Tíminn - 24.03.1992, Page 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 24. mars 1992
1 1 MINNING
Vilhj álmur Þór Þorbergsson
Fæddur 4. ágúst 1931
Dáinn 17. febrúar 1992
Mánudaginn 17. febrúar barst mér
sú fregn út á sjó aö mágur minn,
Vilhjálmur Þór Þorbergsson, hefði
andast þá um daginn. Þar var sann-
arlega góður maður genginn langt
um aldur fram. Hafði Vilhjálmur,
eða Villi eins og hann var oftast
kallaður, barist með einstökum
hetjuskap í rúm fimm ár við illvígan
sjúkdóm og einkenndist sú barátta
reyndar af þeim eiginleikum sem
einkenndu Vilhjálm alla tíð, eða
karlmennsku, trú á lífið og það
góða sem það býr yfir, bjartsýni,
baráttuþreki og ásetningi um að
gefast ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana.
Sár söknuður og biturleiki fylltu
huga minn eftir þessa fregn og
beindist biturleikinn að því hversu
óréttlátt lífið getur verið og hversu
mannlegur máttur má sín lítils
frammi fyrir almættinu.
Kynni mín af Villa hófúst fyrir
röskum 25 árum, er ég þá 8 ára
snáði fluttist með foreldrum mín-
um og systkinum vestan frá Barða-
strönd suður til Reykjavíkur, en
nokkru áður höfðu María, elsta
systir mín, og Villi hafið sambúð og
bjuggu í lítilli, vinalegri íbúð á
Smáragötunni í Reykjavík.
Skipar þessi litla íbúð á Smáragöt-
unni alveg sérstakan sess í huga
mínum, því að segja má að út frá
henni hafi litli sveitadrengurinn
skoðað og kynnst nýjum heimi, sem
höfuðborgin og nágrenni hennar
voru í hans augum. Það er sérstak-
lega ljúft að minnast þess hversu vel
Villi tók okkur systkinunum og
hversu fórnfús og elskuleg þau Villi
og María voru gagnvart okkur
systkinunum, okkar fyrstu misseri í
höfuðstaðnum.
Nú liðu árin, en aldrei Ieið langur
tími milli þess að við hittum Möddu
og Villa, ýmist í Reykjavík eða uppi
á Akranesi þar sem við bjuggum um
nokkurra ára skeið.
Vilhjálmur var einstakur maður að
flestu leyti. Hann var hvers manns
hugljúfi, harðduglegur, iðjusamur
og féll aldrei verk úr hendi. Hann
var ávallt reiðubúinn að rétta öðr-
um hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Þá var hann mikill hagleiksmaður
og þúsundþjalasmiður og gilti þá
einu hvort hann var í eldhúsinu við
matargerð, fékkst við bflasmíði eða
húsbyggingar.
Sá tími, sem ég kynntist Vilhjálmi
hvað nánast, var einmitt er hann
vann við að byggja fallegt einbýlis-
hús suður í Vogum á Vatnsleysu-
strönd er þau fluttust síðar í. Ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
fá að aðstoða hann framan af á
byggingartímanum og er mér það
til efs að ég hafi í annan tíma lært
eins mikið á jafnskömmum tíma og
dáðist ég mjög að kunnáttu Vil-
hjálms og útsjónarsemi.
Nú seinni árin bar fundum okkar
allt of sjaldan saman og má sjálfsagt
rekja ástæður þess til þess hversu
vel manni hefur tekist að tileinka
sér Iifnaðarhætti nútímaþjóðfélags,
þ.e. að hafa ekki tíma til að lifa líf-
inu lifandi, vera upptekinn af sjálf-
um sér og lífsgæðakapphlaupinu og
það er sárt til þess að vita að ást-
vinamissi þurfi til að maður ranki
við sér og hugsi hvað maður sé að
gera sjálfum sér og þeim sem næst
manni standa.
Já, það er sannarlega sárt að sjá á
eftir manni sem Vilhjálmi, en hugg-
un mín er sú að eiga minninguna
um þennan mikilhæfa mann og
vitneskjuna um að það eitt að kynn-
ast slíkum manni göfgar líf manns
um ókomin ár.
