Tíminn - 16.05.1992, Síða 5
Laugardagur 16. maí 1992
Tíminn 5
Staða landbúnaðarins
Páll Pétursson skrifar
Staða landbúnaðarins nú á vordögum er með
þeim hætti að fullkomlega er tímabært að
efna til umræðu um málefni hans. Mér er
nær að halda að á síðari áratugum hafi
bændafólk þessa lands ekki búið við meiri
óvissu um framtíð sína eða haft meiri ástæðu
til að kvíða komandi misseram.
Sögulegt yfirlit
Rétt er að rifja upp í fáum orðum þróun
landbúnaðarmála síðustu áratugi og reyna
að gera sér grein fyrir hvar rætur vandans
liggja.
Eftir stríð hófst mikið framfaraskeið í sveit-
um landsins. Nýjar vélar til ræktunar og bú-
starfa voru keyptar og á fáum árum gjör-
breyttust atvinnuhættir í sveitum. Efnahag-
ur þjóðarinnar batnaði, líka bænda, og í
hönd fóru miklir uppgangstímar. Ingólfur
Jónsson frá Hellu var landbúnaðarráðherra
1959-1971. Hann mótaði þá stefnu að til þess
að tryggja þjóðinni ætíð nóg af búvöru verð-
bætti ríkið ef meira yrði framleitt en sem
innanlandsneyslu næmi. Þessar verðbætur
máttu koma á allt að 10% af heildarfram-
leiðslunni sem þá væri flutt út.
Vinnsla og sala landbúnaðarafurða var á
vegum fyrirtækja er í megindráttum lutu
stjóm bænda. Framleiðsla óx og fjárfesting
var mikil, bæði á bújörðum og ekki síður í
vinnslustöðvum.
Um 1980 var ljóst að framleiðslan var orðin
talsvert meiri en þurfti til að fullnægja eftir-
spum innanlands. Misræmi hafði skapast
vegna mun meiri verðbólgu á íslandi en í við-
skiptalöndum, þannig að sífellt varð erfiðara
að fá forsvaranlegt verð fyrir útfluttar búvör-
ur.
Orsakir
Bændur höfðu frá fyrri tíð verið gróin stétt í
þjóðfélaginu. Þeim fannst þeir bera ábyrgð á
samfélaginu og almenningur var yfirleitt í
góðum tengslum við landbúnaðinn og hon-
um vinveittur. Pólitískir lukkuriddarar, eink-
um úr röðum Alþýðuflokksins, höfðu um
margra ára skeið haft hom í síðu landbúnað-
arins. Þei'm óx ásmegin og vegna þess að
mikið fé fór til útflutningsbóta, tókst þeim að
snúa almenningsálitinu á sína sveif. Pólitísk-
ar forsendur brustu fyrir háum útflutnings-
bótum.
Árið 1985 voru sett búvörulög og á gmnd-
velli þeirra hafin ströng framleiðslustjómun.
Ekki dreg ég í eía að fyrir þeim, er lögin
settu, vakti gott eitt. Þeir vildu takmarka bú-
vöruframleiðsluna við innanlandsneyslu og
byggja upp nýjar búgreinar til viðhalds
byggðar í sveitum í samráði við samtök
bænda. Þrátt fyrir það að flokkur minn bæri
ábyrgð á þessari lagasetningu, treysti ég mér
ekki til að styðja lögin. Mér þótti lagasetning-
in gölluð og ég óttaðist afleiðingar hennar.
Afstaða mín olli sárindum í flokknum og
einnig hjá sumum þeim, sem bændur höfðu
kjörið eða ráðið sér til forráða. Mér var þetta
heldur ekki þrautalaust, en fannst ég þó ekki
geta annað.
Afleiðingar
Síðan þessi lög vom sett hefur mjög sigið á
ógæfuhlið. Loðdýraræktin brást, fiskeldið
brást, ullariðnaður hmndi og afleiðingar af
því að setja sauðfjárframleiðsluna undir
stranga stjóm á sama tíma og önnur kjöt-
framleiðsla var frjáls, hefur orsakað hmn í
markaðshlut-
deild dilkakjöts.
Dilkakjöt er of
dýrt og hug-
kvæmni í að
halda því að
neytendum, t.d. í
formi skyndi-
rétta, hefur
skort.
Fyrir ári var
gerður búvömsamningur milli ríkis og
bænda um sauðfjárframleiðslu. Ríkið hefur
þegar svikið þann samning. Ekki verður í ár
staðið við samning um beinar greiðslur til
bænda, sem áttu að koma í stað niður-
greiðslna og lækka búvömverð til neytenda.
Jafngildir þessi skerðing á árinu 1992 tveggja
mánaða launum bændafólks í landinu. Þá er
ekki staðið við samning um framlög ríkis til
Framleiðnisjóðs.
Síðan búvömsamningur var gerður, hefur
verið boðuð skerðing í sauðfjárframleiðslu
um fjórðung. Meðalbóndinn má ekki fram-
leiða 1993 nema þrjá fjórðu af því sem hann
framleiddi 1991.
Nú er röðin komin að mjólkurframleiðend-
um. í undirbúningi er búvörusamningur,
sem gerir ráð fyrir 5% skerðingu framleiðsl-
unnar og 6% lækkun á verði. Neysla mjólkur
hefur dregist saman, á sama tíma og neysla
gosdrykkja hefur stóraukist. Þó hefur mjólk-
urverð staðið hér um bil í stað, á meðan gos-
drykkir hafa hækkað um 21%. Nú er kók þre-
falt dýrara en mjólk.
