Tíminn - 20.03.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. mars 1992 Tíminn 7 Minnkandi mark- aðshiutdeiid 85 86 87 88 89 90 91 I Einingasala á iaunaöan starfsmann Minnkandi framieiðni Miiljaröar dollara Minnkandi hagnaður Atro»: Fortune 85 86 87 88 89 9i i6 87 88 89 90 91 Gamlir dýröardagar. Á sjötta áratugnum var hlutur GM á bandaríska bllamarkaðnum yfir 50% með t.d. slíkum glæsikerrum sem Chevy Lowrider. Bandarískur harmleikur: General Motors stór- tapaði á síðasta ári Hann hefur misst vinnuna hjá GM og fljótlega fylgja 74.000 starfsfé- lagar hans í kjölfarið. Sú var tíðin að General Motors var tákn þróttmikils iðnaðar í Bandaríkjunum, en eftir að það hefur tapað fyrirtækja mest í heimi. er það orðið sorglegt tákn um sjúkdóm. „Þegar þú hefur lesið þessa grein til enda hafa General Motors tapað 300.000 dollur- um til viðbótar." Þetta er yfirskrift greinar eftir Philip Robinson og Andrew Lorenz sem birtist í The Sunday Times nýlega, að vísu stytt George Bush heyrði fréttimar fyrst frá fyrstu hendi. Snemma morguns eins í síðustu viku febrúar tók Bob Stempel, stjómarformaður General Motors, upp símann á skrifstofu sinni í Detro- it og hringdi í Hvíta húsið. Mennimir tveir höfðu síðast átt við- ræður í hraklallaferð Bush til Japan fyrr á þessu ári, þegar þeir sameinuð- ust í að mótmæla óheiðarlegri sam- keppni af hálfu japanskra bílaffam- leiðenda. í símtalinu í febrúarlok voru samræðumar stuttar og komið beint að efninu. Stempel sagði Bush að GM væri í þann veginn að gefa út yfirlýs- ingu um að fyrirtækið hefði tapað fjórum og hálfum milljarði dollara 1991, sem er mesta tap í sögu stórfyr- irtækja. Stempel er 58 ára og hefur gegnt starfi stjómarformanns í 18 mánuði, tók við af Roger Smith. GM er ekki hvaða fyrirtæki sem er Það eru ekki margir stjómarfor- menn sem láta forsetann vita fyrir- fram um niðurstöðu ársreikninga fyr- irtækja sinna. En GM er ekki hvaða fyrirtæki sem er, það er stærsta fyrir- tæki heims og lengi hefur verið litið á það sem tákn um þróttmikinn banda- rískan iðnað. Á sjötta áratugnum bjó forseti GM, „Véla-Charlie“, til orðtakið „Það sem er gott fyrir General Motors er gott fyrir Ameríku". Nú verður GM fyrir skaða og barátta Bush fyrir endurkjöri verður fyrir skaða um leið. Demókrat- ar vom fljótir til að henda á lofti tölur Stempels og sögðu þær enn eina sönnunina um sjúkt efriahagslíf Bandarikjanna. Kauphallarsérfræðingar á Wall Street, sem hafa fylgst með hrapi GM í tap síðan 1989, höfðu búist við slæmum fregnum. Samt urðu jafrivel þeir fyrir áfalli við að komast að þeirri ótrúlegu staðreynd að GM hafði tapað nærri 10 milljörðum dollara 1991 á fólks- og vörubílaframleiðslu sinni í Norður- Ameríku — aðallífæð fyrir- tækisins — sem samsvarar meira en einum og hálfum milljarði ísl. kr. á mínútu. Þessi skelfilega niðurstaða — 3.000 dollara tap á á hveijum hinna 3,5 milljóna fólks- og vörubíla sem GM framleiddi í Bandaríkjunum á liðnu ári — var að hluta til bætt upp með ágóða af bílastarfsemi í Evrópu og öðrum deildum GM, fyrst og fremst fjármáladeildinni og hugbúnaðarfyr- irtækinu Electronic Data Systems í Texas. 