María og Vilhjálmur eignuðust tvö
börn og eru þau Kristín, 25 ára, og
Vflhjálmur Þór, 17 ára.
Ég vil að lokum, elsku Madda,
Kristín og Villi Þór, fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar votta ykkur mína
dýpstu samúð og vona að góður guð
verði með ykkur og öllum þeim er
um sárt eiga að binda.
Sturla Einarsson
FLUGMÁLASTJÓRN
ATVINNUFLUGMAÐUR 1. FLOKKS (ATP)
Bóklegt námskeið
Skóli Flugmálastjórnar mun standa fyrir bóklegu námskeiði fyrir
verðandi atvinnuflugmenn 1. flokks (ATP) í lok apríl n.k., ef næg
þátttaka verður.
Kennt verður í kennsluhúsnæði Flugmálastjómar á Reykja-
víkurflugvelli.
Þeir atvinnuflugmenn, sem vilja taka þátt í ofangreindu nám-
skeiði, eru beðnir um að fylla út þar til gerð umsóknareyðublöð
fyrir 1. april n.k. Eyðublöðin fást i skólanum.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu skólans í síma 91-
694208.
FLUGMÁLASTJÓRN
VERSLUNARMANNA-
FÉLAG SUÐURNESJA
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og
trúnaðarmannaráðs Verslunarmannafélags Suð-
urnesja fyrir árið 1992 fer fram á skrifstofu fé-
lagsins dagana 1. apríl frá kl. 11:00-21:00 og 2.
apríl frá kl. 11:00-20:00. Tveir framboðslistar
hafa borist og liggja frammi á skrifstofu félagsins
ásamt kjörskrá frá og með 25. mars 1992.
Kjörstjórn.
RAUTT LjÓS^RAUTT LJÓS/
1|ráðERÐAR
Vélsleði til sölu
Polaris Indy 650, árg. '89
ekinn 2500 mílur, í topplagi.
Uppl. í síma 685582
AUGLVSINGASÍMAR TÍMANS:
680001 & 686300
Góðir gestir
Aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveit-
arinnar, Petri Sakari, forfallaðist af
einhverjum ástæðum fyrir tónleik-
ana 19. mars, og Englendingurinn
Igor Kennaway hljóp í skarðið. Eng-
inn mér kunnugur hafði áður heyrt
þessa ágæta manns getið, en skv.
upplýsingum í skránni er hann
sagnfræðingur frá Cambridge sem
sneri sér að tónlist, og hefur m.a.
sérhæft sig í hljómsveitarstjórn og í
undirleik með ljóðasöngvurum. Og
Sinfóníuhljómsveit íslands þurfti
ekki lengi að spila forleikinn að
Tristan og ísold eftir Wagner áður
en flestum áheyrendum varð Ijóst,
að hér fór maður sem kann sitt fag
— okkur þótti þetta vera einhver
fínasti Wagner sem hér hefur
heyrst. Að sjálfsögðu skipti ekki
litlu, hve sterkir og fjölmennir
strengirnir eru orðnir í Sinfóníu-
hljómsveitinni — þarna voru 8
knéfiðlur og 6 bassar — en að auki
virtist Kennaway móta hverja hend-
ingu nákvæmlega og af mikilli kost-
gæfni með sprota sínum.
Næst söng Kristinn Sigmundsson
með hljómsveitinni Söngva farand-
sveins (Lieder eines fahrenden Ge-
sellen) eftir Gustav Mahler. Kristinn
hefur ekki heyrst hér alveg nýlega,
Tónlist
því hann hefur starfað í Þýskalandi
undanfarin ár. Og mönnum til gleði
reyndist hann vera í „toppformi", því
hann söng þennan harmræna ljóða-
flokk með miklum glæsibrag og
snilldarrödd. Sömuleiðis hér var
stjórnandinn í essinu sínu, hélt öll-
um þráðum í hendi sér og skapaði
listræna heild úr tónum og texta.
