Tíminn - 28.03.1992, Side 9

Tíminn - 28.03.1992, Side 9
Laugardagur 28. mars 1992 Tíminn 9 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra boðar stefnubreytingu í afstöðunni til evrópskrar samvinnu: Kanna málið áður en aðild aö EB er hafnað Ef marka má skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra um utanríkismál, sem lögð hefur veríð fyrir Alþingi, hefur ís- Ienska ríkisstjómin breytt um afstöðu gagnvart hugsanlegrí aðild íslands að Evrópubandalaginu. Utanríkisráðherra vill að fram farí könnun á áhrífum af inngöngu íslands í EB á íslenskt efnahagslíf og stjómkerfi og síðan verði kannað hvort hægt verði að hafna að- ildarkostinum. Stjóraarandstaðan telur enga þörf á slíkri könnun því að allar gmndvallar upplýsingar um stöðu málsins liggi fyrir. Stjómarandstaðan kallar eftir viðbrögðum Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra við skýrslunni. Ekki náðist í forsætisráðherra í dag. Kristín Einarsdóttir, Kvennalista: í skýrslunni segir um Evrópu- málin: „Evrópska efnahagssvæðið tekur til jákvæðari og framsækn- ari hluta viðskiptafrelsis EB en tekur ekki til þátta sem enn eru undirseldir gömlu verndarhyggju- hugmyndinni, þ.e.a.s. landbúnað- arstefnu og fiskveiðistefnu EB. Frá efnahagslegu sjónarmiði tryggir EES íslenskum fyrirtækj- um jafnréttiskjör í viðskiptum þótt gjaldmiðilssamband geti þar sett strik í reikninginn, þegar fram líða stundir. Hitt er svo ann- að mál að með þróun Evrópusam- starfs kann svo að fara að íslensk- um stjórnvöldum finnist þau standa utangátta og áhrifalaus í veigamiklum ákvörðunum. Með því að hafna inngöngu í Evrópu- bandalagið alfarið sem valkosti er einnig verið að slá hendinni á móti möguleikum til aukinna áhrifa á mótun ákvarðana, sem munu hafa áhrif á framtíð íslands, hvort sem það er aðili eða ekki. Því fylgir einnig valdaafsal að standa utan EB. Víst er að óljós áhrif innan EB væru of dýru verði keypt ef þau veiktu aðstöðu ís- lenskra stjórnvalda til að stjórna eigin fiskimiðum og nýtingu þeirra. En það er umhugsunarvert að ísland er nú að verða viðskila við norræna samvinnu, því önnur Norðurlönd meta það svo að nú sé lag til þess að ganga inn í EB sem ekki gefist aftur. Því er nauðsyn- legt að fram fari hér í ráðuneytinu og stjórnarstofnunum ítarleg út- tekt á því hvað EB aðild hefði í för með sér. Að lokinni slíkri úttekt verður fyrst hægt að hafna aðild- arkostinum að vandlega athuguðu máli.“ Forystumenn stjórnarandstöð- unnar sögðu að þetta orðalag, „verður fyrst hægt að hafna aðild- arkostinum", bendi til að hugur utanríkisráðherra standi til þess að íslendingar eigi að ganga í EB. Enda er í skýrslunni bent á að hin Norðurlöndin spyrji ekki lengur: „Hvers vegna ættum við að ganga í EB?“ heldur „Hvers vegna ættum við að standa utandyra?" Um sjávarútvegsstefnuna segir í Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra. Orð hans um hugsanlega aðild islands að EB hafa vakið ólgu. skýrslunni: „Um árabil náði hún [sjávarútvegsstefnan] ekki til Mið- jarðarhafssvæðisins og enn gilda þar sérreglur. Er það gefið mál að hún þurfi að ná til hafsvæða við ísland þar sem eini stofninn sem sannanlega er sameiginlegur EB og íslandi er kolmunninn?" Lokaorð skýrslunnar um Evrópu- samstarfið eru: „Fyrst og fremst verður að kanna mælanleg áhrif EB aðildar á íslenskt efnahagslíf og stjórnkerfi. Því fer fjarri að slík könnun jafngildi meðmælum með aðild að EB, en hitt væri ábyrgðar- leysi að kanna ekki, hvaða afleið- ingar hún hefði í för með sér. Um þetta atriði ætti að geta verið full samstaða allra flokka því að engar ákvarðanir skal taka að óathuguðu máli. Það er einnig ákvörðun að sækja ekki um.