Tíminn - 10.04.1992, Page 4
4 Tíminn
Föstudagur 10. apríl 1992
Tímínn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sfmi: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Stjómkerfi sem lokast
um sjálft sig
Stjómsýsla sveitarfélaganna í landinu er nálægari þjóð-
félagsþegnunum heldur en stjórnsýsla ríkisvaldsins.
Sveitarstjórnarstigið er sundurleitt og samanstendur af
um 200 sveitarfélögum þar sem eitt þeirra, Reykjavík,
telur hvorki meira né minna en um 100 þúsund manns,
en öll hin um 150 þúsund. Stjórnsýsla Reykjavíkurborg-
ar og tekjumöguleikar eru strax af þessum sökum ekki
sambærileg við nokkurt annað sveitarfélag í landinu.
í Reykjavík hefur verið meirihlutastjóm sjálfstæðis-
manna svo lengi sem elstu menn muna, utan 4 ár sem
svokallaður vinstri meirihluti stjórnaði borginni. Meiri-
hluti borgarstjórnar í Reykjavík hefur haft mikinn
framkvæmda- og áróðursmátt í gegnum tíðina. Það er
auðvitað óskadraumur sjálfstæðismanna að færa þetta
stjómskipulag yfir á landsstjórnina, enda hefur flokkur-
inn löngum haft forsætisráðherraefni sín í æfingabúð-
um sem borgarstjóra í Reykjavík.
Lítið hefur frést um það að stjórnskipulag borgar-
innar væri í athugun eða endurskoðun. Þetta skipulag
hefur verið túlkað sem staðfesta og öryggi, sem fylgdi
stjóm eins flokks á borgarmálefnum. Fólk hefur upp til
hópa látið þessar skýringar nægja, og Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur uppskorið í kosningum til borgarstjórnar í
samræmi við þessa ímynd.
Þessi goðsögn beið hnekki við framkvæmdirnar í
Perlunni. Þar kom í ljós að stjórnkerfíð réð ekki við það
verkefni.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, hefur lagt fram ítarlegar tillögur um endur-
skipulagningu stjórnskipulags í borginni og hefur þeim
verið vísað til borgarráðs. Mun því reyna á það hvort
Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til þess að vinna að
þessu verkefni, sem er brýnt. Þar er m.a. lagt til að verk-
svið einstakra ráða og nefnda verði betur skilgreint og
samræmt og hvert hlutverk þeirra skuli vera í fram-
kvæmdastjóm borgarinnar. Reglur um ráðningu for-
stöðumanna og annarra starfsmanna skuli samræmdar
og starfslýsingar gerðar fyrir forstöðumenn. Reglur og
samþykktir borgarinnar verði endurskoðaðar. Einnig að
stjórnsýslu- og fjármáladeild borgarinnar verði efld, og
stjómsýslueftirlit verði gert virkara.
Þessar tillögur Sigrúnar eru löngu tímabærar og
verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða afgreiðslu þær
fá í borgarráði.
Eins flokks stjómkerfí Reykjavíkurborgar lokast vfða
utan um sjálft sig. Nýleg dæmi sýna að verslunarlóðum
er úthlutað án auglýsinga, og verktökum eru afhent
stórverkefni án útboðs og án þess að fyrir liggi haldbær-
ar skýringar á því hvers vegna þeir ganga fyrir. Nýlega
felldi meirihluti borgarstjómar tillögu Sigrúnar Magn-
úsdóttur um að auglýst væri dýrmæt 4 hektara verslun-
arlóð í Kjama í Borgarholti II, sem verður með tilkomu
brúar yfír Kleppsvík mjög miðsvæðis í borginni og við
akstursleið út úr henni.
Hér ber allt að sama bmnni. Hið sterka valdakerfi
eins flokks í borginni er varhugavert og þarf auðvitað
pólitískt aðhald, en einnig þarf stjórnskipulagið endur-
skipulagningar við, þannig að það verði skilvirkara og
almenningi í borginni séu ljósari þær boðleiðir, sem
unnið er eftir í daglegri stjóm hennar.
Leyndarmál á allra vitorði
Steinsteypuveðin duga ekki
Iengur, stóð stórum stöfum í
Tímanum í gær. Þama er vakin
athygli á máli sem er á margra
vitorði en sjaldan eða aldrei hef-
ur verið rætt fyrir opnum tjöld-
um. Það sem þetta felur í sér er
að lánastofhanir sitja uppi með
húseignir af öllum stærðum og
gerðum sem teknar hafa verið
upp i skuldir en ekki tekst að
selja aftur.
Það var Geir A. Gunnarsson,
formaður stjómar Iðnlánasjóðs,
sem vakti máls á vandamálinu á
ársfundi sjóðsins. Hann sagði
að sjóðurinn sæti uppi með arð-
lausar fasteignir og verður að
leggja nær 600 milljónir króna í
afskriftarsjóð útlána til að
mæta tapinu.
Stjómarformaðurinn
fullyrti að allar lánastofn-
anir ættu við sömu vanda-
mál að stríða og að tími væri
kominn til að hætta að lána
mönnum fé út á óskhyggju og
steinsteypu.
Steinsteyputrúin er svo mögn-
uð að hver sá sem ræður yfir
nógu mörgum fermertrum eða
rúmmetmm af húsum hefur
fengið nær hvaða upphæðir
sem beðið er um út úr bönkum
og sjóðum. En sú stefna gildir
ekki lengur, segir Geir, því kom-
ið er í ljós að fasteignir em ekki
lengur sú trygging sem haldið
var.
