Tíminn - 16.04.1992, Síða 21
Fimmtudagur 16. apríl 1992
Tíminn 21
ÁRNAÐ HEILLA
80 ára:
Guðný Guðlaugsdóttir
ítrekað hafa íslensk eldfjöll valdið
titringi í veröldinni. Kvenfólkið okk-
ar hefur einnig vakið titring, bók-
menntimar barmafullar af þessum
elskum, heimsfegurðardrottningar
hvar sem þær láta sjá sig og svo hafa
þær náttúrlega algerlega stungið
okkur körlunum í vasann hér uppá
Fróni. Forseti landsins er kona, sem
og forseti þingsins og forseti hæsta-
réttar. Segja má að ást eldfjallanna á
veröldinni sé svo mikil, að þau
smám saman séu að færa landið um
allan heiminn til austurs og vesturs.
Þetta er einmitt í stfl við kvenfólkið,
sem fyrir löngu síðan er búið að
heilla alla veröldina uppúr skónum,
og ekki við öðm að búast en að eld-
fjöllin taki þær sér til fyrirmyndar.
Yndislegt er að standa í skjóli þess-
ara elskna; það hafa allir reynt, því
öll emm við fædd af konum. Ástúð-
in, umhyggjan og glaðværðin geisl-
ar af þeim í stfl við fegurðina, sem
eins og ég sagði áðan er löngu búin
að leggja veröldina og landið að fót-
um sér. Ein þessara kvenna er átt-
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIU ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
frá Tryggvaskála
ræð í dag, móðir skólabróður míns
og félaga og sýslungi föður míns.
Fædd og uppalin þar sem Hekla ber
hæst við himin, og göfug eins og
kvenhetja stigin beint útúr Njálu.
Minningarnar koma uppí hugann.
Heill bekkur þyrpist útí skólaportið í
Bamaskóla Austurbæjar og allt
svæðið logar í stórfiskaleik. Allt í
einu er hrópað: „Ég er hættur."
Barnaskarinn dettur í dúnalogn. Að-
alstórfiskurinn hættur, hvað er nú
að? „Ef Sigurgeir er ekki með, þá er
ég hættur.“ Allir líta til mín og ég
helli mér í leikinn. „Blessaður segðu
henni mömmu að þú hafir verið
með. Þá fæ ég að fara á skíði um
helgina," hvíslar másandi stórfisk-
urinn að mér, þegar leiknum er lok-
ið.
Önnur minning. Dyrabjallan
hringir og allur krakkaskarinn er
rokinn útí bakarí. Sá fyrsti fær
stærsta snúðinn og ég haltra á eftir.
„Hvað, fékkst þú engan snúð?" segir
stórfiskurinn, sem ryður sér braut
gegnum krakkaskarann með besta
snúðinn, enda fljótastur að hlaupa.
„Heyrðu, taktu bara minn, en elskan
mín segðu henni mömmu frá því,
hún er nefnilega alltaf að tala um
þig. Þá fæ ég að fara fyrr í sveitina í
vor í sauðburðinn."
Þetta vakandi auga, sem ég naut
svo ríkulega, dvelur nú á Sólvangi í
Hafnarfirði og ég sendi þessar línur
frá Landspítalanum. Svona eru ör-
lögin, það stendur enginn lengur en
hann er studdur. Allt mitt Iíf hef ég
helgað þjóðlegum fræðum og þó
einkum ættfræði. Ég vona að eng-
inn lái mér það, að ég sérstaklega
hef lagt mig eftir ættum þessa vel-
gjörðarfólks míns, enda upprunnið
af svipuðum slóðum og foreldrar
mínir.
Á þessum merkisdegi í lífi hennar
Guðnýjar minnar sendi ég þær heit-
ustu heillakveðjur, sem mér er
unnt, og vona að hún eigi eftir að
taka mörg dansspor eins og frægt
var í TYyggvaskála.
Sigurgeir Þorgrímsson
Josve hnífaherfi
Mest seldu herfin á íslandi. Sex öxla, lyftutengd meb S
metra vinnslubreidd, Einföld og ódýr í rekstri, auövelt a&
skipta um hnífa. Josve hnífaherfi henta vel til að vinna
plógstrengi fyrir endurvinnslu á túnum og til vinnslu á
grænfóðursökrum. í notkun jafnar Josve sáðbeðið og skilar
því hreinu. Flest búnaðarfélög nota josve.
SILVA rafgirðingar
Silva rafgirðingar eru fljótari og auðveldari í uppsetningu en
hefðbundnar girðingar, auk þess er efnið sem notað er í Silva
rafgirðingarnar vandaðara en gengur og gerist. T.d má
nefna að vírinn uppfyllir ýtrustu kröfur sem gerðar eru um
togþol og efnisblöndun. Strekkingar eru úr áli,
rafmagnstengi eru öflug úr sérstakri sínkblöndu.
Spennugjafar uppfylla kröfur rafmagnsprófunar
Rafmagnseftirlits ríkisins. Staurarnir eru úr svokölluðum
azobe-við sem hafa verið prófaðir hjá ásamt fleirri tegundum
af Teknologiske Institute í Danmörku. Niðurstöður sýna að
azobe viðurinn er sá besti sem völ er á í rafgirðingar. Eigum
einnig fyrirliggjandi sex strengja girðinganet 100 metra rúlla
aðeins 4.560,- m/vsk.
ELHO áburðadreifarar 700 Lítra
Nákvæmir, áreiðanlegir og auðveldir í notkun.
Hleðsluhæð 95 cm dreifibúnaður úr ryðfríu stáli.
Kapalstýring inn í ekilshús til stýringar á
áburðamagni. Kögglasigti, áburðatregt á löm,
auðvelt að þrífa og hirða.
VICON áburðadreifarar
Þekktir fyrir gæði og frábæra endingu.
Hleðsluhæð 90-100 cm. Stærðir 500 - 750
lítra. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli og plasti.
Stillanleg dreifibreidd 6-14 metra. Vicon
vönduðustu og nákvæmustu
áburðardreyfarar sem völ er á.
G/obusi
-heimur gœða
LAGMULA 5 - REYKJAVIK - SIMI 681555