“ Skýrslan end- urspeglar afstöðu stjórnarinnar Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalaginu: TVeysti yfirlýsingum forsætisráðheirans Krístín Einarsdóttir (Kvl.) sagði að yfirlýsingar utanríkis- ráðherra um EB í skýrslunni hafi ekki komi sér algerlega á óvart, því að þessi afstaða hans hafi legið í loftinu. Það komi hins vegar á óvart að þetta skuli vera stefna ríkisstjómarinnar. Krístín sagðist ekki geta litið öðmvísi á en að skýrslan endur- spegli afstöðu ríkisstjómarinn- ar. Það sé a.m.k. fráleitt ef ut- anríkisráðherra er að viðra per- sónulegar skoðanir sínar í skýrslu tíl Alþingis, það eigi hann að gera á öðmm vettvangi. „Það hefur verið mín skoðun að talsmenn EES-samningsins líti á hann sem stökkpall inn í EB. Þessi skoðun mín hefur verið að styrkjast eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samn- ingum, en þar hefur hlutur EB sífellt orðið meiri. Mér finnst eðlilegt að gerð verði könnun á því hvaða kosti ísland á í stöðunni. Mér finnst hins vegar að það sé röng nálg- un að Iíta svo á að við eigum engra annarra kosta völ en að gerast aðilar að EES eða EB. Ég lít raunar á þetta tvennt sem eitt því að það sjá allir að EES getur aldrei verið annað en stundar- fyrirbæri. Við eigum að nota okkar krafta núna til þess að líta til annarra átta í stað þess að binda okkur við það sem EB er að gera. Við eigum auðvitað að hafa góð samskipti og viðskipti við EB. Við eigum hins vegar ekki að miða alla okkar kosti við það að ganga í EB. Það gerir ut- anríkisráðherra í skýrslu sinni, sbr. orðalagið að lokinni slíkri úttekt „verði fyrst hægt að hafna aðildarkostinum", sagði Kristín. „Það var eitt af því sem Davíð Oddsson forsætísráðherra gerði al- veg skýrt þegar hann kynntí sína ríkisstjóm, og hefur endurtekið það fyrirheit síðan hvað eftír annað, að á valdatíma ríkisstjómar hans yrði ekki tekin á dagskrá aðild íslands að EB. Að því máli yrði ekki unnið með einum eða öðmm hætti. Það var tekið út af borðinu. Ég hef treyst þessarí yfírlýsingu og kýs að gera það þar til annað kemur fram hjá forsætisráðherra. Ég trúi því ekki að Davíð Oddsson gangi svo langt að blekkja þjóðina í þessu at- riði,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins. „Nú kemur hins vegar utanríkis- ráðherrann og segir allt annað. Seg- ir að það sé nauðsynlegt að öll ráðu- neytin og stjórnstofnanir fari að vinna að aðild íslands að EB, að vísu sem könnunaratriði, en samt sem meginverkefni. Og þegar þeirri könnun sé lokið eigi að taka afstöðu til þess hvort hafna eigi aðild. Ég undirstrika hafna eigi aðild. Könn- un á því að vera undir þeim for- merkjum að aðild sé hinn jákvæði kostur. Þetta er því stefnubreyting, hvað svo sem Jón Baldvin segir, a.m.k. hvað varðar vinnubrögð og málsmeðferð. Utanríkisráðherra hefur með skýrslu sinni gerbreytt umræðunni um EES. Hann hefur nánast hellt olíu á þá glóð sem var í þeirri um- ræðu, þannig að hún verði að báli. Hann gefur til kynna að hann sé bú- inn að snúa baki við þeirri stefnu að EES sé hin eiginlega endastöð í samskiptum íslands við EB. Núna gefur hann til kynna að EES- samn- ingurinn