Tíminn - 16.05.1992, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur 16. maí 1992
Tilraunir stjómarandstöðunnar til að fá 6. grein Lánasjóðsfrumvarpsins breytt mistókust:
Lánasjóðsfrumvaipið var
samþykkt með 30 gegn 24
Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna var samþykkt á Al-
þingi í gær með 30 atkvæðum stjómariiða gegn 24 atkvæðum
stjómarandstæðinga. Níu þingmenn vom fjarstaddir. Stjóraarand-
stæðingar lýstu því yfír við atkvæðagreiðsluna að þeir myndu beita
sér fyrir því að lögunum verði breytt í haust, en tillaga þeirra um að
það verði sett inn í lögin að þau skuli endurskoðuð í haust var felld.
Vonir stjórnarandstæðinga um að
þeir næðu að knýja fram breytingu
á 6. grein frumvarpsins við lokaaf-
greiðsluna urðu ekki að veruleika,
en greinin kveður á um eftir-
ágreiðslu námslána. Stjórnarand-
stæðingar gerðu tvær tilraunir í
gær til að knýja á um breytingu á
greininni. Annars vegar að náms-
mönnum verði greiddir 2/3 hlutar
af námsláni í haust, en það getur
LÍN gert því að í sjóðnum eru 800
milljónir. Þetta var fellt með 28 at-
kvæðum gegn 25. Ingi Björn Al-
bertsson (Sjfl.) greiddi tiílögunni
atkvæði og Össur Skarphéðinsson
(Alfl.) sat hjá. Lokatilraun stjórnar-
andstæðinga var síðan að setja í
síðustu grein frumvarpsins ákvæði
um að endurskoða verði frumvarp-
ið fyrir árslok. Þetta var fellt með
30 atkvæðum gegn 24.
Fjölmargir þingmenn gerðu grein
fyrir atkvæði sínu við atkvæða-
greiðsluna. Inntakið í öllum ræð-
unum var að með lögunum væri
verið að afnema jafnrétti til náms
og leggja byröar á herðar náms-
manna og aðstandenda þeirra sem
þeir geta varla risið undir.
„Hér er fyrst og fremst um hrein-
an fautaskap í garð námsmanna að
ræða og lýsir í raun ótrúlegu skiln-
ingsleysi þessara flokka sem mynda
ríkisstjórnina á hlut námsmanna,"
sagði Finnur Ingólfsson (Frfl.).
„Það er verið að færa aðstoð við
námsmenn áratugi aftur í tímann."
„Sá tími er að renna upp að konur
eigi aftur að fara að vinna fyrir
mönnum sínum í námi. Ungar
mæður eiga ekki að vera í námi.
Upp er að renna menntakerfi hinna
efnuðu. Með samþykkt þessa frum-
varps er verið að stíga fyrsta skrefið
til að afnema Lánasjóð íslenskra
námsmanna," sagði Guðrún Helga-
dóttir (Alb.).
„Með samþykkt þessa frumvarps
ríkir ekki lengur jafnrétti til náms
án tillits til efnahags," sagði Val-
gerður Sverrisdóttir (Frfl.). „Ríkis-
stjórnin er að þvinga í gegnum
þingið lög um Lánasjóð íslenskra
námsmanna í fullri andstöðu við
námsmenn og ég fullyrði í and-
stöðu við meirihluta þjóðarinnar."
Össur Skarphéðinsson (Alþfl.) sat
hjá við afgreiðslu um 6. gr. frum-
varpsins við aðra umræðu. „Ég vil
að það komi fram að sú vinna sem
hefur farið fram af hálfu þingsins á
þessu frumvarpi hefúr leitt til fiöl-
margra breytinga sem allar hafa
verið til verulegra bóta frá hinni
upphaflegu gerð frumvarpsins,"
sagði Össur. „Ég ítreka það hins
vegar að leiði reynslan í ljós að 6.
gr. hindri menn í að stunda nám
sitt með eðlilegum hætti þá áskil ég
mér allan rétt til að eiga þátt í
breytingum á því ákvæði í framtíð-
inni, enda sýnist mér nú að það sé
að skapast vilji til þess innan
stjórnarliðsins."
