Tíminn - 24.03.1992, Page 3

Tíminn - 24.03.1992, Page 3
Þriðjudagur 24. mars 1992 Tíminn 3 í sumar verður við fornleifarannsóknir í Viðey beitt nýrri aðferð við aldursgreiningu á fornleif- um sem ekki hefur áður verið reynd hér á landi: Fornleifar verða kortlagðar áður en byrjað er að grafa Á þessu vori verður í fyrsta skipti notuðu svokölluð jarðsjá við forn- leifarannsóknir á íslandi. Með notkun jarðsjár verður hægt að skoða jarðlög og útlínur fomminja í jörðinni áður en byrjað er að grafa. Þannig verða fornleifarannsóknir markvissari og hægt verður að nýta betur þá fjármuni sem til þeirra er varið. í sumar verður jafn- framt í fyrsta skipti beitt nýrri aðferð við aldursgreiningar á fora- leifum. Þessar nýjungar verða reyndar við uppgröft í Viðey, en þar verða foraleifafræðingar við rannsóknir í sumar, fimmta sumarið í röð. Jarðsjáin byggir á sömu mælitækni og íssjáin sem talsvert hefur verið notuð við rannsóknir á landslagi og jarðlögum undir jöklum. Jarðsjáin er jarðeðlisfræðilegt mælitæki, þar sem notaðar eru rafsegulbylgjur til að greina hluti og lög í jörðinni. Greiningin gmndvallast á endur- kasti bylgnanna frá hlutum og jarð- lögum. Bylgjurnar hafa engin skað- leg áhrif á fomleifar, hvorki lífrænar né ólífrænar. Jarðsjáin verður í fyrsta skipti not- uð við fomleifarannsóknir í Viðey, en þar hefur verið unnið við fomleifa- uppgröft í fimm sumur. Jarðsjáin er í eigu verkfræðistofunnar Línuhönn- unar hf. Línuhönnun veitirÁrbæjar- safni ókeypis afnot af jarðsjánni. Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður stjómar uppgreftri í Viðey. Hún sagði að með notkun jarðsjár væri hægt að kortleggja rústir áður en byrjað væri að grafa. Uppgröfturinn verði þannig mark- vissari. Fomleifafræðingar þurfi ekki lengur að grafa til að leita af sér gmn sem þeir hafa um að mannvistarleif- ar leynist á ákveðnum stað. í Viðey hefur fyrst og fremst verið grafið norðan við Viðeyjarstofu. Þar hefur verið komið niður á rústir af klausturbænum. Margrét sagði að ef litið væri til staða þar sem vitað er að klaustur hafa verið staðsett, eins og á Munkaþverá og Þingeymm, verði að telja mjög líklegt að rústir sjálfs Við- eyjarklaustur séu staðsett sunnan við Viðeyjarstofu. Hún sagði að með jarðsjánni yrði hægt að fá þennan gmn staðfestan. í sumar verður einnig í Viðey notuð í fyrsta skipti ný aðferð til að aldurs- greina fomleifar hér á landi. Aðferð- in byggir á því rannsaka muni úr leir og leirkerjabrot sem finnast í jarð- lögum með tillit til rafsegulstefnu jarðar. Þegar leir er brenndur aðlaga mólikúl í leimum sig að rafsegul- stefnu jarðar. Rafsegulstefna jarðar breytist og því er rafsegulstefna brennds leirs mismunandi á mis- munandi tímum. Með því að mæla hver stefna er í leimum er hægt með mikilli nákvæmni að tímasetja leir- inn. Til þess að hægt sé að nota þessa aðferð þarf að skilgreina rafsegulsvið íslands og hvemig það hefur breyst í aldanna rás. Unnið hefur verið að því í vetur. Hér á landi hefur aldur mannvistar- leifa aðallega verið greindur með viðmiðunum í öskulög sem vitað er hvenær féllu og hinni svo kölluðu C- 14 aðferð. Margrét sagði að það væri mikill kostur að geta byggt aldurs- greiningu á fleiri mæliaðferðum þannig að hægt sé að bera þær sam- an. Auk þess væri hægt með þessari aðferð að greina aldur fomleifa mun nákvæmar en með öðrum aðferðum, allt niður í 10 ára nákvæmni. Aðferð- in hefur mikið verið notuð við fom- leifarannsóknir í öðmm löndum. Fomleifarannsóknir í Viðey halda áfram í sumar, en búist er við að þar verði grafið í þrjú til fimm sumur til viðbótar. Nýlega kom út skýrsla á vegum Árbæjarsafns um fomleifa- rannsóknimar í Viðey. -EÓ Dómarar skipaðir Forseti íslands hefur samkvæmt tillögu Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, skipað Georg Kr. Lámsson, settan borgardóm- ara, sýslumann í Vestmannaeyj- um. Forsetinn hefúr einnig skip- að Halldór Halldórsson, dómara- fulltrúa, héraðsdómara við hér- aðsdóm Norðurlands vestra og Hervöru Þorvaldsdóttur, dóm- arafulltrúa, héraðsdómara við héraðsdóm Vesturlands. Þre- menningarnir taka til starfa 1. júlí. -EÓ Allar hindranir í viðskiptum EFTA og Tékkóslóvakíu með sjávarafurðir falla niður 