Tíminn - 20.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 20. mars 1992 57. tbl. 76. árg. VERÐ I LAUSASÖLU KR. 110.- Heitt vatn lak um verksmiðjuhús Delta í Hafnarfirði: Milljónatjón í lyfjaverksmiöju Milljónatjón varö í lyfjaverksmiðjunni Delta í Hafnarfírði um síð- ustu helgi þegar heitt vatn flæddi um allt verksmiðjuhúsnæðið. Rör í hitaveituelemeneti í loftræstinntaki hússins tærðist í sundur og gaf sig. Að sögn Áma Benediktssonar, fram- leiðslustjóra hjá Delta, var það mikil mildi að lítið var á vinnslustigi í verk- smiðjunni þegar óhappið átti sér stað. Hins vegar urðu talsverðar skemmdir á innréttingum og milliveggjum auk þess sem nokkuð af hráefni er ónýtt og einhverju þarf að henda af lyfjum sem flæddi að. Framleiðsla í verksmiðjunni hefur legið niðri í nokkra daga eftir lek- ann. Það voru starfsmenn sem komu til vinnu kl. 08:00 á laugardagsmorgun sem urðu varir við vatnslekann en um sentimetra vatnslag var þá yfir allt verk- smiðjugólfrð. Að sögn Ama Benedikts- sonar kom það talsvert á óvart að rörið hafi tærst í sundur, því elementin séu ekki nema um 10 ára. Nú er unnið að því að skipta um önnur element af sömu gerð og nú þegar hefúr verið komið upp viðvörunarkerfi sem lætur vita um alla Ieka. Aðspurður sagði Ámi það ekki ólíklegt að þeir myndu Iáta kanna ástæðumar fyrir því að nýleg rör tærast eins fljótt og raun ber vitni og vildi hann ekki útiloka að of mikið súr- efni væri í heita vatninu. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mótmælir því fyrirheiti borgarráðs að Hagkaup verði úthlutað risavöxnu þjón- ustusvæði í Borgarholti: Lóðin verði auglýst Borgarráð hefur samþykkt að Hag- kaup hf. verði gefið fyrirheit um út- hlutun verslunar- og þjónustusvæð- is í svokölluðum Kjarna í Borgar- holti II, sem verður byggt upp norð- an við núverandi Rimahverfi í Grafarvogi. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn þessu í borgar- ráði og lagði í gær í framhaldi af því tillögu fram í borgarstjórn þar sem hún gerir það að kröfu sinni að svæðinu verði ekki úthlutað fyrr en það hafi verið auglýst. „Sem borgar- búa finnst mér þetta vera orðin mjög slæm þróun sem hefúr verið að gerast að undanförnu og það má nánast segja að tveir til þrír stór- markaðir séu að verða með alla mat- vöruverslunina á sinni hendi,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi í samtali við Tímann. í greinargerð með tillögu sinni segir Sigrún að eðlilegt væri að allir sætu við sama borð í þessu máli og væri gefinn kostur á að sækja um þessa dýr- mætu lóð. -PS HagnaðurafLandsbanka 1991: Milljaröur í afskriflasjóð 198 milljón króna hagnaður varð af reglulegri starfsemi Lands- bankans í fyrra, en hagnaðurinn nam liðlega 53 milljónum eftir skatta. í báðum þessum niðurstöðutölum hefur verið tekið tillit til eins milljarðs kr. framlags á afskriftareikning útlána. í gær stað- festi Jón Sigurðsson bankamálaráðherra ársreikning bankans með undirskrift sinni á fundi bankaráðs og bankastjómar. Landsbankinn hefur um 65% heild- arútlána til sjávarútvegs, 43% af út- lánum til landbúnaðar, 48% útlána til iðnaðar og 44% útlána til versl- unar. Heildareignir bankans voru 102,1 milljarður kr. í árslok, sem er aukning um 7,4% frá árslokum 1990. Eigið fé bankans var rétt tæp- ir 6,5 milljarðar í lok ársins og hafði þá aukist um 515 milljónir kr. á ár- inu og eiginfjárhlutfallið var um síð- ustu áramót 7,1% samanborið við 6,8% í ársbyrjun 1991. Heildarvaxtamunurvar3,9% þriðja árið í röð. Innlánaaukning var 14,6% á árinu og námu heildarinn- Ián ásamt bankabréfum 62 milljörð- um í árslok. Útlán án erlendra end- urlána jukust um 7,1% á árinu en að meðtöldum endurlánuðum erlend- um Iánum var aukningin 5,3% Stöðugildi hjá Landsbanka íslands í árslok veru 1.120 en voru 1.136 í árslok 1990 og hafði því fækkað um 16. Jón Sigurösson bankamálaráðherra ávarpar bankastjóm og bankaráð áðuren hann undirrítarársreikning Landsbankans, honum á vinstrí hönd eru Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs, og Steingrímur Her- mannsson bankaráðsmaður, en á hægrí hönd ráðherra sitja Krístin Sig- urðardóttir bankaráðsmaður, Björgvin Vilmundarson bankastjóri, Hall- dór Guöbjamarson bankastjórí og Jóhann Ágústsson aðstoðarbanka- stjóri. í KVÖLD verður fyrsta sýning í tilefni Norðlenskra hestadaga sem haldnir eru í Reiðhöllinni nú um helgina. Að sögn för- ráðamanna sýningarínnar er ætlunin með hestadögunum að kynna og minna á norðlenska hesta og hestamennsku, en sýningarnar eru í höndum norð- lenskra hestamanna. Á með- fylgjandi mynd má sjá ísólf Lín- dal Þórisson í atríði sem kallað er Húnvetnskur póstur. Haldnar verða þrjár sýningar. B-keppnin: ísland sigraði Holland 30-20 „Hollendingarnir voru daprir og aðeins tveir sem drifú á markið," er niðurstaða Hilm- ars Björnssonar um hollenska liðið sem ísland vann í gær, en Hilmar er einn þeirra hand- boltasérfræðinga sem við ræddum við eftir leikinn f gær. Sjá blaðsíðu 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.