Tíminn - 13.03.1992, Síða 5

Tíminn - 13.03.1992, Síða 5
Föstudagur 13. mars 1992 Tíminn 5 Bjarni Einarsson: Gildran stendur opin! Undanhaldið er nú á fullu. Fyrst var það landhelgin. Svo kom umræða um að hleypa útlendingum inn í útgerð og fiskvinnslu. Núna leggja ráðamenn mikla áherslu á að aðild að EB sé ekki til umræðu, eins og sakir standa. Verið er að spenna upp sjálfa gildruna, evrópska efnahagssvæðið. Agnið er á sínura stað, auk þess sem ýtt er á eftir með nauðhyggjukenningunni. Ef við látum nú blekkjast og göngum inn í giidruna, mun hún lokast. Nauðhyggja Þröstur Ólafsson skriiar undir heit- inu .JFulIveldi í framandi heimi". Hann segir, að nú verðum við að standa æ meir á eigin fótum, því trompið, sem við höfðum á hendinni, vamarsamningurinn við Bandaríkin, sé líklega bara hundaspil núna. Og hann gefur í skyn, að þegar Þjóðverj- ar fera virkilega að snúa peningunum sínum í austurátt verði staða peðríkis ekki sterk, iíklega vegna þess að Þjóð- verjar hafi þá ekki lengur áhuga á okkur. Kenningin er sem sagt sú að við séum að missa af DEM-strætis- vagninum og þar með sé það víst að við verðum innilokað peðríki og að þjóðin muni lifa við sult og seyru um alla framtr'ð. Þetta er merkilegur hugsunarháttur og mikil ótrú á landi og þjóð. Sér Þröstur virkilega ekki aðra lífsbjörg fyrir okkur en að „blakkmeða" Kan- ann með herstöðinni og selja okkur Þjóðverjum? Er það að standa á eig- infótum? íslenska undríð Við íslendingar höfum orðið það, sem við erum, í krafti eigin mennt- unar, máttar og þeirra auðlinda sem við eigum. Við fengum stjómarskrá og takmarkað löggjafarvald árið áður en Askja gaus og stórskemmdi bún- aðaraðstöðu í blómlegustu byggðum Austurlands. Þá hófúst Ameríkuferð- ir fyrir alvöru. Síðan komu köldu ár- in, tvö sumarlaus ár fyrir norðan, og enn vaxandi landflótti. Þá hófst þétt- býlismyndun á íslandi, þilskipaút- gerð dafnaði á Vestfjörðum, sam- vinnuhreyfingin var stofnuð, Lands- bankinn varð til. Þjóðin beit í skjald- arrendur og barðist fyrir tilveru sinni. Við upphaf nýrrar aldar seldu Danir fiskimiðin okkar fyrir smér og síðan fengum við heimastjóm. Nýr banki var stofnaður með erlendu áhættufé og í kjölfar þess gerðist íslenskt und- ur, miklu merkilegra en margrómað þýskt undur. Á áratug varð tækniby lt- ing á íslandi. Án þess að fá hingað herskara af erlendum tæknimönnum né aðra þróunaraðstoð, vélvæddum við bátaflotann og komum upp stór- um togaraflota. Þetta var stórt stökk fram á við sem heppnaðist, þróunar- afrek sem ég veit ekki betur en að sé einstætt í heimssögunni. Hvað skyldi það þá vera, sem gerir okkur bjargariaus núna? Hefur okk- ur farið svona aftur? Við björgum okkur best sjálf íslenska þjóðin getur enn bjargað sér sjálf, án þess að falla í náðarfaðm eins eða neins. Það sem hún þarftiast frá öðmm þjóðum er eðlilegt sam- starf og viðskipti. Ef Evrópa neitar okkur um slíkt nema því aðeins að hún fái að einoka okkur, segja okkur fyrir verkum og fá vald yfir okkur, getum við snúið okkur í vestur, norðaustur yfir pólinn eða í enn fleiri áttir. Við bjóðum góðar vörur og slík- ar vörur er hægt að selja. Við eigum mikla orku, og