Tíminn - 16.05.1992, Side 1
Laugardagur
16. maí 1992
93. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Lánasjóðsfrumvarpið afgreitt:
Framför hinna
menntuðu þjóða?
Námsmenn fjölmenntu á þingpalla
Alþingis í gær þegar atkvæða-
greiðsia fór fram um lánasjóðs-
frumvarpið.
Þingforseti, Salóme Þorkelsdóttir,
var ekki fyrr búin að tilkynna að
lánasjóðsfrumvarpið yrði næst tekið
fyrir þegar gall úr hópi námsmanna:
„Herra forseti." Lásu námsmenn því
næst saman í kór tilvitnun í „Um
skólamál á íslandi 1842“ eftir Jón
Sigurðsson: „Með tilliti til þjóðar-
innar verður sá tilgangur skólans:
Að búa svo undir hverja stétt, að
hver þeirra í sinni röð styðji að fram-
för aíls landsins, allrar þjóðarinnar,
svo að vér gætum smám saman
komizt þannig á fót, að vér gætum
fylgt með framförum hinna mennt-
uðu þjóða á sérhverri öld, eftir því
sem kostur er á, og sigrað sem flesta
tálma, sem þar verður á vegi vorum,
en Alþingi verður Ijósastur vottur,
hvort þetta heppnast eða ekki.
Til þess að ná þessum tilgangi ætt-
um vér allir að stuðla með kostgæfni
og alúð og ekki skirrast við þeim
kostnaðarauka, sem kljúfandi væri,
því að engum peningum er varið
heppilegar en þeim, sem keypt er
fyrir andleg og líkamleg framför,
sem mest að verða má. Vér eigum að
hefja hugann hátt.“
Að lestri loknum bað Salóme náms-
menn um að hafa hljótt á þingpöll-
um og varð hún að ítreka það nokkr-
um sinnum meðan atkvæðagreiðsla
fór fram þar eð námsmönnum hætti
til að láta ýmist ánægju sína eða von-
brigði í ljós.
Tvær síðustu setningamar í tilvitn-
un Jóns höfðu verið skrifaðar á stétt-
ina fyrir framan styttuna af honum á
Austurvelli en lögregla handtók
námsmeyjamar sem þar voru að
verki.
Námsmenn segja að vegið hafi ver-
ið að hugsjón Jóns Sigurðssonar og í
fréttatilkynningu frá Stúdentaráði
segir að hann hafi séð „fyrir sér
frjálst ísland, stolta og menntaða
þjóð í eigin landi. Hann vissi að
menntun kostar peninga en hann
vissi einnig að engin fjárfesting er
betri fyrir þjóðarhag“. Námsmenn
segja mannauðnum kastað fyrir
stundargróða með hinum nýju Iög-
um.
Þegar ljóst var að Alþingi hafði fellt
breytingartillöguna lögðu náms-
menn blómsveig og rósir við styttu
Jóns. Pétur Þ. Oskarsson, formaður
Stúdentaráðs, hélt eilitla tölu í gjall-
arhorn þar sem úrslit atkvæða-
greiðslunnarvom hörmuð. —GKG.
Kjötvinnslu SS á Hvolsvelli skortir kindakjöt og áformar að auka vinnslu á svína- og nautakjöti:
SS hvetur bændur til að
auka svína- og nautaeldi
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hefur sent bændum, sem eru í
viðskíptum við félagið, bréf þar sem segir að félagið neyðist til þess
að auka notkun á svína- og nautakjöti í kjötafurðir sem unnar eru í
hinni nýju kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli. Astæðan er sú að SS
skorti kindakjöt til vinnslu og ekki hafa tekist samningar sem
tryggja til framtíðar kjötvinnslunni á Hvolsvelli nægt kindakjöt til
vinnslu.
í bréfi Steinþórs Skúlasonar, for-
stjóra SS, til sunnlenskra bænda
segir: ,Á nýliðnum aðalfundi fé-
lagsins var rætt ítarlega um þá
staðreynd að félagið skortir kinda-
kjöt til sölu. Fram kom að félagið
verður að bæta sér skort á kinda-
kjöti með aukinni áherslu á sölu
svína- og nautakjöts sem mun leiða
til enn frekari minnkunar á sölu
kindakjöts á landsvísu. Þessi stað-
reynd er eðlileg afleiðing af skipu-
lagi sauðfjárræktarinnar í landinu.
Félagið stefnir að því að auka
svínaslátrun sína um a.m.k. 30% til
að vega upp á móti fyrirséðri
minnkun á kindaslátrun. Formleg
könnun um áhuga á framleiðslu-
aukningu á meðal núverandi svína-
innleggjenda er í gangi, en aðrir fé-
lagsmenn sem áhuga hafa á að
leggja inn svín hjá félaginu eru
beðnir að hafa samband kjötvinnsl-
una.“
Á síðasta sumri keypti SS talsvert
magn af kindakjöti af Goða hf.
Stjórnendur SS hafa átt viðræður
við forráðamenn Goða hf. um fram-
tíðarviðskipti með kindakjöt, en
þær viðræður hafa ekki leitt til nið-
urstöðu enn sem komið er. Slátur-
félagið telur því rétt að skoða ýms-
ar aðrar leiðir til að tryggja kjö-
tvinnslunni á Hvolsvelli nægt hrá-
efni. Á þessu ári hefur SS dregið úr
notkun á kindakjöti í unnar kjöt-
vörur, en aukið notkun á svína- og
nautakjöti í því augnamiði að láta
kindakjötið duga fram að sláturtíð í
haust.
Páll Lýðsson, stjórnarformaður
SS, sagði að fyrirsjáanlegur sam-
dráttur í kindakjötsframleiðslu
verði það mikill að afurðastöðvarn-
ar muni líða fyrir það. Hann sagði
að kjötvinnsla SS á Hvolsvelli yrði
að fá nægt hráefni. Vinnslan yrði að
fá eins mikið hráefni og hún gæti
selt. Staðan væri einfaldlega þann-
ig í dag að SS gæti selt meira af
kindakjoti en fyrirtækið fengi til
vinnslu.
Páll sagði að skipulagið á bak við
afurðastöðvarnar væri ekki eins og
það gæti best verið. Hann sagði að
þetta sé mál sem Samtök sláturleyf-
ishafa verði að taka á með einhverj-
um hætti. Hann sagði ennfremur
að sú staða sem nú er upp komin sé
sönnun fyrir þeirri samkeppni sem
ríki á kjötmarkaðinum og bændur
eru neyddir út í, samkeppni sem
skaði bændur sjálfa. - EÓ
Leiöbeint
um garða
f blaðinu í dag leiðbeina þau
Einar Þorgeirsson skrúðgarða-
meistari og Heiðrún Guð-
mundsdóttir garðyrkjufræðing-
ur um umhirðu garðsins og gefa
góð ráð um val sumarblóma,
fjölærra plantna, trjáa og runna.
Þau leggja áherslu á að áður en
garðeigendur leggi út í kostnað-
arsamar breytingar skipuleggi
þeir garðinn vel.
Timamynd Pjetur
Sjá blaðsíður 6 og 7
1 EN GIN BÍI LASÝNING
1 UIV HE :lg I N A tTTi ,"3var 1 1 x Helgason hf.
vegna þjónustufunda Sævarhöföa 2 s(mi 91-674000