sé bara stoppistöð og að við eigum að halda áfram inn í hina eiginlegu endastöð, Evrópubanda- lagið sjálft. Það þarf ekkert að láta kanna aðild íslands að EB. Grundvallaratriði þess máls liggja Ijós fyrir. Rómar- sáttmálinn er skýr. Maastricht-sam- komulagið er afdráttarlaust. EB er að vaxa í nýtt sambandsríki með sameiginlegum seðlabanka, sameig- inlegri peningastefnu, sameigin- legri tollastefnu gagnvart umheim- inum, ákvörðunar framkvæmda- stjórnar EB á verksviði sem ríkis- stjórnir hafa hingað til haft, vaxandi valdi Evrópuþingsins og fiskveiði- stefnu og auðlindastefnu þar sem þjóðir vaða hindrunarlaust í auð- íindir hverrar annarrar. Öll höfuðat- riði málsins liggja fyrir. Það er bara blekking hjá manni sem er búin að vera utanríkisráðherra íslands í fjögur ár og kann þessi fræði upp á sína tíu fingur, að segja að það þuríi að kanna þetta. Hann er bara að nota orðið könnun, til þess að segja það sem honum er greinilega í huga, að ísland eigi að ganga í EB,“ sagði Ólafur Ragnar. Steingrímur Hermannsson, Framsóknarflokknum: Obúlegar og sorg- legar yfiriýsingar ,JHér fínnst það ótrúlegt og reynd- ar sorglegt að utanríkisráðherra skuli setja þetta fram núna. Það virðist vera að sannast sem ég sagði fyrir kosningar að hugar þessara tveggja flokka sé í þessa áttina. Ég tel að með því að setja svona fram núna, þegar EES- samningurinn er ef til viil að koma til umræðu á Alþingi, þá sé stórlega spillt fyrir því að breið samstaða geti orðið um þann samning. EES- samningurínn er þó alls ekki gallalaus, eins og ég hef áður bent á,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Maður spyr sig hvort hugur fylgir máli þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar, eins og forsæt- isráðherra, segja að aðild íslands að EB henti okkur ekki. Staðreyndin er sú að allar meg- instaðreyndir þessa máls liggja fyrir. Við vitum hvers eðlis EB er. Við vitum hvert það stefnir, hvernig það hefur þróast. Við vit- um um vaxandi tilhneigingar til miðstýringar. Ég tel ekki að nein slfk könnun sé þörf. Ég spyr eftir hverju erum við að sækjast með aðild að EB ef við ná- um að tryggja viðskiptahagsmuni okkar í EES-samningnum? Erum við að ímynda okkur það að við munum hafa áhrif á utanríkis- stefnu EB eða stefnu bandalagsins í félagsmálum eða í varnarmálum eða í menntamálum? Þaö er fá- sinna að við munum hafa þar hin minnstu áhrif. Viljum við fara inn fyrir tollmúra EB og verða þannig ófrjálsir gagnvart öðrum þjóðum? Það er endalaust hægt að telja upp þætti sem sýna að við höfum ekkert inn í EB að gera. Ég tel allar vangaveltur um að við fáum undanþágur frá grund- vallarreglum EB í sjávarútvegs- málum út í hött. Rómarsáttmál- inn er mjög skýr að þessu leyti. Landbúnaður og sjávarútvegur fellur undir sameiginlega stjórn í Brússel. Það eitt út af fyrir sig úti- lokar okkar aðild að EB. Við get- um aldrei afhent öðrum stjórn okkar sjávarútvegs. Það eru ekki hin minnstu rök fyrir því að við einir myndum fá að veiða innan okkar fiskveiðilögsögu eftir sem áður. Auk þess gætum við sem að- ilar að EB aldrei komið í veg fyrir fjárfestingu í íslenskum sjávarút- vegi. Það er önnur grundvallar- regla EB að allir aðilar verða að standa jafnir í fjárfestingu í öllum aðildarríkjum. Fleira útilokar að- ild eins og landamál, orkuiðnaður og fleira," sagði Steingrímur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.