hún er af skomum skammti í heiminum. Við eigum mikið af hreinu og tæru vatni, sem aðra vantar. Við eigum fagurt og sér- kennilegt land, sem sífellt fleiri koma til að sjá og njóta með okkur, og við emm meðal menntuðustu þjóða og þekking okkar fer vaxandi og að eðl- isfari erum við frjó og hugmyndarík. Okkur hefur farið mikið fram í að stjóma hagkerfi okkar við afar erfiðar aðstæður, óvenju miklar hagsveiflur einhæfs atvinnulífs. Þrátt fyrir það höfúm við unnið bug á verðbólg- unni. í hagstjóm stöndum við Evr- ópu nú æm.k. jafnfætis og Banda- ríkjamönnum framar. Við höfúm ekkert að gera með úr- tölu-barlóm Þrastar Olafssonar né annarra slíkra, sem sjá ekkert annað en ECU og þýsk mörk, sem hafa gef- ist upp á Islandi og viíja nú hlaupa í opinn náðarfaðm Evrópustórveldis- ins til þess að öðlast Evrópu-nirvana laga- og reglugerðarbálka EB, þann- ig að íslensk lög víki fyrir þeim. Verk- efni Alþingis verður það eitt að af- greiða þessi lög án breytinga og það má aldrei breyta þeim. Mikið af þess- um reglum em miðaðar við sérstak- ar evrópskar aðstæður, sem em ólík- ar aðstæðum okkar, og margar þeirra fjaila um algjör innanlands- máJ okkar, sem koma Brússel ekkert við. 3. Við verðum að taka við öllum nýj- um lögum gagnrýnislaust Að nafti- inu til höfúm við neitunarvald, en ef við beitum því verða allar reglur í viðkomandi málaflokki afnumdar. Ekki er erfitt að ímynda sér þann þrýsting, sem íslensk stjómvöld verða þá fyrir. Við verðum þá álíka og sofa þar í alsælu um eilífð alla. Ja svei. Hlutverk okkar í fjölskyldu þjóð- anna er að vera áfram fúllvalda og sjálfstæð þjóð og halda áfram að sýna, að það er ekki mannfjöldinn sem gildir í samfélagi þjóðanna, heldur atgervi einstaklinganna og menning þeirra. Menning okkar er sterk og eflist stöðugL Hún hefur ávallt þrifist best með því að vera í snertingu við menningu margra þjóða og þannig mun hún eflast áfram. Einokun eins sterks erlends menningarheims á okkur er það sem er hættulegt Fullveldisskerðing í EES-samningi Formælendur samningsins leggja mikla áherslu á að sannfæra okkur um, að honum fylgi engin skerðing fúllveldis. Þetta er endurtekið í sí- fellu sem fullyrðing og fram em færð sérkennileg rök. Nafn greinar Þrast- ar er dæmi um þetta. Hér á eftir verður fullveldisskerðingunni lýsL en það hef ég gert oft áður. Rökum mínum hefur aldrei verið svarað, heldur em fullyrðingamar og vit- leysan endurtekin. Þetta er þekkt að- ferð, það að endurtaka ósannindin nógu oft með nægum hávaða þar til almenningur gefst upp og fer að trúa. Fmmkvöðull að þessari aðferð var Göbbels heitinn. Til þess að spara lesendum tíma, ætla ég að telja atriðin, sem snerta fúllveldið, upp í mjög stuttu máli. Hægt er að fjalla betur um þetta síð- ar, ef tilefni gefsL 1. Okkur verður gert að samþykkja evrópska áætlun um þróun þjóðfé- lagsins okkar, svokallað .Jjórfrelsi". Samkvæmt áætluninni verðum við að opna landið fyrir iðnvamingi (sem við höfúm gert), þjónustu, fiármagni og vinnuafli, ekki eins og okkur hentar best að gera það, heldur eins og Evrópu hentar það. Við afsölum okkur valdi til að ráða sjálf þróun samfélagsins okkar. 