Tíminn - 14.04.1992, Page 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 14. april 1992
MOSKVA
Rússneska stjómin hefur boðið
Boris Jeltsin forseta að segja af
sér. Stjómin telur að bráð stjórn-
málaleg kreppa sé yfirvofandi
vegna efnhagsumbótanna, sem
líkja megi við „raflostslækningar".
TEHERAN
(ranir hafa veitt stuðningsmönn-
um Akbars Hasemi Rafsanjani
mikið Drautargengi í þingkosning-
unum í landinu. Þykja kjósendur
hafa kosið fremur ný andlit en
kunna atvinnustjómmálamenn.
BAGDAD
Vopnasérfræöingar Sameinuöu
þjóðanna eru komir á ný til Bagd-
ad f þvi skyni að eyðileggja búnað
til eldflaugaframleiðslu. Þennan
búnaö hafa Irakar þráast við að
láta af hendi, í trássi við vopna-
hléssamninga eftir Persaflóa-
striðið.
KAIRÓ
Tveir dagar em nú liönir frá þvi er
viöskiptabann það gekk i gildi,
sem var sett á Libýu i því skyni að
þvinga þariend sjómvöld til aö
framselja tvo menn, sem taldir
em eiga hlut að þvi er Lockerbie-
þotan var sprengd í loft upp á
flugi. Enn hafa stjómvöld í Líbýu
þó ekki látið undan.
JÓHANNESARBORG
S-afriski blökkumannaleiðtoginn
Nelson Mandela hefur tilkynnt að
þau Winnie kona hans muni slita
samvistum.
BONN
Búist er viö að efnahagsvöxtur i
Þýskalandi muni ekki nema meiru
en einu prósenti á árinu 1992.
Ólíklegt er samt að stöönunar
eöa efnahagslegs afturkipps sé
aö vænta í landinu á næstu ámm.
ISLAMABAD
S.Þ. vænta að á næstu dögum
takist að fá þaö samþykkt aö sér-
stakt ráð taki við stjórnartaumun-
um i Afghanistan af Najibullah
forseta. Ekki hafa þó fundist leiðir
til að tryggja öryggi þeira valda-
manna, sem nú sitja, eftir að þeir
hafa horfið úr embættum sinum.
CATANINA, Sikiley
Sprengjuflugvélar hafa varpaö
afar öflugum sprengjum á hraun-
flauminn, sem nú vellur úr Etnu.
Markmiðið er að hindra að hraun-
ið leggist yfir þorp, er það nú
stefnir á.
BÚKAREST
Þjóðfrelsisfylkingin, sem tók við
völdunum i Rúmeníu eftir bylting-
una í landinu 1989, hefur misst
meirihluta sinn á þingi, eftir aö
fjöldi vinstri manna hefur hætt
stuðningi við hana.
MANILA
Fjörutíu vom drepnir þegar
skæmliðar kommúnista réðust úr
launsátri aö eftirlitssveit filipps-
eyska hersins i gær. Atburðir
þessir gerðust í fjallahéraði 270
km noröur af höfuðborginni Man-
ila.
JERÚSALEM
Israelskir hermenn skutu og
særðu minnst 11 Palestinumenn
á Gazasvæðinu i gær, í uppþot-
um Palestínumanna vegna ung-
lings sem felldur var i fyrri viku.
PHNOM PENH
Friðargæslusveitir S.Þ. í
Kambodiu segjast ekki munu
blanda sér í skotbardaga í land-
inu, að þvi er yfirmaöur þeirra hef-
ur staöfest.
Fimm leikja eitilharðri baráttu Keflvíkinga og Valsmanna um
íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik er lokið:
Islandsbikarinn
er Keflvíkinga
Frá Margréti Sanders, fréttarítara
Tímans á Suðurnesjum:
Keflvíkingar sigruðu Valsmenn í
flmmta Ieik liðanna í úrslita-
keppni íslandsmótsins í körfu-
knattleik, 77- 69, í Keflavík á
laugardag. Með sigrinum hrepptu
Keflvíkingar hinn eftirsótta ís-
landsmeistaratitil eftir eitilharða
baráttu við Valsmenn í fímm leikj-
um á tíu dögum.