Veðlánarar
Afskriftarreikningar lánastofn-
ana em dulið tap. Þegar ótæpi-
lega er lánað út á fasteignir
fremur en rekstur og trúverð-
ugleika Iántakenda hlýtur ein-
hvem tíma að koma að því að
dæmið hættir að ganga upp.
Bankar og lánastofnanir sem
sitja uppi með óseljanlegar fast-
eignir fela mistökin á bak við af-
skriftir og bókfærðar eignir,
hvemig svo sem því er fyrir
komið.
Lengi hefur það gefist vel fyrir
lántakendur að koma sér upp
fasteign, steypa gmnn og refta
yfir einhver hundmð fermetra
og þá er hægt að fara að slá. Þeir
sem um útlánin sjá þurfa
sjaldnast annað en veð í lög-
gildri fasteign til að opna sjóði
sína og spyrja þá aldrei um
hvort viðkomandi verður
nokkm sinni fær um að endur-
greiða lán sín.
Svona útlánastarfsemi er svo
pottþétt að bönkum
er jafnvel fremur líkt við veð-
lánastarfsemi en eiginlega
bankastarfsemi.
Ahætta
Einhver áhætta hlýtur alltaf að
fylgja rekstri banka og lána-
stofnana yfirleitt. Veð í fasteign-
um og fyrirtækjum á að fyrir-
byggja þá áhættu og hefur þótt
ömggt framundir þetta.
Það sem hér er á ferðinni er
ekki vandamál lánastofnana
einna. Ef verðgildi fasteigna er
að falla og að þær seljast ekki
vegna þess að enginn hefur þörf
fyrir þær hlýtur það að stafa af
offramboði á þeim. Eða hitt að
enginn hefur bolmagn til að
kaupa, sem kemur nokkum
veginn á sama stað niður.
Ofmat á veðhæfni fasteigna og
offramboð á þeim er langt frá
því að vera séríslenskt fyrirbæri.
Vestur í Ameríku er búið að
byggja fjórðungi meira af at-
vinnu- og skrifstofuhúsnæði en
nokkur þörf er fyrir. í nokkmm
Evrópulöndum er yfirbyggingin
orðin margföld á við þörfma og
er útkoman alls staðar sú sama.
Byggingafélög og verktakar fara
yfir um í stómm stíl og bank-
amir, sem fjármagna ofboðið,
fylgja á eftir.
Nóg er nóg
Þetta mynstur er svo alþekkt í
framkvæmda- og fjármálaheimi
iðnríkjanna fyrir vestan okkur
og austan að það er næsta
furðulegt að framkvæmda- og
fjármálamenn hér á landi skuli
ekki vera á varðbergi gagnvart
svo augljósum staðreyndum.
Enn þann dag í dag em fyrir-
tæki og jafnvel bæjarfélög að
skipuleggja ný hverfi með æm-
um kostnaði. Hundmð íbúða að
ógleymdum miklum miðstöðv-
um fyrir athafnasama verslun
og þjónustu em ekki aðeins á
teikniborðinu heldur em hafn-
ar framkvæmdir við að koma
báknunum upp.
Haft er fyrir satt að hundmð
tilbúinna íbúða eða í byggingu
séu óseld. Enginn hefur tölu á
þeim notuðu íveruhúsum sem
em á söluskrá. Atvinnuhúsnæði
er að rísa ótrúlega víða þrátt fyr-
ir að einhver ósköp af því er til
leigu eða sölu á ýmsum bygg-
inga- og tilverustigum.
Bankar og lánastofnanir sitja
uppi með ótilgreinda rúmmetra
af húsum og telja til eigna.
Jafnvel byggingavöruverslanir
em famar að taka hús upp í
skuldir og sitja uppi með þau.
Hagsmunir
Þetta ástand reyna allir að fela
hver sem betur getur. Steypu-
salar og byggingafýrir-
tæki reka venjulegan
áróður fyrir því að mikill
skortur sé á húsum og
lánasjóðir með félags-
málaráðuneytið í broddi fylk-
ingar veita meiri lánafýrir-
greiðslu til nýbygginga en ann-
arra fasteigna. Sveitarfélög
skipuleggja byggð og enn meiri
byggð og fasteignasalar láta í
veðri vaka að alltaf vanti eignir á
söluskrár þeirra.
Undantekning er formaður Fé-
lags fasteignasala sem lýst hefúr
yfir, við litla hrifningu, að fram-
boð á nýbyggingum sé miklu
meira en eftirspumin.
Ekki sakaði þótt menn temdu
sér ofurlítið meira raunsæi í
þessum efnum sem öðrum. Ef
til vill er það til of mikils mælst
að einstaklingar og jafnvel ein-
staka fyrirtæki hafi einhverja
heildarsýn yfir hvað er mátulegt
og hvað ofboð. En það væri í átt-
ina ef bankar og aðrar lána-
stofnanir gerðu sér grein fýrir
hvaða verðmæti eru veðhæf eða
yfirleitt lánshæf.
Framboð og eftirspum ræður
fasteignamarkaði þótt sjóðir,
byggingamenn og fasteignasal-
ar hvorki skilji það né viður-
kenni.
Kannski læra einhverjir sína
lexíu á gönuhlaupinu eftir
steinsteypunni þegar hún er
ekki lengur veðhæf. Alla vega er
svo komið að einn strútur hefur
dregið höfuðið upp úr sandin-
um og formaður stjómar Iðn-
lánasjóðs hefur opinberað
leydnardóm sem allt of lengi
hefur legið í þagnargildi. OO