2. Við verðum að taka í lög mikla Fyrirheitna landið EVRÓPA, síðari grein. fúllvalda og leppríki Rússa hér á ár- um áður. Formlega vom þau fúll- valda, en þau máttu ekki notfæra sér fúllveldið nema það væri Rússum þóknanlegL 4. Ef erlendur aðili telur að íslensk lög, gömul eða ný, brjóti í bága við reglur EES, getur hann, með milli- göngu stjómvalds í landi sínu, kært Alþingi fyrir dómstólnum í Lúxem- borg. Falli dómurinn honum í vil, verður Alþingi að breyta þessum lög- um eða fella þau úr gildi, gömul lög sem ný. Við höfúm afsalað okkur lög- gjafarvaldi á afturvirkan hátt og sett erlendan dómstól yfir Alþingi. 5. í nýjasta samningnum er fúll- veldisafsalið áréttað skriflega, því nú stendur þar skrifaö að EFTÁ-ríkin fallist á að setja inn í lög sín ákvæði í viðhorfskönnun, sem nýtega fór fram, kom fram að mjög mikill meirihluti íslendinga tjáði sig tilbúinn að taka upp vopn til varnar ættlandinu. Nú er okkur ekki lengur ógnað með hervaldi og því er óþarft að búast núna til vamar gegn þvL Eins og ég hef lýst hér að framan, er ógnin allt önnur og hún er meiri og nálœgari en nokkur ógn sem stafað hefur áður að lýðveldinu okkar. Gegn þessari ógn berjumst við með samstöðu og með penna frekar en með byssu. Enginn þjóðhollur íslendingur getur setið hjá. þess efnis að EES-reglur séu æðri landslögum, ef til árekstra kemur. Úrskurðir EB-dómstólsins vegna deilumála skulu vera endanlegir og bindandi. Ef samningar í deilumáli takast ekki innan EES-nefndar og aðili fellst ekki á að skjóta málinu til EB-dómstólsins, er hægt að fella samninginn úr gildi, sbr. 3. lið hér að ofan. Ég held að enginn réttsýnn maður geti efest um að hér er verið að bijóta stjónarskrána. En þvílíkur er ákafi EES-sinna, að þessum örlagaríkasta milliríkjasamningi, sem ísland hefur staðið gagnvart, skal þröngvað í gegnum Alþingi, jafhvel með litlum atkvæðamun. Svo Iangt er seilst eftir rökum, að því er haldið ffarn að þetta sé ekki fúllveldisafsal, ef Alþingi sam- þykkir það! Hvers vegna láta menn- imir svona? Hvaða hagsmunir standa þama á bak við? Ekki eru það hagsmunir íslensku þjóðarinnar! Ykkur öllum til umhugsunar set ég ffarn afar einfelda skilgreiningu á skerðingu fullveldis. Ef vald okkar yf- ir eigin málum verður minna þann 1. janúar 1993 en það var daginn áð- ur, höfum við orðið fyrir fúllveldis- skerðingu. Það er íslenska þjóðin sem er fúllvalda, en ekki nokkrir al- þingismenn. Þingmenn hafe í öllu felli ekki siðferðislegan rétt til að taka fullveldið af þjóðinni. Margir lög- fræðingar eru þeirrar skoðunar að EES-samningurinn brjóti stjómar- skrána, þannig að þingmennimir hafi heldur ekki lagalegan rétt til þessa. Hér er því um lögfræðilegt álitamál að ræða. Ætla menn virkilega að halda þessu máli til streitu, þrátt fyrir þetta? Hvað er það, sem rekur ykkur svona áffam? S ilfurpeningamir! Menn ræða af hinni mestu alvöru um hve hagkvæmur EES-samning- urinn geti verið fyrir þjóðarbúið. Mér er ógeðfellt að íjalla um þessa hlið málsins, vegna þess að ég tel að fúll- veldi þjóðarinnar sé ekki falt fyrir fé. En okkur er boðið verð og samn- ingamennimir „okkar" og ríkis- stjómin segja að það