Tíminn - 13.03.1992, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
HEIÐI WE!
BILAPARTASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrífs
HEIÐI ■ BÍLAPARTÁSALA
Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbœ
Símar 668138 & 867387
riel
/%r HÖGG-
> DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
varahlut
IU
Hamarsböfða l - s.
ÞJONUSTA
MÁLARAR
geta bætt við sig
málningarvinnu úti sem inni
Vönduð og góð vinnubrögð
Sími 670269
ÞÉTTING OG KLÆÐNING
TVÖFALDUR1. vinningur
Timiiin
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1992
BSRB krefst þess að ríkisstjómin svari hvort hún áformi að skerða
réttindi opinberra starfsmanna:BSRB krefst þess að ríkisstjórnin
svari hvort hún áformi að skerða réttindi opinberra starfsmanna:
BSRB vill fá
að sjá spil rík-
isvaldsins
Samninganefndarfundi BSRB og rfldsvaldsins var frestað í gær.
Ástæðan er sú að BSRB krefst þess að fá að vita, áður en eiginleg-
ar samningaviðræður hefjast, hvort rfldsvaldið hafí uppi áform um
að skerða réttindi opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, segir að ef slík áform séu uppi hjá stjórnvöldum
sé ekki grundvöllur til frekari viðræðna um nýjan kjarasamning.
í gær áttu BSRB og samninganefnd
ríkisins stuttan fund þar sem BSRB
krafðist þess að fá að vita hvort ríkis-
valdið væri með einhver áform um
skerðingu réttinda opinberra starfs-
manna. Samninganefndin treysti
sér ekki til að svara þessari spurn-
ingu fyrr en hún hefði ráðfært sig
við fjármálaráðherra. Þess vegna var
ákveðið að fresta boðuðum samn-
ingafundi sem átti að halda síðdegis
í gær. Reiknað er með að samninga-
fundur verði haldinn í dag og þá
liggi afstaða ríkisvaldsins fyrir.
íhaust lagði samninganefnd ríkis-
ins fram hugmyndir sem m.a. fólu í
sér skerðingu á réttindum opin-
berra starfsmanna. Fjármálaráð-
herra hefur einnig viðrað hugmynd-
ir um minni lífeyrisréttindi opin-
berra starfsmanna, afnám biðlauna
o.fl.
í gær ræddu forystumenn ASÍ,
BSRB og KÍ saman um sameigin-
lega kröfugerð sambandanna.
Framhald samningaviðræðnanna er
hins vegar meira og minna í bið-
stöðu meðan beðið er eftir svari rík-
isvaldsins. EÓ
Viðgerð á Ásdísi, Fokker-50 flugvél Flugleiða sem varð að nauðlenda á
dögunum á Keflavíkurflugvelli, er lokið:
Tjónið á Ásdísi
metið á 11
Viðgerð er nú lotdð á Ásdísi, nýrri
Fokker-50 flugvél Flugleiða, en
eins og kunnugt er varð að nauð-
lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli
þar sem nefhjól vélarinnar fór ekki
niður. Beinn viðgerðarkostnaður er
um 11,5 milljónir króna og fellur
hann að undanskildum nokkrum
hundruðum þúsunda á Fokker
verksmiðjumar. Fer vélin í áætlun-
arflug innanlands um helgina.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
Þingmenn kalla eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum, en nefnd vinnur að mótun slíkrar stefnu:
Von er á tillögu um vanda
útvegsins eftir 2 mánuði
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi í gær
að nefnd, sem vinnur að endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar,
muni skila áliti í haust ef þess væri nokkur kostur. Nefndin
muni skila tillögum um bætt rekstrarumhverfi sjávarútvegsins
eftir tvo til þrjá mánuði. Þetta kom fram í svari ráðherrans við
fyrirspum frá Þuríði Beraódusdóttur, varaþingmanni Fram-
sóknarflokksins á Suðurlandi.
Nefnd sú sem Þuríður spurði um
er undir forystu Magnúsar Gunn-
arssonar framkvæmdastjóra og
Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns
utanríkisráðherra. Nefndin var
skipuð síðastliðið haust. Þuríður
spurði ráðherra hvenær nefndin
myndi skila tillögum um endur-
skoðun fiskveiðistefnunnar og til-
lögum um bætt rekstrarumhverfi
sjávarútvegsins.
Þuríður sagði að formenn nefnd-
arinnar hefðu gefið mismunandi
yfirlýsingar um hvenær nefndin
hygðist ljúka störíúm. Magnús
Gunnarsson hefði sagt í viðtali við
Tímann að nefndin myndi Ijúka
störfum og skila áliti í árslok 1992.
Þröstur Ólafsson hefði hins vegar
sagt að nefndin myndi skila af sér
tillögum í haust, hugsanlega
bráðabirgðatillögum í september.
Þuríður sagði að mikill ágreining-
ur væri milli ríkisstjómarflokk-
anna um sjávarútvegsstefnuna.
Flokkarnir hefðu kosið að hvíla
þennan ágreining í nefnd. Á meðan
búi sjávarútvegurinn við óvissu.
