta er hluti af því að þessi um- rædda útvarpsstöð er að feta sig inn á meiri fjölbreytni í sinni dagskrár- gerð, heldur en að spila einhæfa tón- list alla daga og láta svokallaða „kjaftasnúða" mala á milli hringing- anna. Auðvitað tekur það vissan tíma fyrir fjölmiðlafrelsið að finna sér farveg, og það em mikil umbrot í þessum málum. Það er þó vonandi að tungumálið standi af sér þau um- broL Þýðingar Eitt það mikilvægasta í varðveislu tungumálsins er að hafa á að skipa góðum þýðendum. Á það bæði við um bækur og þýðingu texta í sjón- varpi. Sem betur fer er löng hefð fyrir góðum þýðingum hérlendis, og ýmsar perlur heimsbókmennt- anna em til í ótrúlega góðum þýð- ingum. Margir hafa verið og em hreinir meistarar á þessu sviði og nægir að nefna nöfn eins og Magnús Ásgeirsson, Helga Hálfdánarson, Geir Kristjánsson, Þorgeir Þorgeirs- son og Guðberg Bergsson. Marga fleiri mætti nefna til sögunnar, en þessir menn koma upp í hugann. Starf þýð- endanna er gífurlega þýðing- armikið fýrir íslenskt menn- ingarlíf og íslenska tungu, en at- vinnuöryggi þeirra, sem áreiðanlega hefur ekki verið mikið í gegnum tíð- ina, er undir því komið að þjóðin haldi áfram að lesa bækur og hafa yndi af góðum bókmenntum. Skólarnir og heimilin Kannske er það mikilvægast af öllu að á hverju heimili sé eitthvað til þess að lesa og skólamir vandi til ís- lenskukennslunnar. Auðvitað verða foreldrar bamanna sem eiga að erfa landið, svo notað sé hátíðlegt orða- lag, að reyna eftir föngum að vekja áhuga þeirra fyrir tungumálinu og bókmenntaarfinum. Framtíð ís- lenskunnar er ekki síst undir þessu komin og því að hver einstaklingur finni til ábyrgðar í þessum efnum. Það er aldrei hægt að skella allri skuld á skóla, fjölmiðla, embættis- menn eða aðrar stofnanir í landinu, ef málfar versnar, þótt vissulega sé ábyrgð þessara aðila mjög mikil. Ég held að íslenskan lifi. Ég er ekki svartsýnn í þessum efnum, þrátt fyr- ir allt. Til þess að svo megi verða, er varðstaða nauðsynleg og stöðug umhugsun um þennan dýra arf. J.K.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.