„í vetur hafa margar ákvarðanir
verið teknar sem í verki og orði
vega að jafnrétti og jöfnuði í þessu
landi. Hér hafa verið teknar ákvarð-
anir um hundruö milljóna króna
niðurskurð í heilbrigðiskerfinu
sem kemur fyrst og fremst niður á
barnafólki og öldruðum sem neyt-
endum þjónustunnar og konum
sem veitendum. Hér hefur verið
brotið niður það sem byggt hefur
verið upp á undangengnum áratug-
um,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir (Kvl.). „Þessi stefna ójafnaðar
er endanlega innsigluð í frumvarp-
Hryggir námsmenn leggja blóm aö fótum Jóns Sigurðssonar eftir
að Alþingi haföi samþykkt að svipta þá námsláni í haust.
inu um Lánasjóð íslenskra náms-
manna.“
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(Frfl.) sagði að breytingin á lögum
um LÍN kæmi verst við efnalitla
námsmenn af landsbyggðinni.
„í 40 ár hefur það verið kjarninn í
baráttu jafnaðarmanna um Evrópu
alla að grundvallarrétturinn um
jafnrétti til náms, um jafnrétti til
hjúkrunar og umönnunar væri lög-
mál sem þjóðfélagið myndi halda í
heiðri. Sá flokkur sem afnemur
jafnrétti til náms úr lögum á ís-
landi getur aldrei með sóma borið
heitið Jafnaðarmannaflokkur ís-
lands. Ég vil segja viö utanríkisráð-
herra, Jón Baldvin Hannibalsson,
og iðnaðarráðherra, Jón Sigurðs-
son, að þegar feður okkar voru á
ísafirði að hefja merkið um jafnað-
arstefnuna á loft og sendu syni sína
til náms þá veit ég að þeir hefðu
ekki trúað því að þið ættuð eftir að
standa að því hér á Alþingi fslend-
inga að setja á þau lög sem hér er
verið að gera. Þeir sem eru sprottn-
ir upp úr jarðvegi jafnaðarstefn-
unnar á ísafirði geta aldrei kallað
sig með réttu jafnaðarmenn eftir að
hafa sagt já við þessu frumvarpi,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
(Alb.). -EÓ
BSRB og Dagsbrún ósátt við Lánasjóðsfrumvarpið:
Lánasjóður hinna ríku
„Það leggst lítið fyrir ráðherra, sem
á sínum tíma fengu óverðtryggð
námslán og borga nú smáaura í af-
borganir, að hafa forgöngu um að
velta fortíðarvandsa sjóðsins af full-
um þunga yfír á það fólk sem stund-
ar nám í dag,“ segir í fréttatilkynn-
ingu sem stjóm BSRB hefur sent
frá sér.
Stjómin segir fjárhagslegar skuld-
bindingar gera fólki með meðaltekj-
ur erfítt fyrir meðan á endurgreiðslu
námslána stendur, og því geta lent í
vandræðum á húsnæðismaricaðin-
um að loknu námi.
Stjórn verkamannafélagsins Dags-
brúnar hefur einnig sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir
áhyggjum yfir 6. grein frumvarps um
Lánasjóðinn þar sem gert er ráð fyrir
því að námsmenn fái ekki lán úr LÍN
fyrr en tilskilinni skólasókn og náms-
árangri er náð á hverju ári. Stjómin
segir efnaminni námsmenn ekki hafa
sömu möguleika og hinir efnameiri
til að fjármagna nám sitt meðan beð-
ið er eftir námsláni. Hún óttast að
sama skapi að þung byrði verði lögð á
aðstandendur námsmanna sem
ganga í ábyrgð á skammtímalánum
ef námsmanni mistekst í námi eða
hann veikist. —GKG.
Námsmenn uggandi um
framtíðina:
Ólög
gegn
þjóð-
inni
Almar Eiríksson.
Kristinn Einarsson.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Pétur Þ. Óskarsson.
Þetta em mjög slæm lög og við emm mjög hrædd við þau áhrif sem
þau koma til með að hafa,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, formaður
Stúdentaráðs, um hin nýju Lánasjóðslög sem samþykkt vom í gær.
„ „Við erum líka óhress með alla
meðferð málsins í allan vetur og ekki
síst síðustu daga þar sem ríkisstjómin
hefúr neitað að endurskoða málin. Þeir
haía bara ákveðið að keyra í gegn með
málið, hvað sem öllu öðru líður,“ segir
Pétur.