429.000 starfsmönnum í Norður- Ameríku færöar fréttimar Eftir að Stempel hafði lokið samtal- inu við forsetann fór hann í beina út- sendingu í sjónvarpi fyrir starfsmenn GM og færði hinum 429.000 starfs- mönnum í verksmiðjum og skrifstof- um GM í Norður-Ameríku þessar slæmu fféttir. Þeir höfðu verið viðbúnir hinu versta síðan í desember sl„ þegar Stempel tilkynnti að fyrir dyrum stæði heljar- mikil hagræðing sem hefði í fór með sér að 74.000 störf — því sem næst fimmtungur bandaríska vinnuaflsins —yrðu lögð niður á næstu fjórum ár- um. Stempel sagði að hagræðingin markaði byltingu í þeim aðferðum sem GM ætlaði að beita framvegis í viðskiptum. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að við þurfum að hafa minna umleikis til að fá hagnað,“ sagði hann. Framvegis yrði GM rekið á „magrari og viðbragðssneggri hátt“ entilþessa. Þetta hljómaði eins og ósvikin trú- skipti á dánarbeði, en margir sérffæð- ingar eru enn ekki sannfærðir um að GM sé full alvara. Öll saga fyrirtækis- ins á síðustu 20 árum hefur borið vitni um getu einangraðrar yfirstjóm- ar, sem hefur komið sér vel fyrir, til að blekkja sjálfa sig um að hún væri að gera raunverulegar breytingar, þegar boðin ffá bílasölum og kauphöllum í Wall Street voru þess efnis að GM væri ennþá sama gamaldags og klunnalega skrímslið. „Stjóm GM hefur talað ámm saman um að fyrirtækið þurfi að breytast til að takast á við ókyrrari og harðari samkeppni á markaði," segir Maryann Keller, sérffæðingur hjá verðbréfafyr- irtækinu Furman Selz og höfundur „Rude Awakening“, bókar um GM. „Samt hefur hún í reynd fylgt stefnu síðustu 20 árin sem merkir að þar þyrfti ekkert að breytasL“ Stefnuleysiö leiddi til stórslyssins á síöasta ársreikningi Afleiðing þessa stefríuleysis hefur verið stöðugt sig þar til ljóst varð stór- slys síðasta ársreiknings. Hlutdeild hinna ff ægu fimm bílategunda GM — Cadillac, Oldsmobile, Pontiac, Buick og Chevrolet — á heimamarkaði féll úr 46% 1979 í 35% á liðnu ári. Afköst- in hjá GM liggja langt að baki þeim sem Japanir hafa náð, en þau em líka, og það kemur meira á óvart, allt að því 40% lakari en hjá Ford, sem löngum hefur verið aðalkeppinauturinn. Það molast utan úr efnahagsreikn- ingi GM. Lánshæfríi fyrirtækisins hef- ur hmnið niður úr öllu valdi og jafrí- vel er efast um að það eigi ffamtíð fyr- ir sér og er svo komið í fyrsta sinn í 83 ára sögu fyrirtækisins. Næstum hvaða annað fyrirtæki sem er væri þegar hrunið undan fargi mistakanna. Þaö var á áttunda áratugnum sem GM varð fyrst vart við kalda vinda samkeppni og hærra bensínverðs. í fyrstu leiddi fyrirtækið einfaldlega hjá sér ógnunina, virtist neita að trúa að Bandaríkjamenn hlypust ffá bensín- gleypunum sínum frá Detroit Þegar Roger Smith, forveri Stem- pels, tók við stjóminni 1981 var öllum orðin Ijós velgengni litlu bílanna ffá Evrópu og Japan, jafrível bílakóngun- um í Detroit Smith tók þá ákvörðun að GM skyldi takast að bera sigurorð af öðmm bflaframleiðendum með því að taka í sína þjónustu nýjustu tækni og skellti sér út í 90 milljarða dollara eyðsluæði sem hafði þann tilgang að færa GM inn á 21. öldina. Að mati þeirra sem gagnrýna GM hvað mest fór mest af því fé í súginn. Vitlausar ákvarðanir á 9. áratugnum afdrifaríkar Um 40 milljörðum dollara var varið til sjálfvirkni eingöngu og sú upphæð sem alls fór í verksmiðjur og tæki var 77 milljarðar dollarar — sem hefði meira en nægt til að kaupa eitthvert japanskt risabflafyrirtæki, hefði GM tekið þann kostinn. Tligum saman vom verksmiðjur búnar bestu tækni sem faanleg var gegn peninga- greiðslu. Því miður var haldið áfram að reka þær á