Tíminn - 16.05.1992, Síða 4
4 Tíminn
Laugardagur 16. maí 1992
Tíininn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Frelsi til að skulda
Mikill landsbrestur kvað við í fyrradag, þegar olíufé-
lagið Skeljungur tilkynnti síðdegis að félagið myndi
hefja greiðslukortaviðskipti með bensín næsta dag.
Ljósvakinn brakaði af fréttaflutningi af ákvörðuninni
og ekki leið á löngu þar til enn meiri tiðinda var að
vænta. Hin stóru olíufélögin gerðu í hvelli samninga
við kortafyrirtækin og annað þeirra tilkynnti bensín-
sölu út á krít þegar um kvöldið.
Skeljungur flýtti sér þá þegar að heija kortavið-
skipti og auglýsti að þar væri þegar farið að selja bens-
ín og lána andvirðið út á greiðslukort. Óðagot olíufé-
laganna og undirtektir fjölmiðlanna eru með ólíkind-
um. Engu er líkara en að olíusala í landinu félli eða
stæði með því að engin bensínstöð drægi það í nokkr-
ar klukkustundir að taka upp greiðslukortaviðskipti.
Allt frá því að kortaviðskipti hófust og fram að
hvellinum mikla í fyrradag hafa olíufélögin þvertekið
fyrir að taka upp slíkan greiðslumáta. Það byggðist á
því að þau þyrftu að veita greiðslufrest, greiða korta-
fyrirtækjum þóknun og þar með að hækka bensín-
verðið.
Forstjórar Olíufélagsins og Olís segjast ganga
nauðugir til þessa leiks, þar sem þetta nýja greiðslu-
fyrirkomulag muni óhjákvæmilega hækka bensín-
verð. En ekki sé hægt að veita lakari þjónustu en
keppinautarnir og því verði þeir að leika með.
Hér var að falla eitt síðasta vígi staðgreiðslu í við-
skiptalífinu. Nú er hægt að fá næstum allt að láni.
En lán kosta sitt. Þau kosta vexti og þóknun. Allt
það, sem keypt er og fengið er að láni, er dýrara en það
sem greitt er út í hönd. Það er eðlilegur viðskiptamáti,
sem ekki er umdeilanlegur.
Keyptu núna, borgaðu seinna. Skemmtu þér og
ferðastu núna, borgaðu seinna. Orðaleppar af þessu
tagi eru algengir í auglýsingum, enda er augljóst að
lánsviðskipti auka umsetningu þeirra sem selja. En sá,
sem kaupir, verður líka að láta meira af hendi rakna,
þótt síðar verði.
Enginn vill leggja stein í götu frjálsra viðskipta,
enda eru þau ekki aðeins sjálfsögð heldur nauðsynleg.
En frelsið er oft vandmeðfarið.
Vaxtamál eru mjög til umræðu og hafa verið um
skeið. Háir vextir eru taldir þjóðfélagsmein og taldir
koma sérstaklega illa við þá, sem minna hafa handa á
milli. Við liggja friðslit í atvinnulífinu af þessum sök-
um.
Á sama tíma og samfélagið telur sig í hættu vegna
hárra vaxta, eru lánaviðskipti aukin á mörgum svið-
um. Fólk er hvatt til að taka lán til þessa og lán til
hins, og borga svo einhvem tíma seinna. Ef illa stend-
ur í bólið og ekki er hægt að borga á gjalddaga, má
alltaf semja um að borga enn seinna.
Vara, þjónusta og framfærsla öll verður mun
kostnaðarsamari vegna hins mikla frelsis á lánamark-
aði og þess hve auðvelt er að njóta þess dýrmæta per-
sónufrelsis að steypa sér í skuldir.
Hinu ættu menn aldrei að gleyma, að skuldafrels-
inu fylgir hækkun verðlags. Það er einfaldlega vegna
þess að þá taka menn meiri og stærri lán, og hvort
sem þeir em borgunarmenn fyrir þeim eða ekki kosta
lánin sitt.