„Þegar veiðiheimildir minnka svo
mikið sem nú hefur orðið verður
að gera þá kröfu til stjómvalda að
þau svari skýrt til um það hver eigi
að vera fiskveiðistefna næstu ára.
Verður svifasein og sundurleit
nefnd til þess að blindur leiði blind-
an og undirstöðuatvinnuvegur ís-
lendinga stöðvist um mitt þetta
ár?“ spurði Þuríður.
„Lögin um stjómun fiskveiða gera
ráð fyrir því að endurskoðun lag-
anna verði lokið fyrir árslok. Það
hefur komið fram af hálfu nefndar-
innar að hún mun leggja áherslu á
að reyna að skila áliti eða a.m.k.
áfangaskýrslu fyrr ef þess verður
kostur, en samkvæmt lögunum
hefur hún til þess frest til ársloka.
Nefndinni var ekki einungis ætlað
Þuríður Bernódusdóttir, vara-
þingmaður Framsóknarflokks-
ins á Suðurlandi.
að fjalla um endurskoðun á lögum
um fiskveiðistjóm. Frá upphafi var
ráð fyrir því gert að hún skyldi móta
heildstæða stefnu í sjávarútvegs-
málum og þar á meðal gera tillögur
um aðgerðir til að bæta rekstrar-
umhverfi sjávarútvegsins. Það var
því eðlilegt að skýra hennar hlut-
verk með þeim hætti þegar í ljós
kom hver rekstrarvandi væri á ferð-
inni í sjávarútveginum. Það hefur
komið fram af hálfu annars forystu-
manns nefndarinnar að á næstu
tveimur til þremur mánuðum sé að
vænta tillagna af hálfu nefndarinn-
ar í því efni. Ég tek skýrt fram að
þar er ekki um að ræða almennar
tillögur um aðgerðir í efnahagsmál-
um heldur ráðstafanir í efnahags-
málum til að auðvelda þær óhjá-
kvæmilegu skipulagsbreytingar
sem nú eiga sér stað og munu eiga
sér stað í sjávarútvegi og í þeim til-
gangi að bæta rekstrarumhverfi
hans og tryggja rekstrarstöðu þess-
arar mikilvægu atvinnugreinar að
öðru leyti,“ sagði Þorsteinn.
Margir þingmenn tóku til máls og
gagnrýndu hvemig ríkisstjómin
stendur að endurskoðun sjávarút-
vegsstefnunnar. Greinilegt sé að
ekkert samkomulag sé í nefndinni
frekar en í ríkisstjóminni sjálfri. Þá
hafi ekkert samráð verið haft við
sjávarútvegsnefnd Alþingis eða
hagsmunaaðila þátt fyrir að skýr
ákvæði séu í lögum um slíkt sam-
ráð. Sjávarútvegsnefnd Alþingis
hefur nú skrifað nefndinni bréf og
óskað eftir samráði um málið.
EÓ
millj.
blaðafulltrúa Flugleiða, er tjónið á
Ásdísi, samkvæmt bráðabirgðatöl-
um, metið á um 200 þúsund dollar-
ar, eða um 11,5 milljónir íslenskra
króna og er þá aðeins verið að ræða
um beinan viðgerðarkostnað. Hann
sagði ennfremur að megnið af þeim
kostnaði, lenti á Fokker verksmiðj-
unum, en aðeins lítill hluti viðgerð-
arkostnaðarins kæmi í hlut Flug-
leiða og væri þá verið að tala um
einhver hundruð þúsunda króna.
Inn í þetta dæmi eru ekki reiknuð
þau útgjöld sem Flugleiðir urðu fyr-
ir við að missa vélina úr rekstri, t.d.
þurfti að leigja vél til að sinna hluta
flugsins sem Ásdísi var ætlað að
gera. Einar sagði að þar á móti
kæmi það að Flugleiðir hefðu haft
aukavél á reiðum höndum sem
hefði ekki þurft að skila strax, en sú
vél er greiðsla upp í nýju Fokker
vélarnar. Annar tilfallandi kostnað-
ur mun því lenda á herðum Flug-
leiða, enda mjög lítill.
„í allri úrvinnslu málsins nutum
við skjótrar og góðrar hjálpar frá
Fokker-verksmiðjunum og engin
vandamál komu upp, en það kom
okkur nú ekki á óvart, því ein af
ástæðunum fyrir því að Fokker varð
fyrir valinu var sú góða reynsla sem
við höfum haft af samskiptum við
Fokker-verksmiðjurnar," sagði Ein-
ar Sigurðsson blaðafulltrúi í sam-
tali við Tímann. Eins og áður sagði
verður vélinni flogið í dag til
reynslu og kemur síðan inn í innan-
landsáætlun um helgina eftir um
hálfs mánaðar fjarveru.
PS
Vinnuslys í Nóa-Síríusi:
Slasaður
á hendi
Starfsmaður í sælgætisgerðinni Nóa
og Síríusi var fluttur á slysadeild
slasaður á hendi eftir að hafa Ient
með fingur í vél í vinnslusal fyrir-
tækisins. Atburðurinn gerðist um
klukkan 15 í gær, en maðurinn mun
ekki vera alvarlega slasaður. -PS