Tíminn - 24.03.1992, Side 2

Tíminn - 24.03.1992, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 24. mars 1992 Bannað er að setja upp ný Hal- onslökkvikerfi eftir 1. júlí I sumar: Leiðir kannað- ar til að hætta notkun Halons Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur ritað siglingamálastjóra bréf og óskað eftir greinargerð um notkun slökkviefnisins Halon 1301 í skipum og um þær leiðir sem til greina koma til þess að notkun efn- isins verði hætt svo fljótt sem kostur er. Samkvæmt reglugerð frá árinu 1969 á vatnsýri slökkvikerfi, C02 kerfi eða kvoðukerfi, að vera í skip- um. Ekkert er kveðið á um að nota skuli Halon. Hins vegar er heimilt að nota Halon samkvæmt reglugerð frá árinu 1984. Eins og málum er háttað í dag á að takmarka notkun Halon 1301 bæði í skipum og á landi samkvæmt Montreal samþykkt, en í henni er gert ráð fyrir að notkun á efninu verði um 50% af núverandi notkun árið 1995 og árið 2000 verði það ekki lengur í notkun. Samkvæmt Montreal samþykktinni má ekki setja upp ný Halonslökkvikerfi eftir 1. júlí 1992. Halon er ósoneyðandi efni, en jafn- framt besta slökkviefni sem fáanlegt er til notkunar þar sem í senn er mannaumferð og viðkvæmur raf- eindabúnaður, eins og t.d. í vélar- rúmum skipa. -EÓ Þessi sendibifreiö valt eftir harðan árekstur við fólksbifreið á Sæbraut, á móts við Kleppsveg númer 73, taust eftir hádegi í gær. Ekki urðu nein slys á fólki, en eins og sjá má er eignatjón talsvert. Tímamynd Áml Bjama Verðtryggð 1.000.000 aðeins hækkað í 1.001.880 síðan í október: Verðtryggðu lánin nær óbreytt síðan í október Hefðu margir trúað því að sá tími ætti eftir að renna upp að láns- kjaravísitalan okkar (airæmda) hækkaði nær ekkert tímunum sam- an? En það ótrúlega hefur nú gerst að lánskjaravísitalan hefur sára- iítið hækkað, eða aðeins um 0,2% á hálfu ári. Lánskjaravísitalan í apríl verður 3200 stig. í október sl. var hún 3194 stig. Þetta þýðir minna en 0,2% hækkun vísitölunnar á þessu hálfa árí. Þar af er hækkunin milli mars og apríl aðeins um 0,06%. Og þetta þýðir þá um leið að verð- tryggðu skuldirnar — sem áður hækkuðu alltaf og hækkuðu við hverja afborgun — hafa nú sáralítið hækkað þetta hálfa ár, og hreinlega lækkað við afborganir. Svo dæmi sé tekið af 5 milljón króna verðtryggðu láni í október verða verðbætur af því aðeins komnar í rúmlega 9 þúsund krónur nú í apríl. Þetta er mikil breyting, því næstu sex mánuði á undan voru verðbætur samsvarandi láns um 262 þús., eða nær þrjátíu sinnum hærri. Vísitala byggingarkostnaðar hækk- aði um 0,1% milli febrúar og mars. En sökum þess að byggingarvísital- an (byggingarkostnaður) hafði þá lækkað eða staðið í stað um þriggja mánaða skeið, er hún líka aðeins 0,1% hærri nú en fyrir hálfú ári. Þannig gilti byggingarvísitala 187,0 stig fyrir októbermánuð en bygging- arvísitala aprílmánaðar verður 187,2 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur byggingarkostnaður aðeins hækkað um 3,3% samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Launavísitala í mars, 127,8, er óbeytt nú fimmta mánuðinn í röð. Hún hefur hins vegar hækkað um 6,2% frá því í mars fyrir einu ári. Það sama eina ár hefur framfærslu- vísitalan hækkað um 6,9%. - HEI Landssamband lögreglumanna: Löggan berst ein í samningamálum Lögreglumenn ætla ekki að hafa samleið með öðrum opinberum starfsmönnum um gerð nýs kjarasamnings. Þetta var sam- þykkt á þingi Landssambands iög- reglumanna sem haldið var í Vest- mannaeyjum fyrir helgi. Lðg- reglumenn afsöluöu sér vcrkfalls- rétti árið 1986 og vonuðust þeir þá að þeim yrði tryggð réttlát launakjör. Þeir telja að viðmiðun- arsamningur sem þá var gerður hafi skiiað þeim árangrí sem til var ætlast. Þingið lýsti yfir vonbrígðum sín- um með stöðu kjaramála, þar sem ekkert hefur miðað áfram þrátt fyrir að kjarasamningar hafi verið lausir síðan í september. Þá iýsti þingið áhyggjum sínum með þann niðurskurð sem orðið hefur á fjárveitingum til