Atli Magnússon:
Þrætt við Pál postula
Þegar ég var barn, heyrði ég
ömmu mína stundum taka til
máls um stöðu kvenþjóðarinnar.
Þetta var fyrir daga rauðsokka
og Kvennalista, því bernska
manns er nú langt að baki og
barnið í mér hefur mér ekki tek-
ist að varðveita með öðrum
hætti en þeim, að stundum trúi
ég alls kyns vitleysu og lygasög-
um — einkum úr pólitíkinni —
eins og barn. En það gera flestir
hvort sem er.
En þegar amma talaði um
kvenréttindamálefnin, þá var
það ekki eitthvert tuldur ofan í
prjónana, enda snerti hún ekki á
prjónum. Hún kom helst að
þessu efni, þegar illa stóð í bólið
hjá henni og henni leiddust hús-
verkin sem mest. Húsverk hat-
aði hún nefnilega, eins og marg-
ar konur, en heimtaði samt sem
áður að allt væri hreint og
þokkalegt og átti til að breiða
fannhvítt handklæði við útidyra-
þröskuldinn, svo aðrir á heimil-
inu gætu séð það „svart á hvítu"
hvernig þeir bæru inn helv...
skítinn á löppunum. Þegar
svona lá á henni, féllu mörg
beisk orð um hlutskipti kvenna.
Hún fór hörðum orðum um Pál
postula, sem einhvers staðar
lætur í það skína í bréfi að kon-
an eigi að beygja sig fyrir karlin-
um. Þá sagði amma að það væri
semsé „guðs vilji“ að allir væðu
inn á heimilin með skítinn
handa konunum að þrífa. Svona
var í henni hljóðið. Hún var líka
mikið gefnari fyrir félagsstörf en
hússtörf, og mundi hafa fundið
sér eitthvert hlutverk á félags-
málavettvangi væri hún ung
núna. Hún bjó lengst af úti á
landi, var formaður í kvenfélag-
inu þar og lék í leikritum á þess
vegum á þorrablótinu. Líka var
hún í Kvenréttindafélagi íslands
og vel man ég að hún keypti
Hlín af Halldóru Bjarnadóttur
og þær skrifuðust stundum á.
Hún elskaði útilíf, átti fyrirtaks
hesta á yngri árum og stjórnaði
búverkum á fjölmennu heimili
af röggsemi, enda gestanauð
mikil. Á þessu heimili gengu
þrjár prjónavélar, hesputré sner-
ust í hverju horni og þar var vef-
stóll. Þannig var hún meðmælt
stóriðju í prjónaskap, þótt sjálf
kærði hún sig ekki um prjóna.
Hún hefði verið kölluð „stórráð"
til forna. En þegar ég man best
eftir henni, hafði hún orðið að-
eins lítið heimili í höfuðborg-
inni að annast og undi því hlut-
skipti miðlungi vel. Áf og til
rekst ég enn á gamalt, voteygt
fólk sem segir með saknaðar-
hljóm í röddinni og með mildu
aðdáunarbrosi: „Hún var mikill
skörungur, hún amma þín.“
Nógu eru þær margar
Kynnin af ömmu urðu til þess
að alltaf hefur mér þótt kynja-
misréttið ósanngjarnt og
heimskulegt. Hefði ég fæðst
kvenmaður, mundi ég áreiðan-
lega hafa tekið þátt í einhverjum
af þeim samtökum sem berjast
gegn þessari fásinnu. Systir
mín, sem er alnafna ömmu, tók
líka strax við sér þegar rauð-
sokkurnar fóru á stjá, og svo vill
til að hún sést á þekktri ljós-
mynd að bera styttuna góðu nið-
ur Laugaveg í nafni kvennabar-
áttu. En ég hef talið mig - - með
réttu eða röngu — „stikkfrí" frá
að skipta mér af þessum málefn-
um, því mér hefur fundist að
kvenfólkið eigi að hafa bein í
nefinu sjálft til að berjast fyrir
sig. Nógu eru þær margar. En
kannske hefur of mikið verið tal-
að í stað þess að berja í borðið.
