Tíminn - 28.03.1992, Qupperneq 5

Tíminn - 28.03.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 28. mars 1992 Tíminn 5 Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var aö setja í það vinnu að mála fortíðina sem dekkstum litum. Ríkisstj ómin er þröskuldurinn í samningamálunum Jón Kristjánsson skrifar Það er um það bil ár síðan baráttan fyrir síðustu alþingiskosningar byrjaði. í ljósi þess, sem gerst hefur síðan, er fróðlegt að rifja þessa daga upp. Þó að eitt ár sé ekki langur tími, hefði sennilega fáa órað fyrir þeirri stöðu, sem nú er uppi, miðað við málflutning fulltrúa stjómarflokk- anna fyrir kosningar. Samráð sem skilaði árangrí Síðasta ríkisstjóm rækti mjög vel sam- ráð við verkalýðshreyfinguna og vinnu- veitendur, og skilaði það miklum ár- angri. Aðilar vinnumarkaðarins tóku það djarfa skref að semja um mjög takmark- aðar launahækkanir, en leggja þess í stað höfuðáherslu á efnahagslegt jaifnvægi og lága verðbólgu, sem gæti tryggt kaup- mátt og kjarabætur þegar til lengdar léti. Ríkisvaldið stuðlaði að þessum kjara- samningum með ýmsum hætti og lækk- aði útgjöld á móti þeim kostnaði, sem það hafði í för með sér. Einar Oddur Kristjánsson lét svo ummælt að rfkis- valdið hefði staðið fullkomlega við sitt við framkvæmd þeirra samninga, sem voru kenndir við þjóðarsátt. Kosningabarátta undir merki skattalækkunar Við frambjóðendur Framsóknarflokks- ins drógum enga fjöður yfir það í kosn- ingabaráttunni að aðhald og spamað þyrfti í ríkisfjármálum. Hins vegar virtist ekki vera mikill skilningur á þeim mál- um hjá stjómarandstöðunni á síðasta kjörtímabili. Hún talaði stöðugt fyrir út- gjöldum og gagnrýndi harðlega alla spamaðarviðleitni og skipulagsbreyting- ar sem þá voru á döfinni, m.a. í heilbrigð- iskerfmu. I kosningabaráttunni héldu talsmenn Sjálfstæðisflokksins því fram fullum fetum að flokkurinn myndi lækka skatta, fengi hann einhverju ráðið eftir kosningar. Fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, Pálmi Jónsson, missti það einhvers stað- ar út úr sér að þetta myndi nú ekki vera hægt strax, að minnsta kosti. En megin- stef flokksins var skattalækkun. Hins vegar minnist ég þess ekki að það hafi verið minnst á velferðarkerfið í kosningunum, né að á því ætti að gera grundvallarbreytingar. Eg minnist þess ekki að hafa heyrt um það að tekjutengja ætti ellilífeyri til þess að afla ríkissjóði tekna, eða innheimta gjöld af fólki sem leitar læknis, eða skerða barnabætur. Ríkisstjóm án stefnu Sú ríkisstjórn, sem nú situr, var mynduð í snatri eftir kosningar. Það er enn margt óljóst um það um hvaða stefnumál hún var mynduð. Nokkrum almennum stefnumiðum var eftir eftir- gangsmuni snarað saman í „hvíta bók“, en margt er enn óljóst um raun- verulega stefhu ríkisstjórnarinn- ar. Fyrsta verk hennar var að setja í það vinnu að mála fortíð- ina sem dekkst- um litum, en lítið heyrðist um framtíð- ina. Við það situr enn. Áróðurinn beinist fyrst og fremst að samdrætti á öllum sviðum. Sambandsleysi í stað samráðs Við þessar aðstæður var gengið til kjarasamninga á liðnu hausti. Samráð það og samvinna, sem ástundað var í fyrri ríkisstjóm, var nú horfið og engu líkara var en ríkisstjórnin legði metnað sinn í að gera ráðstafanir í ríkisfjármál- um, sem sýnt var að kæmu illa við verka- lýðshreyfmguna. Sparnaðurinn í opin- berum útgjöldum var í því fólginn í veru- legum mæli að velta útgjöldunum yfir á almenning í landinu. Þetta hefur leitt til þess þráteflis í viðræðum um kaup og kjör, sem er nú þessa dagana. Hóflegar kröfur Kröfur verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki verið ósanngjarnar og sýnt er að for- ingjum hennar er ljóst að ekki verður samið um stórfelldar launahækkanir við núverandi aðstæður. Hins vegar hefur þróunin verið sú að samningarnir snúast um réttindi, sem hafa ekki verið í sviðs- ljósinu um langa hríð. Samningarnir snúast um hvort verkalýðshreyfingin lætur yfir sig ganga lækkun barnabóta, gjöld á sjúklinga, og