sé gott verð. Það segja líka iðnrekendur og það segir forseti ASÍ. Úr því þetta mann- val og miklu fleiri samþykkja tilboð- ið, verðum við að skoða aðeins hvemig þessir menn virða fúllveldis- baráttu kynslóðanna. Okkur bjóðast tollalækkanir á fiski og á sumum fiskafurðum, og for- mælendumir segja að þetta sé allt hreinar tekjur fyrir okkur, upp á jafn- vel tvo til þijá milljarða! Þetta er blekking, því það fer eftir markaðsað- stæðum hvemig tollalækkanir skipt- ast á milli kaupenda og seljenda. Fá- um dettur í hug að reikna með meiru en helmingnum í okkar hluL Nú, jafnvel þótt við fengjum 2 millj- arða brúttó fyrir fullveldið, er það samt minna en 10.000 krónur á mann á ári. Nettótalan er öll önnur en reyndar óþekkL því utanríkis- ráðuneytið er ekki að tíunda kostn- aðinn af EES-aðildinni og enn síður af EB-aðild. Þegar það hefur allt ver- ið tínt til, verður nefnilega tap á fyrir- tækinu. Og það er niðurstaðan, íslenska þjóðin getur ekki annað en tapað, hvemig sem reiknað er. Það em ein- hverjir aðrir sem græða, og fyrir þá er þetta gert, en ekki fyrir þig né mig eða bömin okkar. ísland í fjölþjóðlegu og alþjóðlegu samstarfi Þröstur líkir EES- eða EB-samn- ingum við fjölþjóðasamstarf, sem ís- land tekur þátt í núna. í öllu öðm fjölþjóðasamstarfi okkar fer hver þjóð, stór eða smá, með eitt atkvæði. I Evrópusamstarfinu er vægi at- kvæða tengt íbúafjölda landa. Það er augljóst gmndvallaratriði að í slíku fjölþjóðasamstarfi með stórþjóðum verður okkur drekkt í atkvæða- magni. Það, að líkja Evrópudóm- stólnum við Mannréttindadómstól- inn í Strassborg, er enn vitlausara. í fyrsta lagi höfúm við dómara í Strassborg. í öðm lagi er það orðið alþjóðlegt lögmál að mannréttindi fari ekki eftir landamærum, að þau séu mál mannkynsins sem heildar, og því komi ástand mannréttinda í einu landi öllum heiminum við. íslendingar, snúum nú bökum saman og beijumst! í viðhorfskönnun, sem nýlega fór fram, kom ffarn að mjög mikill meirihluti íslendinga tjáði sig tilbú- inn að taka upp vopn til vamar ætt- landinu. Nú er okkur ekki lengur ógnað með hervaldi og því er óþarft að búast núna til vamar gegn því. Eins og ég hef lýst hér að framan, er ógnin allt önnur og hún er meiri og nálægari en nokkur ógn sem stafað hefur áður að lýðveldinu okkar. Gegn þessari ógn beijumst við með sam- stöðu og með penna frekar en með byssu. Enginn þjóðhollur íslending- ur getur setið hjá. Framsóknarflokkurinn er byggður á þjóðlegum gmnni. Hver einasti framsóknarmaður hlýtur því að berj- ast af alefli gegn aðild íslands að EES-samningnum. Gildran stendur opin. Hún heitir Evrópskt efnahags- svæði. Agnið, sem beitt er með fyrir okkur, er ævintýrasagan um Saga business class-farmiða inn í 21. öld- ina. í guðs bænum, opnið þið augun, því þá sjáið þið að okkur er boðið upp á skítuga gripalesL Á næstu mánuð- um getur svo ferið að úrslit ráðisL Vilt þú, lesandi góður, þá fara með þeim Þresti, Jóni Baldvin og hinum Evrópufíklunum, eða viltu beijast með okkur, Samstöðu um óháð ís- land? Ef við verðum nógu mörg, vinnum við. Höfundur á sæti í stjóm Samstöðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.