Því karlarnir eru vissulega flest-
ir þverir, klæmnir og þröngsýnir
og skilja ekki nema hörkuna
fjórtán.
Þúsund „gufur“
En sennilega er vandinn hér
eins og í fleiru, til dæmis í
verkalýðsbaráttunni, að laða
fram samstöðuna. Það er hæg-
ara ort en gjört. Á móti hverjum
tíu, sem eru ákveðnir, eru þús-
und „gufur". Því tala hinir fáu
hver ofan í annan og í kvenna-
baráttunni hefur það leitt til
þess að farið var að smíða „teor-
íur“ um kvennamálefnin. í sjálfu
sér er fólki vorkunn, því tæki-
færin til þess að aðhafast annað
áþreifanlegt eru of fá. En „teór-
íurnar“ leiddu aftur til klofn-
ings, svo kraftar hinna fáu
dreifðust. Og svo er það með „te-
oríur", að þeir sem eiga að fram-
kvæma þær, þ.e. fjöldinn, skilur
þær ekki nema takmarkað og fer
fljótt að leiðast þær. Svona er
það alltaf. Hið opinbera stofnar
jafnréttisráð, en þangað þorir
fólk ekki að kæra nema helst
þeir ríku, sem eiga eitthvað und-
ir sér — kannske tveir hortugir
apótekarar, sem báðir vilja auðg-
ast á sama feita bitanum.
Átakanlegt samtal
Ég heyrði átakanlegt samtal á
útvarpsstöð, um miðnætti í vik-
unni. Kona hringdi úr sauma-
klúbbi og vildi biðja náungann,
sem sá um símaþáttinn, að skila
„ástarkveðju og kossi" til mann-
anna þeirra stallsystranna, sem
voru svo vænir að vera heima
þessa kvöldstund og passa börn-
in. Útvarpsmaðurinn var snögg-
ur að skilja hvað klukkan sló og
hlýddi konunni höstugur yfir
allan gamla listann: ,Áttu karl-
arnir ekki börnin líka? Voru þeir
of góðir að sitja heima hjá þeim
af og til? Hvernig stóð á þessari
auðsveipni þeirra þarna í
saumaklúbbnum?“ Þar er
skemmst frá að segja að það varð
fátt um svör hjá blessaðri kon-
unni. Hún sló úr og í og hét því
loks að ekki skyldi hún láta hafa
sig í það að hringja í útvarpsþátt
næst, og álasaði þeim hinum í
klúbbnum sem höfðu att henni
á foraðið... En hún fékk þó óska-
lagið sitt spilað.
Stríð og friður
Margt varð manni hugsað eft-
ir að hafa hlýtt á þetta. Er nokk-
ur von um uppreisn kvenþjóðar-
innar, meðan á hverju strái er
kvenfólk sem svona lætur? Eða
voru þessar konur bara raun-
særri en hinar, kusu friðinn og
blíðuna umfram annað og allt
sem áreynsluminnst yfirleitt?
Sjálfsagt sefur slíkt fólk stórum
betur en þeir vígreifu, sem
standa í stríðunum. En það
verða varla miklar breytingar...
En yfir í aðra sálma. Oft finnst
mér símastjórar í svona útvarps-
þáttum ekki vera nógu nær-
gætnir við þá sem hringja. Það
er ekki jafnræði með gallhörð-
um og þaulæfðum „útvarp-
skjöftum“ og sumum smæling-
um, sem sitja skjálfandi á bein-
unum hinum megin línunnar
vegna þeirrar yfirþyrmandi
„upplifunar" að vera að tala í út-
varp. Þótt þeir hafi kannske sín
góðu og gildu rök, þá tekst þeim
ekki að stynja þeim upp, því hin-
ir eru leiknari að tala og sífellt
með eitthvað smellið á hrað-
bergi sem slær „röddina á lín-
unni“ út af laginu í hvelli.
Stundum verður þetta ónotalegt
á að hlýða.
Kannske stendur þetta til
bóta?