1. júíí: Eiður undirritar Um helgina undirritaði Eiður Guðnason umhverfisráðherra, fyrir hönd utanríkisráðherra íslands í Prag í Tékkóslóvakíu, fríverslunar- samning milli EFTA ríkjanna og Tékkóslóvakíu. Samningurinn hef- ur það m.a. í fÖr með sér að allar hindranir í viðskiptum EFTA ríkja og Tékkóslóvakíu með sjávarafurðir falla niður 1. júlí næstkomandi. Samvinna EFTA ríkjanna og Pól- lands, Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands hefur stöðugt aukist samhliða þróun þeirra síðarnefndu í átt til lýðræðis og frjálslegri viðskipta- hátta. EFTA og ríkin þrjú undirrit- uðu í Gautaborg í júní 1990 yfirlýs- ingar um aukna samvinnu á sviði viðskiptamála, umhverfismála, ferðamála, flutninga o.fl. Árið 1991 hófust samningaviðræður um frí- verslunarsamninga milli EFTA ríkj- anna annars vegar og Póllands, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands hins vegar. Fríverslunarsamningur- inn sem var undirritaður um helg- ina er sá fyrsti sem er lokið við. Samningurinn felur í sér fríverslun með iðnaðarvörur og allar sjávaraf- urðir. EFTA ríkin munu að mestu leyti fella niður alla tolla og aðrar hindranir frá gildistöku samnings- ins í viðskiptum við Tékkóslóvakíu meðan Tékkóslóvakía mun gera það smám saman á tíu ára aðlögunar- tíma. Allar slíkar hindranir í við- skiptum með sjávarafurðir munu af beggja hálfu falla niður við gildis- töku samningsins, sem er 1. júlí næstkomandi. -EÓ Grunnskólinn á Seyðisfirði. Seyðfirðingar mennta sig meðan deyfð er yfir at- vinnulífi staðarins: Fimmtán vélaverðir út- skrifaðir á Seyðisfirði Fyrir skömmu voru útskrifaðir á Seyöisfirði 15 vélaverðir, þ.e. fyrsta stig í vélstjóranámi. Námið veitir þeim réttindi til að vera fyrsti vélstjóri að 300 ha. vél og annar vélstjóri að 1000 ha. vél. Kennslan var í umsjón grunn- skólans á Seyðisfirði í samvinnu við Verkmenntaskólann á Neskaupstað og Vélskóla íslands. Almenn ánægja var með þetta nám og er vonast eftir að framhald veröi á því, en fram að þessu hafa íbúar á Seyðisfirði haft fá tæki- færi til framhaldsmenntunar í sinni heimabyggð. Að sögn Péturs Böðvarssonar, skólastjóra grunnskólans, voru nemendumir allir heimamenn sem hefðu ekki farið í nám ef ekki hefði verið boðið upp á þetta nám á Seyð- isfirði. Um er að ræða fjölskyldu- menn sem eru í fullri vinnu, margir í vélsmiðjunum og loðnubræðslun- um á staðnum. Pétur sagði að ákveðið hefði verið að koma þessu námi á fót í haust þegar deyfð var í atvinnulífi bæjar- ins og vinnutími manna var með stysta móti. Kennsla fór fram síðla dags, á kvöldin og um helgar. IVélskóla íslands er fyrsta stig í vélstjóranámi kennt á einni önn, en námsefnið var kennt á lengri tíma á Seyðisfirði. Ástæðan er að nemend- ur voru í vinnu samhliða námi. Auk þess var gert hlé á náminu meðan síldarvertíð stóð sem hæst. Pétur sagði að ekki hafi áður verið boðið upp á vélstjóranám á Seyðis- firði, en áður hafa verið haldin nám- skeið í skipstjórnaréttindum (pungapróf). Hann sagði að mikill áhugi væri á að halda þessum nám- skeiðum áfram, en líklega yrði kennt eitthvað annað en vélstjóra- réttindi þar sem búast megi við því að þörfin fyrir slíkt nám sé mettuð a.m.k. næstu tvö til þrjú ár. Námið er greitt með skólagjöldum að hálfu leyti og að hálfu af farskóla Neskaupstaðar. -EÓ o o Aðalfundur Aöalfundur íslandsbanka hf. áriö 7 992 veröur haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu, mánudaginn 6. apríl 1992 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf í samrœmi viö 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar, sem vilja fá ákveöiö mál tekiö til meöferöar á aöalfundinum skulu í samrœmi viö ákvœöi 16. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um þaö til bankaráös, Kringlunni 7, í síöasta iagi 26. mars 1992. Aögöngumiöar aö fundinum og atkvœöaseölar veröa afhentir hluthöfum eöa umboösmönnum þeirra í útibúi íslandsbanka, Kringlunni 7, 1., 2. og 3. apríl nœstkomandi kl. 9.15 - 16.00 svo og á fundardegi. Ársreikningur félagsins fyriráriö 1991, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, veröur hluthöfum til sýnis á sama staö. Reykjavík, 20. mars 1992. Bankaráö íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.