Vandi afurðastöðva
Þá er þáttur afurðastöðvanna. Fjárfesting í
afurðastöðvum var miðuð við miklu meiri
framleiðslu en við búum við í dag. Sam-
kvæmt hugmyndum um mjólkurframleiðslu
á að láta afurðastöðvamar taka á sig miklar
byrðar. Gert er ráð fyrir að leggja sum mjólk-
urbúin niður og úrelda þau á kostnað bænda.
Þetta er ekki einfalt mál. Sum minni búin
eru með ágætan rekstur, framleiða góða vöru
með litlum tilkostnaði. Síðan em stærri
mjólkurstöðvar með miklu meiri tilkostnað
og vannýtta fjárfestingu.
Samdráttur í vinnslu eða lokun afurða-
stöðva hefúr í mörgum tilfellum mjög alvar-
legar afleiðingar fyrir það þéttbýli þar sem
þær em. Atvinnuleysi er orðið mjög alvarlegt
á íslandi og lokun afurðastöðva bætir þar
vemlega við.
Þrátt fyrir samdrátt í landbúnaði, hefur yfir-
byggingin ekki minnkað. Mikið stóð manna
vinnur í kringum landbúnaðinn, bæði í
stjómun, ráð-
gjöf, þjónustu og
viðskiptum
hvers konar.
Byrðarnar af öllu
þessu liöi em of
þungar fyrir
bændur eina að
bera.
Störf tengd
landbúnaði eru
miklu fleiri en þau, sem unnin em á bújörð-
um. Vandi landbúnaðar er vandi þjóðfélags-
ins alls.
Ógæfa að utan
Þá er ógetið þeirra þrenginga sem að utan
koma. í EES-samningi em vemlegar hættur
fyrir íslenska framleiðslu. Fyrir handvömm
eða viljandi er opnað fyrir vemlega sam-
keppni frá innflutningi á mjólkurvörum.
Ríkisstjómin er staðráðin í að fullgilda EES-
samninginn. Þá em horfur á að GATT- sam-
ingur verði með þeim hætti að innflutningur
stóraukist á búvömm. Af þessu tvennu skap-
ast stórauknir erfiðleikar og jafrível hmn
innlendrar framleiðslu.
Stefna Alþýðuflokksins virðist vera að ná
árangri utan frá, og óvild hans í garð Iand-
búnaðarins kemur hugsanlega til með að ná
settu marki: að íslenskir neytendur eti að
miklum hluta útlenda, niðurgreidda bú-
vöm, hormónakjöt og sýrðar lyfjamjólkur-
vömr.
Sannleikurinn er sá að sú stefna, sem fylgt
er í landbúnaðarpólitík á íslandi í dag, stang-
ast algjörlega á við bæði EES og GATT. Þeir
stjórnarhættir passa alls ekki við umheim-
inn. Flestar þjóðir niðurgreiða stórlega og
útflutningsbæta sína framleiðslu á meðan
við gemm það ekki. Þá þegar af þeirri
ástæðu verður að breyta stefnunni, annað
verður óbærilegt.
Hvað er til ráða?
Torvelt er að benda á haldbær úrræði. Nú-
verandi stjórnarstefna er í sjálfu sér land-
búnaðinum óvinsamleg. Fyrirsjáanlegar
þrengingar eru risavaxnar og enginn kostur
góður. Þolendur þrenginganna eru margir.
Bændafólk er sem lamað, menn bíða kom-
andi tíma ráðalausir og þrúgaðir. Fyrirsjáan-
lega blasir gjaldþrot við fjölda bænda innan
4-5 ára. Afurðastöðvar rekur einnig í þrot í
stómm stíl. Forysta bænda gerir sér grein
fyrír vandanum, en sér engin úrræði heldur,
nema láta allt yfir sig og stéttina ganga.
Bændur voru látnir taka á sig þyngri byrðar
en allir aðrir við gerð þjóðarsáttar. Það var
lítils metið og bændur hreinlega gleymdust
við gerð síðustu kjarasamninga.
Forysta neytenda er landbúnaðinum hrein-
lega fjandsamleg og hefur uggvænleg áhrif á
almenningsálitið. Hmn landbúnaðar,
byggðaröskun og atvinnuleysi kemur þó fyr-
irsjáanlega niður á neytendum og almenn-
ingi öllum.
Núverandi stefna gengur ekki upp. Mér
flýgur æ oftar í hug hvort ekki væri illskárra
að gefa sauðfjárframleiðsluna frjálsa. Mark-
aðshlutdeild þeirra kjöttegunda, sem frjálsar
hafa verið, hefur aukist stórlega og afkoma
framleiðenda skánað, á meðan neysla kinda-
kjöts hefur dregist saman. Þetta hefði í för
með sér að margir træðust undir og byggða-
röskun fylgdi í kjölfarið. Hagkaup yrði fljót-
lega allsráðandi á kjötmarkaði og bændur og
neytendur yrðu upp á þá herra komnir með
afkomu sína. Þetta eru ófagrar horfur og
mjög fjarri lífsskoðun minni, en hitt er þó
kannski ennþá bölvaðra.
Einu ljósu punktarnir eru hrossaræktin og
ferðaþjónustan. Hvom tveggja er vanda-
samt, en gæti, ef rétt er á haldið, dafnað
vemlega.
Vonleysi og uppgjöf er öllu öðm verra.
Bændur mega ekki gefast upp fyrir óvin-
veittri ríkisstjórn, fjandsamlegum neytenda-
samtökum né láta andstætt almenningsálit,
byggt á vanþekkingu, buga sig. Þeir mega
ekki skammast sín fyrir að vera bændur. Líf
þeirra hefur upp á margt að bjóða, þrátt fyr-
ir allt, sem öðmm veitist ekki.
Ég óska bændafólki og öllum þeim, sem
skilning hafa á landbúnaðarmálum, gleði-
legs og gjöfuls sumars.
Menn og
málefni