einnig snúast kjara- samningarnir um réttinn til atvinnu. Það er heldur ekki með neinu móti hægt að ætlast til að samningar skili engum beinum ávinningi fyrir þá lægst laun- uðu. Er vinnufriður ekki eftirsóknarverður? Tregða ríkisstjórnarinnar til þess að koma með sannfærandi hætti að kjara- samningum er lítt skiljanleg. Hóflegir kjarasamningar og ffiður á vinnumark- aði er eftirsókn- arverður fyrir hverja þá ríkis- stjórn, sem vill hafa jafnvægi í efnahagsmál- um. Það má ein- hverju fórna fyrir slíkan ár- angur. En af- skipti ríkisstjórnarinnar vekja furðu. Spyrja má hvar þau eigi að enda. Á við- kvæmasta stigi berast enn fréttir af því úr heilbrigðisráðuneytinu að verið sé að upphugsa nýjar gjaldtökuleiðir. Það er alveg ótrúlegt að stjórnvöld skuli vera að föndra við slíkar hugmynd- ir á sama tíma og ríkisvaldið stendur í kjarasamningum ásamt öðrum vinnu- veitendum í Iandinu. Það er vitað að breytingar á því, sem kallað er velferðar- kerfið í landinu, fer mjög fyrir brjóstið á verkalýðshreyfingunni, svo ekki sé meira sagt. Óskynsamleg tregða Hvort og hve fljótt niðurstaða fæst í þá kjarasamninga, sem nú standa yfir, fer eftir því hvort rfkisstjómin dregur til baka eitthvað af sínum umdeildustu að- gerðum um áramótin. Tregða ríkis- stjómarinnar til þess er óskynsamleg, en hún er skiljanleg vegna þess að álpast var í þessar aðgerðir í harðri andstöðu við stjómarandstöðuna og sterkar viðvaran- ir í maraþonumræðum á Alþingi. Það getur stundum verið erfitt að viðurkenna mistök sín, en þeir, sem gera það, eru þó alltaf menn að meiri þegar fram í sækir. Vaxtamálin sem skiptímynt Vaxtamálin em sérkapítuli í þessum viðræðum. Það er sameiginleg krafa at- vinnurekenda og verkalýðshreyfingar- innar að vextir lækki. Verðbólga hefur verið mjög lítil hérlendis svo mánuðum skiptir. Það er arfur frá þjóðarsáttinni, sem tókst fyrir samráð og samvinnu fyrri ríkisstjómar og aðila vinnumarkaðarins. Hins vegar hafa vextir ekki lækkað í takt við hina lágu verðbólgu. Það er einkenni- legt að í landi þar sem vextir eiga að vera frjálsir, er ríkisstjórnin að gefa undir fót- inn með það að vextir lækki, en ekki fyrr en samið hefur verið um kaup og kjör. Vextirnir í landinu eiga með öðmm orð- um að vera skiptimynt í kjarasamning- um. Víðrar fyrir uppskeruna? Það svar, sem hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum allan þennan samningaferil af hálfu ríkisstjómarinnar, er að með fjárlögunum hafi verið lagður gmnnur að stöðugleika í efnahagslífinu og lækkandi vöxtum. Ríkisstjórnin hafi sáð og síðan komi tími til að uppskera, svo að vitnað sé til forsætisráðherra. Það er því miður allt of snemmt að spá um hver þessi uppskera verður. Afkoma ríkissjóðs er mjög háð almennu efna- hagslífi í landinu. Sú kreppu- og sam- dráttarstefna, sem ríkisstjórnin hefur rekið, er ekki líkleg til þess að skila blómlegu búi fyrir ríkissjóð. Mesta at- vinnuleysi síðustu áratuga er ekki það veðurfar sem gefur af sér góða uppskem. Það hefur áhrif bæði tekju- og gjalda- megin hjá ríkissjóði. Þar við bætist að niðurskurðurinn er mjög víða ekki raunvemlegur sparnaður, heldur til- færsla á gjöldum, sem kemur niður í versnandi hag og sums staðar aukinni lántökuþörf sveitarfélaga og einstak- linga í landinu. Það væri umtalsvert innlegg í kjara- baráttuna núna að ríkisstjómin gæfi um það fyrirheit að hverfa frá kreppu- og samdráttarstefnunni og hvetja til at- vinnuuppbyggingar. Slíkar aðgerðir er hægt að gera á mörgum vígstöðvum, t.d. að efla rannsóknir og þróunarstarf og efla þær stofnanir sem að atvinnumálum starfa, í stað þess að veikja þær. Hin lam- andi hönd á atvinnulífið, sem stefha rík- isstjórnarinnar á síðasta ári hefur verið, er ótrúlega þung. Ekkert af þessu var ljóst á vordögum 1991, er gengið var til kosninga. Núver- andi stjórnarflokkar vom kosnir á allt öðmm forsendum en þeim, sem nú em mest áberandi í þeirra starfi. Menn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.