Hann efast ekki um að fólk hrökklist
frá námi vegna hinna nýju laga eða
hætti við að fora í nám. Hann segir jafn-
framt lágtekjufólki vera gert sérstaklega
erfitt fyrir með að þurfo að greiða hátt
hlutfoll af sínum tekjum til Lánasjóðs-
ins.
„Þetta eru í raun ólög sett gegn vilja
þjóðarinnar í andstöðu við það sem enn
er ríkjandi viðhorf á íslandi að allir eigi
að hafa aðgang að menntun," segir Pét-
ur.
Það eru aðallega þijú atriði sem Stúd-
entaráð er ósátt við; vextimir, hátt end-
urgreiðsluhlutfall og eftirágreiðslumar.
„Það er annaðhvort verið að segja að
námsmenn eigi að lifa á loftinu í haust
eða taka bankalán með vöxtum. Það eru
því ekki bara vextir á lánum eftir að
námi lýkur heldur líka meðan á námi
stendur. Þetta er því mjög slæmt
ákvæði," segir Pétur.
Hannn segir að brugðist verði við lög-
unum þegar þau verði sett æ
„Við ölum þá von í brjósti að þessu
muni nú verða hnekkt fyrr eða síðar,"
segir Pétur.
Framkvæmdastjóri Iðnnemasam-
bandsins, Kristinn H. Einarsson, telur
nýju lánasjóðslögin vera fyrsta skrefið í
að færa sjóðinn í bankana: „Bankamir
geta þá ekki gert aðrar kröfur til náms-
manna en annarra viðskiptavina. Það
hefur því áhrif á hverjir eigi möguleika
á að stunda nám.“
Sú tillaga náði þó ekki fram að ganga
að lánþegar yrðu að vera orðnir tvítugir
sem er mjög gott fyrir iðnnema þar eð
þeir hefja nám miklu fyrr.
Kristinn hefúr mestar áhyggjur af end-
urgreiðslunum: „Til þess að geta staðið
undir þeim verður að hafa sæmilegar
tekjur að námi loknu og þetta lána-
sjóðsfrumvarp gerir ráð fyrir að menn
fari í mjög arðbær störf. Þá hlýtur mað-
ur að spyrja sig hvað verði um umönn-
unarstéttimar, kennarana og heilbrigð-
isstéttimar. Hættir fólk ekki bara að fara
í þetta nám?“
Kristinn leggur áherslu á að lán iðn-
nema séu lág miðað við marga aðra
námsmenn og séu yfirleitt borguð
fljótt, því komi breytingin ekki verst við
þá: „En endurgreiðslumar munu sér-
staklega koma við kjör þeirra sem em í
lægstu launaflokkunum það sem eftdr
er ævinnar. Ég veit ekki hvort ráða-
menn gera sér grein fyrir því sem þeir
em að gera."
Almar Eiríksson, formaður Bandalags
íslenskra sérskólanema, tekur undir að
þeir sem verði í lægstu launaflokkun-
um eigi eftir að verða illa úti, s.s.
þroskaþjálfar, kennarar og fóstmr:
„Þeirra byrjunarlaun duga ekki fyrir
lágmarksgreiðslu á ári. Það veröur að
breyta þessum lögum seinna."
Ingibjörg Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra námsmanna
erlendis, segir námsmenn verða fyrir
miklum óþægindum vegna breyting-
anna á sjóðnum: „Þær hafa mikil áhrif á
þá sem ætluðu sér ekki að koma heim í
sumar heldur vinna í skólunum úti. Nú
þarf fólk að koma heim að fá bankalán
eða senda umboðsmenn sína. Þama er-
um við að tala bæði um framfærsluna
og skólagjöldin sem geta verið mjög há
og verða engir ferðastyrkir veittir."
Ingibjörg segir að námsmenn erlendis
verði sjálfir að skrá sig í SÍNE sem gerð-
ist sjálfkrafa áður: „Félagsmönnum á
eftir að fækka sem veikir fjárhagsstöð-
una og nú faum við ekki lengur peninga
til að reka félagið fyrr en eftir áramót."
Skrifstofu SINE verður því líkast til
lokað í haust en hún fær um 34 sím-
hringingar á dag frá námsmönnum er-
lendis sem eru að leita sér aðstoðar.
—GKG.