Loks kom 6. og síðasta sinfónía
Tsjajkovskíjs (stafsetning tónleika-
skrár!), sem hann setti punktinn aft-
an við í ágústlok 1893. Þá skrifaði
hann frænda sínum: „Ég álít þessa
sinfóníu það besta sem ég hef
nokkru sinni gert. Að minnsta kosti
það átakamesta." Enda taldi
Tsjaikovskij sig ekki eiga frekara er-
indi á þessari jörð, því hann stytti
sér aldur rúmri viku eftir að hafa
stjórnað frumflutningi sinfóníunnar
28. október. í þessum litauðuga og
tilfinningaríka tónbálki nutu sín
ekki einasta vel hinir frábæru ein-
leiks-blásarar hljómsveitarinnar
sem flestir áttu þarna geislandi
kafla, ekki síst Sigurður Snorrason
klarinettleikari, heldur spilaði
hljómsveitin þessa sinfóníu með fá-
heyrðum glæsibrag og tærleik, fyrir
troðfullu húsi áheyrenda, enda
stjórnanda og hljómsveit vel fagnað.
Ef ég mætti gera tillögu til eflingar
tónlistarlífinu, þá legg ég til að Igor
Kennaway verði fenginn hingað aft-
ur við fljótlegt tækifæri.
Sig.St
Sterk samstaða—sókn til sigurs
Það leikur vart á tveim tungum, að
ringulreið og öfgar eru nú mjög
áberandi í þjóðlífi íslendinga.
Hvatvíslegar ákvarðanir stjórn-
valda, mörg misvísandi og hæpin
lagaboð valda vonbrigðum og and-
úð, og kalla á viðbrögð til varnar
svonefndu velferðarkerfi, sem veg-
ið er að, svo að margt er nú í suðu-
marki. Staðan er þannig að mjög
miklum vandkvæðum er bundið að
fá marktæka niðurstöðu í mikil-
vægum málum.
Öngþveitið líkist moldviðri, svo að
lítt sést til þess, sem framundan er
hið næsta, hvað þá að á því verði
tekið sem raunveruleika.
Lesendur skrifa
Hægt miðar í sókn hinna mörgu
stéttarfélaga varðandi kjaramálin.
Ríkisráðsmennirnir, ljónin og birn-
irnir á vegi, eru þversum og bið-
tími hópanna, sem sækja á bratt-
ann til að fá kveiktan neista skiln-
ings og vilja til að gjöra hann virk-
an, tekur orðið mjög á taugar.
En nú er staðan sú, að ekki má
láta deigan síga. Sagt er að „drop-
inn holi steininn“. Hvað þá, ef ótal
dropar eru látnir falla án afláts á
einn og sama stein.
Sambönd og bandalög félaga
verða að kosta sér öllum til að fá
holað steininn.
Aðalkröfum, sem settar eru á odd-
inn um grunnlífeyri, tekjutengdan
ellilífeyri og máíefni sjúkrahúsa,
verður að fylgja fram með óbug-
andi festu. Það má alls ekki henda
að kvörn ríkisvaldsins moli við-
námsþrótt og viljastyrk þeirra, sem
sækja fram með það ófrávíkjanlega
markmið að réttlætið nái fram að
ganga.
Formenn félagasambanda þeirra,
sem nú heyja stríð, bera mikla
ábyrgð. Á þeim hvflir sú kvöð að
hvika hvergi. „Ef sverð þitt er stutt,
þá gakk feti framar.“ Mikilvægt
spakmæli. Sverð andans og stað-
festu, sem ber uppi virðinguna fyr-
ir þeim trúnaði sem veittur er,
verður einnig ávallt í gildi. Sterk
samstaða er vegurinn að settu
marki — gjörandi vinningsins.
„Sameinaðir stöndum vér, en
sundraðir föllum vér.“
Almannaheill liggur við að mark-
ið verði skorað.
Jórunn Ólafsdóttir
LEKUR : ER HEDDIÐ
BLOKKIN? - SPRUNCIÐ?
Viögeröir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir— rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa.
viöhald og viögerðir á iðnaöarvélum — járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar |
Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110