Upphaf Ieiksins einkenndist af
fjöldamörgum mistökum og var
greinilegt að mikið var í húfi fyrir
liðin. Valsmenn höfðu yfirhöndina
allan fyrri hálfleikinn, þó aldrei
meira en sex stig, og höfðu forystu
í hálfleik 27-29. Þeir héldu foryst-
unni fyrstu mínútur síðari hálf-
leiks og á 7. mínútu voru þeir yfir
39-43. Magnús Matthíasson fékk þá
sína fjórðu villu og tóku Valsmenn
ekki þá áhættu að láta hann leika
meira fyrr en síðar í leiknum. Kefl-
víkingar gengu á lagið og gerðu
þrettán stig á móti tveimur stigum
Valsmanna. Valsmenn náðu þó að
jafna, en þá meiddist Símon Ólafs-
son og þurfti að yfirgefa leikvöll-
inn; munaði þar um minna. Jón Kr.
Gíslason skoraði þá tvær gífurlega
mikilvægar þriggja stiga körfur
fyrir Keflvíkinga og náðu þeir þar
með átta stiga forskoti. Valsmenn,
sem voru komnir í mikil villuvand-
ræði, höfðu ekki roð við andstæð-
ingum sínum, auk þess sem áhang-
endur Suðurnesjaliðsins studdu
sína menn dyggilega. Allt þetta
varð til þess að Keflvíkingar stóðu
uppi sem sigurvegarar í leiknum
og íslandsmótinu öllu.
Keflvíkingar hafa leikið vel í vet-
ur og eru vel að sigrinum komnir.
Þeir fóru í tveimur síðustu leikjum
að leika öðruvísi en þeir hafa gert í
vetur, leika nú mun rólegri bolta,
og virðist það hafa gengið upp á
móti Valsmönnum. Bestur Kefl-
víkinga var Jonathan Bow, sem
hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik og
átti stóran þátt í þeim villuvand-
ræðum sem Valsmenn lentu í.
Nökkvi Már Jónsson var líka mjög
góður og hefur hann verið jafn-
besti maður liðsins í úrslitakeppn-
inni. Albert Óskarsson gætti
Francs Booker vel í leiknum og
Brynjar Harðarson gerði vel þegar
hann hvíldi Albert í þessu erfiða
hlutverki. Jón Kr. stjórnaði liðinu
mjög vel og skoraði mikilvægar
körfur.
Valsmenn stóðu sig, þrátt fyrir
ósigurinn nú, mjög vel í úrslita-
keppninni og komu verulega á
óvart. Þeir léku fyrri hálfleikinn
vel og gátu þá skipt ört og hvflt
sína lykilmenn. í síðari hálfleik
lentu þeir í villuvandræðum og
urðu þá að keyra á sömu mönnun-
um. Byrjunarliðið — þeir Magnús,
Símon, Svali, Tómas og Booker —
stóð sig vel. Booker var í strangri
gæslu, en stóð sig engu að síður
vel, þó stigaskorið hefði verið í
minna lagi. Ragnar kom einnig vel
inn í leikinn.
Dómarar voru þeir Kristinn Al-
bertsson og Leifur Garðarsson.
Þeir gerðu sín mistök, en í heild-
ina var leikurinn vei dæmdur.
Stig ÍBK: Jonathan Bow 23,
Nökkvi Már Jónsson 20, Jón Kr.
Gíslason 15, Guðjón Skúlason 8,
Albert Óskarsson 6, Kristinn Frið-
riksson 5.
Stig Vals: Franc Booker 18,
Magnús Matthíasson 12, Símon
Ólafsson 12, Svali Björgvinsson
11, Tómas Holton 10, Ragnar
Jónsson 5. -PS
Leikurinn í tölum
Keflavík-Valur 77-68 (27-29)
Kefiavík 2. stiga 3. stíga SFK VFK BT BU Stoðs.
