Tíminn - 16.04.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 16.04.1992, Qupperneq 7
Fimmtudagur 16. apríl 1992 Tíminn 7 Vegna þess hve vatniö I lóninu er salt, taka baögestir fijótt lit I sólinni. Ester Bjargmundardóttir og Valdís Gunnarsdóttir úr Garöabæ voru meöal gesta ! lóninu, þegar Tímamenn áttu leið þar um. undir því. Svæðið, sem í dag er not- að af Baðhúsinu, er ekki nema þriðj- ungur lónsins. Eins og búast má við, er nýting staðarins best á sumrin, þegar sólar nýtur betur, en staðurinn hefur líka sitt aðdráttarafl á veturna. „Þegar vetrarstillur eru og myrkur og stjörnubjartur himinn, er mjög mikil rómantík í loftinu héma,“ seg- ir Hermann. Gististaðurinn við Bláa lónið hóf starfsemi sína árið 1983 og verður því níu ára á þessu ári. Það voru hjónin Þórður Stefánsson og Eygló Friðriksdóttir, sem hrintu þessari hugmynd í framkvæmd, og þau hafa rekið staðinn frá upphafi. Þrátt fýrir sveiflur í rekstrinum í gegnum tíð- ina, gengur staðurinn vel. í dag er boðið upp á 22 tveggja manna her- bergi á hótelinu sjálfu og að auki sumarbústað með tveimur svefn- herbergjum, þannig að segja má að staðurinn geti tekið við tæplega fimmtíu næturgestum. Að sögn Eyglóar er nýtingin á gistirýminu nokkuð góð. „Desem- ber, janúar og febrúar geta verið nokkuð gloppóttir," segir hún. „Sumrin eru náttúrlega best að jafn- aði, en haustin geta verið mjög góð líka og þá sérstaklega gagnvart flug- áhöfnum. Sömuleiðis er mikið um að verktakar, sem eru að vinna fyrir bandaríska herinn í Keflavík, haldi til hérna hjá okkur. Þetta eru mest- megnis Ameríkanar, sem þurfa ekki að gista innan vallar vegna þess að þeir eru ekki sjálfir í hemum. Það er misjafnt hvað þeir staldra lengi, það getur verið frá einni og allt upp í átta vikur. Þetta em mikið sömu mennimir, sem koma aftur og aft- ur.“ Gististaðurinn Bláa lónið er rek- inn á heimilislegum nótum. Þar er kaffibollinn t.d. ekki seldur. Ef ein- hvern langar í kaffi, fer hann inní eldhús og sækir sér það. Og sé kaffið ekki til, heliir hann bara uppá. Á sama hátt er ísskápurinn opinn öll- um. Þetta er mjög meðvituð stefna hjá eigendunum, en staðurinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir fólk sem vill slappa af fjarri ys og þys hversdagslífsins. Þetta hótel er sérstakt að því leyti, að þar er ekki boðið upp á vínveit- ingar, þó meðferð víns sé þar ekki bönnuð. Veitingasalan er aðskilin frá gistirýminu sjálfu, en þar er bæði hægt að fá mat og létt eða sterk vín. Að sögn staðarhaldara skiptast gestimir nokkum veginn til helm- inga í íslendinga og útlendinga. f báðum tilfellum er mikið um að sama fólkið komi aftur og aftur. Frá því í febrúar hefur hótelið boðið upp á pakkagistingar fyrir íslendinga. í því er innifalið tveggja manna her- bergi með aðgangi að heitum potti, gufubaði og að sjálfsögðu Bláa lón- inu sjálfu, fyrir 4.500 krónur. Að auki er hægt að fá nudd, en fyrir það þarf að borga sérstaklega. Nú er liðið um eitt ár frá því að beinn innflutningur á FIATAGRI dráttavélum hófst og við óskum 65 nýjum FIATAGRI eigendum til hamingju með nýju vélina. Glæsilegt útlit Veltistýri meS hæSastillingu Aurhlífar yfir framhjól, staSalbúnaSur MiSlægt innbyggt drifskaft til framöxulsins án hjöruliSa, tryggir góSa hæS undir vélina og fáa slitfleti. Á þessu ári er FIATAGRI orðin ein mest selda dráttarvélin hér á landi og þarf engann að undra því FIATAGRI hefur verið mest selda dráttarvélin í Evrópu síðastliðinn 13 ár og er mest selda fjórhjóladrifsvélin í heiminum í dag. Lykillinn að góðri fjárfestingu er að skipta við traustan framleiðanda og ábyggilegan seljanda. FIAT er eitt af tíu stærstu iðnfyrirtækjum í Evrópu. GLOBUS er í dag stærsta og elsta búvélainnflutningsfyrirtæki landsins og hefur á að skipa öflugara þjónustukerfi um allt land en nokkurt annað fyrirtæki á þessu sviði. GLOBUS er því góður kostur í viðskiptum. Mjög breytt ökumannshús og farþegasæti auka notagildi og þægindi HáþróaSur hreyfill frá stærstu díselvélaframleiðenda heims NÝ SENDING Á LEIÐINNI Globusp heimur gœða IÁGMÚLA S - REYKJAVÍK - SÍMI 91 - 681SS5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.