löggæslu. „í samdrætti lífskjara eins og nú steðja að þjóðinni, eykst tíðni alls kyns afbrota sem kallar á aukin verkefni lögreglu. Tclur þingið óæskilegt að flötum niðurskurði sé beitt í löggæslumálum sem og öðrum ríkisrekstri. Þá lýsa lög- reglumenn yfir megnrí óánsgju með launakjör sfn sem þeir telja engan veginn samræmast þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir," segir í fréttatilkynningu frá Landssam- bandi lögreglumanna. Þorgrímur Guðmundsson, sem verið hefur formaður sambands- ins undanfarin 4 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í hans stað var Jónas Magnússon, lögreglu- maður í Reykjavík, kjörinn for- maður. Með honum í stjórn eru Jóhann Jensson, Bergþór Aðal- steinsson, Kristján Kristjánsson, Óskar Bjartmarz, Ingimar Slgól- dal, Jónas Þór, Haraldur U. Har- aldsson og Ragnar Þór Áraason. Hvort eru það skotin eða byssurnar? Remington vísar á Sellier og Bellot Fréttir Tímans af gölluðum Sellier og Bellot æfingaskotum hafa valdið usla meðal þeirra sem selja byssur og skotfæri hér á landi. Hallgrímur Marínósson, umboðsmaður Sellier og Bellot, sagði í Tímanum á fimmtudag að æfingaskotin væru ekki hættuleg, heldur byssurnar sem þau sprínga í og þá sér í iagi Remington byssur. Björn Birgisson, umboðsmaður Remington, segir þetta fáránlega yfirlýsingu, enda hafi hann ekki fengið neina kvörtun yfir byssun- um í tengslum við þetta mál. „Ég vísa þessum fullyrðingum ai- gerlega á bug,“ segir Björn. „Byssu- smiðja Agnars hefur fengið tíu haglabyssur til viðgerðar á tæplega tveimur árum, vegna skota sem hafa sprungið of snemma. Af þeim eru sjö af gerðinni Remington, en þrjár af öðrum tegundum. Skotin eru hins vegar í öllum tilfellum Sellier og Bellot. Ástæðan fyrir því að það eru jafnmargar Remington byssur í þessum hópi og raun ber vitni er einfaldlega sú að þetta hafa verið mest seldu pumpurnar og hálfsjálf- virku haglabyssurnar á íslandi sl. 30 ár.“ - Nú var sá skotmaður, sem rætt var við í Tímanum á dögunum, með Remington pumpu, þegar skot af tegundinni Sellier og Bellot sprakk í skotgeymi hennar. Er mögulegt að þetta hafi verið byssunni að kenna? „Nei, Remington 870 pumpan er mest selda byssan af einstakri teg- und í heiminum, enda búið að fram- leiða hana í 60-70 ár og þar af í 30 ár óbreytta. Það væri mjög ótrúlegt ef einhverjir gallar færu að finnast í þessum byssum í dag. í því tilfelli, sem greinir frá í Tímanum föstudag- inn 13. mars, springur skotið þegar skotinu á undan því er pumpað út úr skotgeyminum. Hvellhetta skotsins springur þegar brúnir þess stöðvast á þar til gerðum hökum aftast í skot- geyminum. Þannig springur hvell- hettan án þess að komið sé við hana. Að kenna byssunni um þetta er fá- - Sellier & Bellot haglaskotin eru háskaleg og springa viö högg sem ekki þarf einusinni að lenda á hvellhettunni, segja umboðsað- ilar Remington. — Remingtonbyssurnar eiga sökina segir umboðsmaður Sellier & Bellot skotanna umdeildu. Tímamynd: Árni Bjarna. ránlegt og hættulegt því að þegar fyrir iiggur að hvellhetturnar springa án þess að komið sé við þær getur það alveg eins gerst þegar skothylkið verður fyrir einhverju hnjaski utan við byssuna. eins og til dæmis ef það dettur niður á stein- steypt gólf.“ Björn vísar þeirri yfirlýsingu Hall- gríms á bug að Sellier og Beilot æf- ingaskotin séu einungis framleidd fyrir tvíhleypur og einhleypur. Hann segist hafa átt samskipti við 20 til 25 skotfæraframleiðendur, lesið frá þeim vörulista, kynnt sér fram- leiðslu þeirra og aldei orðið var við það að framleidd væru sérstaklega skot fyrir einhleyptar og tvíhleyptar haglabyssur. Hann vísar því einnig á bug að erlendis séu einungis notað- ar tvíhleypur við leirdúfuskotfimi. Hálfsjálfvirkar byssur séu einnig notaðar við þessa tegund skotfimi, enda sendi allir framleiðendur slíkra byssna frá sér leirdúfumódel, jafnvel þó að þær séu ekki fluttar inn til ís- lands. -ÁG.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.