gamla, afkastalitla mát- ann. Jafrível eftir þessa risavöxnu fjárfest- ingaráætlun á níunda áratugnum er GM miklu afkastaminna en keppi- nautamir. Það tekur GM 39 vinnu- stundir að framleiða bfl, Ford 22 og Toyota, afkastamestu og stærstu bfla- framleiðendur Japans, milli 16 og 18. Óhagstæð samskipti við verkalýðsfé- lög halda líka áfram að valda vanda. Á því sviði gerði Smith illt verra. Hann gerði samning við verkalýðsfélag starfsmanna í bflaiðnaði sem lagði frekari steina í götu þess að bæta af- köstin. Samningurinn, sem var und- irritaður 1990, skyldar GM til að ráða einn nýjan starfsmann fyrir hverja tvo sem em reknir, og til að greiða starfs- mönnum full laun þegar þeim er sagt upp tímabundið. Afleiðingin varð augljós þegar sam- dráttartími rann upp og eftirspum minnkaði á markaðnum. GM lokaði fjölmörgum verksmiðjum vegna þess að birgðir söfnuðust upp, en komust að raun um að þeir urðu að greiða tugum þúsunda starfsmanna 95% af launum þeirra fyrir að vera bara heima hjá sér. Hái fastakostnaðurinn reyndist bera í sér banvænan sjúkdóm Það var hár fastakostnaður af þessu tagi sem reyndist banameinið. GM hélt tiltölulega markaðshlutdeild sinni 1991, á sama stigi og 1990 eða 35%. Þegar eftirspumin stórminnk- aði fengu öll bflaframleiðslufyrirtæk- in að finna fyrir því, en GM varð all- sendis ófært um að standa við fasta- kostnaðarskuldbindingar sínar. Af- leiðingin var 10 milljarða dollara tap á bflaframleiðslunni í Bandaríkjunum. í stað þess að skera niður kostnað hellti Smith sér út í rándýra áætlun um að auka á fjölbreytileika fyrirtæk- isins. Hann greiddi tvo og hálfan milljarð dollara fyrir Electronic Data Systems og 5,3 milljarða dollara fyrir flugvéla- og eldflaugafyrirtækið Hug- hes. Kenningin var sú að hátækni- geimþekking Hughes myndi gefa GM yfirburði yfir keppinautana. En sérfræðingar álíta að þó að Hug- hes hafi skilað hagnaði hafi fyrirtækið skilað lágmarkságóða upp í hið geysi- háa kaupverð og lítið lagt af mörkum varðandi tæknihliðina. Maiyann Kell- er segir: „Ég veit ekki hvað þeir ætl- uðu sér að gera með Hughes — búa til bfla sem fljúga býst ég við. Út frá fjárhagslegu sjónarmiði em kaupin á Hughes stórslys." Loks horfst í augu við vandann Loks hefur Stempel horfst í augu við afkastavandann. „Við verðum að fækka vinnustundunum sem það tek- ur að framleiða bfl, fá meira út úr verksmiðjutækjunum, losa okkur við fituna og bæta samhæfinguna milli hönnuða, verkfræðinga og fram- leiðslusérfræðinga," segir hann í blaðaviðtali við Fortune. Seint og um síðir er GM farið að skera niður útgjöld. Skv. endurbóta- áætluninni frá í desember þar sem skera á niður kostnað um 1,8 milljarð dollara, á að vera búið að loka 21 verk- smiðju 1995, og draga þannig úr framleiðslugetu GM um 30%. Stem- pel hefur loks viðurkennt það sem öll- um utan Detroit hefur verið ljóst í a.m.k. áratug, þ.e. að GM snýr aldrei aftur til dýrðardaganna á sjötta ára- tugnum þegar markaðshlutdeild fyr- irtækisins var yfir 50%. Þetta má líta á sem nokkurs konar ffamfór, en hún kann að vera ófull- nægjandi. Að áliti margra sem fylgst hafa náið með GM mun megrunar- áætlunin ekki stöðva langvarandi hnignun GM. Sérstaklega bíða sér- fræðingar eftir því að breytingar verði gerðar á yfirstjóm fyrirtækisins því að án þeirra álíta þeir að umbætumar verði andvana fæddar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.