Bow ... 8-17 0-3 3 6 1 6 6
Kristinn Fr. ... 1-3 0-1 1 0 1 2 1
Sigurður Ingim ... 0-4 0-0 0 0 0 1 0
Júlíus Fr. .... - - - - .
Albert Ó ... 2-2 0-0 0 2 1 1 1
Hjörtur ... 0-0 0-0 0 0 0 1 1
Guðjón ... 3-4 0-3 0 0 2 1 3
Brynjar ... 0-0 0-0 0 1 0 1 0
Jón Kr. ... 2-4 3-5 0 2 2 1 6
Nökkvi ... 6-8 0-0 7 2 0 4 0
Samtals 21-42 3-13 11 13 7 18 H
Valur
Matthías .. 0-0 0-0 2 0 0 0 0
Svali ..1-2 2-3 0 0 0 0 0
Ari .. 0-0 0-0 0 1 0 0 0
Booker .. 7-15 1-7 6 5 5 2 4
Magnús .. 5-8 0-1 7 4 6 0 0
Símon .. 6-8 0-0 4 8 3 2 0
Ragnar .. 1-2 1-2 0 1 2 0 0
Jón Bender - - . . .
Tómas .. 5-11 0-1 4 0 2 1 6
Lárus - - - - - -
Samtals 25-46 4-14 23 19 18 5 lö
I Keflavík-Valur: 2-6, 9-10, 15-21, 23-25, 27-29, — 32-33, 36-41, 50- 43,
53-53, 61-53, 63-60, 73-62, 77-68.
1 Skýringar við töflu: í dálkum yfir tveggja og þriggja stiga skot segir fyrri 1
1 talan hve margar körfur viðkomandi gerði, en sú síðari hve margar til- 1
raunir sá hinn sami gerði. Vítaskot teljast ekki með.
1 SFK — Sóknarfráköst
1 VFK — Varnarfráköst
1 BT — Bolta tapað
| BU — Bolti unninn
1 Stoðs. — Stoðsendingar
Sumarþing er óþarfi
Þá hefur Evrópudómstóllinn loks-
ins kveðið endanlega upp úr með
það að nýtt og endurbætt EES-
samkomulag brýtur ekki í bága við
Rómarsáttmálann — stjómarskrá
EB. Skriður hefur því aftur komist
á EES-samningaferlið. Engan veg-
inn er þó Ijóst hvort Evrópubanda-
lagið mun sætta sig við Evrópska
efnahagssvæðið, þvi Evrópuþingið
getur enn tafið málið. Það er upp-
örvandi til þess að hugsa að Evr-
ópubandalagið lætur ekki bjóða sér
hvað sem er í samstdptum sínum
við efnahags- og viðskiptaleg stór-
veldi eins og EFTA, og hugsar
vandlega sinn gang áður en gengið
er tíl samninga, sem hugsanlega
gætu skert sjálfsforræði banda-
lagsins í málefnum sem það varð-
ar. Það leið ekki langur tími frá því
að samningsdrögin voru undkrit-
uð á sínum tíma þar til EB-dóm-
stóllinn kvað upp úr með að
bandalagið gætl ekki fallist á það
valdaframsal, sem fælist í ákvæði
samningsins um sérstakan EES-
dómstól.
Það er af þessum sökum sem það
er fyrst í dag, þriðjudag, sem
samningamenn EFTA og EB
hyggjast setja stafina sina undir
samninginn. Formleg undirskrift
mun bíða enn um sinn. Það, sem
Garra þykir lærdómsríkt við þetta
samnmgsferli allt saman, er sú
staðreynd að hingað tíl hafa allar
áhyggjumar af fullveldisframsali
verið hjá Evrópubandalaginu,
þeim samningsaðilanum sem fyr-
irfram hefði mátt búast við að
hefði ekki miklar áhyggjur af full-
veldisframsalL
Það segir þó
e.tv. meira en
margt annað um
Evrópubanda-
lagið og hversu
fast það heldur
um þá ávinninga
og l«u völd, sem herramir í Brus-
sel hafa sölsað undir sig.
