Tíminn - 28.03.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. mars 1992
Tíminn 11
Norðurárdalshreppur á í erfiðleikum með að borga 3,5% af verði
nemendaíbúða við Samvinnuháskólann á Bifröst:
Mun taka til sín allt fram-
kvæmdafé hreppsins
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra segir að stúdenta-
garðar og aðrar nemendaíbúðir
séu skilgreindar sem félagslegar
íbúðir og því beri sveitarfélögum
að leggja fram 3,5% óafturkræft
framlag af verði hverrar íbúðar
eins og kveðið er á um í bandorm-
slögunum svokölluðu. Þetta þýðir
að allt framkvæmdafé Norðurár-
dalshrepps í Borgarfirði næstu ár
mun fara í að fjármagna byggingu
nemendaíbúða við Samvinnuhá-
skólann á Bifröst.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari við fyrirspurn frá Valgerði
Sverrisdóttur alþingismanni (Frfl.)
á Alþingi í vikunni. Valgerður sagði
að framkvæmd ákvæðis bandorms-
laganna um 3,5% framlag sveitarfé-
laga til byggingar félagslegra íbúða
hefði verið á reiki og sveitarstjórn-
armönnum hefði gengið illa að fá
upplýsingar um málið.
Jóhanna sagði að aðeins íbúðir
sem hafin verði bygging á eftir gild-
istöku laganna féllu undir hið nýja
lagaákvæði. Gjaldið verði ekki inn-
heimt af íbúðum sem voru í bygg-
ingu við gildistöku laganna. Jó-
hanna sagði að Húsnæðisstofnun
ríkisins myndi draga framlag sveit-
arfélaganna frá heildarbygginga-
kostnaði áður en lán Byggingasjóðs
Foreldrar óttast að torsótt verði að ná aftur því sem nú tapast við niðurskurð
í grunnskólum:
Valgerður Sverrisdóttir alþing-
ismaður hefur vakið athygli á
óljósum ákvæðum bandorms-
laga um framlag sveitarfélaga
til byggingar félagslegra íbúða.
verkamanna er ákveðið. Þetta er
gert við upphaf framkvæmda.
Valgerður sagði að þetta ákvæði
laganna gæti í sumum tilfellum
komið illa við einstök sveitarfélög.
Hún nefndi sem dæmi Norðurár-
dalshrepp í Borgarfirði, en í
hreppnum er áformað að byggja á
næstu árum 32 nemendaíbúðir við
Samvinnuháskólann á Bifröst.
Áætlaður heildarkostnaður við
byggingarnar er um 200 milljónir
króna. Framlag sveitarfélagsins
mun verða um 7 milljónir. Fram-
kvæmdafé hreppsins er árlega um
ein milljón króna.
Pétur Geirsson, oddviti Norðurár-
dalshrepps, sagði að uppbyggingin á
Bifröst myndi vissulega reyna mikið
á fjárhag Norðurárdalshrepps, en
menn væru staðráðnir í að yfirstíga
alla erfiðleika. Pétur sagði að 3,5%
framlagið myndi taka til sín allt
framkvæmdafé hreppsins næstu ár-
in. Hann sagði þetta óheppilegt því
að hreppurinn stæði nú í hitaveitu-
framkvæmdum og til þeirra fram-
kvæmda hefði allt framkvæmdafé
hreppsins á þessu ári átt að fara.
Með einhverju móti yrði reynt að
útvega eina milljón svo að hægt
verði að hefja byggingu á átta nem-
endaíbúðum á þessu ári.
Framkvæmdir við íbúðirnar hefj-
ast eftir mánaðamótin. Miðað er við
að fjórar af íbúðunum átta verði til-
búnar fyrir 1. september í haust.
-EÓ
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavlkur, óskar
eftir tilboðum í heitgalvaniseraða bolta og rær (Hexagon bolts with Hex-
agon nut — hot dip galvanized, DIN 601/555).
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá
og með þriöjudeginum 31. mars 1992.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. maí 1992, kl. 11,00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræðings, óskar eftir tilboðum í niðurhengd loft I Iþróttamiðstöðina I Graf-
arvogi.
Um er að ræða Kerfisloft 700 m2.
Hluta verksins á að vera lokið 1. ágúst 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 29. apríl 1992, kl.
15,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræðings, óskar eftir tilboðum I málun innanhúss á um 6.000 m2 I Iþrótta-
miðstöðina I Grafarvogi.
Hluta verksins á að vera lokið 15. ágúst 1992.
Nöfn 1200 foreldra í vest-
mótmælaskiali
Melaskóli í Reykjavík.
urbæá
Alls 1.193 foreldrar barna í grunn-
skólum vesturbæjar Reykjavíkur
hafa undirritað mótmæli gegn fyr-
irhugaðri stækkun bekkjardeilda í
grunnskólum og fækkun kennslu-
stunda. Fulltrúar foreldra hafa
gengið á fund menntamálaráðherra
og afhent honum yfirlýsingu með
texta undirskriftasöfnunarinnar og
nánari skýringum ásamt nafnalist-
unum. Undirskriftunum var safn-
að að frumkvæði foreldrafélaga
Melaskóla, Vesturbæjarskóla og
Grandaskóla og foreldra í Haga-
skóla. Meirihluti foreldra sem til
náðist skrifuðu undir og var hlut-
fallið í Melaskóla til að mynda
76%.
Yfirskrift mótmælaskjalsins var
sem hér segir:
„Foreldrar í skólum vesturbæjar
Reykjavíkur mótmæla harðlega fýr-
irhuguðum niðurskurði ríkisstjórn-
arinnar í grunnskólum, sem hefur í
för með sér fjölgun í bekkjardeild-
um og fækkun kennslustunda. Giid-
ir einu hvort hér er um tímabundna
aðgerð að ræða eður ei.
Fordæmisgildi slíks niðurskurðar
getur haft ófýrirsjáanlegar afleiðing-
ar í för með sér, sem verða ekki í
krónum taldar.
Velferð okkar í framtíðinni bygg-
ist á haldgóðri menntun barnanna."
í bréfinu til menntamálaráðherra,
Ólafs G. Einarssonar, segir síðan:
„Við treystum þvf að hæstvirtur
menntamálaráðherra taki tillit til
afstöðu okkar og fjölmargra for-
eldra annarra sem hafa látið í sér
heyra um þetta mál og Iáti niður-
skurð í ríkisfjármálum ekki bitna á
skólaæsku þessa lands.“ Enda segj-
ast foreldrarnir ekki treysta því að
þessi niðurskurður sé aðeins tíma-
bundinn „en óttumst að torsótt
verði að ná aftur því sem nú er að
tapast".
Aðalfundur Fransk-íslenska verslunarráðsins hefur verið haldinn:
Vióskipti landanna að aukast
Nýlega var haldinn aðalfundur Fransk-íslenska verslunarráðsins og
var hann haldinn í Reykjavík. Markmið með stofnun þess er að
hvetja til aukinnar samvinnu og viðskipta íslenskra og franskra fyr-
irtækja á ýmsum sviðum og var verslunarráðið stofnað í ágúst
1991, þegar Mitterand Frakklandsforseti var hér á landi.
Viðskiptin milli landanna hafa
aukist til muna á síðustu árum og er
t.d. Frakkland orðið eitt mikilvæg-
asta viðskiptaland í Evrópu fyrir
fiskafurðir okkar. Mikill áhugi mun
vera fyrir því að hingað til lands
komi næsta haust viðskiptanefnd frá
Frakklandi og að sömuleiðis fari
héðan nefnd til Frakklands. Þá hefur
orðið vart mikils áhuga franskra
ungmenna á því að koma til íslands
og kynnast landi og þjóð. Nýkjörinn
formaður verslunarráðsins er
Jacques Gourlet og varaformaður er
Brynjólfur Helgason. Verslunarráð-
ið starfar í tveimur deildum og
skiptast þær á að hafa formennsku.
-PS
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 22. apríl 1992, kl.
14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræðings, óskar eftir tilboðum I dúkalögn i Iþróttamiðstöðina í Grafarvogi.
Um er að ræöa u.þ.b. 700 m2 af gólfdúk.
Hluta verksins á að vera lokið 15. ágúst 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama staö fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríklrkjuvegl 3 - Sími 25800
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræðings, óskar eftir tilboðum I lóöaframkvæmdir viö Ölduselsskóla,
Ölduseli 17.
Helstu magntölur ern:
Flutningur á jarðvegi innan lóðar......... 800 m3
Grúsarfylling..............................280 m3
Regnvatnslagnir............................191 m
Malbik.....................................347 m2
Grasþakning................................904 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. april 1992, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800