Hið „svarta hoI“
Þessi miðstýringarþróun er að
verða eins og „svart hoJ“ í Evrópu,
sem sogar til sín allt og alla sem
einhvern massa hefur á megin-
landi Evrópu, og þó víðar væri leit-
að. Á hinu pólitíska sviði virðast
menn þó vera að vakna og spyma
gegn þessari miðstýringu, eldd
sfst eftir að pólitískir jarðskjálftar
Maastricht- samkomulagsins hóf-
ust
Þeir skjálftar eru ekki síður öfl-
ugir en þeir óvenjulegu skjálftar,
sem skóku Evrópu í fyrrinótt og
áttu upptök sín á svipuðum stóð-
um. Afleiðing þessara pólitísku
náttúruhamfara befúr þó orðið
þveröfug við það, sem tíl stóð. Nú
er svo komið að almennlngur í
hveiju landinu á fætur öðru, sem f
rólegheitum hefúr verið að sogast
í áttína að „svarta holinu" í Brus-
sel, lýsir efasemdum um ágæti
þessa samrunaferlis. Skoðana-
kannanir í Danmörku benda til að
Maastricht- samkomulagið verði
fellt í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í
júní f sumar.
Vöflur eru komn-
ar á Frakka, og
írar efast um
fóstureyðinga-
stefnuna. Síðast
en ekki síst vinnur Ieiðtoginn með
alla fyrirvarana, John Major, sigur
í þingkosningunum í síðustu viku,
sigur sem er að mjög verulegu
leyti íhaldssamri stefnu hans
gagnvart EB að þakka. Frekari
tenging aðildarrikja EB við Brus-
sel er því að verða spuming, sem
almenningur f þessum löndum er
farinn að hafa nokkrar áhyggjur af.
Það væri e.t.v. full mikið að tala
um þjóðemisstefnu f þessu sam-
bandi, en vangaveltur um framsal
valds og spumlngfn um fuliveldi
þjóða em Evrópubúum greinilega
ofarlega í huga um þessar mundir.
Það hlyti því að koma á óvart ef
spuminguna um fullveldi og fram-
sal valds, sem EB telur svo brýna
að lelta verður til EB-dómstóIsins
um álit á henni, á ekki að ræða hér
á íslandi nema í nokkrar vikur áð-
ur en skrifað er undir einhverja
mestu milliríkjasamninga, sem
gerðir hafa verið í sögu íslenska
iýðveldisins.
Liggur eitthvað á?
Talsvert er nú talað um sumar-
þing til að ræða EES-samninginn,
og virðast menn margir hverjir Ifta
á það sem sjálfsagðan hlut að
hespa þurfi þeirri umræðu af, tíl
þess að geta samþykkt hann fyrir
einhveija enn eina heimatiibúna
dagsetningu, sem engu máli sldpt-
ir. Með hliðsjón af því, sem er að
gerast í Evrópumáiunum, og því
að upp hafa komið hér ábyrgar
raddir, sem telja hugsanlegt að
samningurinn btjótí gegn íslensku
stjómarskránni, er það grundvall-
aratriði aö þetta mál fái ítariega
umfjöllun hér heima. Sú tíllaga,
sem liggur fyrir Alþingi um að sér-
fræðingahópur kanni sérstaklega
hvort samningurinn stangist á við
stjómarskrá, er frumforsenda
þess að hægt sé að ræða máiið af
skynsamlegu vitá. Þó flest bendi
raunar til þess að samningurinn
samiýmist stjómarskránni, verður
slfk úttekt engu aö síður að fara
fram, og það verður að fara fram
almenn og víðtæk umræða og
kynning á því, sem í samningnum
felst Sumarieyfismánuðirnir eru
eldd heppilegur tími tð að hrinda
þessari umræðu af stað eða nægur
til að Ijúka henni. Sumarþing ættí
þvf að vera óþarfi, þvf þingmenn
þurfa að ræða þessi mál við lands-
menn áður en þeir ræða þau hver
við annan. Garri